Fréttablaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 16. JÚLÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar „Litlu bankarnir í Danmörku eru komn- ir í sömu vandræði og þeir íslensku með fleiri útlán en innlán. Munurinn á Íslandi og Danmörku er að í Danmörku eru það ekki stóru bankarnir sem eru í vandræð- um heldur þeir litlu. Þeir hafa verið svo óþreyjufullir að stækka að fjárfestingar þeirra hafa verið heldur til of glæfraleg- ar. Ég tel að það sé bankaþrot í kortunum í Danmörku, hjá litlu bönkunum,“ segir Ole Mikkelsen, fyrrverandi blaðamaður hjá Berlingske Tidende og rithöfundur. „Þetta er í raun endurtekning á því sem gerðist fyrir 15 árum þegar bankar kom- ust í vandræði út af fjárfestingum á fasteignamark- aði. Roskilde Bank var á barmi gjaldþrots á þeim tíma. Þeir virðast ekki hafa lært af reynslunni.“ Hlutabréf í dönskum bönkum hríðfalla í verði en sjö bankar eru meðal þeirra fyrirtækja sem hafa lækkað mest í dönsku kauphöllinni síðustu daga. Bréf í Aarhus Lokalbank virðast vera í frjálsu falli auk þess sem bréf í Roskilde Bank hafa lækkað tölu- vert eftir að fréttir bárust af stöðu bankans. Hins vegar hækkuðu bréfin heldur óvænt á ný við opnun kauphallarinnar í gær vegna frétta af hugsanlegri sölu bankans. Þá hafa bréf Danske Bank fallið um hartnær helming frá upphafi ársins 2007. Forstæd- ernes Bank birti afkomuviðvörun síðastliðinn föstu- dag og hefur það haft töluverð áhrif á gengi bréfa. Mikkelsen segir að margt sé líkt með Forstædernes Bank og Roskilde Bank og spáir erfiðri framtíð fyrir bankann. Í Berlingske Tidende kemur fram að Standard & Poor meti það svo að fjölmörg dönsk fjármála- fyrirtæki muni lenda í vandræðum á næstu 12 til 18 mánuðum en að stærstu bankarnir; Danske Bank, Nykredit, Jyske Bank og Nordea, séu ekki í hættu. Fasteignaverð í Danmörku hefur fall- ið hratt og er gert ráð fyrir um 10 pró- senta verðfalli í ár og því næsta. Lækk- un á fasteignamarkaði gæti orðið þung- bær fyrir þær fjármálastofnanir sem hafa byggt eignasafn sitt upp á ofmetn- um fasteignum. Fjármálaeftirlitið í Dan- mörku hefur nú sérstakt eftirlit með um 30 bönkum. Mikkelsen telur ekki að danski seðla- bankinn muni koma öðrum til bjargar gerist þess þörf. Rune Rechenbach, for- stöðumaður kynningarmála hjá danska fjármálaráðuneytinu, tekur í sama streng í viðtali við Börsen: „Ef 12 milljarða króna ábyrgðin verður nýtt þá get ég ekki sagt til um það hvort það verði mögulegt að bjarga öðrum banka á sama hátt og Roskilde Bank. Peningaskápurinn er ekki óþrjótandi.“ Ástandið hjá Roskilde Bank mun hafa gríðarleg áhrif á allan bankageirann í Danmörku. Danskir bankar sem taka erlend lán munu þurfa að greiða auka áhættuálag einungis vegna þess að bank- inn er danskur. Þann reikning munu bankarnir að öllum líkindum senda áfram til viðskiptavina sem munu þá greiða hærri vexti. Reynslan af Northern Rock í Bretlandi sýndi að vextir hækkuðu verulega en bankinn fékk ábyrgðir frá ríkinu rétt eins og Roskilde Bank. Spurður um ástandið á íslenska fjármálamark- aðnum segir Mikkelsen: „Það er mín tilfinning að það sé mikið hreinsunarstarf í gangi hjá Glitni og Kaupþingi. Ég held að Glitnir eigi í stærstu vand- ræðunum. Kaupþing stendur betur að vígi en Glitnir þar sem undirstaða fjárfestinga þess er sterkari. Það á til að mynda FIH banka sem er hrein og klár peningamaskína. Ég held að við eigum ekki eftir að sjá íslenska banka í stórum fjárfestingum á næst- unni. Niðursveiflan heldur áfram, a.m.k. næstu 6 til 12 mánuðina.