Fréttablaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 10
MARKAÐURINN 16. JÚLÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR10 S K O Ð U N ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson RITSTJÓRN: Annas Sigmundsson, Björn Þór Arnarson, Guðný Helga Herbertsdóttir, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold ar- prent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. annas@markadurinn.is l bjorn.ingi@markadurinn.is l bjornthor@markadurinn.is l gudny@markadurinn l holmfridur@markadurinn.is l ingimar@markadurinn.is l jonab@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... Í nýlegri grein fullyrti The Ec- onomist að konur stjórnuðu 80 prósentum af öllum kaupákvörð- unum í heiminum. Þetta á ef- laust ekkert síður við á Íslandi. Sem dæmi sjá nærri 83 prósent af íslenskum konum (25-55 ára) um nær öll matarinnkaup heim- ilisins samkvæmt neyslukönn- un Gallup (NLG). Samt segja YouGov-rannsóknir erlendis að tveir þriðju hlutar kvenna finni engin tengsl við auglýsingar sem beint er að þeim. Enn fremur segir helmingur kvenna að aug- lýsendur láti þeim oft hreinlega líða illa með hvernig auglýsing- unum til þeirra er háttað. Ef konur taka ákvarðanir um svona stóran hluta af öllum kaup- um skiptir auðvitað miklu máli fyrir fyrirtæki að gera sér grein fyrir því hvernig þessi hópur hagar lífi sínu, en falla ekki í þá gryfju að elta steríóímynd af honum. Flestar auglýsingastof- ur á Íslandi predika að konur á aldrinum 25 til 55 ára sjái um kaup á nærri öllum neysluvörum heimilisins og að á þessu aldurs- skeiði byrji fólk að stofna heim- ili, koma sér upp fjölskyldu og hefja vinnuferil. Því sé þetta án efa langmikilvægasti markhóp- urinn fyrir líklega flestar teg- undir neysluvara. En hvernig er þessi hópur íslenskra kvenna á aldrinum 25 til 55 ára? Hvað segja rannsóknirnar (stuðst við NLG og Hagstofu)? Helmingi fleiri konur á Ís- landi en karlar stunda meist- aranám og töluvert fleiri konur eru í doktorsnámi en karlar. At- vinnuþátttaka kvenna er með því hæsta í heiminum, en rúmlega 85 prósent af þessum konum eru þátttakendur í atvinnulífinu. Tæplega 4 prósent af þessum hóp eru atvinnurekendur á Ís- landi (miðað við 5 prósent karl- manna á sama aldri). 21 prósent af hópnum er sammála eða mjög sammála fullyrðingunni „Ég geri allt fyrir starfsframann“ miðað við 23 prósent karlmanna á sama aldri. Enn fremur segjast jafn- margar konur og karlar (23 pró- sent) vinnu vera áfanga á frama- brautinni fremur en bara vinna. Það líkar jafn mörgum konum og körlum ábyrgð fremur en að vera sagt fyrir verkum. Konur innan hópsins nota netið jafn mikið og karlmenn og 71 pró- sent af hópnum hefur verslað á netinu. Nær allar eru jafn opnar fyrir nýrri tækni og karlar og tæplega helmingur hópsins reyn- ir að fylgjast með nýjustu tækni- nýjungum. 90 prósent af þeim setja samverustundir með fjöl- skyldunni efst í forgangsröðina en það er aðeins 3 prósentustig- um hærra en meðal karla á sama aldri. 65 prósentum finnst spenn- andi breytingar í lífinu mikil- vægar svo lífið verði ekki leið- inlegt, 48 prósent hafa gaman af því að taka áhættu og 41 prósent kunna vel við mikinn hraða. En hvað með kauphegðun hóps- ins? Tæplega 90 prósentum af hópnum finnst það þess virði að borga meira fyrir gæðavöru. 