Fréttablaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 16
0,7% 28,3% 13,6%Neysluverð í Bretlandi hækkaði um 0,7% í júní frá fyrri mánuði vegna hækk-andi matvæla- og eldsneytisverðs og aukins samgöngukostnaðar. Heildarafli íslenskra skipa í júní, met- inn á föstu verði, var 28,3% minni en í júní í fyrra segir á vef Hagstofu Íslands. minni velta var í greiðslukorta- viðskiptum í síðasta mánuði en í sama mánuði í fyrra. SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Það vakti athygli á annars tíð- indalitlum blaðamannafundi forsætisráðherra á mánudag að ungur og ljóshærður maður stóð þar álengdar og fylgdist vel með öllu sem fram fór. Var þar kominn Andri Óttarsson, framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins, sem hafði augsýnilega átt fund með formanni sínum áður en blaða- og fréttamenn bar að garði og gaf sér svo tíma til að fylgjast með því sem fram fór. Ekki fer frekari sögum af fundarefni þeirra félaga, en víst er að skrif þeirra Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra og Þórlindar Kjartanssonar, for- manns SUS, um krónuna og evr- una hafa verið þar ofarlega á blaði, enda til marks um vaxandi áhyggjur í Valhöll af stöðu efnahagsmála. Ber vafalaust að lesa útspil þeirra Björns og Þórlindar með tilliti til þess að ólíkir armar innan flokksins séu þegar farn- ir að þreifa fyrir sér um næstu skref. Tekið til varna Jón Ólafsson, athafnamaður og vatnsútflytjandi með meiru, undirbýr sig nú af kappi fyrir málsvörn eftir að ákæra var birt á hendur honum fyrir stórfellt skattalagabrot á dög- unum. Jón hefur fengið sann- kallað stórskotalið í málsvörn- ina, hæstaréttarlögmennina Sigurð G. Guðjónsson og Ragnar Aðalsteinsson. Fast skotið Þekkt er að formaður banka- stjórnar Seðlabankans er með langræknari mönnum. Og ein- hverjir telja hann enn á fullu í pólitíkinni að tjaldabaki og ráða þar enn talsvert miklu. Í því ljósi þóttu ummæli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra og vara- formanns Sjálfstæðisflokksins, þeim mun forvitnilegri er hún opnaði Gestastofu gegnt tón- listar- og ráðstefnuhúsinu við Miðbakka á dögunum. Leit ráð- herra þá í átt til Seðlabankans við Kalkofnsveg og sagði við við- stadda að hún vonaðist eftir því að tónlistar- mennirnir í nýja húsinu yrðu frjórri í hugsun en þeir handan götunnar. Velta menn nú fyrir sér pólitískri merkingu og mögu- legum afleið- ingum skeyta- sendingar- innar. Andri mættur H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -1 3 1 8 Eignarhaldsfélagið Stoðir er öflugur kjölfestufjárfestir með skýra fjárfestingarstefnu sem styður og eflir kjarnafjárfestingar sínar í Glitni, Baugi Group, Landic Property og TM. EIGNARHALDSFÉLAGIÐ STOÐIR www.stodir.is GLITNIR Glitnir er norrænn banki með höfuðstöðvar á Íslandi og starfsemi í 10 löndum.Glitnir veitir víðtæka fjármálaþjónustu á borð við fyrirtækjalánastarfsemi og ráðgjöf, markaðsviðskipti, eignastýringu og viðskipta- bankaþjónustu á helstu mörkuðum sínum. LANDIC PROPERTY Landic Property er eitt stærsta fasteignafélag Norðurlanda. Félagið á um 500 fasteignir í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og á Íslandi og leigir út um 2,6 milljónir fermetra til yfir 3.400 leigutaka. TM TM er eitt stærsta tryggingafélag á Íslandi og býður alhliða vátryggingaþjónustu og víðtæka fjármögnunarþjónustu. Dótturfélag TM í Noregi er Nemi Forsikring. BAUGUR GROUP Baugur á eignarhluti í fjölmörgum fyrirtækjum í smásöluverslun í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Norðurlöndum. Meðal helstu fjárfestinga Baugs eru Iceland, House of Fraser, Mosaic Fashions, Hamley´s, Magasin du Nord, Illum og Saks. Hvers vegna PwC? Þekkingarfyrirtæki í fremstu röð á Íslandi og leiðandi á alþjóðavettvangi.  Endurskoðun  Fyrirtækjaráðgjöf  Skatta- og lögfræðiráðgjöf Reykjavík - Akureyri - Húsavík - Selfoss - Reykjanesbær www.pwc.com/is *connectedthinking

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.