Fréttablaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 8
MARKAÐURINN 16. JÚLÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR8 Ú T T E K T Þ að var samdóma álit viðmæl- enda að sigurvegarar þessa fyrri hluta árs væru þeir Björgólfur Thor Björgólfsson og Gísli Reynisson. Stærstu eignir þeirra beggja eru óskráðar og margar skráðar erlendis. Hið sama má segja um þá bræður Karl og Steingrím Wernerssyni og Jón Helga Guðmundsson auk Ólafs Ólafssonar. Ólafur er líklegast sá eini af þeim sem komast á listann sem virðist hafa farið ágætlega út úr ástandi síðustu mánaða á innlendum hlutabréfamarkaði. Hrunið á hlutabréfamörkuðum hér hefur því ekki komið eins nærri þeim eins og öðrum íslenskum milljarðamær- ingum. Við vinnslu þessarar úttektar var stuðst við úttekt Sirkuss, fylgirits Fréttablaðsins, frá því í maí í fyrra. Einnig var birtur listi yfir tíu ríkustu Ís- lendingana í Markaðinum 12. mars síð- astliðinn. Miklar breytingar hafa orðið í hópi þeirra sem komast á listann. Menn eins og Hannes Smárason, sem átti eign- ir upp á 42,5 milljarða króna fyrir ári, kemst ekki á lista. Hið sama á við um Magnús Kristinsson. Hans eignir voru metnar á um 40 milljarða króna. Þótt margir þeirra sem komast of- arlega á lista nú séu með stóran hluta eigna sinna í óskráðum félögum gefur það ef til vill ranga mynd. Einn við- mælenda orðaði það svo að ástandið í dag væri þannig að erfitt yrði að finna kaupendur að mörgum af þess- um félögum. Því væri mjög erfitt að setja verðmiða á þær. Eins og sjá má á listanum eru þeir bræður Ágúst og Lýður Guðmundssyn- ir komnir í fimmtánda sæti. Þeir voru í fjórða og fimmta sæti á lista Sirkuss fyrir rúmlega ári. Þar voru eignir þeirra metnar á 80 milljarða króna hvor. Nú eru eignir þeirra metnar á 19 millj- arða króna sem er ein- ungis fjórðungur af því sem þær voru fyrir ári. Það er ljóst að þeir bræð- ur hafa fundið hvað harð- ast fyrir lækkun úrvals- vísitölunnar. Nokkrir viðmælenda töldu líklegt að ef sumir af þeim sem eru á listanum og hafa fundið hvað harð- ast fyrir kreppunni yrðu gerðir upp í dag væru þeir líklega gjaldþrota. Talið er að sá fjórðung- ur sem við nú siglum inn í muni einkennast af af- skriftum hjá stóru bönk- unum. Líklegt er að flest fyrirtæki þurfi að taka enn betur til í rekstri sínum. Eftir að því er lokið nú á haust- mánuðum gæti markaðurinn farið að glæðast aðeins á ný. Einn viðmælandi nefndi það að bank- arnir hefðu verið að halda í sér við að skera niður í rekstri á fyrsta og öðrum fjórðungi. Það verði hins vegar að gerast til þess að bæta ástandið. „Menn verða að taka upp stóru öxina,“ líkt og einn viðmælenda komst að orði. „Næstu þrjú árin verða erfið,“ sagði annar. 2. JÓN ÁSGEIR OG INGIBJÖRG 75 MILLJARÐAR Hverjir eiga ennþá peninga? Miklar sviptingar hafa verið á hlutabréfamarkaði undanfarið ár frá því að úrvalsvísitalan náði 9.016 stigum á sama tíma fyrir ári. Hún stendur nú í 4.155 stigum, sem er 54 prósenta lækkun á einu ári. Annas Sigmundsson leitaði til nokkurra sérfræðinga til að fá svör við því hverjir hefðu farið illa út úr fjármálakreppunni og hverjir ættu ennþá peninga. Það er álit allra viðmælend- anna að Björgólfur Thor sé sigurvegari fyrri helmings þessa árs. Flestar eignir hans eru óskráðar. Hins vegar hafa ýmsar aðrar eignir hans, eins og í finnska fjarskiptafyrirtækinu Elisa, verið að falla í verði. Novat- or á 11,5 prósenta hlut í Elisa en bréf félagsins hafa fall- ið um 35 prósent frá ára- mótum. Auk þess hafa aðrar eignir eins og Landsbank- inn og Straumur verið að falla í verði. Á lista sem For- bes birti í mars síðastliðnum var Björgólfur metinn á 3,5 milljónir dala (267 milljarða ISK). Frá þeim tíma hefur hlutur hans í Landsbankan- um lækkað um 10 milljarða og hluturinn í Straumi um 4 milljarða. 1. BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON 230 MILLJARÐAR 4. GÍSLI REYNISSON 60 MILLJARÐAR 11. PÁLMI HARALDSSO 35-40 MIL 9.-10. ÁSA KAREN ÁSGEIRSDÓTTIR 40 MILLJARÐAR 9.-10. JÓHANNES JÓNSSON 40 MILLJARÐAR 8. STEINGRÍMUR WERNERSSON 42 MILLJARÐAR 5. ÓLAFUR ÓLAFSSON 55 MILLJARÐAR Eignir Jóns Ásgeirs og Ingibjargar eru nú metn- ar á 75 milljarða króna. Það er talsverð breyting frá því í fyrra þegar samanlagðar eignir þeirra voru metnar á 130 milljarða króna. Ljóst er að stór hlutur þeirra í FL Group hefur rýrnað um- talsvert. Í lok desember í fyrra jók Baugur hlut sinn í FL Group um helming við hlutafjáraukn- ingu félagsins. Hlutafjáraukningin fór fram á genginu 14,7. Seinasta gengi FL Group áður en félagið var tekið af markaði og nafninu breytt í Stoðir var 6,60. Samkvæmt heimildum Markað- arins tapaði Baugur því 29 milljörðum á þessari fjárfestingu sinni. 7. JÓN HELGI GUÐMUNDSSON 43 MILLJARÐAR Svo virðist sem Gísli Reynisson, sem fór úr 15. sæti á lista Sirkuss í fyrra í það sjötta í úttekt Markaðarins í mars síð- astliðnum, sé að koma einna best út úr þrengingum síðustu mánaða. Það virt- ist samhljóma álit flestra viðmælenda að hann og Björgólfur Thor séu sigurvegar- ar fyrri hluta þessa árs.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.