Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 16
16 18. júlí 2008 FÖSTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Sjávarútvegur og byggðamál krónum lagið Frá Fyll'ann takk! Á Tónlist.is getur þú nálgast yfir 50.000 lög og fyllt spilarann þinn af topptónlist. Allt efni á Tónlist.is er ólæst (DRM laust) og kostar frá 79 krónum lagið. Þannig getur þú fært tónlistina hindrunarlaust á milli tölvunnar, spilarans og farsímans. Vertu tilbúinn í sumarfríið! Evran er sameiginlegur gjaldmiðill 15 af 27 ríkjum Evrópusambandsins. Hún var fyrst tekin í notkun í bankaviðskiptum árið 1999 en seðlar og myntir komu í umferð í ársbyrjun 2002. Er hún af mörgum talin einn af stóru sigrum Evrópusinna og er talið að um 320 milljónir íbúa Evrópusambands- landanna noti evrur daglega í viðskiptum sínum. Hvaða ríki nota evrur sem sinn gjaldmiðil? Árið 1999 tóku ellefu ríki upp evru sem sameiginlegan gjaldmiðil í banka- viðskiptum. Það voru Belgía, Þýskaland, Írland, Spánn, Frakkland, Ítalía, Lúxemborg, Holland, Austurríki, Portúgal og Finnland. Grikkland bættist í hópinn árið 2001 og 1. janúar 2002 voru evruseðlar og myntir voru teknar í notkun í aðildarlöndunum. Árið 2007 bættist Slóvenía í hóp evrulandanna og fyrr á þessu ári bættust Kýpur og Malta í hópinn. Þá vinna níu aðildar- lönd Evrópusambandsins að upptöku evrunnar. Þau eru Búlgaría, Eistland, Lettland, Litháen, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Tékkland og Ungverjaland. Þau eru meðal nýrri aðildarlanda sambandsins og uppfylla enn sem komið er ekki skilyrði fyrir upptöku. Sérstök undanþága var veitt Bretlandi og Danmörku sem eru hluti af Evrópusambandinu og innri markaði þess en notast ekki við evrur. Þá var upptöku evru hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu í Svíþjóð árið 2003 og var landinu veitt undanþága til þátttöku í myntbandalaginu án upptöku evru. Smáríkin San Marínó, Mónakó og Vatikanið hafa tekið upp evru á grundvelli myntbandalaga við Evrópusambandslöndin. Evran er einnig mikið notuð af öðrum ríkjum eins og nágrannaríkjum evrulandanna og fyrrum nýlendum þeirra. Hvað er Efnahags- og myntbandalag Evrópu? Öll ríki Evrópusambandsins eru þátttakendur í Efnhags- og myntbandalagi Evrópu (European Monetary Union, EMU). Því mætti lýsa sem dýpri efna- hagslegum samruna ríkjanna en innri markaðnum sem myntbandalagið er þó byggt á. Þess má geta að Ísland er hluti af innri markaðnum með aðild sinni að EES en ekki hluti af EMU. Upphaf EMU má rekja til fundar leiðtogaráðs Evrópusambands- ins í Madríd í júní 1989 þar sem þeir komu sér saman um þriggja skrefa áætlun um samræmingu á efnahags- og peningamálastefnu aðildarríkj- anna. Lokaskref áætlunarinnar var upptaka evrunnar en samkomulagið varð síðar hluti af Maastricht-sáttmála ESB sem tók gildi árið 1993. Efnahags- og myntbandalag Evrópu er næststærsta gjaldmiðilssvæði í heimi á eftir Bandaríkjadal. Hvað gerir Seðlabanki Evrópu Seðlabanki Evrópu hefur aðsetur í Frankfurt í Þýskalandi en bankinn fer með yfirstjórn peningamála á evrusvæðinu og ákveður vaxtastig evrunn- ar. Helsta verkefni bankans er að halda verðbólgu í skefjum en frá upphafi evrunnar hafa helstu markmið um stöðugleika, lága vexti og hóflega verð- bólgu að mestu staðist. Af hverju evra? Þrýstingur á aukinn pólitískan- og efnahagslegan samruna Evrópusambands- landanna knúði á um upptöku evrunnar. Þá vonuðust ríkin til að efla hagvöxt sinn með auknum fjárfestingum milli landanna með sameigin- legum gjaldmiðli. Evran var því talin efnahagslega og pólitískt skynsamleg aðgerð. Aukinn verðstöðugleiki, gegnsæi í verðlagi, aukin samkeppni, minni gengissveiflur og minni viðskiptakostnaður var meðal