Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 26
26 17. júlí 2008 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 UMRÆÐAN Höskuldur Þórhallsson skrifar um Rík- isútvarpið Í grein Þorgríms Gestssonar, formanns Hollvinasamtaka Ríkisútvarpsins, sem birtist í Fréttablaðinu sl. mánudag, fullyrðir greinarhöfundur að breytingin sem gerð var á rekstrarformi Ríkisútvarpsins í tíð síðustu ríkisstjórnar sé grundvöllurinn að þeim vanda sem nú blasir við útvarpinu. Á það hafi hollvinir RÚV bent á sínum tíma. Menn geta út af fyrir sig deilt um hvaða form sé best úr garði gert til að reka útvarpsstöðvar. Hitt er það að ef stjórnvöld tryggja ekki nægt fjármagn til rekstursins er stöðin dæmd til að sinna hlutverki sínu illa. Uppsagnir og niðurskurður fylgja óhjá- kvæmilega í kjölfarið og skiptir þá engu hvert rekstrarformið er. Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð staðið vörð um Ríkisútvarpið og gerir enn. Þannig var ætíð reynt að sjá til þess á meðan flokkurinn sat í ríkisstjórn að nægt fjármagn rynni til útvarpsins til að tryggja að það gæti sinnt hlutverki sínu. Það er á engan hátt hægt að ætlast til þess að flokkurinn hafi átt að sjá það fyrir að fögur fyrirheit sjálfstæðismanna um að styrkja RÚV yrðu svikin u.þ.b. ári eftir að ný ríkisstjórn var mynduð. Þá hefði nú mátt gera þá kröfu til Samfylkingarinnar sem barðist gegn hlutafélagavæðingunni fyrir rúmu ári síðan að hún hefði töggur í sér til að berjast gegn eyðileggingu útvarpsins. Hvernig sem á málið er litið felast svikin í því að núverandi ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Samfylkingar hefur snúið baki við öllum loforðum um að efla RÚV og að tryggja rekstrargrundvöll stöðvarinnar. Um Ríkisútvarpið þarf að standa áfram vörð. Tryggja þarf að hlutverki útvarpsins við að tengja saman byggðarlög um land allt og þannig sameina þjóðina verði við haldið um ókomna tíð. Sjálfstætt og óháð almanna Ríkisútvarp er ekki bara nauðsynlegt í menningarlegu og lýðræðislegu tilliti heldur einnig mikilvægt öryggistæki fyrir hinar dreifðu byggðir landsins. Um það veit ég að við Þorgrímur erum sammála. Höfundur er alþingismaður. Vandi RÚV og svikararnir HÖSKULDUR ÞÓRHALLSSON Uppsveiflur í efnahagslífinu geta verið skaðlegar að því leyti, að þær hneigjast til að byrgja mörgum sýn á brýnar umbætur til langs tíma. Þetta er skiljanlegt. Hví skyldu menn, þegar allt leikur í lyndi, leggja á sig erfiða og stundum vanþakk- láta baráttu fyrir efnahags- og skipulagsumbótum, sem engum sýnilegum árangri kunna að skila fyrr en að löngum tíma liðnum? Freistingin til að halda að sér höndum getur þá orðið æði sterk. Niðursveiflur eru einnig hættulegar af svipuðum sökum. Grunnar lægðir geta að vísu örvað umbótaviljann, en djúpum lægðum hættir til að beina athygli stjórnvalda frá brýnum lang- tímaumbótum að bráðabirgða- lausnum. Margföld reynsla víðs vegar að ber þessu vitni. Árin 1987-96 hafði hagkerfið hér heima hjakkað í sama hjólfari eða því sem næst í áratug, og við þær aðstæður virtist vera að skapast víðtækari og skarpari skilningur en áður á nauðsyn gagngerra umbóta. Þetta má ráða af vel heppnaðri atlögu að langvinnri verðbólgu að frumkvæði verk- lýðsleiðtoga og vinnuveitenda, fyrstu skrefunum í átt til einkavæðingar ríkisfyrirtækja og innreið Íslands á Evrópska efnahagssvæðið gegn harðri andstöðu mikils fjölda fólks, sem skoraði án árangurs á forseta Íslands að synja samþykkt Alþingis á EES-samningnum. Allir vegir færir eða hvað? Uppsveiflan eftir 1996 breytti landslaginu. Aðildin að EES leysti úr læðingi áður bælda krafta og hleypti nýjum kjarki og þrótti í atvinnurekstur Íslendinga heima og erlendis, einnig bankarekstur. Skyndilega virtust allar leiðir færar. Lánsfé flæddi inn í landið. Áhuginn á langdrægum umbótum dvínaði. Aðhaldið í hagstjórninni minnkaði, svo að verðbólgan mælist nú aftur í tveggjastafatölu, gengið fellur, og