Fréttablaðið - 21.07.2008, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 21.07.2008, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 21. júlí 2008 19 menning@frettabladid.is Á þriðju tónleikum sumartónleik- araðar Listasafns Sigurjóns flytja Steinunn Soffía Skjenstad sópransöngkona og Sofia Wilk- man píanóleikari Vínarsöngva og ljóð. Á efnisskrá Steinunnar og Sofiu á tónleikunum á þriðjudag- inn eru meðal annars sönglög eftir Franz Schubert við ljóð Goethes, lög úr ljóðaflokknum Des Knaben Wunderhorn eftir Gustav Mahler og sönglög eftir Richard Strauss. Steinunn og Sofia eru báðar fæddar árið 1983 og kynntust í Síbelíusarakademíunni í Hels- inki. Þær hafa unnið saman í rúm tvö ár og í október 2007 hlutu þær fyrstu verðlaun í ljóðasöngs- flokki Erkki Melartin-kammertónlistarkeppninnar í Savon- linna í Finnlandi. Steinunn lýkur mastersgráðu í söng frá Síb- elíusarakademíunni í Helsinki í sumar en hefur stundað tónlistar- nám frá því hún hóf að læra á fiðlu sex ára gömul. Hún fór með hlut- verk Fiordiligi í Così fan tutte eftir W.A. Mozart í Óperustúdíói Íslensku óperunnar í vor. Sofia stundar framhaldsnám við Síbelíusarakademíuna í Helsinki. Hún hefur í námi sínu lagt sérstaka áherslu á flutning kammer- og ljóðasöngstónlistar og komið víða fram á tónleikum í Finnlandi með Wellentríóinu, píanótríói sem hún hefur leikið með síðan 2003 og hlaut Kees Wiebenga-verðlaunin sem besti flytjandi á Kammertónlistar- hátíðinni í Kuhmo sumarið 2006. Tónleikar þeirra Steinunnar og Sofiu fara fram í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, og hefjast kl. 20.30. - vþ Vínarsöngvar og ljóð í Listasafni Sigurjóns STEINUNN SOFFÍA SKJENSTAD OG SOFIA WILKMAN Koma fram á tónleikum í Listasafni Sigurjóns annað kvöld. Píanóleikararnir Sigríður Hulda Geirlaugsdóttir og Valgerður Andrésdóttir koma fram á tónleik- um í Hásölum, sal Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, í kvöld kl. 20. Þar munu þær flytja brasilíska tónlist fyrir tvö píanó eftir tónskáldin Mignone, Nazareth og Zequinha Abreu. Það er Francisco Mignone sem hefur samið eða útsett flest verkin. Einnig flytja þær Scara- mouche eftir franska tónskáldið Milhaud, en hann var undir tals- verðum áhrifum frá brasilískri tónlist þegar hann samdi verkið. Eftir nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík stundaði Sigríður Hulda framhaldsnám í Boston og síðar í Ríó de Janeiro þar sem hún er búsett nú. Valgerður stundaði framhaldsnám í Berlín. Hugmyndin að þessu samstarfi þeirra Sigríðar og Valgerðar kviknaði í Ríó árið 2002 og er þetta í annað sinn sem þær koma fram sem píanódúó. - vþ Tónlist fyrir tvö píanó Um mánaðamótin lýkur sýningu þeirra Önnu Hallin og Olgu Berg- mann í Menningarmiðstöð Kópa- vogs. Þar er ruglað saman reitum þeirra við sýningargripi Náttúru- fræðistofunnar. Flest verkin eru unnin í samstarfi Önnu og Olgu og mætast þar náttúrulífsmyndir og ýmis tilbrigði við veruleikann í myndbandsverkum og innsetningu. Á sýningunni sýna Anna Hallin og Olga Bergmann ný verk þar sem meðal annars er komið við í heimi syngjandi þorska og dansandi marglyttna. Einnig er á sýningunni velt upp hugmyndum um framtíð- arþróun íslenskrar náttúru. Hilmar J. Malmquist, forstöðu- maður Náttúrufræðistofu Kópa- vogs, birti við opnun sýningarinnar hugleiðingar sínar um erindi mynd- listarinnar inn í stofur safngripa úr ríki nátturunnar: „Tengsl náttúru- vísinda og lista eru margs konar. Báðar þessar