“ Telur bankaþrot líklegt í Danmörku Fyrir um ári höfðu fjölmiðlar í Danmörku mestar áhyggjur af vandræðum íslenskra banka. Nú hriktir í dönsku fjármálakerfi. Ole Mikkelsen fjallaði hvað mest um íslensku bankana í Berlingske Tidende. OLE MIKKELSEN, FYRR- VERANDI BLAÐAMAÐUR Á BERLINGSKE TIDENDE Hefur skrifað margar umdeildar greinar um efnahagsástandið á Íslandi. AÐSEND MYND Apple seldi 425 þúsund eintök af nýja iPhone-símanum á þrem- ur dögum sem liðu frá því sím- inn var settur á markað. Apple setti farsímann, sem styður við þriðju kynslóð í farsímatækni, í sölu á föstudag í síðustu viku. Þetta er samkvæmt upplýsing- um Bloomberg-fréttaveitunnar. Til samanburðar seldust 270 þúsund iPhone-farsímar af fyrstu gerðinni á tveimur dögum eftir að þeir komu á markað fyrir ári. Bloomberg hefur eftir ráð- gjafa hjá bandaríska fjár- festingarbankanum Piper Jaffray & Co að Apple selji líklega um fjórar milljónir eintaka af farsímanum á þessum ársfjórðungi og allt að tuttugu milljónir á árinu öllu. Mestu munar að Apple hefur náð samningum við mun fleiri símafyrirtæki um að veita þjón- ustu við iPhone-símaeigendur en í fyrra. Netmiðillinn Bloggingstocks bendir á að þetta séu smámunir miðað við farsíma- söluna hjá Nokia, sem selur 400 millj- ónir farsíma á ári hverju. - jab iPhone-síminn rennur út Alþjóðlega flugvéla- og sölusýningin í Farnborough hófst í Bretlandi á mánudag og stendur hún fram á sunnudag. Menn búast almennt við að fátt verði rætt um annað en viðbrögð flugvélaframleiðenda við geysi- háu olíuverði sem hefur sett strik í reikning flug- félaga víða um heim og valdið því að dregið hefur verulega úr sölu á nýjum flugvélum. Fréttastofa Reuters hefur eftir sérfræðingum í flugmálum að litlu flugvélaframleiðendurnir muni vera uggandi fyrir aðstæðunum nú, hafi menn ekki séð það svartara síðan 11. september árið 2001 þegar hryðjuverkamenn flugu tveimur farþega- þotum á Tvíburaturnana í New York-borg í Banda- ríkjunum. Á móti þykir líklegt að keppinautarnir Airbus og Boeing, umsvifamestu flugvélaframleiðendur í heimi, muni hafa nóg að gera þótt skrifað verði undir færri sölusamninga nú en í fyrra. Fyrirtækin hafi landað fjölmörgum samningum um nýsmíði og flugvélaleigu og dugi þeir flugvélaframleiðendun- um í heil sjö ár. - jab EIN AF VÉLUM BOEING Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur leitað leiða til að knýja þotur sínar með nýjum orku- gjöfum. MARKAÐURINN/AFP Olíuverðið í hugum flugvélaframleiðenda Líklegt er að skrif- að verði undir kaup bresku verslanakeðj- unnar Co-Op á sam- keppnisaðilanum Somerfield í vikunni. Breskir fjölmiðlar herma að eigendur Somerfield fái í hend- ur 1,6 milljarða punda, jafnvirði tæpra 250 milljarða króna. Stærsti hlut- hafi Somerfield er Íransætt- aði fasteignamógúllinn Robert Tchenguiz, stjórnarmaður í Ex- istu. Hann tók 30 prósenta hlut þegar verslunin skipti síðast um hendur undir árslok 2005 og var í framhaldinu tekin af hlutabréfa- markaði. Aðrir hluthafar eru fjárfestingar félagið Apax Partners og breski bankinn Barc- lays Capital auk þess sem Kaupþing var skráð fyrir níu pró- senta hlut. Kaupendur reiddu þá fram 1,1 milljarð punda fyrir Somer- field á sínum tíma. Beinn hagnaður nemur því 500 milljónum punda, tæpum 77 milljörðum króna. Breskir fjölmiðlar reikna þó ekki með að hluthafarnir séu kátir með verðið enda lagt upp með að fá 2,5 milljarða punda þegar hún var sett í sölumeðferð í byrjun árs. - jab EIN VERSLANA SOMERFIELD Somerfield selt í vikunni Mervyn King, bankastjóri Eng- landsbanka, seðlabanka Bret- lands, hafnaði á dögunum vænni launahækkun sem hann átti rétt á samkvæmt endurnýjuðum ráðn- ingarsamningi hans frá í byrjun mánaðar. Laun seðlabankastjórans hljóða upp á rúm 290 þúsund pund á ári. Mánaðarlaun hans nema um 3,7 milljónum króna þessu sam- kvæmt. Ráðningarsamningur Kings kvað á um að launin færu upp í allt að 400 þúsund pund yrði hann endurráðinn líkt og raunin varð. Hækkunin nemur þessu samkvæmt um 110 þúsund pundum, jafnvirði tæpra sautján milljóna íslenskra króna, á ári. King kaus hins vegar að sleppa hækkuninni nú og halda sig við upphaflegu launin. Ástæðan er sú að aðstæður í efnahagslífinu eru með þeim hætti að hann getur ekki leyft sér að taka við laununum, segir breska dagblaðið Telegraph og hnýtir við að seðlabankastjórinn breski hafi gagnrýnt mjög ógn- arháar árangurstengdar bónus- greiðslur sem forráðamenn fjár- málafyrirtækja fá fyrir störf sín. - jab MERVYN KING Seðlabankastjóri Bretlands, sem hér horfir til Gordons Brown forsætisráðherra, verður að lifa á gömlu laununum áfram, um 3,7 milljónum íslenskra króna á mánuði. MARKAÐURINN/AFP Seðlabankastjórinn hafnar launahækkun

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.