Fréttablaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 16. júlí 2008 21 menning@frettabladid.is Kl. 20.30 Ítalski píanóleikarinn Sebastiano Brusco kemur fram á tónleikum í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit í kvöld kl. 20.30. Þar leikur hann tónlist eftir rómantísku tónskáldin F. Schubert og F. Chopin, en efnisskrá þessi er nokkur nýjung hjá Brusco þar sem að hann hefur einkum sérhæft sig í að leika 20. aldar tónlist. Aðgangseyrir að tónleikunum er 1000 kr. Nýverið endurheimti bókasafn háskólans í bresku borginni Durham eina mikilvægustu eign sína; frumútgáfu af fyrsta safnriti leikrita Shakespeares. Safnritið kom út árið 1623, aðeins sjö árum eftir dauða skáldsins, og inni- heldur öll leikrit hans. Ritið er gjarnan talið með þeim mikilvægustu sem komið hafa út á prenti á enskri tungu, enda hefur það verið notað sem helsta heimild allra seinni útgáfa á leikritum Shakespeares. Ritin voru uppruna- lega 750 talsins, en í dag er aðeins vitað um 230 þeirra. Ritinu var stolið úr bókasafninu í Durham fyrir tíu árum síðan. Bíræfnir þjófar brutu sýn- ingarskápa og stálu þaðan fjöldanum öllum af sjaldgæfum og dýrmætum bókum auk Shakespeare-ritsins, þar á meðal handritum frá fjórtándu og fimmtándu öld og útgáfu af Bjólfskviðu frá nítjándu öld. Ekkert hafði spurst til bókanna síðan þeim var stolið, en þær eru allar svo gott sem einstakar og því líkast til erfitt að koma þeim í verð. Það bar þó svo við að í síðasta mánuði kom breskur bókasali, Raymond Scott að nafni, með Shakespeare-ritið í Folger Shake- speare-bókasafnið í Washingtonborg í Banda- ríkjunum til þess að láta meta það. Glöggir starfsmenn Folger-safnsins sáu undireins að um ófalsaða útgáfu væri að ræða og voru ekki lengi að finna út að henni hafði verið stolið. Ritinu hefur nú verið skilað til háskóla- bókasafnins í Durham, en Raymond Scott var handtekinn. Hann ber því statt og stöðugt við að hafa keypt ritið á markaði á Kúbu, en leit á heimili hans leiddi í ljós talsverðan fjölda gamalla bóka sem Scott gat ekki fyllilega gert grein fyrir. Því miður fundust þó ekki hin ritin sem á sínum tíma hurfu af Durham-bókasafn- inu og eru örlög þeirra því enn sem komið er ráðgáta. -vþ Safnrit Shakespeares endurheimt SHAKESPEARE Eitt merkasta skáld enskrar tungu, fyrr og síðar. Söngkonan Guðlaug Dröfn Ólafs- dóttir heldur tónleika á Norður- landi ásamt kvintett annað kvöld og á föstudag. Söngkonan kemur fram í Ketilhúsi á Akureyri á morgun kl. 21.30 og á Gamla Bauk á Húsavík á föstudags- kvöld, sömuleiðis kl. 21.30. Með Guðlaugu leika Ásgeir Ásgeirsson á gítar, Róbert Þór- hallsson á bassa, Scott McLem- ore á trommur og Vignir Þór Stefánsson á píanó. Á efnis- skránni eru meðal annars lög af nýlega útkomnum geisladisk Guðlaugar „Gentle Rain“ sem hefur hlotið góða dóma gagnrýn- enda. Diskurinn hefur að geyma tökulög úr Amerísku söngbók- inni og lög eftir höfunda eins Michel LeGrand og Luiz Bonfa. Einnig má finna poppstandarda í djössuðum búningi eftir Lennon og McCartney og Joni Mitchell. -vþ Sunginn djass á Norðurlandi GUÐLAUG DRÖFN ÓLAFSDÓTTIR Heldur tónleika á Akureyri og á Húsavík á næstu dögum. Mezzósópransöngkonan Sólveig Samúelsdóttir og orgelleikarinn Lenka Mátéova koma fram á hádegistónleikum í Dóm- kirkjunni í Reykjavík á morgun kl. 12.15. Tón- leikarnir eru hluti af röð á vegum Félags íslenskra organleikara og Alþjóð- legs orgelsumars. Sólveig er Íslendingur og Lenka er frá Tékklandi. Listakonurnar tóku mið af þjóðernum sínum við samsetningu efniskrár tón- leikanna og munu því flytja bæði tékkneska og íslenska tónlist á tónleikunum. Þeir hefjast á því að þær flytja fjóra söngva úr