Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 50
26 18. júlí 2008 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 64 Eldur kviknar í Róm og brennur í níu daga. Sagt er að Neró keisari hafi leikið á hörpu meðan eld- arnir geisuðu. 1323 Tómas frá Aquino er tek- inn í heilagra manna tölu af Jóhannesi XXII. páfa. 1918 Samningar eru undirrit- aðir hér á landi um frum- varp til sambandslaga. 1931 Framkvæmdir hefjast við verkamannabústaðina við Hringbraut, Bræðraborgar- stíg og Ásvallagötu í Reykjavík. 1963 Verksmiðja Ísaga við Rauðarárstíg eyðileggst í Ísagabrunanum. 1995 Eldgos hefst í Soufriere Hills-eldfjallinu á Monts- errat og stendur enn. RITHÖFUNDURINN JANE AUSTEN LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1817 „Ef konur verða fyrir því óláni að vita eitthvað ættu þær að reyna að fela það eins vel og hægt er“ Jane Austen er fræg fyrir sögur sínar um mið- og yfirstéttarkonur. Verk hennar einkenndust af skyn- semishyggju og hún beitti háði gegn tilfinningasemi. Frægasta verk hennar er Hroki og hleypi- dómar sem kom út árið 1813. AFMÆLI Eggert Þorleifsson leikari er 56 ára í dag. Nelson Mandela er 90 ára í dag. Þorvaldur Gylfason hagfræðingur er 57 ára í dag. Búnaðarsamband Suðurlands fagnar hundrað ára afmæli sínu í ár. Ýmislegt verður gert í tilefni þessara tímamóta en að sögn Sveins Sigurmundssonar framkvæmdastjóra Búnaðarsam- bandsins þá verður haldið upp á hund- rað ára afmælið með þrennum hætti. „Sérstök afmælishátíð var haldin 20. janúar, en þá var haldin hátíðarfor- mannsfundur. Bók verður gefin út um sögu Búnaðarsambandsins og kemur hún út í haust. Bókin verður gefin út í tólf hundruð eintökum og seld bæði hjá okkur og í bókabúðum. Heljarinnar landbúnaðarsýning verður svo haldin á Hellu helgina 22.-24. ágúst,“ útskýrir Sveinn. Enn fremur var gefið út sér- stakt afmælisdagatal og dagbók í upp- hafi ársins. Búnaðarsambandið var stofnað 6. júlí árið 1908 í Þjórsártúni, en ákveð- ið var að nýta allt afmælisárið til há- tíðarhalda í stað þess að einskorða þau við tiltekinn dag. „Á landbúnaðar- sýningunni verða sýndar búfjár- tegundir, vélar og handverk. Á sýn- ingunni verður einnig markaður og munu afurðasölufyrirtæki verða með sýnishorn af framleiðslu sinni,“ segir Sveinn, en hann hefur sjálfur starfað hjá Búnaðarsambandinu frá því 1983. Að sögn Sveins þá er Búnaðarsam- band Suðurlands nokkurt fyrirtæki. „Hér er ráðgjafaþjónustu þar sem unnið er við mat á kynbótagripum, við sjáum um skýrslu- og sýninga- hald, veitum ráðgjöf varðandi fóðrun, uppeldi og ræktun. Einnig er veitt ráðgjöf varðandi jarðrækt, mæling- ar og mat á landi svo og fjármála- ráðgjöf. Hér er einnig bókhaldsþjón- usta en það er sérfyrirtæki sem sér um bókhald fyrir bændur. Búnaðar- sambandið er með tilraunabú í Stóra- Ármóti í Flóahreppi, kynbótastöð þar sem við sjáum um kúasæðingar á öllu Suðurlandi, og svo sauðfjársæðinga- stöð þar sem við bæði flytjum út fros- ið hrútssæði og sjáum um sæðingar á sauðfé á landinu öllu í samstarfi við aðra stöð,“ útskýrir Sveinn. Samkvæmt Sveini er góð stemning fyrir aldarafmæli sambandsins og mikil tilhlökkun fyrir þeim hátíðar- höldunum sem framundan eru. klara@frettabladid.is BÚNAÐARSAMBAND SUÐURLANDS: FAGNAR HUNDRAÐ ÁRA AFMÆLI Margar uppákomur yfir árið SVEINN SIGURMUNDSSONAR SEGIR STEMNINGUNA GÓÐA FYRIR ALDARAFMÆLI BÚNAÐARSAM- BANDSINS og að mikið hafi verið lagt í hátíðarhöldin. MYND/EGILL BJARNASON, SUNNLENSKA FRÉTTABLAÐIÐ Þennan dag árið 1984 komst Beverly Lynn Burns á spjöld sögunnar sem fyrsta konan í heiminum til að verða flugstjóri á Boeing 