skuldir fólks og fyrirtækja fylgja verðbólgunni, en vinnulaunin ekki. Áhugi stjórnvalda á að nota einkavæðingu ríkisfyrirtækja og banka til að skjóta styrkum stoðum undir atvinnulífið fram í tímann, svo sem lagt var upp með, vék í sumum vel þekktum tilvikum fyrir ábyrgðarlausri sölu til einkavina á útsöluverði. Áhuginn á nánara samstarfi við ESB fjaraði út: margir menn, sem undir öðrum kringumstæðum hefðu trúlega komizt að þeirri niðurstöðu, að kostir aðildar vegi þyngra en gallarnir, börðu sér á brjóst og þóttust ekki þurfa á aðild að halda. Einn þeirra líkti evrunni við gjaldmiðla Norður-Kóreu og Kúbu. Hann er nú seðlabanka- stjóri. Kannski treystu þeir sér ekki til að berjast fyrir inngöngu í ESB, kannski nenntu þeir því ekki eða héldu, að þeir myndu sleppa fyrir horn. Nú skila þeir sér einn af öðrum með skottið milli lappanna. Miðtaflið er mikilvægt Nú ríður á að klúðra ekki miðtaflinu. Í fyrsta lagi sýnast engar forsendur til að taka upp evruna án aðildar að ESB. Hugmyndin um evru án ESB- aðildar er óraunhæf, enda hefur slík skipan hvergi komið til álita í þeim löndum, sem Íslendingar bera sig saman við. Ætlum við nú allt í einu að sækja hag- stjórnarhugmyndir til San Marínós og Svartfjallalands? Í annan stað er ekkert vit í að fleygja frá sér kostunum, sem fylgja ESB-aðild til langframa: meira aðhaldi, meiri samkeppni, lægra vöruverði, lægri vöxtum. Hugmyndin um evru án ESB- aðildar hljómar eins og örþrifa- ráð manna með tapað tafl: þeir stinga upp á óraunhæfum úrræðum til að halda áfram að tefja, trufla og spilla málinu. Sjálfstæðismenn hafa áður leikið þennan leik: þeir reyndu á sínum tíma að spilla fyrir aðildinni að EES með fráleitu tali um tvíhliða viðskiptasamn- inga. Í þriðja lagi er ekki ráðlegt að taka evruna upp of snemma. Upptaka evrunnar getur ekki skilað tilætluðum árangri nema gengi krónunnar sé rétt skráð í byrjun. Þjóðarbúið og gengið þurfa tíma til að ná jafnvægi eftir atgang síðustu ára. Nú þarf skýr skilaboð Ríkisstjórnin þarf að lýsa því yfir, að hún hyggist leggja drög að umsókn Íslands um aðild að ESB og taka upp evruna, þegar færi gefst. Slík yfirlýsing myndi efla traust Íslands út á við og róa fjármálamarkaði. Fálmkenndar fyrirspurnir stjórnvalda erlendis um upptöku evrunnar nú eða síðar án ESB-aðildar gætu haft þveröfug áhrif, þar eð þær myndu vísast vera taldar vitna um dugleysi, hik og hálfkák. Þegar færi gefst Í DAG | ÞORVALDUR GYLFASON Er evran tímabær? Grunnar lægðir geta að vísu örvað umbótaviljann, en djúp- um lægðum hættir til að beina athygli stjórnvalda frá brýnum langtímaumbótum að bráða- birgðalausnum. B rottför bandaríska varnarliðsins leiddi til þess að greiða þurfti úr álitaefnum um eignarrétt á margvíslegum eign- um sem það hafði kostað og í sumum tilvikum með styrk frá Mannvirkjasjóði Atlantshafsbandalagsins. Í gömlum og nýjum samningum má finna skýrar heimildir fyrir óskoruðum eignarrétti íslenska ríkisins þegar að því kæmi að varn- arliðið hyrfi á braut. Utanríkisráðuneytið hefur nýlega með vísan til nýrra varnar- málalaga auglýst opinberlega að stór hluti þessara eigna tilheyri Atlantshafsbandalaginu. Óneitanlega kemur það mörgum spánskt fyrir sjónir í ljósi þeirra samninga sem fyrir liggja. Í raun gæti þetta þó verið nær því að vera orðaleikfimi en raun- veruleg yfirfærsla á eignum til alþjóðastofnunar sem Ísland er aðili að. Við lestur varnarmálalaganna er þessi háttur á meðferð ríkiseigna sveipaður óljósri og óskýrðri skírskotun í þjóðréttar- skuldbindingar. Við fyrstu sýn virðist tilgangurinn vera sá að utan- ríkisráðuneytið fái sjálfkrafa arð af eignunum til þess að kosta varnarmálastarfsemina eða hluta hennar. Að því marki sem þessar eignir eru arðgefandi sýnist utanrík- isráðuneytið ekki þurfa að knýja dyra hjá fjárveitingavaldinu á hverju ári til þess að tryggja fjárveitingar til verkefnisins. Varn- armálunum er þannig gert hærra undir höfði