Fréttablaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 11
MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 S K O Ð U N Samkeppniseftirlitið undirbýr núna umsögn um fyrirhugaðan samruna Kaupþings og SPRON. Bankar og fjármálastofnanir hafa fengið sent ítarlegt erindi með fjölmörgum spurningum um íslenskan viðskiptabanka- markað. Háværar raddir eru um frekari samruna fjármálafyrir- tækja og því má ætla að það verði í nægu að snúast fyrir Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Sam- keppniseftirlitsins. Páll Gunnar tók stúdentspróf frá MA árið 1987 og nam svo frönsku við Université de Paul Valery í Montpellier í Frakk- landi árin 1987–1988. Þaðan lá leið hans í Háskóla Íslands þar sem hann brautskráðist sem lög- fræðingur árið 1994. Páll Gunnar hóf starfsferil sinn sem lögfræðingur hjá Seðla- banka Íslands (1994–1995). Hann gegndi stöðu lögfræðings iðn- aðar- og viðskiptaráðuneytisins (1995-1996) og síðar stöðu deildar- stjóra við sama ráðuneyti (1996- 1998). Hann var forstjóri Fjár- málaeftirlitsins 1999-2005 áður en hann tók við sem forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Páll Gunnar hefur setið í, starf- að með og stýrt ýmsum nefndum fyrir hönd iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytisins og síðar Fjármála- eftirlitsins, s.s. nefndum um breytingu ríkisviðskiptabanka í hlutafélög, breytingu á fjárfest- ingarlánasjóðum í eigu ríkisins og sölu á eignarhlut ríkisins í lánastofnunum. Hann hefur einnig starfað með nefndum um endurskoðun á opinberu eftirliti með fjármálastarfsemi og var formaður nefndar um stofnun Fjármálaeftirlitsins. Páll Gunn- ar tók einnig þátt í mótun lög- gjafar á sviði orkumála og eign- arhalds á auðlindum í jörðu og var formaður prófnefndar verð- bréfamiðlunar 1996-1999. Hann var þátttakandi í erlendu sam- starfi á vegum fjármálaeftirlits- ins, m.a. fulltrúi á aðalfundum Samtaka evrópskra verðbréfa- eftirlita (CESR). Páll Gunnar er fæddur 15. september árið 1967. Hann er kvæntur Signýju Mörtu Böðvars- dóttur og eiga þau eina dóttur og einn son. Páll Gunnar á einn- ig tvo stjúpsyni og son frá fyrra sambandi. Frönskumælandi lögfræðingur Good swinger „Show me the money, show me the money,“ gargaði Cuba Good- ing Jr. dansandi glaður í eyrað á dvergnum Tom Cruise þar sem hann hélt símtólinu þétt að eyra sér í myndinni Jerry Maguire hér um árið. Ég sá myndina aftur um helgina. Hún eldist ekkert sérlega vel. Mér líkar betur við Michael Douglas í Wall Street, sem var gerð einhverjum ára- tug fyrr. Það virðist sem hún hafi verið gerð í gær. Lundin er létt hjá mér þessa dagana og monníarnir láta á sér kræla sem aldrei fyrr. Rétt eins og hjá Gordon okkar manni Gekko. Svei mér þá ef það er ekki gósentíð. Ég er búinn að taka nokkra væna svinga á bandaríska hluta- bréfamarkaðnum síðustu vikuna og búinn að taka góða skammta í hús. Setti nokkrar góðar kúlur á klúðurfélögin í fasteignalána- bransanum í US of A og tók enn fleiri í hús á föstudaginn. Húsa- smiðir í meistarafélaginu gætu aldrei grætt jafn mikið á góðum degi – jafnvel ekki þótt pípulagn- ingameistari væri með í för og kannski einn eða tveir rafvirkjar til. Ekki