Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 22
22 17. júlí 2008 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna U pp hæ ð (k r.) 93 1 77 2 90 7 89 2 10 29 2000 2002 2004 2006 2008 HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS Útgjöldin >Kílóverð á 17% Gouda osti frá árinu 2000 „Ég held að verstu kaup sem ég hef gert hafi verið þrekhjól. Ég keypti mér það fyrir um það bil tólf árum, þegar ég var að ljúka laganámi, en fann mig aldrei í að hjóla inni þótt ég væri að hlusta á fréttirnar,“ segir Gísli Tryggva- son, talsmaður neytenda. „Sem betur fer gat ég nýtt mér skilarétt sem var í boði og fékk endurgreitt. Fyrir pening- ana fór ég í ferð með Röskvu til Brussel og skemmti mér konunglega.“ Gísli segist eiga það til safna í ísskápinn. „Það er eins og maður sé að búa sig undir stríð, ég verð alltaf að eiga eitthvað af öllu.“ Hann segist þó vinna hörðum höndum að því að venja sig af söfnunaráráttunni. Bestu kaup Gísla voru reiðhjól. „Það var ekki verð hjólsins sem gerði það að góðum kaupum heldur nytsem- in,“ segir Gísli. „Þar sló ég marg- ar flugur í einu höggi. Ég nota það til þess að komast til vinnu og get hlustað á útvarpið og notið umhverfisins á meðan.“ Hann bætir því við að hjólið sé sérlega hagkvæmt, „auk þess sem hjólreiðar rækta bæði sál og líkama“. Gísli segist þó reyna að vera sparsamur. „Ég hef mikinn áhuga á garðyrkju en kaupi mér sjaldan garð- yrkjuföt, heldur nýti ég gamlar skyrtur til verksins.“ NEYTANDINN: GÍSLI TRYGGVASON, TALSMAÐUR NEYTENDA Hjólreiðar rækta líkama og sál ■ Kristín María Birg- isdóttir, meistaranemi í mannauðsstjórnun, notar hluti úr eldhús- skápunum. „Fyrir hundaeigendur mæli ég með því að nota rykmoppuklút þegar þurrkað er af vegna þess að hundahár koma sér alls staðar fyrir,“ segir Kristín María. „Svo standa þessi klassísku ráð alltaf fyrir sínu eins og að nota eggjaskera á sveppi.“ Kristín lumar á góðum ráðum fyrir húðina og mælir með hreinni jógúrt á sólbruna. „Eins er gott að bera ólívuolíu á þurra húð, hún verður alveg silkimjúk.“ Kristín bætir því við að gott sé að nota hunang á þurrar varir og að leggja kaldan þvottapoka á augun þegar þau verða þrútin. GÓÐ HÚSRÁÐ JÓGÚRT VIÐ SÓLBRUNA IKEA er ein fárra verslana sem hefur ekki hækkað verðið þrátt fyrir lækkandi gengi krónunnar. Í ágúst hefst ný vertíð hjá verslun- inni en þá eiga verðin eftir að hækka. Þórarinn Ævarsson, fram- kvæmdastjóri IKEA, segir að starfsár verslunarinnar hefjist í ágúst. „Gróflega áætlað erum við með um níu þúsund vörur í verslun- inni en í ágúst ár hvert eru þrjú þúsund þeirra teknar út og aðrar þrjú þúsund koma í staðinn.“ Þór- arinn segir þó að sígildar vörur verði seint látnar fjúka. „Sem dæmi má nefna Billy-bókaskáp- inn, hann er til á mörgum heimil- um og verður áreiðanlega seldur í mörg ár til viðbótar.“ Athygli hefur vakið að í IKEA hefur verð- ið ekki hækkað í vor og sumar eins og í langflestum öðrum versl- unum. „Við hefðum getað hækkað verðið en ákváðum að bíða með það fram á haustið eins og önnur ár,“ segir Þórarinn. Hækkunin verður misjöfn eftir vörutegund- um en sökum hækkandi olíuverðs hefur framleiðslukostnaður á til dæmis sófum hækkað. „Allt sem krefst olíu hækkar,“ segir Þórarinn, „sem dæmi má nefna þær vörur sem í er notaður svampur eins og dýnur og sófar.“ Þórarinn bætir því við að staða evrunnar gagn- vart krónunni sé einn stærsti útgjaldaliður verslunarinnar. „Við kaupum allar okkar vörur inn í evrum og eins og neytendur geta ímyndað sér þá hefur það verið þungur biti fyrir fyrirtækið.