Fréttablaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 12
 16. JÚLÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR12 MARKAÐURINN H É Ð A N O G Þ A Ð A N ANDSVAR VIÐ ORÐUM SIGRÍÐAR MARGRÉTAR: Ásökunum Sigríðar um undirboð RÚV vísa ég til föðurhúsanna. RÚV er verðleiðandi með hæsta verðið, bæði á útvarps- og sjón- varpsmarkaði, og ætlar sér að vera áfram í þeirri stöðu. Það er rangt að staða RÚV á auglýsingamarkaði sé einsdæmi í Evrópu. Danska ríkið á og rekur t.d. TV 2 sem er með 60 prósent af danska auglýsingamarkaðn- um í sjónvarpi þar í landi. Einka- stöðvarnar hér á landi búa því við mun betri kost en samsvar- andi stöðvar í Danmörku. Flestar ríkisstöðvar í Evr- ópu eru auk þess með sambland af afnota- og auglýsingatekj- um. Ríkisstöðvarnar í Hollandi, Belgíu, Þýskalandi, Austurríki, Frakklandi, Spáni, Portúgal, Ít- alíu og Írlandi eru allar með aug- lýsingatekjur. ANDSVAR VIÐ ORÐUM PÉTURS: Pétur kvartar gjarnan undan „skakkri samkeppnisstöðu“, „ríkis styrkjum“ og „forgjöf“ RÚV en nefnir aldrei sterka stöðu 365 miðla á þessum mark- aði. Tekjur 365 á ljósvakamark- aði af áskrift og auglýsingum eru mun hærri en samsvarandi tekjur RÚV (afnotagjöld + aug- lýsingar) þannig að ég skil ekki þennan söng. Einnig er það villandi í mál- flutningi Péturs að tala um ríkis styrk þegar Héraðsdómur Reykjavíkur er nýlega búinn að kveða úr um það að afnotagjaldið sé þjónustugjald en ekki skattur. Hvað forgjöfina varðar má nefna það að ITV í Bretlandi, sem er stærsta einkarekna stöð- in þar í landi, hefur ekki leyfi til að innheimta áskriftargjöld og rekur sig því alfarið á auglýs- ingatekjum. Það er því ekki sjálfgefið að fyrirtæki eins og 365 innheimti áskriftargjald. Það má því alveg eins kalla það forgjöf að 365 búi við tvo tekjustofna, þ.e. áskrift og auglýsingar. Um úrskurð Samkeppnis- eftirlitsins er það að segja að Samkeppniseftirlitið sá enga ástæðu til að aðhafast neitt í málinu sem segir sína sögu, jafn- vel þótt Pétur reyni hér að láta í annað skína. Það er eindreg- inn vilji Alþingis og þar með þjóðarinnar að RÚV starfi á þessum mark- aði innan þess ramma sem nú gildir hvað sem Pétri nú þykir um það. ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON Markaðsstjóri RÚV telur stöðu RÚV alls ekki einsdæmi og vísar ásökunum Sigríðar og Péturs til föðurhúsanna. MARKAÐURINN/AÐSEND MYND Annas Sigmundsson skrifar „Það er greinilegt á þeim dagblöðum sem koma út að það er harðnandi samkeppni á auglýsingamarkaði,“ segir Valdimar Birgisson, auglýsingastjóri og fyrrver- andi auglýsingastjóri 365 miðla. Valdimar telur líklegt að við munum sjá fækkun útgáfudaga hjá dagblöðum og sameiningar fyrirtækja á næstunni á fjöl- miðlamarkaði. Hann telur jafnvel líklegt að einhver blöð verði lögð niður. „Þeir miðlar sem ná til flestra og eru þar með fyrsti kostur auglýsenda, eins og RÚV og Fréttablaðið, ættu að koma sterk- ari út úr þessari kreppu heldur en aðrir. RÚV mun að öllum líkindum styrkja stöðu sína í kreppunni á kostnað einkarekinna ljósvakamiðla,“ segir Valdimar. „Það mun gera stöðu RÚV enn umdeildari en áður.