Fréttablaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 16
16 16. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Nýlega var í fréttum nokkuð óvenjuleg sveit lögreglu- manna, sem valdir voru með sérstökum hætti, ekki eftir rassstærð eins og Þórbergur sagði einu sinni að tíðkaðist á Íslandi heldur eftir öðru sem flestir myndu þó telja vöntun eða skerðingu: það var sem sé sveit blindu lögregluþjónanna í Brussel. Þeir eru sex talsins og í miklum ábyrgðarstöðum. Einhverjir myndu nú kannske segja, að það sé ekkert merki- legt við slíka laganna verði, menn hafi löngum haft blinda lögregluþjóna við störf og hafi þeir verið látnir rannsaka fjármálamisferli háttsettra manna, afglöp stjórnmálamanna og annað af því tagi. En við slíkar rannsóknir er með öllu óþarfi að lögreglumennirnir séu blindir, það nægir að þeir loki augunum. Blindu lögregluþjónarnir í Brussel eru hins vegar sjón- lausir í raun og veru og þurfa að hafa verið það frá fæðingu eða a.m.k. frá unga aldri. Hjá þeim sem svo er komið fyrir gerist það nefnilega að heyrnin fer að þróast meir en hjá nokkrum öðrum dauðlegum mönnum, því gegnum hana fara nú öll tengsl þeirra við umheiminn; ef þeir þurfa t.d. að fara yfir umferðar- götu hafa þeir ekki annað en eyrun til að vísa sér leið og þá ríður á að þau séu sem næmust, annars vofir dauðinn yfir. Um þessa blindu lögreglu- þjóna eru því sagðar ótrúlegar sögur. Einn þeirra kann t.d. sjö tungumál, sem er kannske ekki einsdæmi, en hann getur auk þess gert greinarmun á hundrað mismunandi tegundum af hreim á þessum ólíku tungum. Ef hann kynni t.d. norsku, sem fylgir að vísu ekki sögunni, gæti hann ekki aðeins þekkt frá hvaða firði einhver mælandi kæmi heldur líka hvorum megin hann byggi við fjörðinn. Á þennan hátt gat hann heyrt að grunaður maður var Marokkóbúi með því að hlusta á hreiminn þegar sá hinn sami talaði evrópskt tungumál. Með því að hlusta á hljóðin í hinum ýmsu tökkum á síma sem maður var að ýta á gat þessi lögreglumaður fundið út númerið sem verið var að hringja í. Fyrir þessa menn er það leikur einn að þekkja hvaða bílategund sem er út frá vélarhljóðinu einu. Nú er augljóst að menn sem hafa svo þróaða heyrnargáfu geta orðið að gagni á mörgum þáttum lögreglustarfsins, svo sem við yfirheyrslur og slíkt. En eitt er þó það svið þar sem þeir njóta sín sérstaklega og er í rauninni þeirra sérgrein, enda mun þeim aðallega falið að starfa við það, og eins og málum er nú háttað hafa þeir þá nóg að gera, en það svið er einmitt sím hleranir. Við það bætast að sjálfsögðu upptökur sem gerðar eru með földum hljóðnemum hingað og þangað þar sem menn búast síst við þeim og fara kannske að leysa frá skjóðunni án þess að hafa hugmynd um heyrandann í holtinu. Á þessu sviði gera blindu lögreglumennirnir nú krafta- verk í raun og sann. Vitanlega geta þeir heyrt samtöl manna og orðræður gegnum alls kyns hávaða og aukahljóð og skrifað þau upp, þótt aðrir heyri kannske lítið annað en skarkala, og þeir geta greint á milli þótt margir séu að tala í einu. Með því að hlusta á aukahljóð af ýmsu tagi geta þeir einnig heyrt, ef svo ber undir, hvar samtalið fer fram, á kaffihúsi sem er fullt af fólki, á arabískum veitinga- stað þar sem menn snæða couscous, í flugvallarbyggingu og eða einhverjum enn öðrum stað. En þetta er ekki allt og sumt. Í venjulegum mannlegum sam skiptum skilja menn við mælendur sína ekki aðeins með því að hlýða á orð þeirra, heldur líka með því að horfa um leið á það látbragð og svipbrigði ýmiss konar sem orðunum fylgja. Öll