Fréttablaðið - 21.07.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 21.07.2008, Blaðsíða 14
14 21. júlí 2008 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS UMRÆÐAN Guðjón Arnar Kristjánsson skrifar um byggðamál Í höfuðborginni Reykjavík eru öll helstu þjónustufyrirtæki og stofnanir landsins. Þegar mest liggur við, t.d. um sjúkraþjónustu, leitar fólk þangað. Þar eru líka ráðuneytin sem og Alþingi og þaðan er vegagerð, flugmálum, sigling- um, flutningum, verslun o.fl. stjórnað. Þar eru stóru leikhúsin og þar er verið að reisa tónlistarhöll. Vissulega býr landsbyggðin að þjónustu og hún hefur sums staðar batnað en líka hrakað annars staðar, því miður. En Reykjavík er engu að síður höfuðborgin og þangað þurfa allir að eiga greiða leið. Venjulegur Íslendingur, sem ekki á einkaflug- vél eða þyrlu, ferðast fyrst og fremst um þjóðveg- ina eða með áætlunarflugi, en flugfélögin sjá einnig um hluta af vöruflutningi út á land. Sums staðar, t.d. á Vestfjörðum, er vegagerð enn mjög ábótavant og veðrið setur fluginu takmörk. Reykja- víkurflugvöllur er lykillinn að þjónustu sem allir landsmenn þurfa að sækja. Hvers vegna vill fjöldi borgarbúa ekki hafa flugvöll til að Reykjavík geti gegnt hlutverki sínu sem höfuðborg? Sem betur fer er þó skilningur á mikilvægi Reykjavíkurflugvallar og meirihlutinn er hlynntur honum. Borgarstjórinn, Ólafur F. Magnússon, hefur verið fylginn sér í stefnumótun mála sem hann var kosinn út á. Staða F- listans í Reykjavíkurborg er hins vegar afar sérstök, þar sem borgarstjórinn er ekki í Frjálslynda flokknum. Skoðana- kannanir sýna að margir í Frjálslynda flokknum styðja ekki F-lista á meðan forustumaður listans, borgarstjórinn, tekur ekki af skarið um hvar hann ætlar sinn gönguslóða til framtíðar. Það er hins vegar ljóst, að borgarstjóri lítur á Reykjavík sem þjónustumiðstöð fyrir alla lands- menn og eigi að sinna því hlutverki af kostgæfni. Svipur og yfirbragð sem og varðveisla sögu Reykjavíkur kemur okkur, sem búum á lands- byggðinni, líka við. Eins koma málefni landsbyggð- arinnar við, til dæmis í atvinnu- og menntamálum, náttúruvernd, samgöngum og þjónustu. Ég vænti þess að þar eigum við samleið með velferð til framtíðar. Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins. Reykjavík og landsbyggðin GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON Í gamla endurgerða bænum á Stöng var vatnssalerni. Þar gátu menn setið í röðum og gengið örna sinna, átt sam- verustund því gert var ráð fyrir fleiri en einu setri. Lækur er sagður hafa runnið gegnum mörg stærri hús á miðöld- um hér á landi. Í öðrum menningarsamfélögum er ástand salernismála víða talið til marks um verkkunnáttu og almenna siði. Fornar menningarþjóðir sem kunnu að nýta sér vatn beittu straumi til að koma burt mannlegum úrgangi. Reykjavík komst á nýtt stig borgaralegrar menningar þegar súkkulaðivagninn hætti ferðum sínum um bæinn og skólplögn var lögð í bæinn og vatnssalernin komu til. Safnþrær við bæi breyttu miklu um lífshætti, ekki var lengur gengið í hauginn og sitt gert í skjóli. Á víðavangi héldu menn áfram að halla sér að þúfu og gera stykki sín í næði. Og gera enn. Salernisvandamál eru víða áþreifanlegt viðfangs- efni þeirra sem koma upp aðstöðu fyrir ferðamenn. Ef leitað er í harðbala með tjald í göngufæri frá vegaslóðum verður tjaldbúi að hefja skönnun á svæðinu og kanna hvar menn hafa hægt sér í nágrenninu. Pappírinn vísar veginn. Nútímafólk er illa kunnandi um að hylja slóð sína með grjóti eða gróðri. Ósjaldan verður að flýja hentug tjaldstæði sömum lakrar umgengni. Á fjölsóttum ferðastöðum við náttúruperlur er salernisaðstaða víða bágborin. Sú stefna að gera slíka staði sjálfbæra um kamra eða vatnssalerni með gjaldtöku er ekki enn virt sem skyldi. Og á meðan það er ekki eru sveitir að bjóða gestum sínum upp á hrak- legan sóðaskap þar sem aðkomandi vilja njóta náttúrufegurð- ar í landsháttum. Saur er úti um allt með viðeigandi umbúðum, flögrandi klósettpappír skreytir greinar og grundir. Við erum menningarlaus í salernum