Fréttablaðið - 16.07.2008, Side 1

Fréttablaðið - 16.07.2008, Side 1
Freddie og Fannie | Bandarísk stjórnvöld komu fasteignalána- sjóðunum Freddie Mac og Fannie Mae til hjálpar. Stjórnvöld fá heimild frá þinginu til ótakmark- aðra kaupa hlutabréfa sjóðanna auk aðgangs að lánaveitingum bandaríska seðlabankans. Aðgerð- in hefur verið mikið gagnrýnd þar sem sumir telja bréfin óseljanleg. Skál | Belgíski áfengisframleið- andinn InBev NV. fékk samþykkt yfirtökutilboð sitt upp á 52 millj- arða Bandaríkjadali í bandarísku ölgerðina Anheuser-Busch. Við sameininguna verður til stærsti bjórframleiðandi heims. Þriðja kynslóðin vinsæl | iPhone 3G seldist í einni milljón eintaka fyrstu söluhelgina. Gengi bréfa í Apple styrktist í kjölfar- ið. Apple stefnir að því að selja yfir 10 milljónir síma fyrir árs- lok 2008. Banki til sölu | Roskilde Bank afskrifar 14,7 milljarða króna eftir að hafa fengið 12 milljarða neyð- arlán frá danska seðlabankanum. Eitt af skilyrðum seðlabankans fyrir láninu er að Roskilde Bank verði seldur. Bréf bankans hækk- uðu á ný við opnun markaða í gær. Citigroup selur | Citigroup seldi viðskiptabankastarfsemi sína í Þýskalandi til franska bankans CreditMutual Friday. Kaupverðið var 4,9 milljarðar evra. 126 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 16. júlí 2008 – 29. tölublað – 4. árgangur 8-9 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M „Það er unnið með Glitni í því að leysa mál fé- lagsins,“ segir Jón Óskar Þór- hallsson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs byggingafyrirtækisins Mest. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst hefur félagið átt í miklum vandræðum. Þriðjungi starfsmanna hefur verið sagt upp undanfarna mánuði. Nú munu hátt í 200 manns starfa hjá félaginu. Samkvæmt heimildum Mark- aðarins hefur verið ráðinn sér- stakur viðskiptaráðgjafi til að endurskipuleggja rekstur félags- ins. Eftir því sem næst verður komist er Glitnir einn stærsti kröfuhafinn, en margir aðrir eiga kröfu á félagið. Engar upplýsingar fást um skuldastöðu Mest né hvort það standi í skilum. Pétur Guðmundsson, stjórnar- formaður Mest, vildi ekkert tjá sig um málefni félagsins þegar Markaðurinn náði tali af honum. Helsti eigandi Mest er félagið Agn Holding. - ikh Glitnir aðstoðar Mest Samkvæmt nýrri könnun Sam- taka atvinnulífsins (SA) á rekstrarhorfum fyrirtækja hafa nærri þrjú af hverjum fjórum aðildar fyrirtækjum ráðist í hagræðingar aðgerðir á árinu eða hyggjast gera það. Þá hefur tæpur helmingur fyrirtækjanna haldið að sér höndum í ráðn- ingum frá síðustu áramótum og hafa ekki áætlanir um frekari ráðningar fram að áramótum. Um þriðjungur fyrirtækjanna hefur þurft að ráðast í uppsagn- ir eða hyggjast gera það. Sam- kvæmt könnuninni mun fækka um 2.500 störf á árinu í þeim atvinnugreinum sem könnunin nær. Um þriðjungur fyrirtækj- anna hefur þurft að glíma við lánsfjárskort sem hefur helst birst í vanda við öflun lánsfjár til daglegs rekstrar og við fjár- mögnun nýrra verkefna. Van- skil viðskiptavina hafa gert fyr- irtækjunum erfiðara fyrir. „72% svarenda í könnuninni hafa ekki þurft að glíma við lánsfjárskort. Lýsir þetta al- mennum styrk atvinnulífsins og hversu mörg öflug fyrirtæki hafa byggst upp á undanförnum árum,“ segir á vef SA. - ghh Ár hagræðingar hjá fyrirtækjum Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com Úttekt á stöðu sparisjóðanna Kaupfélög nútímans Íslenskir milljarðamæringar Hverjir eiga enn þá peninga? Björn Ingi Hrafnsson viðskiptaritstjóri „Það verður að gera greinarmun á þess- ari hugmynd og einhvers konar einhliða upptöku. Þessi hugmynd Björns gengur út á tvíhliða samning sem gefur kost á að Evrópski seðlabankinn verði bakhjarl íslenska seðlabankans. Nú þurfa ríkis- stjórnarflokkarnir að bretta upp ermarn- ar og fara alla leið með þessa hugmynd,“ segir Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins, spurður um evruumræð- una sem sprottið hefur upp eftir útspil Björns Bjarnasonar um helgina. „Ég er kannski fremur bjartsýnn en einhvern veginn finnst mér að þetta geti orðið upphafið að víðtækari ráðstöfun- um og hugmyndavinnu á vettvangi rík- isstjórnarinnar sem sýni sig strax í byrj- un haustsins. Markmiðið þarf auðvitað að vera að auka hagvöxt á næstu árum. Á aðgerðalistanum þarf að vera endur- skoðun peningastefnunnar, viðræður við ESB um tvíhliða samning um evruna, frá- gangur lána til að styrkja gjaldeyrisforð- ann, skýr lína um áframhaldandi uppbyggingu orku- frekra tæknifyrirtækja og breytt rekstrarform orku- fyrirtækja,“ segir Þór enn fremur. „Ekkert atvinnulíf þolir hins vegar að vera í lokuðu lánsfjárkerfi með 20% vexti. Það þarf að lækka stýrivexti um 3-5% á skömm- um tíma.“ segir Þór Sigfússon. Erlendur Hjaltason, formaður Viðskipta- ráðs, tekur einnig fagnandi hugmyndum stjórnmálamanna um upptöku evrunnar, enda segir hann að margsinnis hafi verið bent á að staða gjaldmiðilsmála hérlendis sé óviðunandi til lengdar, bæði fyrir íslenskt at- vinnulíf og fjölskyldur. „Nýbreytnin nú er að upptaka evru er hugsuð sem þriðja stoðin í samstarfi Íslands og ESB, til viðbótar við EES og Schengen, og fæli þá í sér stuðning ESB við íslenska pen- ingakerfið. Formlegar viðræður af þessu tagi fælu í sér ákveðna yfirlýsingu af hálfu stjórnvalda um íslensku krónuna og peninga- stefnu Seðlabanka Íslands,“ segir Erlendur. Hann telur mikilvægt að ýta umræðu og framtíðarskipan peningamála hérlend- is áfram og sjálfsagt sé að kanna kosti og galla þessarar leiðar. „Það er engu síður mitt mat að á endanum munu Íslendingar standa frammi fyrir sömu spurningunni og uppi hefur verið að undanförnu, hvort við höld- um krónunni og reynum að styrkja peningakerfið eða hvort við göngum í ESB og tökum upp evru í kjölfar- ið,“ segir Erlendur Hjaltason. Vonandi upphafið að víðtækari ráðstöfunum Formaður SA vill að ríkisstjórnin fari alla leið með evruhug- mynd. Formaður VÍ segir valið standa um krónu eða ESB. ERLENDUR HJALTASON ÞÓR SIGFÚSSON Íslenskur auglýsingamarkaður Ósanngjörn staða RÚV

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.