Fréttablaðið - 15.07.2008, Page 48

Fréttablaðið - 15.07.2008, Page 48
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 Bjartur í Sumarhúsum var mikill gallagripur enda saman settur úr mörgum þeim löstum sem hrjáð hafa landsmenn frá aldaöðli. Hann hugsaði um það eitt að vera sjálfstæður og óháður; skuldlaus við guð og menn. Hvað eitt sem minnti hann á að við verðum að taka tillit til annarra í kringum okkur var eitur í hans beinum. TIL dæmis brást hann illur við þegar fyrsta kona hans setti út á matseðilinn í Sumarhúsum en á honum var ekkert annað en stein- bítur. Langaði konu í kjöt svo Bjartur brá á það ráð að telja henni trú um að hin landlæga hjartveiki væri nú farin að gera vart við sig hjá kellu. Væri því ekkert annað að gera en hella í hana meðali en það varð til þess að hún lá í móki í rúmi sínu alla daga, sem var hið besta mál fyrir Bjart því ekki truflaði hún hann með tiktúrum sínum á meðan. SLÍK meðul dugðu þó ekki á hreppstjórann, sem var sífellt að minna á vald sitt og reyndi að pranga ýmsum hlutum inn á dala- bóndann til að gera hann háðari sér. Einnig áttu menn það til að vappa um landareign Bjarts en slíka óhæfu fannst honum sjálf- stæðir menn ekki þurfa að þola. UMRÆÐAN um hin ýmsu skipu- lags- og íbúðamál á höfuðborgar- svæðinu gefur það til kynna að hugmyndafræði Bjarts og hrepp- stjórans lifi ágætu lífi með land- anum. Bústólpar nútímans koma sér fyrir í þéttbýlinu en vilja þó helst geta séð bæði Esjuna og Keili út um gluggann og haft götuna og jafnvel hverfið eins og þeim hent- ar. Þess vegna er höfuðborgar- svæðið eins og bóndabæjaþyrping sem teygir anga sína um víðan völl. En sjálfstæði bústólpanna gengur þó stundum í berhögg við fyrirhyggju yfirvaldsins því ein- hvers staðar verður þyrluflugvöll- ur fyrir sjúkrahúsið að vera, ein- hvers staðar verða krakkarnir að fá að spila körfubolta, svo þarf að stækka leikskóla svo að öll börnin komist fyrir, einhvers staðar þarf að vista fíkla í meðferð og annars staðar menn sem gatan tæki ann- ars við. Þetta hefur verið að raska ró íbúanna að undanförnu. KANNSKI er yfirvaldið í sumum tilfellum klaufalegt þegar það er að koma þessu niður við túnfót nútíma bústólpanna. En viðbrögð þeirra minna um margt á sögusvið Sjálfstæðs fólks eftir Halldór Lax- ness, nema hvað Bjartur er kom- inn á mölina. Bjartur í borgarhúsum BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar Í dag er þriðjudagurinn 15. júlí, 198. dagur ársins. 3.42 13.34 23.23 2.57 13.18 23.36 ...ég sá það á visir.is Segir grafhýsi Kleópötru fundið Myndir berast frá Mars Tilfærsla yfir á hægri akrein sviðsett Býst við minni verðbólgu MEST LESIÐ:

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.