fyrir almenning. Stjórn- völd – heilbrigðisnefndir – skjóta sér á bak við skort á fram- kvæmdafé: náðhús þurfa vatn, safnþrær, viðhald og umsjón. Og meðan sú stefna er uppi breytast stórir ferðamannastaðir í skítapleis. Gestir okkar verða að gera sér það að góðu að gera þarfir sínar í Guðs grænni náttúrunni. Ekkert stöðvar þá fyrr en almennt verður viðurkennd sú stað- reynd að kosta verður til fjármunum til að gera fastsótta við- komustaði mönnum bjóðandi. Því á að kosta inn á slík svæði og um leið að bjóða upp á mannsæmandi aðstöðu. Dæmið af Detti- fossi er nýlegt og var víst ekki neinum til sóma. Og það er ekki bara í sveitum þar sem almannavettvangur verður fólki brýnn þegar því er brátt í brók: í miðborg Reykja- víkur verða íbúar að njóta þeirrar ánægju að þrífa mannaskít úr görðum sínum, sprauta hlandstokkin horn og veggkróka þar sem bjórdrykkjumenn hafa létt á sér. Bara sökum þess að borg- aryfirvöld geta ekki komið upp fullnægjandi salernisaðstöðu á fjölsóttum götum í borginni. Þessi menningarsnauða afstaða til brýnna úrlausnarmála fyrir allan fjöldann er okkur til vansa. Skortur á náðhúsum, kömrum og vatnssalernum á almannavettvangi hér á landi er skítamál. Úti í Guðs grænni náttúrunni: Náðhús PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR Nútímafólk er illa kunnandi um að hylja slóð sína með grjóti eða gróðri. Ósjaldan verður að flýja hentug tjaldstæði sökum lakrar umgengni. Saving Iceland var með aðgerðir á laugardaginn á athafnasvæði Norðuráls í Helguvík þar sem hópurinn mótmælti jarðhitavirkjunum og vakti athygli á mannréttindabrot- um Century Aluminum í Afríku og á Jamaíku, að því er sagði í fréttum. Þetta var kunnuglegt. Fólk tjóðraði sig við vélar og prílaði í krönum og allt fór víst vel og skikkanlega fram. Lög- regla fylgdist álengdar með aðgerðunum án þess að hafast að en handtók þó einn mótmælanda í lokin fyrir þær sakir að vilja ekki segja til nafns. Hinar vikulegu mótmælaaðgerðir Viðbúnaður lögreglunnar var nokkuð mikill. Til að fylgjast með þessum mótmælaaðgerðum voru fjórtán lögreglumenn kvaddir til. Kunnugleg tala? Mikið rétt: Þetta eru nákvæmlega jafn margir lögregluþjónar og voru fyrr í mánuðinum sagðir hafa verið á vakt í miðborg Reykjavíkur um helgi til að hafa hemil á þeim óeirðum sem geisa þar vikulega. Ölæði fólks frá fermingaraldri og uppúr í miðborg Reykjavíkur má kalla nokkurs konar mótmæla- aðgerðir að sínu leyti. Þar mótmælir fólk lífi sínu. Og er svo heitt í hamsi að full ástæða er til að hafa mikinn viðbúnað. Kannski er ástæða til að taka það fram að þetta almenna íslenska ölæði fram á morgun og sú vargöld sem skapast af því er ekki lögreglunni að kenna eins og stundum mætti ætla af umræðunni: Fyllerí er ævinlega þeim einum að kenna sem fullir eru. Munurinn á mótmælaaðgerðum Saving Iceland-hópsins og hinum alíslensku helgaróeirðum er með öðrum orðum sá að þeir sem hrynja um miðbæinn bölvandisk og brjótandisk eru viti sínu fjær af drykkju og því óútreiknanlegir, auk þess sem þeir trufla næturfrið og eru öllum til ama og leiðinda. Meðlimir Saving Iceland eru hins vegar að því er best er vitað almennt allsgáðir, og þótt þeir fari í taugarnar á mörgum kallar það í sjálfu sér ekki á fjórtán manna lögreglulið. Þeir eru líka nokkuð fyrirsjáan- legir í aðgerðum sínum sem felast allar í nokkurs konar stefnumóti mótmælanda og vinnutækis. Mótmælandinn prílar upp í vinnutækið eða hlekkjar sig við það: Notar líkama sinn til að sýna fram á að vinnutækið hefur ekki sjálfstæðan vilja eða sjálfvirkni heldur er stýrt af fólki, sem hefur heilabú. Nokkurra klukkustunda hlé á starfsemi slíkra tækja af manna- völdum er talin ámóta ógnvænleg og kaótísk framrás frávita manna af alls kyns ólyfjan sem fara um miðborg Reykjavíkur eins og víkingahópur í Gerplu – í skart- klæðum – og rífa og mölva og öskra og spræna út um allt á algerlega tilviljanakenndan hátt. Er einkavæðing lögreglunnar á dagskrá ríkisstjórnarinnar? Er rætt um hana í stjórnarsáttmálan- um? Er planið að til verði öflugur Ríkislögreglustjóri sem