“ Hann telur líklegt að DV og Viðskipta- blaðið fækki útgáfudögum. „Þá er ekki ólíklegt að Fréttablaðið hætti útgáfu á sunnudögum. Það er líklega skynsamlegt í ljósi þess að dreifingarkostnaður hefur aukist verulega síðustu ár. Innan fárra missera verður líklega dreifing og prent- un á öllum dagblöðum á einni hendi og einhver fyrirtæki í dagblaðarekstri verða sameinuð.“ Hann telur einnig líklegt að tímaritum fækki. „Birtingur er mjög stór á þessum markaði og ég tel að einhverjir litlir út- gefendur muni leggja upp laupana og lík- legt er að Birtingur fækki titlum,“ segir Valdimar. Hann segir að framleiðendur á auglýs- ingaefni séu farnir að finna fyrir sam- drætti. „Það er orðið minna að gera á auglýsingastofum. Fleiri kjósa að birta skjáauglýsingar í staðinn fyrir leiknar auglýsingar,“ segir Valdimar. Hann telur alls ekki ólíklegt að bankarnir séu búnir að skera niður fjármagn til auglýsingakaupa um 70 prósent. „Bankarnir eru auk þess nánast hættir að kosta viðburði og sjón- varpsefni,“ segir hann. Hann telur líklegt að aukinn samdrátt- ur á auglýsingamarkaði fari að sjást strax í haust. „Ekki má heldur gleyma Skjá einum. Ég held að það verði erfitt hjá þeim. Þeirra tekjur byggjast nánast alfar- ið á auglýsingum,“ segir Valdimar. FINNA FYRIR SAMDRÆTTI „Við finnum fyrir ákveðn- um sam- drætti í sölu auglýsinga. Reyndar er Birtingur með hærri tekjur á fyrstu sex mán- uðum þessa árs en í fyrra af sölu auglýsinga en því miður þá erum við undir áætlunum,“ segir Elín Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Birt- ings. Hún segist sjá klár merki um lausafjár- kreppu bankanna. „Innheimta hefur aldrei verið erfiðari og við höfum séð nokkra góða viðskiptavini okkar lenda í miklum greiðsluerfiðleikum sem hefur bein áhrif á stöðu fjárflæðis hjá okkur,“ segir Elín. Hún segir að reynt hafi verið að bregð- ast við þessu með ýmsum hætti en Birtingur hafi þó ekki séð ástæðu til að fara í harkalegan nið- urskurð. „Við erum þó vissulega á tánum varð- andi allan kostnað og höfum hætt við stór verk- efni sem voru á teikni- borðinu,“ segir Elín. Hvað framhaldið varð- ar segir Elín að búast megi við enn meiri erf- iðleikum ef bankarnir halda enn að sér höndum. „Þá má búast við að gjaldþrotum fjölgi og velta á aug- lýsingamarkaði dragist enn frekar saman. Við höfum á tilfinningunni að samdráttur í sölu sé ekki stóri höfuðverkur viðskipta- vina okkar heldur fyrst og fremst lausa- fjárstaða,“ segir hún. ÓSANNGJÖRN STAÐA „Einu tekjur Skjás eins eru af auglýsing- um,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Skjás eins. „Við finn- um vissulega fyrir því að það er samdrátt- ur á auglýsingamarkaði.