Fréttablaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 2
MARKAÐURINN 16. JÚLÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Sameiginlegur gengishagnað- ur þriggja stærstu lífeyrissjóða landsins gæti numið allt að 60 milljörðum króna. Frá áramót- um hefur gengið veikst um tæp- lega 25 prósent en ef miðað er við lægsta gildi krónunnar er veik- ingin um 40 prósent. Ekki er gert ráð fyrir breyt- ingu á hlutabréfaverði eða fram- virkum gjaldeyrissamningum. Líklegt má telja að framvirkir gjaldeyrissamningar dragi úr hagnaði lífeyrissjóðanna. „Hugsun löggjafarvaldsins um lífeyrissjóðina hefur miðast við að takmarka erlendar eign- ir þeirra. Það vekur hins vegar upp áleitnar spurningar um hvar hin eiginlega áhætta liggur, líkt og erlendar eignir séu í einhverj- um skilningi áhættusamari en sambærilegar innlendar eignir,“ segir Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. „Hugsanlega kæmi til greina að snúa þessari reglu við. Rétt- ara væri að takmarka innlend- ar eignir í stað erlendra,“ segir Ólafur. Hann bendir á að þetta á ekki síst við í ljósi þess að samanlagðar eignir lífeyrissjóð- anna eru meira en 130 prósent af landsframleiðslu. Ekki náðist í aðila frá lífeyr- issjóðunum þremur vegna þessa máls. -bþa G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá ára mót um Alfesca -1,1% 0,9% Atorka -0,3% -38,1% Bakkavör -5,1% -56,8% Exista -7,3% -66,6% Glitnir -4,2% -31,9% Eimskipafélagið 0,0% -58,8% Icelandair -1,5% -40,7% Kaupþing -3,3% -17,6% Landsbankinn -2,1% -35,8% Marel 0,8% -12,6% SPRON -5,3% -65,0% Straumur -1,9% -36,1% Teymi -1,5% -67,2% Össur -2,8% -11,4% *Miðað við lokagengi í Kauphöll á mánudag. Björn Þór Arnarson skrifar Smásöluverslun er á niðurleið, krepputal og harðnandi efna- hagsástand virðist farið að hafa áhrif á neyslumynstur þjóðarinn- ar. Samkvæmt smásöluvísitölu Rannsóknarseturs verslunar- innar við Háskólanum á Bifröst er dagvöruverslun á niðurleið. Hún dróst saman um 2,2 prósent á síðustu tólf mánuðum á föstu verðlagi. Dagvöruverslun er að meginhluta matvara auk annarra heimilisvara, svo sem hreinlæt- isvörur. Smásöluvísitalan dróst saman um 2,3 prósent. Sundurlið- un á vísitölunni og vigt einstakra liða má sjá í meðfylgjandi töflu. „Þegar nauðsynjavörur hækka bitnar það á annarri tegund versl- unar, svo sem dýrari bílum og fatnaði,“ segir Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknar- seturs verslunarinnar. Hann bendir á að það séu ekki miklar sveiflur í dagvöruverslun, sam- drátturinn sé í þeim vörum sem annars væru keyptar fyrir þá fjármuni sem fara nú í mat og aðrar nauðsynjavörur. Emil segir að breyttar aðstæður kalli á að- lögun og breytt neyslumynstur. „Samdráttur virðist hafa orðið í flestum tegunda verslunar í júní, sem er í samræmi við minnkandi kaupmátt ráðstöfun- artekna. Verðhækkanir, aukinn vaxtakostnaður og almenn verð- bólga valda minnkandi einka- neyslu og samdrætti í verslun,“ segir Emil. Hann bendir á að þegar virðis aukaskatturinn var lækkaður fyrir ári þá færði fólk sig í nautasteik úr dilkakjötinu en nú eru blikur á lofti um að sú þróun sé að ganga til baka, nauta- steikin víki fyrir dilkakjötinu. Neysla á niðurleið Samdráttur í allri verslun, mestur í áfengi og húsgögnum en minnst á matvælum og skóm. Breytt neyslumynstur í kreppu. KAUPÆÐIÐ AÐ RENNA AF ÞJÓÐINNI Emil B. Karlsson hjá Rannsóknarsetri verslunarinnar segir almenning leita að ódýrari valkostum í stað dýrari matvæla, nautasteikin víkur fyrir dilkakjötinu. MARKAÐURINN/ARNÞÓR „Ég hef lofað að mæta á ráðstefnuna og taka þátt í umræðum, en hef ekki velt þessu frekar fyrir mér enn sem komið er,“ segir Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Existu. Lýður tekur þátt í pallborðsumræðum á ráðstefnu breska viðskiptatímarits- ins Economist í Finnlandi síðla í september. Aðrir þátttakendur eru Matti Vanhanen, forsætis- ráðherra Finnlands, auk fjár- mála-, viðskipta- og varnar- málaráðherra landsins, sem jafnframt fer með málefni ríkisfyrirtækja. Þá tekur forstjóri breska lögfræði- fyrirtækisins Bird & Bird þátt í pallborðinu auk áhrifafólks í finnsku stjórnmála- og viðskiptalífi. Efnahagsmál Finnlands í þeim ólgusjó sem riðið hefur yfir alþjóðlega markaði síðan í fyrrahaust eru í brennidepli. Exista er meðal umsvifamestu erlendra fjár- festa