Fréttablaðið - 19.07.2008, Síða 47

Fréttablaðið - 19.07.2008, Síða 47
LAUGARDAGUR 19. júlí 2008 27 Tilnefningar til Emmy-verð- launanna voru kunngerðar í Los Angeles á fimmtudag- inn. Verðlaunahátíðin fer fram í sextugasta skipti nú í september, en með til- nefningum ársins var blað brotið í sögu hennar. Í fyrsta skipti í sögu Emmy-verð- launanna eru tvær þeirra þátta- raða sem tilnefndar eru sem bestu dramaþættirnir sýndar á almenn- um kapalsjónvarpsstöðum. Slíkar stöðvar eru aðgengilegar öllum sem hafa kapalsjónvarp, en útheimta ekki sérstakt áskriftar- gjald eins og stöðvar á borð við HBO og Showtime. Þáttaraðirnar sögulegu eru Mad Men, sem sýnd er á stöðinni AMC og fjallar um lífið á auglýsingastofu í kringum 1960, og lögfræðispennuþátturinn Damages, sem sýndur er á FX. Þar er Glenn Close í hlutverki lög- fræðings sem tekst á við fyrrver- andi forstjóra stórfyrirtækis í snúinni hóplögsókn. Aðrar þátta- raðir sem tilnefndar eru í sama flokki eru Boston Legal, Dexter, House og Lost. Það fór hins vegar lítið fyrir Grey‘s Anatomy, sem margir höfðu búist við að yrði til- nefnd í þessum flokki. Lækna- dramað hlaut hins vegar tilnefn- ingar fyrir leik þeirra Söndru Oh og Chöndru Wilson í aukahlut- verkum. Forsprakkar HBO geta hins vegar einnig glaðst, því þáttaröðin John Adams, um annan forseta Banda- ríkjanna, hlaut alls 23 tilnefningar til verðlaunanna og var hlutskörp- ust. Í þáttunum fer Paul Giamatti með hlutverk Adams, en hann var tilnefndur fyrir besta leik í stuttri þáttaröð. Í flokki gamanþátta bar þáttaröð- ina 30 Rock, með Tinu Fey og Alec Baldwin í aðalhlutverkum, hæst. Hún hlaut alls sautján tilnefning- ar, þar á meðal fyrir leik Fey og Baldwins, og sem besta gaman- þáttaröðin. 30 Rock etur þar kappi við Entourage, Curb Your Enth- usiasm, Office og Two And a Half Men. Tilnefningar ársins þykja þó bera með sér að álit gagnrýnenda og fagfólks haldist nú síður en áður í hendur við almennt áhorf. Mad Men, til dæmis, hefur notið mikill- ar hylli fagfólks og gagnrýnenda, en hafði að meðaltali einungis um eina milljón áhorfenda. American Idol nælir hins vegar að meðaltali í um 30 milljónir áhorfenda á þátt. Verðlaunaafhendingin fer fram í Los Angeles 21. september næst- komandi. folk@frettabladid.is PAUL GIAMATTI Þáttaröðin um John Adams varð hlutskörpust í baráttunni um tilnefningar til Emmy-verðlaunanna og hlaut samtals 23. MAD MEN Þáttaröðin Mad Men, sem gerist á auglýsingastofu í kringum árið 1960, hefur notið mikillar hylli gagnrýnenda, en getur ekki stært sig af risavöxnum áhorfs- tölum. TINA FEY Gamanleikkonan er tilnefnd fyrir leik sinn í þáttaröðinni 30 Rock, sem hlaut flestar tilnefningar gaman- þáttaraða. NORDICPHOTOS/GETTY Tímamóta-Emmy > PETE Í BOBBA Pete Doherty er aftur kominn í kast við lögin. Handtökuskipun hefur nú verið gefin út á hendur honum, eftir að rokkarinn ákvað að vera ekk- ert að mæta í dómsal á fimmtu- dag. Þar átti hann að svara til saka fyrir meinta árás á ljósmyndarann Catherine Mead síðasta sumar. Pete gæti því átt von á frekari fangelsis- dvöl á næstunni. Hjásvæfa Ronnies Wood tjáði sig í fyrsta sinn um samband sitt og rokkarans við breska blaðið Sun í gær. Þar sagði Ekaterina að þau Ronnie væru enn í sambandi þrátt fyrir að hann sé farinn í meðferð. „Ég mun aldrei svíkja hann. Svo lengi sem það er möguleiki á framtíð með honum mun ég ekki segja meira.“ Ekaterina sagði jafnframt að líf hennar hefði breyst til muna eftir að hún kynntist rokkaranum úr Rolling Stones. „Ég vil bara að þetta hætti og líf mitt verði aftur venjulegt. Ég elska Ronnie og ég mun standa með honum í gegnum þetta allt.“ Eiginkona Ronnies hefur neitað að ræða við hann fyrr en hann er kominn úr meðferð og orðinn edrú. Vinir rokkarans hafa þó litla trú á að samband hans við Ekaterinu muni endast. „Sambandið var byggt á vodka og um leið og timburmennirnir hverfa mun hann átta sig á því sjálfur.“ Tala ennþá saman Í RUGLINU Ronnie Wood er kominn í meðferð en heldur enn sambandi við rússneska hjásvæfu sína. NORDICPHOTOS/GETTY Salma Hayek og barnsfaðir hennar, milljarðamæringurinn Francois-Henri Pinault eru skilin að skiptum. Pinault er forstjóri PPR, sem á tískumerki á borð við Bottega Veneta og Yves Saint Laurent. Salma tilkynnti að hún ætti von á barni Pinault í mars í fyrra. Stúlkan, Valentina Paloma, kom í heiminn í september sama ár og er því tæplega eins árs í dag. Hayek og Pinault hugðu á brúðkaup og átti athöfnin að fara fram í næsta mánuði. Talsmaður leikkonunnar hefur hins vegar staðfest að þau hafi slitið trúlofun sinni, en segir að engra frekari ummæla sé að vænta. Salma Hayek einhleyp Skítt með kerfið! Lifðu núna Með Vodafone Frelsi velur þú 5 vini og skráir þá á vodafone.is. Hvaða vini sem er, alveg sama hjá hvaða símafyrirtæki þeir eru. Misstu ekki af þessu frábæra sumartilboði. Skiptu strax og gefðu skít í kerfið. Hringdu fríkeypis í 5 vini óháð kerfi F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.