Biblíuljóðum Dvoraks og síðan leikur Lenka tvö orgelverk eftir tékkneska barroktónskáldið Bohuslav Matej Cernohorský. Seinni hluti tónleikanna einkenn- ist af íslenskum sönglögum; flutt verða Sumar, Í dag skein sól og Vögguvísa eftir Pál Ísólfsson og Ave María eftir Sigvalda Kalda- lóns. „Okkur þótti viðeigandi að flytja tónlist eftir Pál Ísólfsson á þessum tónleikum þar sem hann var á sínum tíma Dómkirkju- organisti,“ útskýrir Sólveig. „Svo langaði okkur að taka Ave Maríu Sigvalda Kaldalóns þar sem að það tínast oft inn túristar á tónleika á þessum árstíma og Ave María slær alltaf í gegn, enda ákaflega fallegt verk.“ Það er ekki á hverjum degi sem tékknesk og íslensk tónlist ómar hlið við hlið. Sólveig segir enda nokkuð ólíkan hljóminn í tónlist landanna tveggja. „Íslenska tónlistin sem við flytj- um er nokkuð undir áhrifum frá þjóðlagatónlist, en það er ein- hver allt annar tónn í tékknesku tónlistinni. Hún býr yfir ein- hverjum léttleikandi dansi sem maður heyrir ekki í íslensku tón- listinni.“ Þær Sólveig og Lenka hafa þekkst um nokkurt skeið og hafa áður komið saman fram á tón- leikum. „Ég söng fyrst með Lenku þegar hún var organisti í Fella- og Hólakirkju. Þá kom- umst við að því að við vinnum vel saman og höfum svipaðan smekk, þannig að ég útiloka ekki að við munum vinna enn meira saman í framtíðinni,“ segir Sól- veig. vigdis@frettabladid.is Orgeltónlist og sönglög í hádegi LENKA MÁTÉOVÁ OG SÓLVEIG SÆMUNDSDÓTTIR Koma fram á áhuga- verðum hádegistónleikum í Dómkirkj- unni í Reykjavík á morgun. Sýningar eru nú hafnar á tón- leikamynd bandaríska listmálar- ans og leikstjórans Julians Schnabel frá tónleikum Lou Reed í New York þar sem hann flutti verkið Berlin. Berlin kom út 1973 og fylgdi eftir afar frjó- sömu tímabili á ferli Reed þar sem út komu á skömmum tíma fyrsta sólóplata hans Lou Reed, Transformer og Berlin. Bob Ezrin stýrði upptökum á söngvas- veignum sem segir sögu ungra hjóna sem eru að festast í neti neyslu. Safninu var fálega tekið á sínum tíma, var reyndar sagt eitt svartasta verk þessa tíma- bils, einkum í notkun barnaradda í frásögninni. Á þeim tíma sem platan kom út segist Schnabel hafa átt erfitt og Berlin hafi rímað vel við hugarástand hans. Þeir Reed hafa verið vinir og nágrannar um langt árabil. Schnabel myndskreytti verkið sér til skemmtunar, en fálætið sem Berlín mætti hefur leitt til þess að Reed hefur sjaldan flutt lög úr safninu fyrr en hin seinni ár, þótt álit á verkinu hafi aukist jafnt og þétt eftir því sem árin liðu og aðdáendur Reed fengu fjarlægð á efnið. Susan Felman, listrænn stjórnandi Vöruhúss heilagrar Önnu í New York, bauð Reed að flytja verkið í heild sinni og þá kom upp sú hugmynd að kvikmynda flutninginn og sviðsetja hann að hluta. Reed fól Schnaebel leikstjórnina. Kons- ertinn var filmaður með fimm vélum Og fyrr á þessu ári var myndin frumsýnd vestanhafs og er nú tekin að dóla milli landa í Evrópu og er hvarvetna vel tekið. Tíminn hefur unnið með verkinu. Staða fíkniefnaneyt- enda er öllum ljósari og sú grimmd sem verkið lýsir er öllum kunn. Ekki er vitað til að kvikmynd Shnabel hafi verið keypt hingað til lands, en fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrði var myndin Basqiat sem Sigur- jón Sighvatsson framleiddi. -pbb Berlin á tjaldi KVIKMYNDIR Lou Reed á tónleikum í Höllinni FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN S m á ra to rg i 3 / 2 0 1 K ó p a vo g i / s ím i: 5 2 2 7 8 6 0 / m ánud aga til föstud aga 1 1 :0 0 til 1 9 :0 0 / laugard aga 1 0 :0 0 til 1 8 :0 0 / sunnud aga 1 2 :0 0 til 1 8 :0 0 20% Útsalan er haf in til afsláttur 70%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.