Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 8
8 17. júlí 2008 FIMMTUDAGUR Alla daga frá10 til 22 800 5555 GANGA.IS Ungmennafélag Íslands Hressing í bolla frá Knorr SJÁVARÚTVEGUR Í svari sjávarút- vegsráðherra til mannréttinda- nefndar Sameinuðu þjóðanna um kvótakerfið er vísað til stjórnar- sáttmálans. Þar segir: „Gerð verð- ur sérstök athugun af reynslunni af aflamarkskerfinu við stjórn fiskveiða og áhrifum þess á þróun byggða.“ Árið 2001 rannsakaði Haraldur Líndal Haraldsson hjá Nýsi einmitt þau áhrif fyrir Byggðastofnun. Niðurstöður hans voru afgerandi. Kvótakerfið hefði stuðlað að fólks- fækkun á landsbyggðinni og þá sérstaklega ákvæðið um frjálst framsal veiðiheimilda. Haraldur segir niðurstöðu skýrslunnar ótvíræða. „Ég átta mig ekki á hvernig hægt er að hafa aðra skoðun en þá sem kemur þar fram. Þar sem er kvóti og þar sem er fiskur til að vinna, þar er fólk. Takir þú kvótann í burtu hverfa störfin og þar með fólkið.“ Haraldur segir skýrsluna í sjálfu sér ekki hafa verið gagnrýni á kvótakerfið. Alvarlegt sé þó ef menn loki augunum fyrir augljós- um afleiðingum kerfisins. „Menn hafa neitað þessum afleiðingum kvótakerfisins og þar af leiðandi hefur ekki verið gripið til neinna aðgerða.“ Einar K. Guðfinnsson, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, segir skýrsluna frá 2001 áreiðan- lega verða mikilvægt gagn í þá vinnu sem framundan er. „Stjórn- arflokkarnir sömdu um að skipa nefnd til að kanna áhrif aflamarks- kerfisins og því verður það gert,“ segir Einar. Hann segist gera ráð fyrir því að forystumenn ríkis- stjórnarinnar hafi vitað af hinni fyrri úttekt. Einar segir tillit hafa verið tekið til skýrslunnar frá 2001. „Við höfum gripið til ýmissa aðgerða beinlínis með byggða- sjónarmið í huga; oftar en ekki umdeildra.“ Þar vísar Einar í tilfærslu afla- heimilda frá stærri skipum á þau minni, línuívilnun og byggða- kvóta. Karl V. Matthíasson, varafor- maður sjávarútvegsnefndar, segir skýrsluna frá 2001 mjög nytsamlega. „Það er þá búið að vinna vinnuna fram til 2000 og sjálfsagt að skoða tímann eftir það. Vel má vera að eitthvað hafi breyst frá því skýrslan var gerð, en ég tel svo ekki vera.“ Karl kallar eftir að vinnan fari sem fyrst af stað. „Mér finnst við hafa mátt leggja meiri vinnu í þetta en við höfum gert. Skýrslan talar sínu máli.“ Einar segir að nefndin verði skipuð á næstu vikum og skili af sér tillögum á kjörtímabilinu. kolbeinn@frettabladid.is Boðuð úttekt á kvótakerfi löngu til Í stjórnarsáttmála er kveðið á um úttekt á áhrifum kvótakerfisins á byggða þró- un. Slík úttekt var unnin fyrir Byggðastofnun árið 2001. Ný úttekt ekki hafin. Varaformaður sjávarútvegsnefndar segir fyrri skýrsluna standa og vill aðgerðir. KARL V. MATTHÍASSON EINAR K. GUÐFINNSSON LANDAÐ Á VESTFJÖRÐUM Samkvæmt skýrslunni frá 2001 hafa Vestfirðir orðið séstak- lega illa úti vegna framsals á veiðiheimildum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FLÓTTAMENN Paul Ramses frá Kenía segist hafa hitt fólk á Sentrone-flóttamannaheimilinu, þar sem hann dvelst, sem hafi beðið í tuttugu ár eftir því að yfir- völd taki ákvörðun um hvað eigi að gera við það. „Þau eru í svipaðri stöðu og ég og eru frá Afríku,“ segir hann. Lögmaður hans, Katrín Theo- dórsdóttir, hefur ekkert heyrt frá dómsmálaráðuneytinu, en 9. júlí kærði hún til þess úrskurð Útlend- ingastofnunar um að senda Ram- ses til Ítalíu. „Ég fékk í morgun ákvörðun sem var kærð í maí 2007,“ segir hún, spurð um málshraða í sams konar málum. Hún vonar þó að mál Ramses fái skjótari afgreiðslu, því það snúist ekki um