Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 12
 17. júlí 2008 FIMMTUDAGUR Verið velkomin í Nettó Mjódd - Salavegi - Akureyri - Höfn - Grindavík ...mmm pasta ! TILBOÐIN GILDA 17. - 20. JÚLÍ w w w .m ar kh on nu n. is 125kr/pk FUSILLI OG CRESTE 500g TAGLIATELLE M/EGGI 250g 179 kr/pk 209kr SPAGHETTI 1kg 299 kr Formidabile Pasta 30% afsláttur 139kr GEMELLI 500g 199 kr 139kr HEILHVEITI-PENNE 500g 199 kr ÍSRAEL, AP Meðal líbönsku fanganna fimm, sem Ísraelar leystu úr haldi í gær, var Samir Kantar, sem hefur setið í ísraelsku fangelsi í nærri þrjá áratugi. Hann var handtekinn árið 1979, þá aðeins sextán ára gamall, eftir að hann hafði ásamt þremur félög- um sínum í PLF, Frelsisfylkingu Palestínu, farið á gúmmíbát frá Líbanon til Ísraels. Þeir komu til bæjarins Naharíja þar sem þeir hugðust ræna fólki til að taka í gísl- ingu og fara með aftur til Líban- ons. Ætlunarverk þeirra fór út um þúfur og þeir voru handteknir eftir að hafa orðið einum ísraelskum lögreglumanni, öðrum Ísraels- manni og ungri dóttur hans að bana. Sjö árum eftir handtöku Kantars hertóku félagar hans í PLF ítalska farþegaskipið Achille Lauro og kröfðust þess að hann yrði látinn laus ásamt 50 öðrum palestínskum föngum. Sheikh Hassan Nasrallah, leið- togi Hezbollah-samtakanna í Líb- anon, hefur hvað eftir annað kraf- ist þess að Kantar verði látinn laus. Ísraelar hafa þó verið tregir til og fangaskiptin nú eru afar umdeild í Ísrael. Gagnrýnisraddir segja þau styrkja stöðu Hezbollah. Auk fanganna fimm afhentu Ísraelar samtals 199 lík af palest- ínskum og líbönskum mönnum sem fallið höfðu í átökum síðustu tvö árin. Í staðinn fengu Ísraelar jarð- neskar leifar tveggja ísraelskra hermanna, sem liðsmenn Hezbollah handtóku sumarið 2006, þegar Ísraelar gerðu heiftarlegar árásir á Líbanon í nokkrar vikur. Ísraelsk stjórnvöld hafði grunað að hermennirnir tveir væru látnir, en fengu þó enga vissu um það fyrr en tvær svartar líkkistur komu í ljós. Ísraelar létu rannsaka inni- hald líkkistanna tveggja vandlega áður en fullvíst þótti að þar væru í raun og veru lík hermannanna. Á Gazasvæðinu er þó enn í haldi Palestínumanna hinn ungi ísraelski hermaður, Gilad Shalit, sem tekinn var í gíslingu þann 25. júní árið 2006. Árásir Ísraela á Líbanon hóf- ust í beinu framhaldi af þeirri gíslatöku. gudsteinn@frettabladid.is Fögnuður í Líbanon en spenna í Ísrael Mikil spenna ríkti í Ísrael þegar fimm líbanskir fangar voru leystir úr haldi og 199 líkkistur afhentar til Líbanons í skiptum fyrir jarðneskar leifar tveggja ísraelskra hermanna. Í Líbanon fékk einn fanginn höfðinglegar móttökur. SAMIR KANTAR FÉKK GÓÐAR MÓTTÖKUR Þekktasti fanginn sem Ísraelar leystu úr haldi í gær er Samir Kantar, sem fékk góðar móttökur þegar hann kom til Líbanons eftir nærri 30 ára fangavist í Ísrael. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 2004: Ísrael lætur lausa 436 arabíska fanga og 59 líbanska bardagamenn í skiptum fyrir einn ísraelskan borgara og jarðneskar leifar þriggja ísraelskra hermanna. 1996: Ísrael lætur lausa 65 líbanska fanga í skiptum fyrir lík tveggja hermanna sem handteknir voru í átökum í Líbanon. 1991: Ísrael lætur lausan 51 líbansk- an fanga í skiptum fyrir staðfestingu þess að einn af ísraleskum föngum í Líbanon sé látinn. 1985: Ísrael lætur lausa 1.150 arabíska fanga, sem langflestir voru Palestínumenn, í skiptum fyrir þrjá hermenn sem skæruliðar handtóku í Líbanon árið 1982. 1983: Ísrael lætur lausa 4.600 pal- estínska og líbanska fanga í skiptum fyrir sex ísraelska hermenn sem rænt var 4. september 1982. Flestir arabísku fanganna höfðu verið handteknir í innrás Ísraela í Líbanon árið 1982. FYRRI FANGASKIPTI RÍKJANNA FLUGMÁL Flugvél af gerðinni Dash-8 þurfti að snúa við á miðri leið á leið frá Akureyri til Græn- lands í fyrradag vegna minnk- andi olíuþrýstings í vélinni. Þá var slökkt á hreyflinum og snúið við. Vélin var á vegum Flug félags Íslands. Á einni viku hafa fjögur flug- atvik komið upp hjá íslenskum flugfélögum. Dekk sprakk á flug- vél frá Iceland Express síðasta mánudag. „Það var bilun í þjóna- búnaðinum og unnið er að því að skipta um hann,“ segir Þorkell Ágústsson, forstöðumaður rann- sóknarnefndar flugslysa. Flugvél frá Icelandair sem var á leið frá Reykjavík á fimmtu- daginn í síðustu viku þurfti að snúa við vegna þess að annar hreyfillinn bilaði. Ferjuvél lenti í hremmingum vegna hreyfil- vandamála þegar vélin var að koma til lendingar frá Reykjavík síðastliðinn laugardag og málið er nú í skoðun. „Ég á ekki von á því að ástæða þessara mörgu flugatvika sé eft- irlitsleysi. Yfirleitt er júlí mikill atvikamánuður vegna þess að þá er flogið meira,“ segir Þorkell. Um 80-100 tilvik koma á borð Rannsóknarnefndar flugslysa á ári en aðeins verða um 30-40 að rannsóknarefni. - vsp Á viku hafa fjögur flugatvik komið upp hjá íslenskum flugfélögum: Farþegavél þurfti að snúa við DASH-8 FLUGVÉL Flugvél Flugfélags Íslands þurfti að snúa við á miðri leið frá Akureyri til Grænlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.