Fréttablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 46
30 15. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR „Það bara fer ágætlega saman,“ segir Elías Ingi Árnason útvarps- og knattspyrnumaður. Elías starfar á FM957 um helgar en spilar fótbolta með ÍR í 2. deild. Elías er næstmarkahæstur í deildinni með níu mörk í tíu leikjum. „Þeir eru skilningsríkir hvor um sig, yfirmaðurinn og þjálfarinn,“ segir Elías, sem kallaður er Elli. Hann sprakk fyrst út sem leikmaður síðastlið- ið sumar undir stjórn Ásgeirs heitins Elíassonar og skoraði ell- efu mörk og lagði upp önnur ell- efu. Í haust voru fjölmörg lið í Landsbankadeildinni og 1. deild á eftir Ella en hann vildi sanna sig betur áður en hann tæki næsta skref. „Ég vildi sanna mig fyrir sjálfum mér einna helst,“ segir Elli. Elli kann þó skýringar á því hvers vegna honum fór að ganga svo vel í fyrrasumar. „Ég byrj- aði á föstu og þá fór mér að ganga svona vel. Ég sé eftir því að hafa ekki fundið þessa stelpu þegar ég var átján ára,“ segir Elli en hann og kærasta hans, Thelma Ýr Tómasdóttir, eiga von á barni í byrjun janúar. Skemmtana- og glamúrlíf útvarpsmannsins er eitthvað sem Elli stundar lítið. Það er liðin sú tíð er hann starfaði á Kissfm og gekk undir nafninu Partí-Elli. Hann segir raunar að starfsmenn FM957 séu miklir reglumenn upp til hópa. Á daginn starfar Elli hjá fyrirtækinu Nordic Sea við að keyra út vörur. „Það er alveg frábær vinna með fótboltanum. Ég vinn frá sjö til þrjú svo ég get hvílt mig vel fram að æfingu,“ segir marka- skorarinn og útvarpsmaðurinn Elías Ingi Árnason. - shs 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. örverpi, 6. eftir hádegi, 8. örn, 9. skora, 11. samanburðartenging, 12. helgitákn, 14. beikon, 16. ætíð, 17. mánuður, 18. utan, 20. átt, 21. hávaði. LÓÐRÉTT 1. starf, 3. guð, 4. fjölmiðlar, 5. málm- ur, 7. örmjór, 10. eldsneyti, 13. er, 15. ávöxtur, 16. arr, 19. ung. LAUSN LÁRÉTT: 2. urpt, 6. eh, 8. ari, 9. rák, 11. en, 12. kross, 14. flesk, 16. sí, 17. maí, 18. inn, 20. nv, 21. gnýr. LÓÐRÉTT: 1. verk, 3. ra, 4. pressan, 5. tin, 7. hárfínn, 10. kol, 13. sem, 15. kíví, 16. sig, 19. ný. „Humarinn á veitingahúsinu Við Tjörnina er rosalega góður, annars er það bara kjörbúðin svona dags daglega.“ Daníel Ágúst Haraldsson tónlistarmaður. VEISTU SVARIÐ 1. 194 milljarðar. 2. Bandalag Miðjarðarhafsríkja. 3. Í Frakklandi. Þröstur Jónsson, fyrrum bassa- leikari hljómsveitarinnar Mínuss, er sem kunnugt er kominn á sjó og stundar nú sjómennskuna af lífi og sál á togaranum Barða NK 120. Þessa dagana er hann þó í fríi og er kominn norður á land í hey- skap. Þröstur ber sjómennskunni vel söguna en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann fer á sjó. „Það er eðall að vera á sjó og ég var alltaf á sjónum þegar ég var yngri. Svo eru þetta allt snillingar og þungarokkarar sem eru á tog- aranum með mér.“ Þröstur segist þó ekki vera alfarið hættur í tónlistinni og seg- ist oft grípa til gítarsins á sjón- um. „Ég er bara í pásu frá tónlist- inni, á meðan er maður loks farinn að taka alvöru túra.“ Þröstur segist ætla að vera áfram á sjón- um í einhvern tíma og segist vera best geymdur þar. „Það er best að vera á sjónum einmitt núna þegar krónan er í rugli því maður fær svo mikið fyrir aflann. Þannig að ég held mig við sjómennskuna í bili.“ Togarinn Barði NK 120 er gerð- ur út frá Neskaupstað þar sem þungarokkshátíðin Eistnaflug var haldin um helgina. Þröstur segist hafa verið á hátíðinni fyrri dag- inn ásamt hinum skipverjum Barða og segir hátíðina hafa verið magnaða. „Þetta var magnað, ég mæli með því að allir mæti næsta ár. Allavega allir alvöru þunga- rokkarar.