“ Hún segist þó setja spurningarmerki við það að hún fari harðnandi. „Samkeppnin er svo hörð að ég held að hún geti einfaldlega ekki farið harðnandi,“ segir Sigríður. Hún segir að það sem skipti mestu máli út frá sjónarhorni Skjás eins sé hversu samkeppnin sé ójöfn. „Við erum að keppa við undirboð frá RÚV,“ segir Sigríður. Nefnir hún dæmi af því að RÚV geti leyft sér að bjóða viðskiptavinum sínum ýmis kjör, stöðu sinnar vegna, sem Skjár einn eigi erfitt með að keppa við. Sigríður segir engin fordæmi fyrir því í löndunum í kringum okkur að staða einka- rekinna sjónvarpsstöðva sé jafn ósann- gjörn og hún er hér. Hinar nor- rænu ríkisstöðvarnar séu ekki með ríkisstyrk á auglýsinga- markaði. „Danir halda úti tveimur sjónvarpsstöðv- um. Hvorug þeirra er á auglýsingamarkaði. Norðmenn eru með rík- isrekna stöð sem ekki er á auglýsingamarkaði. Hið sama á við um Svía og Finna að ógleymdu BBC í Bretlandi,“ segir Sigríð- ur. Hún segist þó ánægð með það hvernig stjórnvöld hafa verið að vinna í þessum málefnum að undanförnu. „Nú í apríl stóð menntamálaráðuneytið fyrir málþingi þar sem það kynnti nýja tilskipun frá Evr- ópusambandinu sem á að innleiða í hin nýju fjölmiðlalög sem menntamálaráð- herra mun leggja fyrir haustþing,“ segir Sigríður. Með þessari nýju tilskipun segir Sigríð- ur að verið sé að rýmka reglur sem snúi að auglýsingum í sjónvarpi. „Það er tækifæri núna til þess að setja aðrar regl- ur um RÚV á auglýsinga- markaði umfram einka- aðila. Ég held að það sé almennur vilji til þess,“ segir hún. Spurð um samdrátt á auglýsingamarkaði segir hún að Skjár einn sé vel búinn undir það. „Við fórum í gegnum mikla hagræðingu fyrir ára- mót. Við hættum að framleiða sjálf og buðum út framleiðslu á innlendum dag- skrárliðum og það tókst mjög vel hjá okkur. Við erum því í mjög góðri stöðu núna,“ segir Sigríður. NIÐURSKURÐUR EKKI FYRIRHUGAÐUR „Það eru engin áform um fækkun út- gáfudaga Fréttablaðsins,“ segir Pétur Pétursson, framkvæmdastjóri sölusviðs 365 miðla, aðspurður hvort til standi að hætta útgáfu Fréttablaðsins á sunnudög- um. Annar niðurskurður sé heldur ekki fyrirhugaður en auðvitað sé alltaf verið að leita leiða til hagræðingar. „Það var tekið rækilega til í útgáfu- og útsendingarmálum 365 miðla fyrir hálfu öðru ári. Bæði voru þá lögð niður pródúkt og önnur seld. Einnig liggja t.d. aðrar for- sendur til grundvallar stærðar tölublaða Fréttablaðsins núna. Við erum því mun betur í stakk búin til þess að mæta sam- drætti á auglýsingamarkaði í dag en þá,“ segir hann. „Auglýsingasalan fyrstu fimm mánuði ársins var í takt við áætlanir,“ segir Pétur. Það má þó greina að það hafi hægt á. „Þetta er árstíðabundin sveifla og gerist yfirleitt í júlí, sérstaklega hjá prentmiðl- um. Ég er þó ekki frá því að hún sé dýpri nú en áður.“ Hann segir það algjört lykilat- riði að leiðrétta þá skökku sam- keppnisstöðu sem ríkir á aug- lýsingamarkaði. „Það kemur af því að hér starfar ríkisfyrirtæki – RÚV – með þriggja millj- arða króna ríkisstyrk. Þetta ríkisfyrirtæki er í samkeppni við alla miðla – hvort sem er útvarp, sjónvarp eða prentmiðlar. Þegar auglýsingamark- aðurinn er ekki nema tíu milljarðar þá sér það hver maður að slíkt gengur ekki upp til lengdar. Hér munu einkafyrirtæki leggja upp laupana ef ekkert verður að gert,“ segir Pétur. Hann telur afar mikilvægt að stjórn- völd leiðrétti þá skekkju sem er á auglýs- ingamarkaði. Pétur vísar í úrskurð Sam- keppniseftirlitsins frá 16. júní síðastliðn- um. „Þar segir að í