hafi með höndum „forvirkar aðgerðir“ (njósnir) en um almenna löggæslu sjái nokkurs konar einkaherir eins og tíðkuðust á miðöldum. Ekki verður annað séð en að Sjálfstæð- ismenn vinni markvisst að slíkri einkavæðingu hvar sem þeir koma því við, í sveitarstjórnum þar sem þeir ráða lögum og lofum, svo sem í Kópavogi, Seltjarnarnesi og Reykjavík, og í ríkisstjórn þar sem ekki virðist hafa verið staðið þannig að fjárveitingum til annarra lögregluembætta en Ríkislögreglustjórans, að standi undir sómasamlegum rekstri. „Tibbi-tibbi-tibb-tíbbitibb“ Ekki skal dregið í efa að það fólk sem á að sinna löggæslu í frjáls- hyggjubæjunum leggur sig fram í hvívetna en maður veit hins vegar ekkert hvaða fólk þetta er, hvaða þjálfun það hefur fengið, og hvers við getum vænst af því. Við vitum ekki hvers konar umboð slíkur einkaher hefur frá almannavald- inu til að framfylgja lögunum. Slíkt umboð fer ekkert á milli mála þegar lögreglan hefur afskipti af borgurum, hvort sem það er til að benda á að parkljósin séu biluð, ná kettinum af þakinu eða til að yfirbuga óðan mann. Maður frá Securitas hefur ekki slíkt óumdeilt umboð, að minnsta kosti ekki í vitund almennings. Við berum vissa virðingu fyrir búningi lögreglunnar en hvers vegna ættum við að bera virðingu fyrir manni í Securitas-búningi? Þegar ég var lítill og hlustaði á óskalagaþætti sjómanna og sjúklinga og beið þolinmóður eftir næsta lagi með bresku Bítlunum þurfti maður alltaf að hlusta á vissan skammt af sjómannalögum með 14 Fóstbræðrum; sem var einmitt nokkurs konar sérsveit úr karlakórnum Fóstbræðrum. Þessir 14 sérhæfðu sig í syrpum: þeir trölluðu á hundavaði gegnum nokkur sjómannalög sem urðu fyrir vikið eiginlega eins og ávæningur af viðkomandi lögum – hugmynd um þau – en ekki raunveruleg lög. Þannig lögreglu virðist standa til að bjóða okkur upp á: menn í búningum sem líkjast löggubún- ingum, menn sem eru frekar ávæningur af löggum en raun- verulegar löggur. Fóstbræður Lögreglumál GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í DAG | ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Ótrúleg áhrif Því verður varla andmælt að hér á landi er vart hægt að finna áhrifameiri tónlistarmann en Bubba. Það sem upp úr honum vellur verður iðulega vatn á mylli fjölmiðlafólks og gildir þá einu hvort hann lýsi því yfir á bloggsíðu sinni að honum þyki leiðari í tónlistarblaði asnalegur eða að Björk og Sigur Rós hefðu frekar átt að syngja geng fátækt en með náttúrunni. Nú hefur Bubbi lýst því yfir að hann hafi ekkert ætlað að „dissa“ Björk eða Sigur Rós með ummælum sínum. Honum þyki það „flott og gott mál að geta tengt sig and- lega við þúfur og steina og fundið fyrir ást til náttúrunnar“. Vissulega má deila um hvort í þessari setningu felist diss eður ei. Andleg tenging við þúfu þykir þó líklega seint eftirsóknarverð. Bætur fyrir Bubba Jónas Sen, sá mikli alltmúlígmann tónlistarinnar, er einn þeirra sem lagt hafa orð í belg í deilunni hans Bubba. Á heimasíðu sinni greinir hann vand- ann eða eins og hann segir: „Bubbi segist hafa tapað stórfé á hlutabréfa- markaðinum. Björk og Sigur Rós, og við hin sem ekki þáðum laun fyrir tónleikana í Laugardalnum, hefðum því kannski átt að tileinka þá Bubba og fjárhag hans! Ég sé nú að Björk hefur verið að berjast fyrir kolröngum málstað...“ Skitið á náttúruperlur Sú skoðun er útbreidd á Íslandi að aðeins sé hægt að vera með áli og á móti túristum eða öfugt. Blanda þessara tveggja þátta sé ómöguleg, jafnvel hlægileg, hugdetta. Líkur má leiða að því að það hlakki í mörgum virkjana- sinnanum nú þegar fréttir berast af því að ágangur ferðamanna á ýmis vinsæl svæði sé orðinn hættulega mikill og ferðamenn gangi nú allir örna sinna í hrönnum í náttúruperlunum. Einhverjir gætu þó líka velt því fyrir sér hve miklu fé hefur verið veitt til uppbygg- ingar stóriðju á síðustu árum og svo því hvers vegna ekki sé hægt að veita nægilegu fé til að halda gangandi kömrum og annarri nauðsynlegri aðstöðu fyrir ferðamenn. karen@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.