747-flugvélunum. Beverely fór sína jómfrúar- ferð fyrir flugfélagið People Express, seinni part dags á þessum degi, frá Newark- flugvellinum í New York til Los Angeles. Beverly á glæstan feril að baki en hún settist í helgan stein í febrúar á þessu ári eftir tuttugu og sjö ár í bransanum. Á meðan hún starfaði fyrir People Express stjórnaði hún flugvélum á borð við Boeing 737, 727 og 747. Seinna þegar flug- félagið var sameinað Continental Airlines árið 1987 bætti hún DC-9, DC-10, Boeing 757 og 767 á ferilskrána sína. Í maí 2001 gerðist hún svo flug- stjóri á tæknivæddustu flugvél síns tíma, Boe- ing 777. Fyrir afrek sín í flugheim- inum hefur Beverly unnið til margra verðlauna og viðurkenninga. Árið 1985 hlaut hún Amelia Earhart- verðlaunin fyrir sitt sögu- lega flug þennan dag fyrir tuttugu og fjórum árum síðan. Sama ár heiðraði öldungadeildarþingmaður New Jersey, Frank R. Lautenberg, hana og sagi að hún hefði opnað dyr fyrir milljónir bandarískra kvenna í flugheim- inum og einnig fékk hún bréf frá þáverandi for- seta bandaríkjanna Ronald Reagan þar sem hann óskaði henni til hamingju með tímamótin. ÞETTA GERÐIST: 18. JÚLÍ 1984 Fyrst til að fljúga Boeing 747 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, systir og mágkona, Sigríður Kristín Pálsdóttir Stóru-Sandvík, lést að morgni 16. júlí á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi. Fyrir hönd aðstandenda Ari Páll Tómasson Guðrún Guðfinnsdóttir Rannveig Tómasdóttir Viðar Ólafsson Magnús Tómasson Líney Tómasdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Jósafat Arngrímsson lést á heimili sínu í Dublin sunnudaginn 13. júlí. Jarðarförin fer fram í Dublin laugardaginn 19. júlí. Arnhildur Ásta Jósafatsdóttir Wichert Jan van Aalderink Valgeir Vésteinn Jósafatsson Yolanda Lopez Ríkharður Mar Jósafatsson Judith Ann Penrod Ómar Örn Jósafatsson Harpa Guðmundsdóttir Philip Arngrimsson Sasha Wang David Arngrimsson og barnabörn. 60 ára afmæli Unnur Guðrún Haraldsdóttir Í tilefni af 60 ára afmæli mínu hinn 20. júlí ætlum við hjónin að bjóða til sumargleði að Skipastíg 23 laugar- daginn 19. júlí frá kl. 17.00. Fjölskylda, vinir og kunning jar velkomnir. Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík • 566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Klara Guðrún Þórðardóttir Lækjargötu 34, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð Garðabæ 4. júlí sl. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Þórður Jóhann Karlsson Málmfríður Þórhallsdóttir Karl Ómar Karlsson Fríða Guðjónsdóttir Rúnar Ægir Karlsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær frænka mín, Helga Kristjánsdóttir Brekkustíg 14 í Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hlíf Thors Arnlaugsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, Bergsteinn Gizurarson sem lést miðvikudaginn 9. júlí, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, föstudag 18. júlí, kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Sagnfræðisjóð dr. Björns Þorsteinssonar í vörslu Háskóla Íslands, s. 525 4000. Marta Bergmann Gizur Bergsteinsson Bylgja Kærnested og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jónína Friðfinnsdóttir Starhólma 16, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 11. júlí síðastliðinn. Útför hennar fór fram í kyrrþey frá Fossvogskirkju hinn 17. júlí, að ósk hinnar látnu. Hallgrímur Þorsteinsson Friðfinnur Hallgrímsson Halla Hallgrímsdóttir Birgir G. Magnússon, Þorsteinn Hallgrímsson Ásta L. Aðalsteinsdóttir, og ömmu- og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.