þess sem horft var til þegar vegnir voru kostir sameiginlegrar myntar. Að auki veitir sameiginlegur gjaldmiðill Evrópusambandinu meiri vikt í alþjóðamálum. Heimild: Vefir Framkvæmdastjórnar Evrópusambandins og Fastanefndar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fyrir Ísland og Noreg. FBL-GREINING: EVRAN, SAMEIGINLEG MYNT EVRÓPURÍKJA Lokaskref í löngu ferli Framsal veiðiheimilda hefur haft víðtæk áhrif á byggðaþróun í landinu, að mati Haraldar Líndals Haraldssonar, hagfræð- ings hjá Nýsi. Hann vann skýrslu um tengsl stjórnar fiskveiða og byggðaþróun- ar á landinu fyrir Byggða- stofnun árið 2001, líkt og greint var frá í Fréttablað- inu í gær. Skiptar skoðanir eru á meðal hagfræðinga og benda sumir á að um- fang landvinnslu sé aðal- skýringin. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylk- ingar er kveðið á um samskon- ar úttekt og Haraldur vann. Einar K. Guðfinnsson, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, segir að á næstu vikum verði skipuð nefnd til að vinna úttekt- ina. Í úttekt Haralds er ótvírætt kveðið upp úr með að stjórn- kerfi fiskveiða hafi haft áhrif á byggðaþróun. Í skýrslu Haralds kemur fram að á árunum 1982 til 1993 fjölgaði fólki á landsbyggðinni um 387. Frá árinu 1994 til 1999 hafi því hins vegar fækkað um 3.990. Þetta rekur Haraldur til frjáls framsals veiðiheimilda. Hann tekur dæmi af tveimur byggðalögum, Ísafirði og Hnífs- dal annars vegar, sem nú eru sameinuð, og Hrísey hins vegar. Á Ísafirði og í Hnífsdal fjölg- aði íbúum um 177 frá 1980 til 1989 og frá árunum 1990 til 1994 fjölgaði þeim um 40. Á árunum 1995 til 2000 fækkaði íbúum hins vegar öll árin og nam samtals fækkun 433 íbúum. Samkvæmt upplýsingar Hag- stofunnar hefur íbúum Ísafjarð- ar fækkað um 285 síðan árið 2000. Veiðiheimildir í sveitarfélag- inu minnkuðu úr 18.394 þorskí- gildistonnum árið 1992 í 13.267 árið 2000. Árið 1996 voru starf- andi sjö fiskvinnsluhús á Ísa- firði og í Hnífsdal með 35 manns eða fleiri í vinnu við fiskverk- un; samtals 620 manns. Árið 2000 var aðeins eitt þeirra starf- andi og tvö ný í sama stærðar- flokki orðin til. Hjá þeim unnu 190 manns. Fækkun starfa í fiskvinnslu nemur því 430 störf- um. Haraldur tekur fram að vissu- lega hafi aðrir þættir haft áhrif á byggðaþróun og nefnir þar sérstaklega snjóflóðin árin 1994 og 1995. Hvað Hrísey varðar fækkaði íbúum þar úr 277 í árslok 1994 í 188 í árslok 2000. Veiðiheimild- ir minnkuðu úr 4.038, fiskveiði- árið 1992/1993, í 579 fiskveiði- árið 2000/2001. Stærsti atvinnurekandi eyjarinnar, Snæfell, hætti öllum rekstri í Hrísey 1. febrúar 2000. Sam- kvæmt heimildum frá Akureyr- arbæ, en Hrísey er nú hluti hans, hefur íbúum eyjarinnar fækkað um 22 síðan árið 2000. Í skýrslunni frá 2001 segir að frjálst framsal hafi leitt til „verulegrar skuldaaukningar í sjávarútvegi, lækkunar launa í fiskvinnslu í samanburði við aðrar atvinnugreinar og fólks- flótta af landsbyggðinni [...]“ eins og segir orðrétt í skýrsl- unni. Þar kemur fram að árið 1995 voru skuldirnar 108 milljarðar króna. Árið 2000 voru þær orðn- ar 173 milljarðar. Báðar tölurn- ar eru á verðlagi ársins 2000. Skuldaaukningin nemur 60,4 prósentum. Þá höfðu skuldir aukist frá 1985 til 1995 um tíu prósent á föstu verðlagi. Sam- kvæmt tölum frá Hagstofunni voru skuldir sjávarútvegsins 209 milljarðar árið 2004. Haraldur sagðist í Fréttablað- inu í gær ekki vera í neinum vafa um afleiðingar kvótakerf- isins. „Ég átta mig ekki á hvern- ig hægt er að hafa aðra skoðun en þá sem kemur þar fram [í skýrslunni]. Þar sem er kvóti og þar sem er fiskur til að vinna, þar er fólk. Takir þú kvótann í burtu hverfa störfin og þar með fólkið.