Fréttablaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 19
][ iPod er gott að taka með sér í ferðalagið. Þegar dauð stund kem-ur er gott að geta gripið í iPodinn og hlustað á góða tónlist. Leynilögreglumenn vakta nú strandir Dubai til að stoppa ferðamenn sem baða sig í sólinni ósiðsamlega klæddir. Yfirvöld í Dubai hafa undanfarið staðið í ströngu við að hylja hálf nakta baðstrandargesti. Leyni- lögreglumenn vakta gullnar strendur landsins og hafa síðustu vikur handtekið tæplega 80 ferða- menn fyrir þær sakir að vera ósið- samlega klæddir, eða óklæddir öllu heldur. Samkvæmt heimildum CNN hófst átakið í kjölfar þess að breskt par fannst í ástarleikjum á vinsælli baðströnd. Samfara því að klæða fáklædda ferðamenn hafa yfirvöld hrint af stað herferð sem miðar að því að minna ferðamenn á að þrátt fyrir skemmtistaðina, barina og lúxus- hótel séu þeir staddir í múslímaríki þar sem reglur um siðsemi séu ekki þær sömu og í hinum vest- ræna heimi. -tg Vilja enga strípalinga Það er með öllu óheimilt fyrir konur í Dubai að baða sig í sólinni berar að ofan. Í borg þar sem allt virðist frá öðrum tíma eru leikvellir barna ekki endilega undantekning. Í elsta hverfi Parísar, Mýrinni, spila krakkar fótbolta og körfu- bolta upp við vegg frá tólftu öld. Sjálfsagt flest án þess að gera sér nokkra grein fyrir hversu gamall og sögulegur þessi veggur raun- verulega er. Veggurinn er leifar af borgarmúrum sem að Filippus II., sem var konungur frá 1179 til 1223, lét gera til að verja borgina í lok tólftu aldar en þá hélt hann til krossfara. Fyrst var byggt á hægribakka Signu en eftir alda- mótin var haldið áfram á vinstri- bakkanum. Borgarmúrarnir voru í hjartalagi, sjötíu metra háir og níu metra þykkir. Aðeins tveimur öldum síðar urðu múrarnir gagnslausir vegna byggingaframkvæmda Karls V. sem þá var konungur. Í dag eru litlar leifar af múrnum en þær stærstu og heillegustu eru í fjórða hverfi Parísar og nýtast aðallega í boltaleiki borgarbarna auk þess að draga að sér auga vegfarenda. - beb Boltaleikir við borgarmúrinn Fulltrúar framtíðarinnar leika sér við sjöhundruð ára gamalt mannvirki í Parísarborg. MYND/BERGÞÓR BJARNASON Taktu hjólið með - settu það á toppinn. www.stilling.is // stilling@stilling.is Skeifan 11, 108 Reykjavik | Bíldshöfði 12, 110 Reykjavík | Smiðjuvegur 68, 200 Kópavogur Dalshraun 13, 220 Hafnarfjörður | Draupnisgata 1, 600 Akureyri Eyrarvegur 29, 800 Selfoss. | Sími: 520-8000 Allar upplýsingar um er að finna á vef Stillingar www.stilling.is THULE ProRide 591 Einfaldar og stílhreinar hjólafestingar. Auðveldar í notkun. THULE OutRide 561 Fyrir þá sem eru vanir. Hjólið fest í framgaflinum. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Allra síðustu sætin! Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Montreal 6. og 13. júní. Þetta er einstakt tækifæri til að njóta lífsins í þessari stórkostlega spennandi borg sem er önnur stærsta borg Kanada. Í borginni mætast gamli og nýi timinn, rík sagan og iðandi nýbreytnin á einstaklega skemmtilegan hátt. Það er frábært að skoða sig um, versla og njóta lífsins í Montreal; fallegar byggingar, endalaust úrval verslana og veitingastaða og mjög hagstætt verðlag. Gríptu tækifærið og smelltu þér til Montreal og njóttu þess besta sem þessi spennandi heimsborg hefur að bjóða.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.