Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 58
38 17. júlí 2008 FIMMTUDAGUR maturogvin@frettabladid.is > VISSIR ÞÚ … að ferskt fennel líkist helst stórri sellerírót en hefur sætt anísbragð? Fennel er kjörið til að bæta út í salat og passar vel með fisk- og kjúklingaréttum. Anísbragð- ið verður mildara þegar fennelið er eldað og það er kjörið sem meðlæti eða út í súpur, en hægt er að nota bæði stilkana og rótina sjálfa. Að baka epli er bæði einfalt, fljót- legt og ekki síður góð leið til að nýta epli sem eru um það bil að skemmast. Uppskriftin gefur hugmynd að því sem hægt er að nota í fyllinguna, en það er um að gera að nota þá þurrkuðu ávexti, fræ og hnetur sem eru til í eldhús- skápnum. Bökuð epli Flestum þykir leiðinlegt að henda mat sem ýmist hefur verið keypt- ur dýrum dómum eða mikið lagt í að útbúa. Það kemur líka fyrir að matvörur sem mörgum þykir nauðsynlegt að eiga í ísskápnum eru komnar á síðasta söludag áður en þær hafa verið notaðar og þá er fátt annað í stöðunni en að henda ósnertum pakkningum. Til að koma í veg fyrir að pen- ingum sé fleygt beint í ruslið er um að gera að útbúa máltíð úr því sem er til í ísskápnum nokkrum sinnum í viku. Þá getur verið gott að eiga tortillakökur, því með örlitlum ostbita má setja nánast hvað sem er inn í þær til að útbúa dýrindis quesadillas. Hér má sjá hugmynd að quesad- illas til að nýta afganga eða hrá- efni sem oft leynist í ísskápnum. Quesadillas: Kjöt- hrísgrjóna- eða kartöfluaf- gangar Maísbaunir eða aðrar niðursoðn- ar baunir Salsa- eða tómatsósa Ostur að eigin vali salt og pipar eftir smekk Aðferð: Tortillakakan sett á viðloðunar- fría pönnu, afgöngunum raðað jafnt yfir ásamt sósunni og ostin- um, kryddað með salti og pipar eftir smekk. Önnur tortillakaka sett ofan á og látið hitna á miðl- ungs hita um þrjár mínútur, eða þar til neðri kakan er byrjuð að brúnast. Þá er kökunum snúið og teknar af hitanum þegar ost- urinn er orðinn vel bráðinn. Skorið í fjóra helminga og borið fram með því salati sem til er, sýrðum rjóma eða aukasósu til að dýfa í. Afgangarnir nýttir EFTIRMATUR EÐA SNARL Bökuð epli eru tilvalin sem eftirréttur með vanilluís eða orkuríkt miðdegis- snarl með AB-mjólk. QUESADILLAS ÚR AFGÖNGUM Það getur verið gott að eiga tortillakökur til að nýta afganga og sósur sem til eru í ísskápnum. Hvaða matar gætirðu síst verið án? Þótt ég borði hana ekki oft gæti ég aldrei verið án peking- andarinnar. Hún verður að vera rétt matreidd, með réttu sósunni og öllu tilheyrandi. Á sumrin er svo grillmaturinn ómissandi, ekki síst grillaður fiskur. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Ég hef sjaldan fengið eins góðar nautalundir og með leik- hópnum mínum þegar við fórum í þáttinn til Jóa Fel um árið. Hann eldaði þær á einhvern spes hátt. Annars eru allar peking-endurnar í gegnum árin mjög eftirminnilegar. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Þorramatur er mér alveg óskiljanlegur. Ég hef starfað sem veislustjóri í rúmlega tvö ár og tók eftir því hvað þorrablót- um hefur fækkað. Leyndarmál úr eldhússkápnum: Season-all án MSG kemur sterkt inn, annars virkar pipar og hvítlauksduft alltaf vel. Svo er rjóma- og piparostur voða- lega góður á föstudagspitsurnar sem konan mín bakar. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Heimabökuðu föstudagspitsuna og svo er nammiskápurinn svolítið hættulegur. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Spægipylsu, hnetu- og karamellujógúrt, djús og mjólk. Ég er voðalega mikið fyrir að prófa alls konar nýjar tegundir af berja- og ávaxtadjús. Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Það hljómar kannski furðulega en ég gæti lifað á sojapylsum. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Froskalappir þegar ég var tíu eða ellefu ára á ferðalagi erlendis með foreldrum mínum. Annars hef ég smakkað strút og dúfu. MATGÆÐINGURINN BJÖRGVIN FRANZ GÍSLASON LEIKARI Peking-öndin stendur upp úr Bökuð epli 4 matarepli 2 msk. hlynsýróp eða púðursykur 100 g rúsínur, hnetur og graskersfræ Smjörklípa Hrein jógúrt, AB-mjólk eða vanilluís Aðferð Stillið ofninn á 180°C. Skolið og kjarnhreinsið eplin, fyllið kjarnann af rúsínum, hnetum og grask- ersfræjum og hellið hlynsýrópinu yfir. Setjið eplin í eldfast mót, setjið örlitla smjörklípu ofan á hvert epli. Lokið mótinu og látið eplin bakast í ofninum í 30 mínútur. Borið fram með hreinni jógúrt, AB-mjólk eða vanilluís. Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóluleikari, leikur af fingrum fram bæði í bakstri og matargerð. Hún býður upp á uppskrift að súkkulaðiköku fyrir „ofnæmisgemlinga“. Þórunn Ósk Marinósdóttir hefur þurft að spila matargerðina dálítið eftir eyranu síðustu ár, eða frá því að hún eignaðist yngri börnin sín tvö. „Miðstrák- urinn minn, sem er að verða þriggja ára, er með ofnæmi fyrir ýmsu fæði og nú er sá litli, sem er níu mánaða, líka byrjaður að safna ýmislegu ofnæmi,“ segir Þórunn kímin. „Frá því að þeir greindust hef ég verið að fikra mig áfram, til dæmis bara í eggjaofnæmisuppskriftum. Maður þarf að prófa sig áfram með hvað er best að nota í staðinn fyrir þetta hefðbundna,“ segir Þórunn. Í uppskriftinni að súkkulaðikökunni notar hún til dæmis hafrarjóma í stað súrmjólkur. „Ég hef prófað bæði hafrarjóma og sojarjóma og það er eins og hafrarjóminn henti betur í baksturinn,“ útskýrir Þórunn, sem bindur oftast á sig bakarasvuntuna ásamt dóttur sinni, Örnu Marín. „Við höfum gaman af því að baka saman, mæðgurnar,“ segir Þórunn, sem þar að auki snarar fram ofnæmisvænum kökum fyrir öll afmæli. „Ég hef haldið afmæli þar sem gestir finna engan mun á kökunum. Það er líka oft einfaldara að aðlaga bakstursuppskriftir en maður heldur. Bæði er hægt að nota eggjalíki í staðinn fyrir egg og eins apríkósumauk. Svo passar maður bara að bæta aðeins meira af olíu eða vökva í deigið í staðinn fyrir eggin,“ útskýrir hún. Auk þess að prófa sig áfram í bakstrinum segist Þórunn sárasjaldan fylgja uppskriftum í matargerð. „Ég held að ég fylgi bara uppskriftum á jólum og áramótum,“ segir Þórunn og hlær við. „Við borðum mjög mikið af kjúklingi á þessu heimili, en í hvert skipti sem hann er eldaður er bara farið eftir því hvað er til í grænmetisskúffunni og kryddað eftir hugdettum. Hann er aldrei eins. Ég mæli líka með því að nota vængi og læri í þessu harðæri, það er miklu ódýrara en bringurnar og rosalega gott,“ bendir hún á. Þórunn hyggst verja sumrinu í að njóta veður- blíðu, en eftir viku leggur hún leið sína í Reykholt þar sem hún spilar á Reykholtshátíð, bæði sem hluti af kvintett og strengjatríói. „Þetta verður eitthvað bland í poka eins og venjulega í Reykholti. Það eru margir tónleikar og margt mismunandi í boði,“ segir Þórunn. Frekari upplýsingar um hátíðina má nálgast á reykholtshatid.is, en hún stendur frá 23. til 27. Júlí. sunna@frettabladid.is Leikur af fingrum fram Súkkulaðikaka: 4 bollar hveiti 2 bollar sykur 1 bolli brætt smjörlíki 2 tsk. natron 6 tsk. kakó 1 tsk. salt 2 bollar hafrarjómi 2 tsk. vanilludropar Krem: 150 g smjörlíki, brotið niður í skálina. 150 g flórsykur Kakó eftir smekk Aðferð: Kakan: Hrærið vel saman smjörlíki og sykri, bætið þurr- efnunum út í ásamt vanilludropum og hafrarjóma og hrærið vel. Setjið í vel smurt form og bakið við 175 gráður í 50 mínútur. Krem: Hrærið saman þar til ljóst og létt. Smyrjið ofan á. BAKARAMÆÐGUR Mægðunum Þórunni Ósk og Örnu Marín finnst skemmtilegt að baka saman. Þórunn gefur hér uppskrift að súkkulaðiköku fyrir „ofnæmisgemlinga“. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Gellur teljast varla til vinsæl- ustu matvæla hér á landi þessa dagana. Þær geta hins vegar verið afar gómsætar, eins og Gunnar Örn Jónsson, yfirmatreiðslumaður á veitinga- staðnum Við Tjörnina, veit vænt- anlega manna best. Þar hafa kryddlegnar gellur verið fastur liður á matseðlinum í 21 ár. „Um daginn kom hingað Finni sem hafði borðað gellurnar hjá okkur fyrir fimmtán árum og fannst það bara besti matur sem hann hafði smakkað. Hann pant- aði þær aftur og þær voru alveg eins. Hann var nánast klökkur af gleði þegar ég talaði við hann,“ segir Gunnar og hlær við. Hann segist þó vita til þess að fólk fælist gellurnar til að byrja með. „Mörgum líst ekkert á þetta og hugsa bara um slepjulegar gellur á fati,“ segir hann kíminn. Gunnar gefur lesendum hér uppskrift að kryddlegi þeim sem notaður er á Við Tjörnina. „Við snyrtum gellurnar til og leggjum þær svo í löginn. Hann sam- anstendur af ólífuolíu, nóg af hvítlauk, papriku, karríi og estragoni. Á öðrum degi í krydd- legi eru gellurnar orðnar fínar, en þær geta verið í honum í tíu daga, og sumir vilja þær enn eldri,“ útskýrir hann. „Þegar þær eru eldaðar eru þær teknar úr leginum og þerraðar, og svo velt upp úr eggjahræru úr eggi, estragoni, hvítlauk og smá pipar, og smjörsteiktar. Svo flamber- um við þær með koníaki og gerum sósuna á pönnunni. Það er fiskisoð, hvítvín, rjómi, hvít- laukur og estragon og salt og pipar,“ útskýrir Gunnar. Þeir sem vilja spreyta sig heima við geta því hér með gert það. Annars má, að vanda, nálg- ast góðgætið á Við Tjörnina. Gómsætar kryddlegnar gellur ÓMISSANDI GELLUR Gunnar Örn Jóns- son segir gellurnar ómissandi á matseðli Við Tjörnina, enda hafa þær prýtt hann í rúma tvo áratugi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.