“ Von er á Þresti í bæinn bráð- lega en að eigin sögn er hann orðinn helmassaður og tannaður af útiverunni og sjómennskunni. Þegar hann er spurður hvort hann hafi áhuga á að ganga til liðs við hina helmössuðu og tönnuðu með- limi Merzedes Club að sjómennsk- unni lokinni segist hann ekki hafa áhuga á því þrátt fyrir að vera mikill aðdáandi hljómsveitarinn- ar. Annars ber það hæst í þessum mánuði hjá Þresti að hann mun halda upp á þrítugsafmæli sitt í lok mánaðarins og stefnir á að fagna því í Kaupmannahöfn með vini sínum, útvarpsmanninum Andra Frey Viðarssyni. Eiga þá Danir von á illu í lok júlí? „Nei, ég er mjög stilltur og drekk ekki nema einstaka rauðvínsglas með góðum mat,“ segir Bassafantur- inn að lokum. sara@frettabladid.is ÞRÖSTUR JÓNSSON: FÍNT AÐ VERA Á SJÓNUM Í KREPPUNNI Bassafanturinn í heyskap FANTURINN HVÍLIR BASSANN Þröstur Jónsson, fyrrum basaleikari í Mínus, sækir nú sjó fyrir austan. Hann fagnar þrítugsafmæli sínu síðar í mánuðinum en segist ekki munu halda upp á afmælið með látum. Hann drekki enda ekki nema einstaka rauðvíns- glas með góðum mat. „Þetta kom mér algerlega í opna skjöldu. Ég átti ekki von á neinu,“ segir Lýður Ægisson, tónlistar- maður og fyrrverandi skipstjóri, sem á dögunum varð sextugur. Í viðtali við Fréttablaðið sem birtist á afmælisdegi Lýðs hinn 3. júlí sagðist hann ekki ætla að blása til veisluhalda. Annað kom á daginn því fjórir synir hans og fóstur- dóttir hans blésu til óvæntrar veislu í Sandgerði. „Vinur minn bauð mér bara á rúntinn til þess að gera eitthvað og við enduðum suður í Sandgerði,“ segir Lýður en þar biðu hans ættingjar og sam- ferðamenn. „Þetta voru gamlir gaurar af sjónum. Til dæmis frá- farandi bæjarstjóri Grindavíkur, Ólafur Örn Ólafsson, hann byrjaði hjá mér 16 ára gamall á sjónum austur á Hornafirði.“ Einnig mætti móðir Lýðs ásamt bróður hans, Séra Sigurði Ægissyni, presti á Siglufirði en þau komu keyrandi þaðan. Gylfi Ægisson, bróðir Lýðs, lét sig heldur ekki vanta og söng með sonum Lýðs. „Þetta stóð langt fram eftir kvöldi. Matur og flott- heit en ekkert vín. Enda er ég búinn að vera edrú í 32 ár. Svo það ætti að vera runnið af mér,“ segir hinn sextugi Lýður Ægisson. - shs Fékk óvænta afmælisveislu LÝÐUR ÆGISSON Fékk óvænta afmælis- veislu í Sandgerði sem fjórir synir hans og fósturdóttir höfðu skipulagt á laun í fjóra mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR MARKASKORARI Elías Ingi skorar grimmt með ÍR og starfar einnig sem útvarpsmaður á FM957. Byrjaði að skora þegar ég kynntist kærustunni Skessuhorn greindi í síðustu viku frá auðmönnum sem fóru með þyrlu úr Kjarrá til að fá sér pylsu í Hyrnunni í Borgarnesi. Fylgdi sögunni að fyrirhyggjan hefði ekki verið meiri en svo að þeir mættu veskislausir í Hyrnuna og þurftu að fá lánað fyrir snæðingnum. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins var hér um að ræða Bakkavararbræðurna Lýð og Ágúst Guðmundssyni og menn tengda Existu og Bakkavör. Þeir bræður komust líka í fréttirnar á síðasta ári þegar þeir voru við veiðar í Kjarrá. Þá bókuðu þeir Pétur Örn Guðmundsson og tvo aðra meðlimi hljóm- sveitarinnar Dúndur- frétta til að spila fyrir sig í veiðihúsinu. Fengu tónlistar- mennirnir allt að 150 þúsund krónur á mann fyrir að mæta og spila óskalög fyrir auðmennina. Vinsæl- ustu lögin voru Nína og Álfheiður Björk, en þau voru spiluð þrisvar hvort og hefðu fengið að hljóma oftar hefðu tónlistarmennirnir ekki tekið í taumana. Það vakti athygli viðskiptavina Skífunnar í byrjun síðustu viku að ný plata Bubba Morthens, Fjórir naglar, var ekki fáanleg í verslun- inni. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins var þetta vegna deilna Skífunnar og Senu, sem gefur Bubba út, en síðarnefnda fyrirtækið var á sama tíma með útsölumarkað í Laugardalshöll. Vildu Skífumenn meina að ósanngjarnt væri að plata Bubba væri á útsöluverði á markaði Senu á meðan þeir þyrftu að selja hana fullu verði. Þessi deila var leyst fljótt og vel og plata Bubba var aftur til sölu hjá Skífunni einum eða tveim dögum síðar. - hdm FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.