þessi sérstaka vídd samskiptanna er blindum mönnum að sjálfsögðu lokuð, og því verða þeir að þjálfa með sér sérstakt næmi á raddir annarra og hin smæstu blæbrigði þeirra til að geta numið á þann hátt allt það sem sjáandi maður skynjar með augunum. Þetta kemur nú að hinu mesta gagni þegar verið er að hlusta á upptökur úr símhlerunum og slíku. Með því að beina athyglinni að raddblæ þeirra sem tala getur blindur lögreglu- maður kannske fundið út hvort þeir eru einlægir, hvort þeir meina í raun og veru það sem þeir segja, hvort þeir trúa því sjálfir, hvort eitthvað annað býr undir, kannske eitthvað mjög gruggugt, eða hvort þeir eru að fela eitthvað. Kannske getur hann líka heyrt hvort mælend- urnir tala í fyllsta sakleysi eða hvort þeir búast við því hálft í hvoru að verið sé að hlera þá, og haga orðum samkvæmt því. Þetta eru allt hinir mikilvægustu hæfi leikar á vorum dögum, þegar allt bendir til að mikill uppgangur sé í vændum í símhlerunum. Og þá geta Íslendingar kveðið: Haltur ríður hrossi, hjörð rekur handarvanur, blindur hlerar svo hlítir. Ey getur kvikur kú EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Hinar stóru hlustir laganna UMRÆÐAN Grétar Mar Jónsson skrifar um utanríkis- og mannréttindamál Það hefur varla farið framhjá landsmönnum að ferðalög ráðamanna á erlenda grund hafa verið mikil undanfarið og jafnvel í formi ferðalaga í einkaþotum milli staða. Er það ásættanlegt að auka útgjöld íslenska ríkisins svo og svo mikið í formi ferðalaga til hinna ýmsu heimshorna af hálfu ríkisstjórnar landsins? Skal öllu kostað til að komast í sæti í Öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna? Undir hvaða for- merkjum eru Íslendingar annars að bjóða sig fram til þessara starfa? Ísland hefur mátt þurfa taka því að fá niðurstöðu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um brot gegn þegnum í eigin landi. Mál þetta fékkst ekki einu sinni rætt á Alþingi áður en sent var utan svar um aðgerðaleysi að hluta til. Raunin er sú að núverandi ríkisstjórnarflokkar hafa ekkert að gert til þess að umbreyta því ástandi hér innanlands sem hefur það í för með sér að mannréttindi eru brotin í kvótakerfi sjávarútvegs. Þar er á ferð óviðunandi mismunun varðandi aðkomu manna í atvinnugreinina. Þetta ástand er ekki að koma til sögu í dag heldur hefur kerfi þetta verið við lýði í hartnær tvo áratugi og leikið landsmenn illa með tilheyrandi verðmætasóun. Fyrst er að skoða ástand heima fyrir áður en menn hyggjast hjálpa til um mannréttindi annars staðar í veröldinni. Höfundur er alþingismaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi. Hvað kostar framboðið í Öryggisráð SÞ Íslendinga? Einhugur og óhugur Hugmynd Björns Bjarnasonar um að taka upp evru á grundvelli EES- samningsins hefur aldeilis slegið í gegn á Íslandi; stjórnmálamenn úr ýmsum flokkum, samtök í atvinnulífi og forkólfar í fjármálafyrirtækjum eru sammála um að þetta væri afar fýsileg leið fyrir Ísland. Með þessu móti fengjum við sleppt og haldið, tækjum upp evru en þyrftum ekki að gefa þumlung eftir að fiskimiðum og fullveldi. Þessi prýðilega lausn strandar bara á einu smáatriði, það er sjálfu Evrópusamband- inu, sem vill víst líka fá eitthvað fyrir sinn snúð. Segja má að á meðan eins mikill pólitískur einhugur og hugsast getur hefur myndast um þetta fyrir- komulag á Íslandi, sæki óhugur að Evrópusambandinu. Gott óraunhæft innlegg Þótt Geir H. Haarde forsætisráðherra telji hugmynd Björns Bjarnasonar um upptöku evru á grundvelli EES „mjög ólíklega“ og „fjarlægan