Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 32
MORGUNMATURINN: „Fara til bakarans sem er frá Pak- istan og fá sér splunkunýtt „tásu- brauð“. Hann er alltaf á tásunum þegar hann bakar brauðið handa manni. Þetta vekur mikla hrifningu hjá krökkunum mínum.“ SKYNDIBITINN: „Kamat Resturant sem er indversk- ur staður á bak við Adidas-búðina á Hamdam Street. Ekki alveg snyrti- legasti staður í heimi en maturinn klikkar ekki.“ LÍKAMSRÆKTIN: „Bara skella sér upp á þak þar sem allt er til staðar. Svo er veggtennis vinsælt hjá okkur í vinnunni og eru haldin stórmót reglulega, sem enda oftast á ströndinni.“ BEST VIÐ BORGINA: „Stutt að fara í allt og leigubílar eru ódýrari en kaffibolli. Frábærir garðar fyrir krakkana úti um alla borg og stutt á ströndina.“ BEST GEYMDA LEYNDARMÁLIÐ: „Lu Lu eyja. Lítil eyja við borgina þar sem hægt er að eyða deginum á ströndinni. Það eru ekki margir sem vita að það sé hægt að fara á hana.“ UPPÁHALDSVERSLUNIN: „Massimo Dutti í Abu Dhabi Mall. Þar eru bæði kvenna- og karlaföt. Svo er Puma-búðin í sömu verslunar- miðstöð alveg einstök. Þar fæst mjög mikið af Ferrari-dóti sem ég verð að eiga.“ RÓMÓ ÚT AÐ BORÐA: „Pregos á Rotana Beach. Ítalskur staður á einu af flottustu hótelunum hér í Abu Dhabi. Æðislegur matur, góð þjónusta og notalegt að sitja úti við ströndina undir pálmatrjánum.“ Borgin mín ABU DHABI TRYGGVI ÞRÁINSSON flugmaður „Við fengum lánaða íbúð og ætlum að vera alla næstu viku í kóngsins Köben,“ segir tónlistarmaður- inn Björn Jörundur Friðbjörnsson um fyrirhugaða ferð hans og Daníels Ágústs Haraldssonar til Kaup- mannahafnar, þar sem þeir munu vinna að nýju efni fyrir hljómsveitina Nýdönsk. „Hugmyndin er bara að flýja amstrið hérna heima og fá frið til að hugsa. Við verðum bara tveir þarna úti í íbúðinni, alveg í friði til að semja,“ útskýrir Björn, en í haust er væntanleg plata frá hljómsveitinni sem verður tekin upp í lok sumars. Spurður um nafnið á plötunni segir Björn allar tillögur vel þegnar. „Við erum ekki ennþá búnir að ákveða nafn, en mér þykir líklegast að hún muni heita eftir einu af lögunum,“ segir Björn um plötuna sem er væntanleg í verslanir í lok október. „Við erum búnir að segja svo mörgum frá því að við séum að fara út að semja að við erum undir vissri pressu að koma heim með einhver góð lög. Ef við verðum bara að drekka bjór og borða smörrebröd munum við koma heim með skottið á milli lappanna,“ segir Björn að lokum og hlær. Semja fyrir Nýdönsk í Köben Björn Jörundur og Daníel Ágúst ætla að eyða næstu viku saman í Kaupmannahöfn og semja tónlist. „Lagið heitir Celia, Pétur Hans Niclasen vinur minn samdi það fyrir löngu síðan. Mér fannst lagið svo flott að ég bað um að fá að endurgera það í samvinnu við Vigni Snæ Vigfússon og er mjög ánægður með útkomuna,“ segir Jógvan Hansen, sigurveg- ari X-factor-keppninnar og eig- andi hárgreiðslustofunnar Un- ique, sem sendir frá sér nýtt lag í dag. „Þetta er svona popp/rokklag, bæði hressilegt og sumarlegt, en mig langaði til að færa mig að- eins úr rólega gírnum yfir í meiri „up tempo“-tónlist,“ bætir hann við, en Pétur Hans Niclasen, höf- undur lagsins ,samdi meðal ann- ars lagið Rooftop sem er að finna á plötu Jógvans sem kom út í fyrra. „Það er alltaf meira en nóg að gera, en auk þess að vinna fulla vinnu á hárgreiðslustofunni hef ég verið að koma fram í alls kyns einkasamkvæmum, bæði einn og með píanóleikara. Ég og Vign- ir Snær höfum verið að koma fram á Hressó flest fimmtudags- kvöld í sumar auk þess að semja mikið saman svo það er aldrei að vita nema það sé von á nýrri plötu fyrir jólin,“ segir Jógvan að lokum og brosir. Nýtt lag frá Jógvan Jógvan Hansen hefur haft í nógu að snúast frá því að hans fyrsta plata kom út og sendir nú frá sér nýtt lag sem kallast Celia. NAUTN VIKUNNAR Njóttu þess að smyrja líkamann með unaðslegum líkamsvörum frá BIotherm. Byrjaðu á því að skrúbba kroppinn með húðskrúbbi. Svo skaltu fara í bað og slappa vel af. Eftir baðið er um að gera að smyrja kroppinn hátt og lágt svo hann verði silkimjúkur. F R A U Þráinn Skóari Skóbúð • Grettisgata 3 4 • FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.