“ Haraldur segir skýrsluna í sjálfu sér ekki hafa verið gagn- rýni á kvótakerfið. Alvarlegt sé þó ef menn loki augunum fyrir augljósum afleiðingum kerfis- ins. „Menn hafa neitað þessum afleiðingum kvótakerfisins og þar af leiðandi hefur ekki verið gripið til neinna aðgerða.“ Ekki eru allir hagfræðingar á eitt sáttir með þetta skýra orsakasamhengi á milli kvóta- kerfisins og byggðaþróunar. Sveinn Agnarsson, hagfræðing- ur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, sagði á mál- þingi um sjávarútvegsmál og byggðaþróun, sem Rannsóknar- miðstöð um samfélags- og efna- hagsmál stóð fyrir síðastliðið haust, að ekki væri tölfræðilegt samhengi á milli sölu aflaheim- ilda úr byggðarlögum og fólks- fækkunar. Sveinn sagði hins vegar að samdráttur í landvinnslu á sjáv- ar fangi skilaði sér í fólksfækk- un. Það skipti með öðrum orðum mun meira máli hvar fiskurinn væri unninn, en hvar eignar- hald veiðiheimildanna væri þegar kemur að byggðaþróun. Sveinn lýsti yfir sérstökum áhyggjum af Ísafirði, en hann bar saman árin 1998 og 2006. Með öllum fyrirvörum um að byggja eingöngu á samanburði tveggja ára, sagði Sveinn fyllstu ástæðu til að óttast framtíð Ísa- fjarðar. „Ég hef töluverðar áhyggjur af því að á Ísafirði geti hnignað töluvert[,]“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið þá. Ásgeir Jónsson, forstöðumað- ur greiningardeildar Kaup- þings, sagði á sama málþingi að sjávarútvegur gæti ekki og ætti ekki að viðhalda núverandi byggðamunstri. Það miðaðist enda við allt aðrar aðstæður en nú eru uppi, þegar strandsigl- ingar voru mikilvægari en vegakerfið. Ásgeir sagði í samtali við Fréttablaðið eftir málþingið að allar tilraunir til að þröngva sjávarútvegi í þann farveg að viðhalda núverandi byggða- mynstri myndi hola atvinnu- greinina að innan. „Af hverju er það slæmt að fimm stór fyrir- tæki eigi 80% af aflaheimildun- um? Ef þau geta borgað sæmi- leg laun, borgað sína skatta, geta skilað sínu og búið til verð- mæti er ekkert að því,“ sagði Ásgeir þá. Þá sagði hann enga skynsam- lega ástæðu fyrir banni við fjár- festingum erlendra aðila í sjáv- arútvegi. Óþarfi væri að óttast að sjávarútvegsfyrirtæki yrðu stór, kraftmikil og alþjóðleg. Athugun sú sem kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum, á reynslu kvótakerfisins við stjórn fiskveiða og áhrifum þess á þróun byggða, hefst á næstu vikum. Einar K. Guðfinnsson hefur líst því yfir að hann vilji að henni veði lokið á þessu kjör- tímabili. Hann ætli sér, sem sjávarútvegsráðherra, að hafa áhrif á það hvernig sjávar- útvegurinn muni þróast í fram- tíðinni. Karl V. Matthíasson, þingmað- ur Samfylkingarinnar og vara- formaður sjávarútvegsnefndar, hefur kallað eftir því að sú vinna hefjist sem fyrst. Málið sé það mikilvægt að í raun hefði vinna við það átt að vera hafin. Í svari sjávarútvegsráðherra til mannréttindanefndar Sam- einuðu þjóðanna, vegna athuga- semda hennar við kvótakerfið, vísaði ráðherra í þessa vinnu. Að öllu óbreyttu ætti því sú vinna sem marka mun umhverfi sjávarútvegsins inn í framtíð- ina að hefjast á næstu dögum. Kvótaframsal talið stuðla víða að fólksfækkun ÍSAFJÖRÐUR Hagfræðingar eru sammála um að sjávarútvegi á Ísafirði hafi hnignað og rétt sé að hafa áhyggjur af stöðunni. Menn eru þó ekki sammála um hvort kvótasframsali eða hnignun landvinnslu sé fyrst og fremst um að kenna. MYND/VILMUNDUR HANSEN HARALDUR L. HARALDSSON Segir skýrslu sína um að frjálst framsal kvóta hafi haft áhrif á byggðaþróun, sem unnin var 2001, standa. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN SVEINN AGNARSSON ÁSGEIR JÓNSSON FRÉTTASKÝRING KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ kolbeinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.