greinar hafa t.d. byggt tilvist sína að miklu leyti á sömu forsendunni − á villtri og óspilltri náttúru. Hvað varðar nátt- úruvísindin má benda á að afkoma manna er háð afurðum náttúrunn- ar, en haldbær nýting þeirra krefst aftur á móti upplýsinga, sem aðferðafræði náttúruvísindanna er fær um að veita. Hvað listina snert- ir er engum blöðum um það að fletta að fjölbreytt náttúra, lands- lag jafnt sem lifandi verur, hefur verið listamönnum mjög hugleikið viðfangsefni um langan aldur. Önnur tengsl milli náttúruvísinda og lista felast í siðferðislegri ábyrgð, sem er sameiginleg vís- inda- og listamönnum og varðar umgengni manna og breytni gagn- vart náttúrunni. Mikilvægi þessar- ar ábyrgðar hefur aukist hratt á allra síðustu áratugum og þar er við manninn að sakast. Græðgi og vanþekking hefur afvegaleitt okkur í umgengni við margvísleg náttúru- gæði. Dýrategundum hefur verið útrýmt, vistkerfum rústað og líf- ríki jarðar stafar ógn af loftslags- breytingum vegna lífshátta okkar, einkum í hinum vestræna heimi. Náttúrunni, þ.m.t. manninum, staf- ar einnig ógn af ríkri tæknihyggju við lausn vandamála, svo sem í erfðaverkfræði þar sem átt er við erfðaefni lífvera og það jafnvel flutt á milli fjarskyldra lífvera. Við þessar aðstæður er mikilvægt að listirnar og vísindin eigi í samræðu um hvert stefnir. Í þessu skyni býður Náttúrufræðistofa Kópavogs upp á sýningu listamannanna Olgu Bergmann og Önnu Hallin. Verk þeirra eru sprottin úr hugmyndum sem öðrum þræði tengjast þróun lífvera og aðlögun þeirra að umhverfi framtíðarinnar.“ Náttúrufræðistofa Kópavogs er í Menningarmiðstöð Kópavogs og er náttúrugripasafn hennar opið almenningi mánudaga til fimmtu- daga kl. 10-20, föstudaga kl. 11-17 og laugardaga og sunnudaga kl. 13- 17. - pbb Syngjandi þorskar MYNDLIST Anna og Olga við eitt verka sinna sem nú er uppi í Náttúrufræði- stofu Kópavogs. Nú um helgina var opnuð í Skaft- felli, miðstöð myndlistar á Austur- landi, sýning þeirra Ólafar Helgu Helgadóttur og Kristínar Bjarkar Kristjánsdóttur, en hún ber heitið Floor Killer. Sýningin er liður í sýningarröðinni Sjónheyrn, en hún er tileinkuð samstarfi hljóð- og myndlistarmanna. Sýninga- stjórar Sjónheyrnar eru Ingólfur Örn Arnarsson og Elísabet Indra Ragnarsdóttir. Þær Ólöf Helga og Kristín Björk útskrifuðust saman úr myndlist- ardeild LHÍ vorið 2005 en hafa ekki unnið saman fyrr en nú, enda æði ólíkir listamenn. Þó grillir í sameiginlega þræði í listsköpun þeirra ef vel er að gáð, ef til vill sprengiþræði. Á sýningunni Floor Killer mætast þær á dansgólfinu; það er víst kviknað í því. Floor Killer stendur til 6. ágúst. - vþ Kviknað í dansgólfi GENGUR FRÁ GÓLFUM Ljósmynd af verki Kirstínar Bjarkar Kristjánsdóttur og Ólafar Helgu Helgadóttur í Skaftfelli. Síðasti túr Leonards Cohen til Evr- ópu stendur nú yfir. Hann hóf ferð- ina í Dyflinni, hafði áður haldið fjóra tónleika í Toronto, þann 16. var hann að spila í Edinborg og í gærkvöldi í London. Næst eru tón- leikar í Lissabon og 22. júlí spilar hann í Nice, 25. í Lorrach í Þýska- landi. Um mánaðamótin eru þrír tónleikar á Ítalíu og loks 3. ágúst verður hann á Ledbury-hátíðinni. Öllum að óvörum hefur hann til- kynnt að 18. október verði hann með þriðju tónleika sína á fjögurra mánaða tímabili í Kaupmannahöfn. Miðasala er hafin en einungis 7.000 miðar í boði. Menn sem sátu hljóm- leika hans í höllinni fyrir tveimur áratugum tala enn um það gigg sem Sjónvarpið filmaði. Hvenær