Fréttablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 42
26 15. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Hinn átján ára Gylfi Þór Sigurðsson hefur hægt og bítandi verið að vinna sig upp hjá enska Íslendingaliðinu Reading en félagið féll sem kunnugt er úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Gylfi Þór kom til félagsins haustið 2005 og hefur fram að þessu leikið með unglinga- og varaliði félagsins en vonast eftir því að fá tækifærið með aðalliðinu á komandi leiktíð. „Ég er náttúrlega búinn að læra heilmikið og bæta mig mjög sem leikmaður síðan ég kom til Reading á sínum tíma en maður vill alltaf meira. Ég skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við félagið síðasta haust og vonast á þeim tíma til þess að fá tækifæri með aðalliðinu og það er stefnan. Á meðan félagið var í ensku úrvals- deildinni var erfitt fyrir yngri leikmenn félags- ins að fá tækifæri en eftir fallið hefur Steve Coppell, framkvæmdastjóri Reading, sagt að nú sé kjörið tækifæri fyrir yngri leikmenn félagsins að sýna hvað þeir geta og stíga fram,“ sagði Gylfi Þór, sem æfir nú af kappi með aðalliði félagsins fyrir átökin í ensku Championship-deildinni. „Allur hópurinn er að æfa saman núna og þetta er búið að vera mjög fínt. Æfingaprógrammið byrjaði rólega en núna er það farið að þyngjast smátt og smátt auk þess sem við spilum æfingaleiki nokkuð þétt,“ sagði Gylfi Þór, sem var meðal marka- skorara Reading í fyrsta æfingaleiknum gegn utandeildarliðinu Didcot Town í skrautlegum leik sem Reading vann 9-0. „Ég náði að skora sjöunda markið með ágætu skoti yfir markmanninn eftir sendingu frá Bobby Convey. Það er alltaf gaman að skora mikið af mörkum og gott upp á liðsandann á erfiðu undirbúningstímabili,“ sagði Gylfi Þór en stuttu eftir að hann skoraði markið var honum skipt út af fyrir Simon nokkurn Holloway, aðdáanda Reading, sem hafði unnið sér þátttökurétt í leiknum á uppboði. Holloway fékk áttunda markið skráð á sig eftir að hafa fengið fast skot í sig og inn við mikinn fögnuð aðdáenda Reading. Reading leikur annan æfingaleik í dag, gegn Forest Green. GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON, READING: HEFUR BÆTT SIG MIKIÐ Á TVEIMUR OG HÁLFU ÁRI HJÁ ENSKA FÉLAGINU Vonast til að fá tækifæri með aðalliði Reading Laugardalsv., áhorf.: 824 Fram Keflavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 3–11 (1-5) Varin skot Hannes 2 – Ómar 1 Horn 4-4 Aukaspyrnur fengnar 9-13 Rangstöður 1-3 KEFLAVÍK 4–4–2 Ómar Jóhannsson 6 Guðjón Á. Antoníus. 6 Kenneth Gustafsson 7 Hallgrímur Jónasson 7 Nicolai Jörgensen 6 (46., Brynjar Guðm. 6) Hörður Sveinsson 6 (80., Þórarinn Kristj. -) Einar Orri Einarsson 5 (64., Hans Matthies. 6) *Hólmar Ö. Rúnars. 8 Patrik Redo 7 Guðmundur Steinars. 6 Magnús Þorsteinsson 7 *Maður leiksins FRAM 4–4–2 Hannes Þ. Halldórs. 6 Ingvar Ólason 4 Reynir Leósson 5 Auðun Helgason 6 Sam Tillen 6 Daði Guðmundsson 5 (80., Jón Orri Ólafs. -) Paul McShane 6 Halldór H. Jónsson 7 Heiðar G. Júlíusson 6 Guðmundur Magn. 5 (62., Jón G. Fjólus. 4) Hjálmar Þórarinsson 3 (46., Ívar Björnsson 4) 0-1 Þórarinn Kristjánsson (83.), 0-2 Þórarinn Kristjánsson (89.). 