Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 10
10 17. júlí 2008 FIMMTUDAGUR HAMFARIR „Þegar kostnaður við málarekstur verður langt umfram verðmæti eignar er það orðið mikið áhyggjuefni,“ segir Jakob Sigurður Friðriksson, fram- kvæmdastjóri framleiðslu og sölu hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Orkuveitan krefst 115 milljóna frá Viðlagatryggingu eftir úrskurð um að bæta beri Orku- veitunni tjón vegna dælustöðvar í Kaldárholti sem skemmdist í jarð- skjálftunum á Suðurlandi sumarið 2000. Dælustöðin var metin rúmlega 35 milljóna króna virði fyrir átta árum en dráttarvextir nema nú tæpum sextíu milljónum eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu. Að auki vill Orkuveitan fá kostnað vegna málsins bættan. „Við höfum eytt 26 milljónum til að standa á rétti okkar varð- andi hús sem kostaði 35 milljón- ir,“ segir Jakob Sigurður. „Þetta er víti öðrum til varnaðar og mikil- vægur lærdómur, ekki síst í ljósi jarðskjálftanna nú í vor.“ „Þetta mál er mjög sérstakt enda um nýtt mannvirki að ræða sem skiptar skoðanir eru um enn þann dag í dag,“ segir Ásgeir Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar. „Athuganir sem gerðar voru á jarðvegi við dælustöðina fyrir stjórn Viðlagatryggingar á sínum tíma virtust leiða í ljós að húsið væri reist á óþéttri undirstöðu auk þess sem deilt var um gæði byggingarinnar,“ segir Ásgeir. „Þegar fyrir lá að sérfræðingar hefðu skiptar skoðanir á málinu komu að því dómkvaddir mats- menn og yfirmatsmenn sem þurftu langan tíma til að komast að niður- stöðu.“ Ásgeir segir umtalsverðan kostn- að hafa fallið á Viðlagatryggingu meðal annars vegna rannsókna á stöðvarhúsinu og lögmannskostn- aðar en hefur nákvæma upphæð ekki á reiðum höndum. Um fjögur þúsund mál komu til kasta Viðlagatryggingar eftir jarð- skjálftana á Suðurlandi árið 2000 og er dælustöðin í Kaldárholti ein- ungis annað tveggja sem fóru til úrskurðar að sögn Ásgeirs. „Málið er afar óvenjulegt og hefði vissulega ekki átt að kosta svo mikið,“ segir Ásgeir. „Svo getur þó farið með sérfræðimál sem krefjast langrar skoðunar.“ helgat@frettabladid.is Kostnaður yfir verðmæti dæluhúss Orkuveitan eyddi 26 milljónum til að standa á rétti sínum á dæluhúsi sem kostaði 35 milljónir. Víti til varnaðar, segir yfirmaður hjá OR. Skiptar skoðanir um málið, segir framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar. SPRUNGA Í GÓLFI Skemmdir urðu á burðarvirkjum vatnstanks í húsinu auk þess sem sprungur komu í gólf og veggi stöðvarinnar. DÆLUSTÖÐIN Í KALDÁRHOLTI Skemmdist í jarðskjálftunum sumarið 2000 og var þá tryggð fyrir 35 milljónir króna. Nú gerir Orkuveitan bótakröfu um 115 milljónir til Viðlagatryggingar vegna skemmdanna. Bætur vegna dæluhúss 31.294.887 krónur Vextir 2.740.910 krónur Dráttarvextir 57.765.525 krónur Lögmannskostnaður 2.783.066 krónur Kostnaður Orkuveitu Reykjavíkur 19.609.244 krónur Kostnaður innan Orkuveitunnar 3.810.000 krónur Alls 115.003.632 krónur BÓTAKRAFA ORKUVEITUNNAR MÓTMÆLI Í NÍKARAGVA Femínistar efndu á þriðjudag til mótmæla fyrir utan byggingu hæstaréttar í Níkaragva og kröfðust löggildingar fóstureyðinga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MALASÍA, AP Anwar Ibrahim, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Malasíu, var handtekinn í gær og sakaður um að hafa átt enda- þarms mök við karlkyns aðstoðar- mann sinn. Aðstoðarmaðurinn, sem er 23 ára gamall, kærði Anwar til lög- reglunnar í síðasta mánuði vegna þessa atviks. Anwar