séns. Ekki svo að skilja að ég viti hvað þeir hafi mikið að gera um þessar mundir. Íslenski hlutabréfamarkaður- inn er eitthvað sem ég vil ekki vita af núna. Hann er handónýt tuska og lítið á honum að græða. Félagarnir löngu hættir að taka svinga, vantar pjéninga til þess, eins og skáldið tók til orða þegar hann sníkti pjéning fyrir bjór, og þora ekki að leggja pening í neitt. Spurning hvort þeir geti pantað iðnaðarmann til að laga pípulagn- irnar. Skræfur sem horfðu ekki fram í tímann og lifðu hátt á vit- lausu gengi. Allavega. Núna er ég endur- fjármagnaður næstu tvö árin – nema annað gerist. Sem skiptir mig svo sem litlu máli en gerir konuna afskaplega glaða. Glaða? Já, það sagði ég víst og þegar hún er það þá brosi ég út í eitt þar til ég fer upp í rúm að sofa. Sofa? Sagði ég það? Hvað um það. Við konan brosum og það skiptir máli. Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N S A G A N Á B A K V I Ð . . . P Á L G U N N A R P Á L S S O N , F O R S T J Ó R A S A M K E P P N I S E F T I R L I T S I N S V ið erum alltaf á tánum, leitum stöðugt nýrra leiða í kauphallarviðskiptum,“ segir Hans-Ole Jochumsen, forstjóri norrænu kauphallasamstæðunnar OMX. Hann segir mikla breytingu hafa orðið á kauphöllum víða um heim. Samþjöppun hluta- bréfamarkaða hafi skilað sér í geysiharðri samkeppni. Mikilvægt sé að vera á undan öðrum mörkuðum og bjóða upp á bestu vör- urnar hverju sinni. Hraði í kauphallarviðskipt- um og lágt verð fyrir þjónustuna skiptir miklu máli í dag, að hans sögn. Hans-Ole tók við forstjórastarfinu í apríl síðastliðnum af Jukka Ruuska. Hann var áður aðstoðarforstjóri samstæðunnar sem rekur hlutabréfamarkaði á Norðurlöndunum, að Noregi undanskildu, og í Eystrasaltsríkjun- um. Forstjórinn var staddur hér á landi á dögun- um og kynnti sér starfsemi Kauphallarinnar, sem hefur verið hluti af norrænu kauphalla- samstæðunni frá því um þarsíðustu áramót. SPENNANDI TÍMAR „Samkeppni á hlutabréfamörkuðum í Evrópu mun verða mjög hörð á næstu árum. Henni hefur ekki verið að skipta að svo miklu leyti fyrr,“ segir Hans-Ole og vísar til þeirra miklu breytinga sem orðið hafi á hlutabréfamörkuð- um síðustu misserin. Eignarhald þeirra er nú á færri höndum eftir umfangsmikil uppkaup markaða hver í öðrum – jafnvel langt út fyrir markaðssvæðin í Bandaríkjunum og Evrópu. Viðburðaríkir tímar eru fram undan hjá OMX-samstæðunni um þessar mundir. Banda- ríska kauphöllin Nasdaq keypti hana með manni og mús í fyrra og rennur starfsem- in undir einn hatt í september. Hann hlakkar mikið til samrunans. „Það er mjög heillandi að hafa aðgang að markaðnum þar, fjárfest- ar í Bandaríkjunum munu taka vel eftir þeim norrænu fyrirtækjum sem eru skráð á mark- að hjá okkur,“ segir forstjórinn. „Við eigum mikla möguleika í Bandaríkjunum. Þetta eru spennandi tímar.