62 prósent eru til í að borga meira fyrir umhverfisvænar vörur en 70 prósent forðast að kaupa vörur sem eru skaðlegar umhverf- inu. 76 prósent af hópnum kaup- ir oft eitthvað án þess að gera verðsamanburð og 56 prósent af þeim reyna að fylgja tískunni. Hópurinn er mjög tryggur vöru- merkjum sem hann treystir en 62 prósent kaupa sjaldan eða aldrei nýjar vörutegundir þegar þau sjá þær. Fjórðungur hópsins hefur sjaldan tíma til að elda mat og rúmlega 40 prósentum finnst alltaf gaman að versla. Aðaláhugamál hópsins eru í réttri röð: uppeldismál, ferðir erlendis, ferðir innanlands, nær- ing/hollusta og útivist. 56 pró- sent af þeim stundar reglulega líkamsrækt. Það er því nokkuð ljóst að konur eru mjög langt frá þeirri steríóímynd að hópurinn vilji helst sem minnst sækja fram á vinnumarkaðinum og tileinka sér tækninýjungar. Það breytir því þó ekki að þær hafa eflaust flestar fleiri keilum að halda á lofti í lífinu en karlmenn á sama aldri. Heimilið og uppeldismál eru meira á þeirra herðum en það breytir því ekki að þær eru að mennta sig meira, hafa sama metnað og taka virkan þátt í at- vinnulífinu. Rétt eins og þegar manneskja talar við okkur alveg úr takt við sjálfsmynd okkar (t.d. talar niður til okkar eða af skiln- ingsleysi) viljum við ekkert með þá manneskju hafa. Það sama á við um vörumerki þegar þau „tala“ við fólk á sama hátt. David Ogilvy sagði eitt sinn: „Viðskiptavinurinn er ekki hálf- viti. Hann er konan þín! Ekki gera lítið úr vitsmunum hennar.“ Hópurinn bregst við hugmynd- um sem spara þeim tíma og svar- ar þörfum þeirra. Með því að tala í röngum tón eru engar líkur á því að einhver árangur náist. Sala gæti aukist í dag á vörum sem eru auglýstar með taktlaus- um skilaboðum en trúfesta (e. commitment) gagnvart þeim verður engin. Án trúfestu skiptir hópurinn fljótt yfir í aðrar vörur um leið og færi gefst. Konur eru mikilvægasti markhópurinn! Guðmundur Arnar Guðmundsson markaðsstjóri O R Ð Í B E L G O R Ð S K Ý R I N G I N Nafnverð, einnig nefnt nafn- virði, vísar til verðs eða virði í peningum án tillits til verð- bólgu. Raunvirði tekur aftur á móti tillit til verðbólgu. Þegar um verðtryggð lán er að ræða er höfuðstóll það sama og eftirstöðvar af nafnverði. Við höfuðstólinn bætast svo upp- safnaðar verðbætur. Nafnverð vísar einnig til skráðs virðis verðbréfa. Ef hver hlutur er t.d. metinn á 100 krón- ur að nafnvirði og gengið er 5 þá er markaðsvirðið 500 krón- ur. Nafnverð er því ekki það sama og markaðsvirði. Fjárfest- ar nota gengi síðustu viðskipta til að reikna út verðmæti hlutar síns með því að margfalda það með nafnverði hlutar. Það er al- gengast að nafnverð hvers hlut- ar sé 1 króna. Nafnverð Fáum blandast orðið hugur um að gjaldmiðill þjóðarinnar er upp- spretta mikils óstöðugleika í hagkerfinu. Margítrekað hefur verið bent á hvernig sveiflur í gengi krónunnar skaða starfsumhverfi fyrirtækja, hvort sem þau byggja afkomu sína á inn- eða útflutningi, enda óviðun- andi að geta ekki gert áætlanir nema örfáa mánuði fram í tímann. Þá finna þetta nú fleiri en áður á eigin skinni, enda hafa lántökur í erlendri mynt aukist mjög á meðal almennings. Ekkert grín er þegar greiðslu- byrði heimilis sveiflast jafnvel um tugi þúsunda milli mánaða. Fyrr á árinu birti Viðskiptaráð Íslands könnun sem gerð var á meðal aðildarfélaga þess þar sem kom fram að 70 prósent þeirra vildu kasta krónunni. Aðild að Evrópusambandinu er hins vegar umdeildara mál og mikilvægt að taki að skýrast hvaða leiðir eru færar í þessum efnum. Ef hægt er að semja um aðild að Myntbandalagi Evrópu og taka hér upp evru án þess að ganga fyrst í Evrópusambandið líkt