neitar því að þetta hafi gerst, og segir ásakan- irnar pólitískan uppspuna til að stöðva velgengni stjórnarandstöð- unnar. Pólitísk spenna hefur verið í Malasíu síðan stjórnarandstaðan náði betri árangri í kosningum í mars en dæmi eru til um áður. Anwar hafði sagst stefna að því að fella ríkisstjórnina í september næstkomandi. Anwar var aðstoðarforsætis- ráðherra landsins árin 1992-98. Hann hefur áður sætt ákærum fyrir sams konar sakir og sat í fangelsi þess vegna árin 1999- 2004. Í gærmorgun lokaði rúmlega tugur lögregluþjóna veginum heim að húsi Anwars, stöðvaði bifreið hans og flutti hann til höf- uðstöðva lögreglunnar, þar sem hann var yfirheyrður í átta klukkustundir. Fyrir utan höfuðstöðvarnar söfnuðust saman tugir stuðnings- manna hans, þar á meðal þing- menn stjórnarandstöðunnar til að mótmæla handtökunni. - gb STUÐNINGSMENN ANWARS Fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Indónesíu hefur áður setið í fangelsi vegna ásak- ana um samkynhneigð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Stjórnmálaleiðtogi í Malasíu handtekinn vegna ásakana um samkynhneigð: Segir ásakanirnar pólitískar EFNAHAGSMÁL „Ekki hefur komið fram nein aukning á atvinnuleysi, fram yfir það sem reikna má með árlega, eftir uppsagnirnar sem víða hefur verið ráðist í á vinnu- markaðnum,“ segir Lárus Blöndal hjá Hagstofunni. Atvinnuleysi jókst reyndar á síðustu mánuðum um eitt prósent en Lárus segir þá breytingu eðli- lega. „Atvinnuleysi tekur alltaf stökk í öðrum ársfjórðungi vegna þess að námsmenn streyma inn á vinnu- markaðinn á þessum tíma árs. Meirihluti þeirra hefur leitað að vinnu í minna en mánuð eða er þegar búinn að fá vinnu þó svo að þeir hafi ekki hafið störf. Þessi hópur er ekki skilgreindur atvinnu- laus hjá ýmsum öðrum stofnunum en við fylgjum alþjóðlegum stöðl- um og teljum hann því með.“ Atvinnuleysið var 3,1 prósent á öðrum ársfjórðungi, sem er ekki meira en síðustu ár. - ges Atvinnuleysi var 3,1 prósent á öðrum ársfjórðungi: Ekki atvinnuleysi þrátt fyrir kreppu MENN AÐ VINNU Atvinnuleysi telst eðli- legt þrátt fyrir uppsagnir undanfarinna mánaða. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK GAZASVÆÐIÐ, AP Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hætti á þriðjudag við fyrirhugaða ferð sína til Gaza- svæðisins. Leyniþjónusta Ísraels hafði varað við því að reynt yrði að ráða hann af dögum kæmi hann til landsins. Þetta hefði orðið fyrsta ferð háttsetts vestræns erindreka til Gazasvæðisins eftir að Hamas- samtökin tóku þar völd fyrir meira en ári. Blair hafði þó ekki hugsað sér að hitta neina talsmenn Hamas að máli. Hamas-samtökin höfðu þó gert ýmsar öryggisráðstafanir fyrir heimsókn Blairs, sett upp eftirlitsstöðvar og bannað umferð á þeim slóðum þar sem hann ætlaði að ferðast um. - gb Ótti við banatilræði: Blair hætti við ferð til Gaza LANDSPÍTALINN Fjórtán sóttu um starf forstjóra Landspítalans en umsóknarfrestur rann út þriðjudaginn 15. júlí. Þeir sem sóttu um voru: Anna Lilja Gunnarsdóttir, Anna Linda Bjarnadóttir, Björn Zoëga, Stefán E. Matthíasson, Eydís K. Svein- bjarnardóttir, Guðmundur Björnsson, Helgi Þorkell Krist- jánsson, Hulda Gunnlaugsdóttir, Kristján Oddsson, María Heimis- dóttir, Már Kristjánsson, Ragn- heiður Haraldsdóttir, Sjöfn Kristjánsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir. Nýr forstjóri tekur við 1. september. - vsp Forstjóri Landspítalans: Fjórtán vilja forstjórastólinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.