Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 64
44 17. júlí 2008 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTI Bikarmeistarar FH mæta Grevenmacher frá Lúx- emborg í UEFA-bikarnum á Kaplakrikavelli kl. 19.15 í kvöld. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, er reyndar ekki að fara mæta Grevenmacher í fyrsta skiptið og á von á hörkuleik. „Ég spilaði gegn þessu liði með KR árið 1995 og þá voru þeir öfl- ugir og við vorum heppnir að tapa fyrri leiknum á útivelli aðeins 3-2 þar sem þeir voru mun betri. Við kláruðum svo seinni leikinn á heimavelli 2-0 og kom- umst áfram. Ég geri nú ráð fyrir að Grevenmacher sé með enn sterkara lið í dag og þeir eru með leikmenn alls staðar að úr Evr- ópu, frá Frakklandi, Hollandi og Þýska- landi,“ sagði Heim- ir sem telur að FH-liðið þurfi að eiga tvo mjög góða leiki til þess að komast áfram í næstu umferð UEFA-bikarsins. „Það er mikil- vægt fyrir okkur að skora í heimaleiknum en að sama skapi getur verið dýrt að fá á sig mark og við verðum því líka að vera skyn- samir varnarlega. Þetta snýst einfaldlega um að ná að spila tvo góða leiki gegn þeim,“ sagði Heimir sem telur að tímasetn- ingin á leiknum sé góð fyrir FH þar sem Hafnarfjarðarliðið er búið að tapa þremur leikjum í röð, einum í VISA-bikarnum og tveimur í Landsbankadeild. „Þetta er kærkominn leikur fyrir okkur að fá á þessum tíma- punkti til þess að hvíla okkur aðeins á deildinni hér heima. Við þurfum því að nota þennan leik til þess að snúa við blaðinu og ætlum okkur svo sannarlega að gera það. Til þess að það takist þurfa menn hins vegar að standa saman, berjast og spila sem eitt lið,“ sagði Heimir að lokum. - óþ FH mætir Grevenmacher í UEFA-bikarnum í kvöld: Kærkominn leikur VONGÓÐUR Heimir vonast til að FH snúi við blaðinu í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Í kjölfar fréttar Frétta- blaðsins í gær um málefni Prince Rajcomars og Vals þar sem formaður knattspyrnudeildar Vals, Börkur Edvardsson, sagði Val ekki hafa treyst sér í „launa- pakkann“ barst eftirfarandi yfirlýsing frá Blikum. „Knattspyrnudeild Breiðabliks vill koma eftirfarandi á framfæri í tengslum við svar formanns knattspyrnudeildar Vals […] Í fyrsta lagi er það ekki rétt að spurst hafi verið óformlega fyrir um Prince Rajcomar. Þann 8. júlí bar Valur upp formlega fyrirspurn um lán eða leigu á leikmanninum. Í öðru lagi vita Valsmenn ekki hvað leikmaðurinn er með í laun nema þeir hafi haft samband við hann sjálfan í heimildarleysi og fengið það uppgefið sem er alvarlegt brot á reglugerðum KSÍ. Í þriðja lagi er það því ekki rétt að ástæðan fyrir því að ekkert varð úr félagsskiptum sé sú að Valsmenn hafi ekki „treyst sér í launapakkann“. Ástæðan er sú að Breiðablik hafnaði beiðni Vals um viðræður um leikmanninn. Það má bæta því við að það þætti saga til næsta bæjar ef Valur treysti sér ekki til að semja við leikmann vegna launakostn- aðar. Að framansögðu er ljóst að rangt var skýrt frá málsatvikum af hálfu formanns knattspyrnudeild- ar Vals. Með kveðju, Svavar Jósefs- son, fram- kvæmdastjóri knattspyrnudeild- ar Breiðabliks“. Knattspyrnudeild Breiðabliks: Segir Börk fara með rangt mál BÖRKUR EDVARDS- SON Sakaður um segja