“ Hans-Ole segir margar nýjungar hafa verið teknar upp vegna þessa. Bæði hafi samstæð- an kynnt lausnir frá Bandaríkjunum auk þess sem eigin afurðir og þjónusta hafi verið þróuð áfram. Auðkennaleysi í hlutabréfaviðskiptum og aðrar nýjungar eru hluti af breytingunni hér en hefur verið þekkt um árabil vestan- hafs. Þá er aðeins fátt eitt nefnt. „Við verðum nokkurn veginn búin að innleiða flest atriði þegar samruninn gengur í gegn,“ segir for- stjórinn. STÓR JAFNT OG SMÆRRI Hans-Ole segir mikilvægt að halda norræn- um fyrirtækjum á hlutabréfamarkaði. Ekki megi þó einungis beina sjónum að stórum fyrirtækjum heldur verði að gera millistór- um fyrirtækjum auðveldara um vik að fara á markað. Hann segir norræna markaðinn ekki einsdæmi, þetta eigi við víðar í Evrópu. Slíkt geti verið beggja hagur. Hann telur stærstu fyrirtæki Norðurlanda sem skráð eru í OMX-samstæðuna verða skráð á öðrum hlutabréfamörkuðum á næstu árum, jafnvel fimm til sjö öðrum. Hann vísar til þess að ný tækni sem verið sé að taka í gagnið geri miðlurum kleift að finna besta verðið á hverjum stað. KAUPHÖLL Í HVERJU LANDI Hans-Ole segir leiðinlegt að vita til þess að nokkur íslensk fyrirtæki hafi sótt um af- skráningu. Hann telur hins vegar engar líkur á að þeim muni fjölga sem hyggi á slíkt í nán- ustu framtíð. Tryggja verði að virkur hluta- bréfamarkaður verði í hverju landi í framtíð- inni. „Ég er bjartsýnn. Þegar við höfum lokið samruna við Nasdaq-markaðinn í september verðum við áhugaverður kostur fyrir meðal- stór fyrirtæki þar sem þau verða sýnilegri vestanhafs en nú. Þau ættu þó að sjá hag sínum borgið að fara á markað í heimalandi sínu. Þar eru líka höfuðstöðvar þeirra og fjár- festarnir sem þekkja fyrirtækin best,“ segir Hans-Ole Jochumsen. ENGIN STANGVEIÐI Fyrirhugað var að kynna forstjóranum nýja fyrir gjöfulli náttúrunni hér og bjóða honum meðal annars í stangveiði. En nýja starfið varð til þess að áætlanir röskuðust nokkuð og verður veiðin að bíða betri tíma. „Við konan seldum húsið okkar fyrir nokkru og verðum að flytja út,“ segir Hans-Ole en þau hjón eru að flytja af Stór-Kaupmannahafnarsvæðinu til Stokkhólms en þar eru höfuðstöðvar kaup- hallasamstæðunnar á Norðurlöndunum. Nýju híbýlin fá þau ekki fyrr en í byrjun október. „Ég verð að fara heim og pakka með konunni, annað væri ósanngjarnt,“ segir forstjóri nor- rænu kauphallasamstæðunnar OMX. HANS-OLE JOCHUMSEN Forstjóri norrænu kauphallasamstæðunnar OMX segir mikilvægt að gera millistórum fyrirtækj- um auðveldara um vik að fara á markað. Hann segir margar tækninýjungar í pípunum sem muni auka samkeppnishæfi hlutabréfamarkaðarins til muna. MARKAÐURINN/ARNÞÓR Alltaf á tánum í hlutabréfaviðskiptum Hans-Ole Jochumsen, forstjóri OMX-kauphallasamstæðunnar á Norðurlöndunum, segir að sífellt sé leitað leiða til að bæta hlutabréfamarkaðinn. Hraði og nýsköpun er lykillinn í harðri samkeppni. Forstjórinn spjallaði við Jón Aðalstein Bergsveinsson. N O K K R A R N Ý J U N G A R O M X ■ Áframsending tilboða (Order Routing). Er fyrir kaup- hallaraðila sem senda áfram tilboð viðskiptavina sinna (fjárfesta) til annarra markaða til þess að finna besta verðið á hverjum stað. ■ INET. Viðskiptakerfið sem NASDAQ keyrir á og er eitt það hraðasta sem til. Áætlað er að INET taki við af SAXESS viðskiptakerfinu á næsta ári. ■ Auðkennaleysi í viðskiptum. Kauphallaraðilar eru ekki skráðir fyrir kaupum og sölum á hlutabréfum. Upplýsingarnar aðgengilegar eftir lokun markaða. Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.