Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 60
36 18. júlí 2008 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is > KIRSTEN MEÐ JUSTIN? Kirsten Dunst sást rölta eftir strætum New York-borgar ásamt leikaranum Justin Long nú á dög- unum, en hann er fyrrverandi kærasti Drew Barrymore. Drew og Justin tilkynntu um sam- bandsslit sín í byrjun júlí og svo virðist sem Justin hafi strax fundið hugg- un í örmum Kirsten, en þau héldust í hendur og kysstust. „Einn stórleikari tekur við af öðrum,“ segir Jón Páll Leifsson, rekstrarstjóri tryggingafélagsins Elísabetar. Til þessa hefur Jón Páll leikið í auglýs- ingu fyrir fyrirtækið þar sem Austin Mini er lagt við hliðina á löngum jeppa, til marks um muninn á verði trygginga Elísabetar og annarra trygginga fé- laga. Nú er farin í gang ný herferð undir yfirskriftinni Nútímaleg og betri Elísabet og hefur gamla Mini-inum verið skipt út fyrir nýjan sem er þó stærri í sniðum. „Til þess að jafna út stærðarmun bílanna ákvað ég að ráða til mín þennan knáa dverg sem fór í mín föt í bókstaflegri merk- ingu,“ segir Jón Páll og á þar við hinn smágerða Frank Höybye Christensen. Fyrri útgáfan og sú nýja eru báðar sýndar í nýju auglýsingunni. Sú fyrri er þó spiluð hratt. „Ég held að þetta sé eina auglýsingin í sjónvarpi í dag sem er spiluð hratt,“ segir Jón Páll. Hann segir auglýsingaherferðina ætlaða til þess að kynna tvær breytingar á trygg- ingafélaginu. „Við erum hætt að tryggja kraftmikla smábíla en einnig erum við búin að taka upp sérstakt gjald sem fólk þarf að greiða, ætli það að keyra á kvartmílubrautum eða öðru slíku. Í hvoru tveggja er mikið um tjón og með þessum aðgerðum miðum við að því að geta lækkað iðgjaldið hjá hinum viðskiptavinunum,“ segir Jón Páll Leifsson, rekstrarstjóri og stór- leikari. -shs Rekstrarstjóri víkur fyrir dvergi JÓN PÁLL Vék úr sæti fyrir dverginn Frank Höy- bye Christensen til að jafna út stærðarhlutföll. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Verðlaun verða veitt í ljóða- samkeppni fanga á Litla- Hrauni í dag. Átta fangar tóku þátt og munu þrír þeirra flytja ljóð sín í dag. Einar Már Guðmundsson hrósar skáldskap fanganna. „Þátttakan varð bara betri en ég átti von á,“ segir fangavörðurinn Ívar Örn Gíslason, sem hrinti af stað ljóðaátaki á Litla-Hrauni í sumar. Það ber heitið Steinn í steininum, en hugmyndin kvikn- aði í tengslum við aldarafmæli Steins Steinarrs í haust. Verð- launaafhending í ljóðasamkeppni fanganna fer fram í dag, en alls tóku átta manns þátt. Ívar er hæstánægður með þá þátttöku. „Það eru margir sem skrifa sér til gamans hér inni, en sumir vildu kannski ekki athyglina. Ljóð eru líka oft svo persónuleg. Ég held að ef svo færi að við gerðum þetta aftur að ári myndu fleiri taka þátt,“ segir Ívar. Hann er einnig verkstjóri bókasafnsins á Litla- Hrauni, sem hann segir þó ekki viðamikið. „Við fáum samt bóka- gjafir af og til sem eru afar vel þegnar,“ segir hann. Á verðlaunaafhendingunni munu þrír þáttakendur, þeir Þór Sigurðsson, Sigurbjörn Adam Baldvinsson og Ólafur Ágúst Hraun dal, flytja ljóð sín við frum- samda tónlist, ásamt fleiri lögum úr eigin smiðjum. Þá mun formað- ur dómnefndar, Silja Aðalsteins- dóttir, flytja ávarp og verðlauna- ljóðin verða lesin upp. Ásamt Silju sitja þeir Einar Már Guðmunds- son, Hallgrímur Helgason, Ísak Harðarson og fangavörðurinn Björn Ingi Bjarnason í nefndinni. „Ég hef nú áður lesið yfir í svona keppnum og þarna er gæðastandardinn síst minni en oft áður,“ segir Einar Már. „Það eru virkilega góðir hlutir innan um og maður sér að margir þarna myndu eflaust fá mikið út úr því að skrifa,“ segir Einar. „Ég gæti ímyndað mér að það væri vel hægt að koma af stað einhverjum ritlistarnámskeið- um þarna og fá jafnvel fagmenn inn sem leiðbeinendur. Ég veit að það er verið að hvetja menn í þessari stöðu til að vinna í sínum málum og finna einhvern jákvæðan flöt á sínu lífi og ég held að allt af því tagi sé mjög jákvætt,“ segir Einar Már. sunna@frettabladid.is Fín ljóðskáld á Litla-Hrauni Sonur Toms Cruise og Nicole Kidman virðist ætla að feta í fótspor föður síns. Hann hefur þó ekki farið út í leiklistina heldur er hann farinn að læra flug. Connor, sem er aðeins þrettán ára gamall, fór í fyrsta flugtímann sinnn um síðustu helgi og lærði að taka flugvélina, af gerðinni Cessna Skyhawk, á loft og lenda henni. Þar vestra er löglegt fyrir þrettán ára ungling að fara í flugtíma svo lengi sem hann er nógu hávaxinn til að ná niður í pedalana. Lærir að fljúga KOMINN Í FLUGIÐ Connor Cruise er ættleiddur sonur Nicole Kidman og Toms Cruise. JÁKVÆTT FRAMTAK Einar Már Guðmundsson segir margt gott að finna innan um í ljóðakeppni fanga á Litla-Hrauni og er hæstánægður með framtakið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Já, hann Reynir Traustason var að hringja. Og lofa mér gulli og grænum skógum ef ég myndi flytja mig yfir á dv.is,“ segir bloggarinn vinsæli Jens Guð. DV er nú að stofna enn eitt bloggarasamfélagið en slík má finna á Eyjunni, Moggablogginu og Vísi. Þegar eru komnir í bloggarahóp DV ýmsir úr starfsliði Birtíngs, útgáfufélags DV, svo sem Þórarinn Þórarins- son, Valur Grettisson, Jóhann Hauksson og sjálf Kaffi-Gurrý en blogg hennar hýsti einmitt Mogginn til skamms tíma. Jens Guð er einhver allra vinsælasti bloggari landsins og hefur haldið til á Moggablogginu líkt og Gurrý hingað til. Að sögn Jens sagði Reynir það inni í myndinni að DV myndi kaupa af honum efni og fá hann í launuð verkefni á vegum blaðsins. „Það kitlaði mig hversu mjög hann hrósaði mér. Eins sögðust þeir ætla að gera mikið úr blogginu mínu. Þeir hafa svo sem aldrei gert neitt slíkt fyrir mig þarna á Mogganum,“ segir Jens sem telur það líklegra en ekki að hann flytji sitt blogg til DV- manna. - jbg Boðið í bloggarann Jens Guð JENS GUÐ Nú er slegist um bloggara og ekki síst hann þennan, Jens Guð, sem er með vinsælli bloggurum landsins. GANGA.IS Ungmennafélag Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.