í Finnlandi en félagið á fimmtungshlut í finnska fjármálafyrirtækinu Sampo. Lýður situr í stjórn þess. Hann reiknar með því að bíða með undirbúning þar til nær dregur. „Það þýðir lítið að velta fyrir sér umræðu- efnum fyrr en nær dregur enda eru tölverðar sviptingar í finnsku efna- hagslífi um þessar mundir eins og annars staðar,“ segir hann. - jab LÝÐUR GUÐMUNDSSON Lýður í pallborði Economist „Það er ekkert í tönkunum hjá Neste núna. Þeir voru fullir um skeið en voru tæmdir í maí,“ segir Hörður Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Olíudreifingar. Olíudreifing hefur yfir að ráða hátt í sextíu milljóna lítra geyma- plássi í Hvalfirði. Um tveir þriðju af því eru leigðir til finnska ríkis- olíufélagsins Neste. Neste tók þá á leigu til fimm ára frá síðasta hausti, að loknum endur bótum á tönkunum. Annað geymslupláss notar Olíu- dreifing sjálf. Þar er lítið nú. Þetta pláss er notað dugi ekki geymslu- pláss félagsins í Örfirisey. Þar er geymd olía fyrir Olíudreifingu, Olís og N1. Skeljungur er þar einn- ig með aðstöðu. Skeljungur á líka um fjörutíu þúsund tonna geymapláss í Hval- firði. Plássið fékk Skeljungur í kjölfar útboðs Ríkiskaupa á eign- um Atlantshafsbandalagsins síð- asta haust. „Við gerum ráð fyrir að þetta fari í leigu í haust, en þarna er ekkert núna,“ segir Már Sigurðs- son, framkvæmdastjóri rekstrar- sviðs Skeljungs. Hann segir að frá því að félagið tók við geymunum hafi verið unnið að endurbótum. Þá sé félagið í viðræðum við er- lenda aðila um leigu á geymunum, en þeim sé ekki lokið. Hörður Gunnarsson segir að enn sem komið er hafi ekki verið mik- ill hagnaður af leigu á geyma plássi til Finna. „Við þurftum að gera nokkrar endurbætur á tönkunum. Þetta tekur tíma að borga sig.“ Hörður vill ekkert segja um hvort Finnarnir hafi hagnast á því að geyma bensín og dísil olíu í Hvalfirði, á tímum ört hækkandi olíuverðs. Hann bendir á að yfir- leitt séu gerðir framvirkir samn- ingar til nokkurra mánaða um þessa hluti. Þá geti verið dýrt að geyma olíu lengi. Fjármagnskostn- aður ráði þar mestu. - ikh Olíugeymarnir í Hvalfirði eru tómir FRÁ OLÍUGEYMUM Í HVALFIRÐI Lítið ef nokkuð af bensíni og dísilolíu er geymt í olíu- geymum í Hvalfirði um þessar mundir, þrátt fyrir að þar sé nóg pláss. „Við seljum meira af grillauka- hlutum en grillum, sem er merki um breytt neyslumynstur,“ segir Gunnar Ingi Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Hagkaupa. Gunnar bendir á að bensín- dropinn sé dýr sem kemur fram í söluaukningu á hjólum. Hann segir að einnig hafi sala á garni og snyrtivörum aukist. Hins vegar hefur sala á grillum, hús- gögnum og stærri raftækjum dregist saman, segir Gunnar. Þessar niðurstöður benda til þess að Íslendingar séu í aukn- um mæli að gera upp gömlu grillin og prjóna peysur til að spara krónur í krepputíð. Garn og grillaukahlutir PRJÓNA Á KREPPUTÍMUM Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Hagkaupa, segir að svo virðist sem fólk hjóli og prjóni til að spara krónur á krepputímum. Dagvara 69,1% -2,6% 13,5% -3,4% -2,2% Áfengi 12,8% -7,4% -3,7% -8,1% -9,6% Föt 8,8% -5,1% -2,2% -5,7% -7,7% Skór 1,7% 7,3% 8,0% 4,9% -1,9% Húsgögn 7,7% -10,4% -8,2% Alls -3,9% 10,2% -4,5% -2,3% S A M D R Á T T U R Í S M Á V Ö R U V E R Z L U N Í J Ú N Í Júní 2008 Vigt Breytilegt verðlag Fast verðlag Breyting frá síðasta mánuði Breyting frá síðasta mánuði Breyting frá síðasta mánuði Breyting frá síðasta mánuði „Toraco er vel rekið fjölskyldu- fyrirtæki með góðum viðskipta- mannahópi og við teljum mikil tækifæri felast í þessum kaup- um,“ segir Gunnar Björn Hinz, annar eigandi Toraco Finmek- anik. Ólafur Örn Karlsson og Gunnar Björn Hinz hafa keypt danska fyrirtækið sem sérhæfir sig í framleiðslu á málmhlutum. Fyrirtækið er gamalgróið fjöl- skyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1956. Það var VBS fjárfest- ingarbanki hf. sem hafði milli- göngu um kaupin, en Danske Bank fjármagnaði. - ghh Kaupa danskt fyrirtæki Sjóðirnir græða á falli krónunnar E R L E N D A R E I G N I R Miðað við stöðu eigna 1. jan. 2008 Lífeyrissjóður milljarðar króna Lífeyrissj. starfsmanna ríkis 102 Lífeyrissj. verslunarmanna 84 Gildi 48 Samtals 234 Erlendar eignir 10. júlí 294 Erlendar eignir 24. júlí 329

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.