og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra stakk upp á í byrjun vikunnar á vef sínum eru það góðar fréttir, svo fremi sem það flýti því að hér verði skipt um gjaldmiðil. Margir telja hins vegar að ráða megi af fyrri orðum forsvarsmanna Evrópusambandsins og Seðlabanka Evrópu að leiðin sé vægast sagt torfær. Þannig var í gær haft eftir Percy Westerlund, sendiherra og yfirmanni fastanefndar Evrópusambands- ins, að hugmyndir Björns hefðu komið honum á óvart og að evra yrði ekki tekin hér upp án aðildar að ESB. Ætli menn sér að vera í forystu fyrir stjórnmálaflokk gengur ekki að burðast með skoðanir sem ganga í berhögg við skoðanir meginþorra flokksmanna. Er nærtækt að líta til Framsóknarflokksins í þessum efnum þar sem greina má nokkurn blæbrigðamun frá því sem áður var í orðum og æði núverandi formanns flokksins þegar kemur að Evrópu- málum. Þar í flokki hefur enda fjölgað mjög þeim sem sjá kosti þess að láta reyna á Evrópusambandsaðild, en þar á meðal eru líka tveir síð- ustu formenn flokksins. Forvitnilegt verður að fylgjast með hvaða línur verða lagðar í þessum efnum á næsta landsfundi Sjálfstæðisflokksins, en komið hefur fram að þar eigi að fjalla sérstaklega um Evrópumál. Þótt aðild sé enn umdeild hefur síðustu ár verið sívaxandi þungi í þessari umræðu og ljóst að innan stærsta stjórnmálaflokks landsins er nú orðið mikið fylgi við að brugðist verði við í gjaldmiðilsmálum og jafnframt að látið verði reyna á aðild að Evrópusambandinu, verði raunin sú að þessi mál verði ekki slitin í sundur. Stefnuleysi í þessum málaflokki er hins vegar skaðlegt og óvissa um afstöðu ráðamanna rýrir traust á gjaldmiðlinum og hagkerfi þjóðarinnar. Að dómsmálaráðherra skuli taka upp á vef sínum hugmyndir um leiðir að upptöku evru hér á landi er mikilvægt útspil og kann að vera nauð- synlegt fyrir umræðu um Evrópumál innan Sjálfstæðisflokksins. Ráða- menn þjóðarinnar þurfa hins vegar að gæta að því hvernig þeir haga orðum sínum þegar kemur að umræðu um efnahagsmál. Komist á um það sátt á vettvangi stjórnmálanna að leita beri nýrra leiða í skipan gjaldeyrismála þjóðarinnar og gengið verði til samninga við Evrópu- sambandið í þeim efnum er einnig vandséð að horfið verði frá þeirri leið á ný. En líkt og Erlendur Hjaltason, formaður Viðskiptaráðs Ís- lands, bendir réttilega á er „mikilvægt að hafa í huga að form legar við- ræður af þessu tagi fælu í sér ákveðna yfirlýsingu af hálfu stjórnvalda um íslensku krónuna og peningastefnu Seðlabanka Íslands“. Mestu máli skiptir að marka stefnu og eyða óvissu og þar er ábyrgð stjórnmálamanna mikil. Líklegt er að valið muni eftir sem áður snúast um hvort stefna skuli að upptöku evru og aðild að Evrópusambandinu, eða hvort við viljum halda krónunni og grípa til hverra þeirra aðgerða sem nauðsynlegar kunna að vera til að draga úr sveiflum hennar. Dómsmálaráðherra hefur tekið upp hugmyndir um leið að upptöku evru hér. Línur þurfa að skýrast í málinu. Stöðugt fækkar í vinahópi krónunnar Óli Kristján Ármannsson Nýskráður jan. 2006. Ekinn 19 Þ km. Fiat Ducato 18, 2,8 JTD 127 hö, lengd 6,2 heildarþyngd 3500/3850 kg. Tvöfaldur botn. Góð veghæð. Helsti búnaður; 17”TV+DVD; Radio+CD; TrumaC6002; bakk- myndavél; A/C, Heki I topplúga; hjólagrind, snúningsstólar; 2 sófar; hjónarúm, eldavél, ísskápur, WC, sturta ofl .ofl . Kostar nýr 16,0 Tilboð 8,5 Sími: 660 5440 ARTO Þýskur Lúxus húsbíll frá Niesmann+Bischoff

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.