0-2 Valgeir Valgeirsson (8) Landsbankadeild karla: 1. Keflavík 11 8 1 2 25:15 25 2. FH 11 7 1 3 22:12 22 3. Fjölnir 11 7 0 4 19:10 21 4. Valur 11 6 1 4 18:14 19 5. KR 11 6 0 5 19:13 18 6. Breiðablik 11 5 3 3 19:16 18 7. Fram 11 5 0 6 10:11 15 8. Grindavík 11 4 2 5 15:19 14 9. Þróttur 11 3 4 4 15:20 13 10. Fylkir 11 4 0 7 12:19 12 11. ÍA 11 1 4 6 8:17 7 12. HK 11 1 2 8 12:28 5 STAÐAN > Hörður Axel á leið til Spánar Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson er búinn að gera tveggja ára samning við spænska B-deildarfélagið Melilla eftir stutt stopp hjá Keflavík en Hörður Axel kom þangað frá Njarðvík í lok síðasta mánaðar. Þetta staðfesti Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari og þjálfari Kefla- víkur, í samtali við Vísi í gærmorgun. Sigurður kvað tíðindin vissulega vera blóðtöku fyrir Keflavíkurliðið en samgladdist Herði Axel aftur á móti þar sem hann fengi nú tæki- færi til þess að reyna sig sem atvinnumað- ur í sterkri deild. Sigurður og Hörður Axel eru nú staddir í Litháen þar sem íslenska landsliðið leikur í kvöld seinni æfingalandsleik sinn við heimamenn. FÓTBOLTI Þórarinn Brynjar Kristj- ánsson þreytist seint á því að koma Keflavíkurliðinu til bjargar. Hann kom inn á sem varamaður gegn Fram í Laugardalnum í gær og skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri. Keflavík komst þar með upp í efsta sæti deildarinnar. Framar- ar eru á niðurleið og töpuðu þriðja leik sínum í röð. Leikurinn var ekki mikil skemmtun fyrir utan í lokin. „Okkur tókst ekki vel upp í fyrri hálfleiknum en það voru skýrari línur í seinni hálfleiknum. Við tókum smá glímu í klefanum í hálfleik. Við skerptum á því sem við ætluðum að gera og ræddum um ákveðna grýlu sem hefur verið að ulla á okkur og við viljum jarða,“ sagði Kristján Guðmunds- son, þjálfari Keflavíkur, dular- fullur eftir leik en hann vildi ekki ræða þessa grýlu nánar. „Við erum komnir á toppinn og höldum núna áfram að vinna eftir okkar markmiðum. Seinni umferð- in er öll eftir,“ sagði Kristján. Fyrri hálfleikurinn var virki- lega bragðdaufur. Keflvíkingar voru mun meira með boltann en varnarleikur Fram var virkilega traustur og gestunum gekk brösug- lega að skapa sér opin færi. Það skall þó hurð nærri hælum snemma leiks þegar boltinn fór tvívegis í tréverkið á marki Fram. Strax á eftir fékk Paul McShane dauðafæri en skot hans fór fram- hjá. Hólmar Örn Rúnarsson átti magnað skot úr aukaspyrnu sem Hannes Þór Halldórsson varði með miklum tilþrifum í horn- spyrnu. Annars var fátt sem gladdi augað. Seinni hálfleikur hélt síðan áfram á sömu nótum og Frömur- um gekk illa að skapa sér færi. Keflvíkingar voru alltaf lík- legri, Magnús Þorsteinsson fékk dauðafæri en skotið sleikti stöng- ina og fór framhjá. Stuttu áður var Auðun Helgason næstum búinn að skora sjálfsmark. Á 81. mínútu kom síðan Þórar- inn af bekknum og var bara búinn að vera á vellinum í um tvær mín- útur þegar hann skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. Undir blálokin innsiglaði hann síðan sigur Keflavíkur eftir góða send- ingu frá Patrik Redo. „Þetta hefur verið ansi erfitt hjá okkur í síðustu leikjum,“ sagði Reynir Leósson, fyrirliði Fram. „Við erum ekki að skapa nægilega mikið af færum til að eiga eitt- hvað skilið. Við verjumst ágæt- lega en erum ekki að ógna. Þetta minnti mig á FH-leikinn, þá héld- um við lengi út en svo kom Arnar (Gunnlaugsson) og skoraði svipað mark og Þórarinn núna. Þetta var bara ótrúlega vel gert hjá honum.