“ Engu að síður segir Þórarinn IKEA ekki ætla að láta aukinn kostnað skila sér að öllu leyti í verðhækkunum. „Við verðum að draga saman, við erum mjög vin- sæl verslun og metum viðskipta- vini okkar.“ Verðið í IKEA helst óbreytt fram til 15. ágúst. „Þá byrjum við að hækka verðin í einni deild í einu. Það á eftir að taka um það bil tvær vikur.“ Spurður um verðhækkun treyst ir Þórarinn sér ekki til þess að nefna prósentutölu en segir að henni verði stillt í hóf. „Billy bókaskápurinn sem kost- ar nú 9.950 á eftir að fara yfir tíu þúsund krónunar. Ég tek það þó fram að fyrir fimm árum síðan kostaði hann 9.900 krónur svo að ekki er um mikla hækkun að ræða þegar litið er til langs tíma.“ helgath@frettabladid.is Engar hækkan- ir til 15. ágúst ÞÓRARINN ÆVARSSON IKEA Ein fárra verslana sem ekki hafa hækkað verðið í vor og sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Litlir smurostar eru næstum því helmingi dýrari í Bakarameistaran- um heldur en í Björnsbakaríi. Smurostarnir í Bakarameistaran- um eru meira en tvöfalt dýrari en innkaupsverð þeirra frá Osta- og smjörsölunni. Heildsöluverð eins kassa af 36 smurostum er 1.002 krónur með virðisaukaskatti. Það gerir tæplega 28 krónur fyrir stykkið. Björns- bakarí selur ostana á 37 krónur stykkið á meðan Kornið og Sandholt selja þá á 40 krónur. Bakarameistaranum tekst hinsvegar að verðleggja þá á heilar 70 krónur stykkið. ■ Verðlag Smurostar Bakarameistarans tvöfalt dýrari ALPARNIR Íslensku CORDOBA 5 manna tjald, Kr. 25.995 6 manna tjald, Kr. 19.995 BAKPOKAR Miki› úrval af bakpokum frá Karrimor og Aztec Frábær ver›, frábær kaup... Stær›i r 42-48 Kr. 19.9 95 Stær›i r 36-43 Kr. 18.9 95 Stær›i r 36-48 Kr. 17.9 95 Frábær t ver› á göngu skóm GÖNGUBUXUR Ver› frá kr. 6.995 MIKI‹ ÚRVAL AF: - POTTASETTUM -PRÍMUSUM -D†NUM OG Ö‹RUM FYLGIHLUTUM Í FER‹ALAGI‹ Tjöldin a› klárast... Tilbo› kr. 3.995 kr. 4.995 BARNAPOKI 100 cm KRAKKAPOKI 130 cm Frá kr. 6.995 FULLOR‹INSPOKI Panther 60 - 70L Ver› frá 16.995 Fríhafnarverðið er litlu lægra Verðið á iPod-spilara hér á landi er í hærri kantinum ef borið er saman við aðra mp3-spilara á markaðnum. Af þessum sökum er umtalsverður hluti þessara afspilunartækja, sem þó eru flokkuð sem upptökutæki hjá tollinum, keyptur í fríhöfninni eða erlendis. Baldur J. Baldursson skrifaði okkur og lagði fram athyglisverðan verðsamanburð á iPodum á Íslandi og á Bretlandi. Í fríhafnarverslun Dixons kostar 80 gígabæta iPod 21.133 krónur en í Elkó í Flugstöð Leifs Eiríkssonar kostar sami iPod 31.999 krónur. Þetta vekur athygli fyrir þær sakir að í fríhöfninni eru engin gjöld lögð á tækin af hálfu ríksisins. Við þetta bætist að sami iPod í vefverslun Elkó í Reykjavík kostar 39.895 krónur, sem er rétt tæpum átta þúsund krónum meira en í fríhöfninni. Ólafur Ingi Ólafsson, verslunarstjóri Elko í Leifs- stöð, segir að verðið sé miðað við innkaupsverðið frá Apple á Íslandi. „Við höfum skoðað að fá aðra aðila til að selja okkur en fáum því miður ekki hagkvæmara verð,“ segir Ólafur og bendir á að stærð markaðsins hér á landi sé ekki mikil og að á Íslandi gildi líka „aðrar reglur um ábyrgð sem fylgir tækinu.“ Ábyrgðartíminn á Íslandi er tvö ár en að sögn Ólafs er hann eitt ár í Bretlandi. Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is HELGA ÞÓREY JÓNSDÓTTIR Staðgengill dr. Gunna sem er í fríi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.