ekki satt og rétt frá af Blikum. FRÉTTABLAÐIÐ/ TEITUR *Flug aðra leiðina með sköttum. Verð gildir frá 15. ágúst 2008. Í Shaftesbury Theatre er sæti fyrir þig. Ítalskur meistara- kokkur við Duke Street hefur lagt á borð fyrir þig. Það er beðið eftir þér í Notting Hill. Safnaðu Vildarpunktum Punktarnir upp í Ferðaávísun gildir Komdu til London, í helgarferð eða í sumarleyfi. Lífvörður drottningar hefur æft vaktaskipti síðan á 19. öld og menn skilja ekkert í hvers vegna þú skulir ekki hafa látið sjá þig ennþá. M A D R ID B A R C E LO N A PARÍS LONDO N MANCHESTER GLASGOW MÍLANÓ AMSTERDAM MÜNCHEN FRANKFURT BERLÍN KAUPMANNAHÖFN BERGEN GAUTABORG OSLÓ STOKKHÓLMUR HELSINKI HA LI FA X BO ST ON OR LAN DO MINN EAPOL IS – ST. P AUL TOR ONT O NE W YO RK REYKJAVÍK AKUREYRI Hrefna Huld Jóhannesdóttir skoraði mark sitt númer 223 fyrir KR gegn Keflavík á þriðju- dag. Það gerir hana að næstmarkahæstu KR-konu frá upphafi, með einu marki meira en þjálfari liðsins Helena Ólafsdóttir. Hrefna hefur skorað mörkin í 219 leikjum en Helena skoraði 222 mörk í 273 leikjum. Olga Færseth, sem enn spilar með liðinu, er langmarkahæst með 313 mörk í 241 leik. „Ég þarf að spila ansi lengi til að ná Olgu. Hún er enn að og ætlar að setja nokkur í við- bót í sumar,“ sagði Hrefna við Fréttablaðið í gær. Hún segir að Helena hafi verið ósátt í leikslok. „Helena var frekar fúl og svekkt. Ég er ekki viss um að ég verði miklu meira með í sumar. Ég skil reyndar ekkert af hverju hún lét mig spila. Ég held að áætlunin hafi verið að láta taka mig út af í hálfleik en ég eyðilagði það með því að skora í fyrri hálfleik,“ gantaðist Hrefna. Hún hefur nú skorað níu mörk í sumar í tíu leikjum, sem henni finnst raunar ekkert sérstaklega mikið. „Ég hef ekki skorað neitt rosalega, en það skiptir kannski ekki öllu máli ef við vinnum eikina,“ sagði markaskorarinn mikli. Helena sjálf gant- aðist við bæði Hrefnu og blaðamann að hún hefði átt að setja framherjann á bekkinn til að missa ekki metið. „En svona er maður góðhjartaður. Það var ekkert annað í dæm- inu en að láta hana spila, hún hefur skorað svo mikið, stelpan,“ sagði Helena sem fór reyndar fram á þrennu frá Hrefnu ef hún ætlaði að bæta metið. „Það tókst reyndar ekki,“ sagði Hel- ena kímin en hún var að sjálfsögðu ánægð fyrir hönd leikmanns- ins. „Þetta er meiriháttar og hún á enn nóg eftir. Það bætist bara alltaf í safnið. Hrefna er með gott markanef, hún er alltaf á réttum stað. Það er óvanalegt að hún klúðri dauðafær- um,“ sagði Helena. HREFNA HULD JÓHANNESDÓTTIR: ORÐIN NÆSTMARKAHÆST HJÁ KR MEÐ 223 MÖRK Í 219 LEIKJUM Skil ekkert af hverju Helena lét mig spila FÓTBOLTI Sinisa Valdimar Kekic ákvað í gær að skrifa undir samning við HK út yfirstandandi keppnistímabil í Landsbanka- deildinni, en hann kemur til liðsins frá Víkingi Reykjavík. Hinn 38 ára gamli Kekic lék aðeins þrjá leiki með Víkingum í 1. deildinni í sumar áður en upp úr sauð á milli hans og þjálfara og stjórnar félagsins. Kekic var í framhaldinu settur út úr leik- mannahópnum og beðinn að finna sér nýtt félag, utan 1. deildar. Kekic býr yfir gríðarlegri reynslu úr efstu deild þar sem hann hefur leikið 158 leiki og skorað 42 mörk. - óþ HK fær nýjan leikmann: Sinisa Kekic á ný í efstu deild HANDBOLTI Strákarnir í hand- boltalandsliðinu æfa stíft um þess- ar mundir, eins og raunar allir íþróttamenn sem eru á leiðinni á Ólympíuleikana. Á morgun og laugardag verða leiknir tveir æfingaleikir gegn sterku liði Spán- verja. Liðið fer svo á æfingamót í Frakklandi áður en það heldur til Peking þann 3. ágúst. Ólafur Stefánsson fyrirliði segir að álagið hafi verið passlegt. „Guð- mundur hefur verið að koma mér aðeins á óvart. Þetta er búið að vera gaman, þetta eru ekki bara einhver hlaup heldur höfum við fengið að leika okkur líka. Leikirn- ir eru þannig að við erum að reyna mikið á okkur, við megum kannski ekki missa okkar mann frá okkur til að tapa ekki. Þetta er eins og að vera á hálfgerðu leikjanámskeiði hjá Guðmundi Guðmundssyni,“ sagði Ólafur og brosti. Þegar æfingin hófst mátti raun- ar sjá leikmenn skjóta á körfu þar sem markmaðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson fór mikinn, sumir léku sér með fótbolta og Snorri Steinn Guðjónsson og nokkrir aðrir gerðu heiðarlegar tilraunir til að sparka bolta í afturendann á Ásgeiri Erni Hallgrímssyni sem líklega tapaði í einum leiknum. Sá árangur var misjafn. „Fyrstu tvær til þrjár vikurnar í venjulegum undirbúningi þekkir maður. Þær eru hálfgert leikja- námskeið með fullri alvöru þó. Svo koma grá svæði þegar við förum að stilla saman strengina. Þá tökum við kerfi og menn þurfa að sýna félagslegan styrk í að við- urkenna mistök, geta leyst vanda- mál við þriðja mann og talað saman. Það verður gaman að sjá hvernig það kemur út,“ sagði Ólaf- ur djúpur. Þjálfarinn sjálfur viðurkennir að æfingarnar séu fjölbreyttar og skemmtilegar, ekki síst til að halda móralnum góðum í ströngum undir- búningi. „Að einhverju leyti, við gerum það með. En æfingarnar hafa verið strangar, við æfðum til dæmis tíu sinnum í síðustu viku. Við höfum tekið vel á því. Við höfum líklega æft eins og eðlilegt er að gera kröfu til, þetta verður erfiður pakki úti í Peking,“ sagði Guðmundur. Hann segir að það sé mikill línu- dans fólginn í því að finna hversu mikið álag á að vera á leikmönnun- um. „Við erum að spila æfingaleiki núna um helgina, höfum æft mikið og viljum halda ákveðnu tempói. Það er rosalega fín lína í því að finna hversu mikið álagið er. Það er nauðsynlegt að tala við leikmenn- ina og finna hvernig þeim líður líka,“ sagði þjálfarinn. - hþh Það er góður andi sem fyrr í stífum undirbúningi handboltalandsliðsins fyrir Ólympíuleikana: Á alvörugefnu leikjanámskeiði hjá Guðmundi Guðmundssyni ÓLAFUR OG GUÐMUNDUR Fyrirliðinn segir þjálfarann hafa komið sér á óvart með skemmtilegum uppátækjum og hrósar honum í hástert fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN >Ekki tapað deildarleik í tæp tvö ár Valsstúlkur héldu uppteknum hætti í Landsbankadeild kvenna í fyrrakvöld þegar þær unnu Þór/KA á Akureyri 1-3 og eru því sem fyrr með fullt hús stiga eftir tíu umferðir. Þetta var nítjándi sigurleikur liðsins í röð í deildarkeppni en síðasti tapleikur Vals- stúlkna í deildarkeppni var fyrir tæpum tveimur árum síðan eða 1. ágúst árið 2006 þegar Blikastúlkur lögðu þær að velli 2-1. sport@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.