“ sagði Reynir. Það vantar bit í sóknarleik Fram en félagaskiptaglugginn er nú opinn og spurning hvort brugðist verður við í Safamýri. „Ég ætla ekki að tjá mig um það. Ég veit ekkert hvernig staðan er varðandi það en við sem erum í þessum hópi eigum að geta gert betur. Við verð- um allir að vinna að því saman,“ sagði Reynir. Það má síðan hrósa Valgeiri Val- geirssyni dómara leiksins en hann stóð sig virkilega vel með flautuna og hélt öllum spjöldum í vasanum. Þetta var fyrsti leikurinn í Lands- bankadeildinni sem hann flautar á en áður hafði hann fengið að koma inn sem varamaður þegar Magnús Þórisson meiddist í leik Fram og Breiðabliks. - egm Bjargvætturinn stóð undir nafni Varamaðurinn Þórarinn Brynjar Kristjánsson sá til þess að Keflvíkingar kæmust í góða stöðu á toppi Landsbankadeildar þegar hann skoraði bæði mörkin í 0-2 sigri gegn Fram á Laugardalsvelli í gærkvöld. BARÁTTA Keflvíkingurinn Magnús Þorsteinsson er hér í baráttunni við Framarann Halldór H. Jónsson á Laugardalsvelli í gærkvöld. Það var hins vegar varamaðurinn Þórarinn „bjargvættur“ Kristjánsson sem stal senunni og skoraði bæði mörk Keflvík- inga í 0-2 sigri Suðurnesjaliðsins, sem er komið á toppinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN FÓTBOLTI Grindavík og Þróttur skildu jöfn, 2-2, í Grindavík í dramatískum leik í Landsbankadeildinni í gærkvöld. Lítið var um dýrðir í fyrri hálfleik og gerðist fátt markvert fyrir utan að Tomasz Stolpa náði að kjafta Eyj- ólf Kristinsson dómara á að gefa sér sitt annað gula spjald átta mínútum fyrir leikhlé. Seinni hálfleikur var mun fjör- ugri og virtust Þróttarar ætla að nýta sér liðsmuninn til hlítar þegar Þórður Hreiðarsson kom Þrótti yfir eftir 54 minútna leik. Grindavík jafnaði aðeins þremur mínútum síðar þegar Zoran Stamenic skallaði hornspyrnu Scott Ramsay í netið. Ramsay var svo sjálfur á ferðinni þrettán mínútum fyrir leikslok þegar hann skoraði frábært mark eftir að hafa farið illa með nánast alla vörn Þróttar. Þremur mínútum fyrir leikslok jafnaði Hjörtur Hjartarson metin með marki úr vítaspyrnu. Orri Freyr Hjaltalín var dæmdur brotlegur þegar hann og Rafn Andri Haraldsson áttust við í teignum og var Orri Freyr allt annað en ánægð- ur með þann dóm. „Þetta var ekki víti. Ég er aðeins að pressa á hann og hann hendir sér niður. Svo kemur hann upp með skítaglottið framan í mann á eftir. Það er grautfúlt að fá svona jöfnunarmark á sig upp úr engu,“ sagði Orri Freyr. Grindvíkingar voru afspyrnuslakir þar til Stolpa var rekinn af leikvelli. „Það voru allt of margir leikmenn í okkar liði sem voru ekki mættir út á völl í byrjun leiks. Svo fáum við spark í rassinn þegar hann er rekinn út af og þá fórum við að gera þetta eins og menn,“ sagði Orri, sár og svekktur yfir að hafa ekki náð að landa fyrsta sigrin- um á heimavelli í sumar. Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar, var vægast sagt ósáttur við spilamennsku síns liðs. „Úr því sem komið var var ágætt að jafna þetta en mér fannst við spila leikinn ferlega illa í seinni hálfleik hafandi alla möguleika á að spila þá sundur og saman. Það vantaði yfirvegun á boltann og ákvarðanatakan var skelfileg þegar við vorum komnir á þeirra vallarhelming. Þegar við áttum möguleika á að gefa úrslita- sendingu kom mjög slök sending. Við köstuðum dýrmætum stigum frá okkur í dag og gáfum þeim allt of mörg færi með óskynsömum leik. Ég er mjög óánægður með að hafa ekki náð í þrjú stig hér í dag. Ég er þó þakklátur að ná í þetta eina sem við vorum búnir að kasta frá okkur á tímabili,“ sagði Gunnar ómyrkur í máli. - gmi Grindavík þarf enn að bíða eftir fyrsta heimasigrinum eftir 2-2 jafntefli í gær: Umdeild vítaspyrna í blálokin ÖFLUGUR Scott Ramsay skoraði seinna mark Grindavíkur í gær. MYND/VÍKURFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.