en heilbrigðisþjónust- unni, félagsmálaþjónustunni, lögreglunni og skólunum. Það lýsir pólitísku gildismati. Hér er ekki um að ræða þjónustugjöld sem eðlilegt er að ríkis- stofnanir innheimti í ákveðnum tilvikum fyrir veitta þjónustu. Um er að ræða eignir sem eru í starfrækslu á vegum annarra ráðuneyta eins og til að mynda samgönguráðuneytisins. Ekki er því óeðlilegt að skiptar skoðanir komi upp innan stjórnkerfisins hvernig með skuli fara. Flugbrautirnar á Keflavíkurflugvelli hafa verið nýttar í gegnum tíðina jafnt í borgaralegum sem hernaðarlegum tilgangi. Í því sögu- lega ljósi geta bæði ráðuneyti varnarmála og samgöngumála gert tilkall til þeirra. Það er þó ekki kjarni málsins. Hann hlýtur að snú- ast um grundvallarreglur um meðferð ríkiseigna og hugsanlegra tekna af þeim. Ekki verður séð af opinberum gögnum að Ísland sé að þjóðarrétti skuldbundið til að fara með tekjur af þessum eignum eftir öðrum reglum en þeim almennu sem kveðið er á um í lögum um fjárreiður ríkisins. Við eigum eins og aðrar þjóðir að geta staðið við alþjóðleg- ar skuldbindingar án þess að ganga á svig við slíkar leikreglur. Athugasemdir um þetta efni lúta ekki að mikilvægi varnarstarf- seminnar. Þar á móti hefur ekki verið sýnt fram á að hún hafi þá pól- itísku sérstöðu umfram aðra þjónustu ríkisins að hún eigi að hafa betri aðstöðu til sjálfvirkrar fjáröflunar. Þetta er spurning um jafna stöðu þjónustusviða ríkisins. Eftir hefðbundnum leikreglum ættu tekjur af gömlu varnar- liðseignunum að renna í ríkissjóð. Fjárveitingavaldið tekur síðan ákvarðanir um hvernig þeim skuli varið. Ætlar utanríkisráðuneytið að standa undir afskriftarkostnaði þeirra eigna sem hér um ræðir? Eða á ef til vill að sækja hann í ríkissjóð þegar þar að kemur? Vitað er að hann verður ekki sóttur til Atlantshafsbandalagsins sem þó er skráður eigandi. Yfirsást mönnum jafnræðissjónarmið fjárreiðu- laganna þegar varnarmálalögin voru sett? Að öllu þessu virtu má ljóst vera að baksvið auglýsingarinnar um eignir Atlantshafsbandalagsins þarfnast nánari skýringa. Nató-eignir eða ríkiseignir? Skýringa er þörf ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Sem beygir sig undan vindi Eyþóri Arnalds, bæjarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins í Árborg, er tamt að tjá sig í ljóðum frá því hann var í poppinu. Á bloggsíðu sinni reifar Eyþór gjald- miðilsmálin og engu líkara en hann hafi haft grípandi laglínu eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson úr Todmobile í huga þegar hann hamraði þetta á lyklaborðið: Sveigjanleiki krónunnar er eins og hjá litlu birkitré sem beygir sig undan vindi. „Sterkur“ gjaldmiðill eins og evran er nú líkara gömlu eikartré. Með öðrum orðum sagt; Sveigjanleiki eða stöðugleiki. Verðbólgin augu Eyþór Arnalds er þó ekki fyrstur poppara til að gera gjaldmiðilsmál- in að yrkisefni. Í fyrra söng Björn Jörundur Friðbjörnsson til dæmis um krónuna í lagi Nýrrar danskrar, Verðbólgin augu: Íslenska krónan er talin í metrum og stundum/ Góðhjörtuð dama safnar sér sparimerkjum/ Of lítil og létt til að mælast í mílum og pundum/ Með verðbólgin augu og þjökuð af vaxtaverkjum. Dýrt kveðið, í orðsins fyllstu merkingu. Tíminn og við Framsýnastur poppskáldanna er þó líklega Stefán Hilmarsson, forsöngvari Sálarinnar hans Jóns míns, sem söng um núverandi efnahagsástand í lag- inu Tíminn og við árið 2005. Stefán er menntaður í stjórnmálafræði og var kannski með hugann við ESB í tíma hjá Baldri Þórhallssyni þegar hann orti: Tíminn er skammti afar skornum/ glasið fyllist fljótt af kornum. Hvernig væri að leggja niður greiningardeildir bankanna og hlusta bara á popparana? Þeir virðast vita hvað þeir syngja. bergsteinn@frettabladid.is BYLGJAN BER AF Samkvæmt könnun Capacent í aldurshópnum 18-54 ára á tímabilinu 1. janúar til 29. júní 2008. Hlutdeild - hlustun í mínútum á dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.