mögu- leika“, segir hann sér hins vegar ekki „lítast illa á neitt sem opnar umræð- una“. Þeir sem luma á mjög ólíklegum og fjar- lægum möguleikum í gjaldeyris- málum sem eru líklegir til að opna umræðuna geta snúið sér til forsætisráðuneytisins. Eitthvað að gera Mörður Árnason, vefritstjóri Samfylk- ingarinnar, er ánægður með ummæli Björns Bjarnasonar. Hann fagnar ekki síður yfirlýsingu forsætisráðherra um að nýstofnaðri Evrópunefnd, undir forystu Illuga Gunnarssonar og Ágústs Ólafs Ágústssonar, verði falið að kanna þá leið sem Björn stingur upp á. Ritstjóra Samfylkingar- innar og varaþingmanni virðist Evrópunefnd Alþingis nefnilega hafa verið eitthvað verkefnalítil upp á síðkastið, því hann bætir við: „Þá fær sú nefnd líka eitthvað að gera.“ bergsteinn@frettabladid.is GRÉTAR MAR JÓNSSON U m helmingur ljósmæðra í landinu hefur sagt upp störfum. Samningar þeirra eru sem kunnugt er lausir en ekki mun standa til að halda næsta samn- ingafund í kjaradeilunni þeirra við ríkið fyrr en um miðbik næsta mánaðar. Þetta er viðkvæm staða sem veldur kvíða hjá þeim sem síst skyldi, verðandi mæðrum og fjölskyldum þeirra. Nokkur ævintýraljómi hvílir yfir ljósmóðurstarfinu. Allir hafa heyrt fallegar sögur af ljósmæðrum sem brugðust hár- rétt við á örlagastundu. Þessar sögur eru frá öllum tímum, úr samtímanum jafnt sem frá fyrri öldum þegar ljósmæður börð- ust í öllum veðrum heim til fæðandi kvenna og komu jafnvel heim í sinn eigin barnahóp með barnið sem þær höfðu tekið á móti, eða eldra systkini þess, ef þröngt var í búi þar sem þær höfðu verið að sinna störfum sínum. Það er því í raun merkilegt, jafn mikillar virðingar og starf ljósmæðra nýtur í samfélaginu, hversu illa gengur að fá það metið að verðleikum til launa. Til að fá réttindi til ljósmóðurstarfa þarf embættispróf á meistarastigi. Að baki því prófi liggur hvorki meira né minna en sex ára háskólanám, fjögur í hjúkrun og tvö til viðbótar í ljósmóðurfræðum. Ljóst er að laun ljósmæðra eru í engu sam- ræmi við þessa miklu menntun þeirra. Líklega er engin stétt jafnafdráttarlaus kvennastétt og ljós- mæður og því miður verður að leiða líkur að því að það sé sú staðreynd sem stendur þeim svona áþreifanlega fyrir þrifum í launabaráttunni. Það er háalvarlegt mál ef launakjör ljósmæðra eru svo bág að þau koma í veg fyrir að hjúkrunarfræðingar bæti við sig ljósmóðurnámi. Fram hefur komið að nærfellt helmingur allra starfandi ljósmæðra muni fara á eftirlaun á næstu tíu árum og þegar er ljóst að haldi fram sem horfir verður nýliðun í starfi ekki næg til að mæta þessu. Því er afar brýnt að gengið verði til samninga við ljósmæður á nýjum forsendum, á nútímaforsendum sem byggja á mennt- un þeirra og gríðarlegri ábyrgð. Að virða starf ljósmæðra til launa er jafnframt mikilsvert skref í jafnréttisbaráttunni. Mikið ríður á að samningar náist áður en til þess kemur að þær ljósmæður sem nú hafa sagt upp störfum hverfa út af vinnustöðum sínum. Þetta skiptir öllu máli þegar litið er til allra næstu mánaða. Til lengri tíma litið er svo lykilatriði að það verði ákjósan- legur kostur fyrir útskrifaða hjúkrunarfræðinga, bæði unga og lítt reynda og eldri og reyndari, að hefja nám í ljósmóður- fræðum með það fyrir augum að helga sig því stórmerkilega starfi sem það er að taka á móti börnum. Ljósmóðurstarfið er nefnilega ekki minna göfugt þó að það sé metið að verðleikum til launa. Illa gengur að fá kvennastörf metin til launa: Hver á að taka á móti börnunum? STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.