hann einan. „Fjölskyldan er sundruð,“ segir hún, en kona Pauls og barn eru á Íslandi. Dómsmálaráðherra verst allra frétta af kærunni, og svarar engu um eðlilegan málshraða í málum sem þessum. Paul sjálfur segist reyndar hafa áhyggjur af ráðherr- anum; að fólk nýti sér hans mál til að koma höggi á Björn Bjarnason. „Ég hef heyrt að hann sé ekki hamingjusamur vegna málsins. En við erum bara ung fjölskylda að hefja lífið. Við viljum ekki skaða hann,“ segir Ramses. - kóþ Ramses bíður á Ítalíu, en lögmaður hans fékk úrskurð í gær, frá maí 2007: Hafa beðið í 20 ár í Sentrone AUGLÝSING ÚR KOSNINGABARÁTTUNNI Paul Ramses bauð sig fram í desember. Hann sótti um hæli hér í lok janúar. SAMGÖNGUR „Það er hávaði af þyrlum og okkur finnst ekki ákjós- anlegt að hafa mikið þyrluflug á þessum tíma,“ segir Sigurður K. Oddsson, þjóðgarðsvörður á Þing- völlum, um bann við þyrluflugi í þjóðgarðinum í sumar. Bannið tók gildi um síðustu helgi og stendur til fyrsta október. Það er, að sögn Sigurðar sá tími sem mest umferð er um þjóðgarðinn. Sigurður segir nokkrar kvartanir hafa borist vegna flugsins. „En svo finnst okkur sjálfum þetta ekki ásættanlegt. Þetta er þjóðgarður og þarna er fólk að skoða náttúruna.“ Þyrluflugið hefur mest tengst byggingaframkvæmdum við tvær lóðir við Valhallarstíg. Þá eru til samþykktar teikningar af þriðja húsinu sem væntanlega verður byrjað að reisa fljótlega. Sigurður segir að flugin hafa verið nokkuð tíð, sérstaklega í tengslum við framkvæmdir á borð við uppsteypu sökkla. Auk þess hafi byggingarefni og verkfæri verið að flutt með þyrlum. Sigurður telur ekki að fram- kvæmdaaðilar þurfi að stöðva fram- kvæmdir þótt verklag breytist auð- vitað við bannið. „Þeir verða að notast við lítil tæki þar sem þarna er enginn vegur heldur sæmilegur stígur.“ Bannið muni því væntan- lega hægja á framkvæmdum en ekki stöðva þær. Sigurður segist hafa rætt við framkvæmdaaðila. „Hann tók ekki illa í þetta enda held ég hann hafi nú skilning á því að þetta er viðkvæmt svæði.“ - ovd Þingvallanefnd hefur bannað allt þyrluflug í sumar í þjóðgarðinum á Þingvöllum: Banna þyrluflug í þjóðgarði STEYPA FLUTT AÐ SUMARBÚSTAÐ Fram- kvæmdaaðilar geta ekki lengur nýtt sér þyrlur við húsbyggingar á Þingvöllum. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN FERÐAMENNSKA Opnað var fyrir umferð almennings um Kára- hnjúkastíflu í fyrradag og verður þannig til hagað þar til 15. ágúst næstkomandi. Enn er unnið að frágangi í og við stífluna og því geta ferða- menn orðið fyrir töfum þegar þeir fara um svæðið. Í fréttatilkynningu frá Lands- virkjun segir að meðan á fram- kvæmdum við stífluna stóð hafi um sextíu þúsund gestir komið við í Végarði sem er upplýsinga- miðstöð fyrirtækisins á svæðinu. Einnig hafi fjölmargir ferðamenn lagt leið sína á svæðið í sumar. - jse Frágangur við Kárahnjúka: Umferð hleypt á stífluna STJÓRNSÝSLA „Ég tel að menn í svona stöðu eigi ekki að gegna henni of lengi. Einnig vil ég leggja mitt af mörkum til að nýja stofnunin verði sýnilega ný. Það verður í hið minnsta nýr forstjóri þótt það verði ekki nýtt nafn,“ segir Magnús Jónsson, Veðurstofustjóri til fimmtán ára. Magnús var ekki á meðal ellefu umsækjenda um starf forstjóra nýrrar stofnunar sem verður til við sameiningu Veðurstofu Íslands og Vatnamælinga Orkustofnunar. Umsóknarfrestur rann út 11. júlí og gert er ráð fyrir að forstjórinn hefji störf 1. ágúst næstkomandi. Stofnunin mun bera nafn Veðurstofu Íslands. - kg Nýr Veðurstofustjóri í ágúst: Magnús sótti ekki um starfið MAGNÚS JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.