fáum við að sjá það aftur og því hefur Sjónvarpið ekki reynt að koma þeirri upptöku í erlenda dreifingu? - pbb Cohen á túr TÓNLIST Kominn á áttræðisaldur er Leonard Cohen á ferð og hefur ekki þótt betri í langan tíma. Kl. 14.03 Í þættinum Út um víðan völl, sem er á dagskrá Rásar 1 í dag kl. 14.03, fer Sveinn Einarsson með hlustendur til Bayreuth, einnar af háborgum tónmenningar í Evrópu, þar sem andi Wagners svífur yfir vötnum. Hátíðar- leikhúsið þar er sérstaklega byggt til að flytja óperur Wagners og þar hafa þær verið fluttar í bráðum hálfa aðra öld. Hinir árlegu Kammertónleikar á Kirkju- bæjarklaustri verða haldnir í átjánda sinn helgina 8.-10. ágúst næstkomandi. Þeir tónlistarmenn sem koma fram á hátíðinni í ár eru Ágúst Ólafsson baritónsöngvari, Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari, Eyjólfur Eyjólfsson tenórsöngvari, Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Trio Nordica. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar í ár er söngkonan Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og er ljóst að hún hefur valið flytjendur og dagskrá saman af mikilli kost- gæfni. Flytjendurnir eiga það allir sameiginlegt að hafa vakið mikla athygli og hlotið talsvert lof fyrir tón- listarflutning sinn á síðustu misserum. Til að mynda var Ágúst Ólafsson tilnefndur til Íslensku tónlistar- verðlaunanna árið 2007 sem flytjandi ársins í sígildri og samtímatónlist og Trio Nordica, sem skipað er þeim Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara, Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara og Monu Kontra píanóleikara, hefur á undanförnum fimmtán árum komið fram á fjölda tónleika vítt og breitt um Evrópu við einstakan orðstír. Allir meðlimir tríósins hafa unnið til margvís- legra verðlauna fyrir list sína og gert upptökur fyrir ýmis útgáfufyrirtæki, svo sem King Records, Bis og Naxos. Tónleikahátíðin hefst föstudagskvöldið 8. ágúst, en þá kemur Trio Nordica fram og flytur píanótríóið sem þekkt er undir nafninu Dumky eftir Dvorák. Seinna sama kvöld flytja Eyjólfur Eyjólfsson og Ástríður Alda Sigurðardóttir ljóðaflokkinn Dichterliebe eftir Schumann. Á laugardagstónleikunum flytja Ágúst Ólafsson og Ástríður Alda Sigurðardóttir ljóðaflokkinn Ferða- söngva eftir Vaughan Williams. Þá flytur Trio Nordica þrjú verk eftir Piazzolla og Sigrún Eðvaldsdóttir leikur virtúósaverkin Theme and Variations eftir Messiaen og Introduction og Rondo Capriccioso eftir Saint-Saëns. Á lokatónleikunum hátíðarinnar á sunnudeginum leikur Sigrún Eðvaldsdóttir sónötu nr. 3, Ballade, eftir Ysaÿe, en Eyjólfur og Ágúst syngja aríur og dúetta úr óperum eftir Donizetti, Mozart, Bellini, Gounod og Bizet við undirleik Ástríðar Öldu. Að lokum flytur Trio Nordica píanótríó nr. 2 op. 67 eftir Shostakovich. Tónleikarnir verða haldnir í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli, Kirkjubæjarklaustri. Þeir sem hafa áhuga á að tryggja sér miða á tónleikana fyrirfram geta hringt í síma 487 4840 og 863 6106. Vinsælt hefur verið að gista í nágrenni Kirkjubæjar- klausturs til að njóta þar tónlistar og náttúrufegurðar undir lok sumarsins og er fólki ráðlagt að panta gistingu í tíma. vigdis@frettabladid.is Kammertónlist á Kirkjubæjarklaustri TRIO NORDICA Tríóið kemur fram á kammertónlistarhátíð á Kirkjubæjarklaustri í ágúst. SIGRÍÐUR OG VALGERÐUR Leika tónlist fyrir tvö píanó á tónleik- um á mánudag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.