ríkisstyrk RÚV felist samkeppnisleg mismunun og hana verði að leiðrétta,“ segir Pétur. RÚV eigi að fara af auglýsingamarkaði eða a.m.k. að sníða því þrengri stakk í sölu auglýsinga og kostana en öðrum fyrirtækjum. „Það hefur ekki verið gert hér á landi. Við sjáum RÚV í harðri auglýsingamið- aðri dagskrárgerð og yfirboðum í inn- kaupum á dagskrárefni. Það þýðir að ríkið er að niðurgreiða auglýsingar á mark- aði,“ segir hann. Takmarkanir á umfangi eða bann ríkisútvarpa á auglýsingamark- aði séu í flestum nágrannaríkja okkar a.m.k. þeim ríkjum sem við viljum miða okkur við. BANKAR Í AÐHALDI Bjarney Harðardóttir, framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá Glitni, telur að flest fyr- irtæki hafi þegar endurskoðað áætlanir sínar. „Ég geri ráð fyrir að stór hluti fyrir- tækja landsins hafi endurskoðað markaðs- áætlanir sínar,“ segir Bjarney. Hún segir það gömul sannindi að í efna- hagsþrengingum dragi fyrirtæki úr fram- lögum til auglýsingamála. Hún segir bankann verja töluverðum fjármunum til styrktarmálefna eins og undanfarin ár. Bjarney hefur fundið fyrir því að und- anförnu að fjölmiðlar séu farnir að bjóða lægra verð á auglýsingum. „Við finnum fyrir því og þetta gerist alltaf í samdrætti þegar eftirspurn minnkar. Það er verið að veita betri kjör og það er meiri sam- keppni,“ segir Bjarney. Þær upplýsingar fengust frá Kaupþingi, að reynt væri að halda kostnaði vegna markaðsstarfs innan hóflegra marka. Hins vegar séu engar áætlanir uppi um að hætta að auglýsa, þótt dregið hafi úr birt- ingu. Hvað styrktarmál varði, er bankinn með fjölmarga samninga við hin ýmsu félög, bæði til lengri og skemmri tíma. Ósanngjörn staða á auglýsingamarkaði Harðnandi samkeppni fjölmiðla virðist yfirvofandi á auglýsingamarkaði. Fækkun útgáfudaga og samrunar fjölmiðlafyrirtækja eru talin líkleg á næstu mánuðum. Forsvarsmenn Skjás eins og 365 miðla segja stöðu RÚV á auglýsingamarkaði ósanngjarna. VALDIMAR BIRGISSON auglýsingastjóri. Hann telur líklegt að DV og Viðskiptablaðið fækki útgáfudögum. Ekki sé heldur ólíklegt að Fréttablaðið hætti útgáfu á sunnudögum. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT M A R K A Ð S H L U T D E I L D Auglýsingatekjur Hlutdeild Fréttablaðið 2.950 milljónir 30% 365 ljósvakam. 1.759 milljónir 19% Árvakur 2.355 milljónir 25% RÚV 1.130 milljónir 12% Skjárinn 753 milljónir 8% Birtingur 440 milljónir 5% Annað 94 milljónir 1% Samtals 9.485 milljónir RÚV ekki einsdæmi Andsvör Þorsteins Þorsteinssonar, markaðsstjóra RÚV, vegna ásakana Sigríðar Margrétar og Péturs um ósanngjarna samkeppnisstöðu: SIGRÍÐUR MARGRÉT ODDSDÓTTIR, framkvæmda- stjóri Skjás eins. Hún segir engin fordæmi fyrir því í löndunum í kring- um okkur að staða einkarekinna sjón- varpsstöðva sé jafn ósanngjörn og hún er hér. MARKAÐURINN/ AÐSEND MYND PÉTUR PÉTURSSON, fram- kvæmdastjóri sölusviðs 365 miðla. Hann segir algjört lyk- ilatriði að leiðrétta þá skökku samkeppnisstöðu sem ríkir á auglýsingamarkaði. RÚV eigi að fara af auglýs- ingamarkaði. MARKAÐURINN/HRÖNN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.