Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 34
● fréttablaðið ● austurland 17. JÚLÍ 2008 FIMMTUDAGUR2 Barðsneshlaupið fer fram í tólfta sinn um verslunar- mannahelgina í tengslum við Neistaflug í Neskaupstað. „Hlaupið er um það bil 27 kíló- metrar og farið verður um þrjá firði,“ segir Jóhann Tryggvason, meðlimur í undirbúningsnefnd Barðsneshlaupsins. „Þetta er gróf gönguleið, aðallega rollugötur og aðeins í skriðum en líka eftir gömlum sinutúnum og yfir ár og læki. Síðasti hlutinn er svo þjóð- vegurinn inn í bæinn.“ Þegar Jóhann er inntur eftir því hvort hlaupið sé fyrir alla eða bara vana hlaupamenn segir hann mun á því hvort fólk sé hlauparar eða skokkarar. „Allir sem skokka geta alveg farið þetta hlaup. Það er kannski munur á því hvort fólk ætlar að fara þetta undir tveim- ur tímum eða á þremur til fjórum eins og við skokkararnir gerum,“ segir hann og bætir við að Barðs- neshlaupið sé fínt fyrir alla. Hann segir að ákveðið hafi verið að bjóða líka upp á hálft hlaup því áhuginn á fjallahlaup- um sé svolítið fjölskyldubundinn en fólk í misjöfnu formi. „Þá er hlaupinn seinni hlutinn af leiðinni frá Barðsnesi, sem eru svona síð- ustu fjórtán kílómetrarnir af leið- inni. Hlauparinn í fjölskyldunni tekur heilt hlaup á meðan hinir taka hálft.“ Að sögn Jóhanns eru marg- ir sem hlaupa Barðsneshlaup- ið ár eftir ár. „Það er einn sem hefur tekið þátt í öllum hlaupun- um, Ingólfur Sveinsson, en hann er uppalinn á Barðsnesi. Ingólfur var ásamt nokkrum heimamönn- um forsprakkinn að því að setja Barðsneshlaupin í gang í upp- hafi.“ Sjálfur tók Jóhann þátt í fyrsta hlaupinu, en hefur ekki verið með eftir það þótt hann hafi öðru hverju hlaupið leiðina. „Það er æðislegt að hlaupa svona einn úti í náttúrunni. Þótt þrjátíu manns taki þátt í því dreifist hópurinn strax og þér finnst þú vera einn með sjálfum þér úti í náttúrunni. Það gerist ekki betra.“ - mmf Um rollugötur og sinutún Jóhann Tryggvason, meðlimur í undir- búningsnefnd Barðsneshlaups, hvetur alla til að taka þátt í því. Margir kjósa að fara Barðsneshlaupið ár eftir ár. MYND/KRISTINN PÉTURSSON Hlaupið er um gömul sinutún og yfir ár og læki í Barðsneshlaupinu sem fer fram um verslunarmannahelgina. MYND/KRISTINN PÉTURSSON Rúnar Júlíusson og Bjartmar Guðlaugsson munu halda tónleika ásamt stórhljómsveit í Mörkinni í Hallormsstaðaskógi næstkom- andi sunnudag. „Þetta verða fjölskyldutónleikar haldnir í tilefni af skógardegi,“ segir Rúnar, sem mun í fyrsta skiptið spila í skóginum á sunnudag- inn. „Það er lofað góðu veðri svo þetta lítur allt saman vel út. Við förum í gegnum okkar helstu lög og munum spila í þrjá til fjóra tíma.“ Stórtónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 14 en DJ Kiddi í Vídeóflugunni hitar upp fyrir rokkið og byrjar að spila um klukk- an 13. Skemmtunin er ætluð allri fjölskyldunni og kostar 1.500 krónur inn á svæðið en frítt er fyrir börn yngri en 13 ára. Hallormsstaðaskógur er rómaður fyrir fegurð og grænt lands- lag. Hann er stærsti skógur landsins og liggur við sunnanvert Lagarfljótið í Fljótsdalshéraði. Mörkin er afmarkað svæði inni í skóginum en þar var gróðrarstöð komið á fót árið 1903. Í Mörk- inni er að finna yfir 80 trjátegundir víðs vegar að úr heiminum og gaman er að ganga um trjáþyrpinguna og skoða merkingar um aldur og uppruna. - mþþ Rokktónleikar í Hallormsstaðaskógi Álfaborgarséns, fjölskylduhátíð á Borgarfirði eystra, verður að venju haldin um verslunarmannahelgina. Dagskráin hefst með hagyrðingamóti í félagsheimilinu Fjarð- arborg föstudaginn 1. ágúst. Þar munu landsþekktir hagyrðing- ar, með heimamanninn Andrés Björnsson fremstan í flokki, láta gamminn geisa. Ýmissa grasa kennir á laugardaginn en þá verður meðal ann- ars boðið upp á ævintýraferð, knattspyrnumót og útimarkað. Hljómsveitin Túpílakkarnir mun stíga á svið um kvöldið og loks mun Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar leika fyrir dansi. Sunnudagurinn er helgaður Loðmundarfirði og Víkum en þar verður farið í jeppaferð undir leiðsögn heimamanna. Um kvöld- ið er síðan sameiginlegt grill og lýkur dagskránni við varðeld og fjöldasöng. Álfaborgarséns er fjölskylduhátíð þar sem hægt er að njóta þess að vera á rólegum stað í fallegu umhverfi. Í gegnum tíðina hefur myndast heimilisleg stemning þar sem gestir geta í bland við heimamenn átt góðar stundir. Upplýsingar um gistingu, þjónustu og dagskrá hátíðarinnar er hægt að nálgast á vefsíðunni www.borgarfjordureystri.is eða í síma 861 3677. - hs Fjölskylduhátíð í fallegu umhverfi Rúnar ásamt Bjartmari og hljómsveit munu halda fjölskyldutónleika í Mörk- inni á sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Álfaborgarséns er kjörin skemmtun fyrir fjölskyldufólk. MYND/HELGI ARNGRÍMSSON Undir lok síðasta mánaðar var opnað á Borgarfirði eystri ævin- týraland Kjarvalsstofu. Þar geta börn á öllum aldri hlýtt á og upp- lifað sögur og ævintýri frá Borg- arfirði og Noregi. Sýningin er unnin í samstarfi við norska aðila í Vesteralen og er hún sett upp í gamla pósthús- inu á Borgarfirði. Hún hefur hlot- ið góðar viðtökur og er tilvalinn áningarstaður fyrir fjölskyldur á leið um landið. Á sýningunni er hægt að heimsækja kastala, ævin- týraskóg og ævintýrahaf og hægt er að hlusta á sögur tengdar því umhverfi. Sýningin er opin frá klukkan 13 til 17 alla daga í sumar og er að- gangseyrir 400 krónur fyrir fjög- urra ára og eldri. - hs Ævintýraheimur í austri Í ævintýralandi Kjarvalsstofu er meðal annars hægt að skoða kastala í ævintýraskógi. MYND/HAFÞÓR S. HELGASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.