Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 36
D ísa er tæplega 21 árs Reykjavíkurmær sem hefur verið á faraldsfæti allt frá fæðingu og búið víða um ævina. Fram að fjögurra ára aldri bjó hún í Reykjavík og á Akureyri, en þá fluttist fjölskyld- an til Bretlands þar foreldrar hennar, fyrrum Stuðmannahjónin Ragnhildur Gísladóttir og Jakob Frímann Magnússon, sinntu tón- listinni og Jakob faðir hennar var menningarfulltrúi hjá íslenska sendiráðinu í London þar til Dísa varð tólf ára. Hún segist alltaf hafa elskað músík þótt hún hafi ekki ætlað sér að verða söngkona. „Sem barn var ég mikið fyrir föt og var með sterkar skoðanir á því hvernig ég var klædd. Ég dauð- vorkenni mömmu, sem hefur svo góðan fatasmekk, því hún lagði sig alla fram við að klæða mig í fín föt. En það varð allt að vera eftir mínu höfði. Ég var í mikilli til- raunastarfsemi, klæddi mig í alls kyns búninga, svo sem pandabún- ing, og lék mér í endalausum bún- inga- og dansleikjum með vinkon- um mínum,“ útskýrir Dísa sem hefur verið skapandi frá unga aldri. „Ég gat dundað mér enda- laust með alls konar lítil dýr, fígúr- ur og hlutlausa trékubba sem gátu tekið sér hin ýmsu hlutverk í mis- munandi leikjum,“ bætir hún við og segist snemma hafa vitað hvað hún ætlaði sér að verða þegar hún yrði stór. „Ég var bara um þriggja ára þegar ég sagðist fyrst ætla að verða læknir og það hefur verið planið allar götur síðan. Ég fór á algjöran bömmer yfir fréttum þar sem myndir sáust af særðu og fá- tæku fólki úti í heimi og tók það mjög inn á mig. Eftir því sem ég varð eldri varð ég alltaf æstari yfir því að gera eitthvað í málinu og löngunin til að verða læknir er til komin því mig langar að geta hjálpað fólki,“ segir Dísa. Það blundaði líka í henni að verða leikkona um tíma. „En mér finnst ég ekkert kunna að leika svo það datt snemma uppfyr- ir, en að verða tónlistarkona kom ekki inn í myndina fyrr en töluvert seinna. Ég hlustaði alltaf mikið á tónlist, söng með lögum í útvarpinu og lagði þau á minnið. Ég man að ég átti svona brúnt Fisher-Price ka- settutæki sem ég var alltaf með við höndina. Afi gaf mér svo kasettu með kínverskum lögum sem ég tók algjöru ástfóstri við og sú kasetta var í tækinu í nokkur ár,“ útskýr- ir Dísa brosandi og segir mömmu sína nýlega hafa fært lögin fyrir sig yfir á geisladisk sem hún hlusti reglulega á í bílnum. „Þó svo að ég hafi fengið fullt af tónlist var eitt- hvað við þessi kínversku lög sem heillaði mig alveg og ég get enn þá sungið með þeim í dag.“ Tónlistaráhuginn blómstrar Þegar Dísa var fimm ára gömul fór hún í sinn fyrsta píanótíma, en seg- ist þó ekki hafa fundið sig í tónlist- arnáminu og hætti þremur árum síðar. Hún lærði einnig á selló um tíma og segir grunninn í hljóðfæra- leik hafa komið sér vel. Dísa fékk snemma útrás fyrir söngáhugann og þegar hún var níu ára kom hún fram í fyrsta skipti á skólaskemmtun. „Ég bað víst um að fá að syngja Michael Jackson-lag og virtist ekkert vaxa það í augum. Þó svo að það hafi ekki verið markmið- ið að trana mér fram eða að verða söngkona langaði mig greinilega að syngja og tók Speed Demon fyrir framan allan skólann,“ segir Dísa sem minnist þess að pabbi hennar hafi snemma hvatt hana til að spinna eftir eigin höfði á meðan hann spilaði undir. „Stundum þegar hann var að spila hvatti hann mig til að prófa bara að bulla eitthvað á meðan hann spilaði og þá söng ég bara það sem mér datt í hug. Ég byrj- aði svo að semja ljóð þegar ég var átta ára og var skotin í strák sem ég sendi alltaf ástarljóð, en texta- smíðarnar komu svo seinna meir,“ segir Dísa og hlær við. 16 ára í tónlistargrúski Bryndís tók sér dágóðan tíma frá tónlist á unglingsárum sínum, en þegar hún varð fimmtán ára fór hún í klassískt söngnám í Söng skóla Reykjavíkur. Skömmu síðar komu breskir umboðsmenn til sögunnar, en að eigin sögn var hún ekki tilbú- in til að taka þá tónlistarstefnu sem til var ætlast af henni. „Hugmyndin var náttúrlega að ná heimsyfirráðum en mig langaði ekki að byrja svona stórt. Það var alltaf einhver rödd innra með mér sem sagði að mig langaði ekki til að gera popp og „rythm and blues“- tónlist, heldur meiri jaðartónlist. Ég var búin að semja rúmlega 40 „rythm and blues“-lög þegar ég loksins uppgötvaði hvað ég vildi. Ég var mjög þakklát og fannst ég vera mjög lánsöm að fá þetta tæki- færi, en þegar ég byrjaði að semja hafði ég enga trú á sjálfri mér. Ég fékk tækifæri til að vinna með mjög reyndum lagahöfundum um allan heim og var þá oft erlend- is eina viku í senn að semja. Mér fannst ég samt bara vera að semja lög hálf stefnulaust því ég var ekki Tónlistarhæfileikar Bryndísar Jakobsdóttur komu snemma í ljós. Það tók hana nokkurn tíma að þróa sinn eigin stíl og hún ákvað að gefa ekki út neina tónlist fyrr en hún hefði öðlast trú á eigin lagasmíðum. Á dögunum kom hennar fyrsta sólóplata út og í kvöld mun hún fagna með útgáfupartíi í Iðnó. Alma Guðmundsdóttir hitti Bryndísi og fékk að forvitnast um lagahöfundinn, söngkonuna og náttúrubarnið Dísu. Ég var viss um að platan yrði skotin í kaf Þrátt fyrir góðan fatasmekk móður sinnar, Ragnhildar Gísladóttur, hafði Bryndís sterkar skoðanir á því hverju hún klæddist sem barn og fannst skemmtilegast að fara í alls kyns búninga. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Í HNOTSKURN Stjörnumerki: Krabbi. Uppáhaldsmatur: Grillað lambakjöt með góðri sósu, salati, kartöflum og smá rauðvíni. Besti tími dagsins: Eftir klukkan tíu á kvöldin. Uppáhaldsdrykkur: Nýkreistur ávaxtasafi. Draumafrí: Að fara til Ástralíu og kafa. Bíllinn minn er: Lítill og sætur dúkkubíll. Skemmtilegast: Að vera úti í nátt- úrunni í hestaferð. Leiðinlegast: Að vera lasin. Hverju myndirðu sleppa ef þú þyrftir að spara? Bílnum mínum og ganga eða hjóla í staðinn. Mesta freistingin: Að setja allt á „hold“ og ferðast um heiminn. Diskurinn í spilaranum: Mads Mouritz, danski vinur minn sem spilaði með mér á Organ um dag- inn. Uppáhaldsborgin mín: Í fyrra var það New York, nú er það Köben. Skemmtilegasta bíómyndin: Eagle vs. Shark og Aristocats. 8 • FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.