Fréttablaðið - 21.07.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 21.07.2008, Blaðsíða 40
24 21. júlí 2008 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is GANGA.IS Ungmennafélag Íslands Kaplakrikavöllur, áhorf.: 784 FH HK TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 12-13 (9-6) Varin skot Gunnar 6 – Gunnleifur 5 Horn 10-6 Aukaspyrnur fengnar 6-10 Rangstöður 3-2 HK 4–5–1 Gunnleifur Gunnleifs. 6 Damir Muminovic 5 Sinisa Kekic 7 Finnbogi Llorens 5 Hörður Árnason 5 Mitja Brulc 7 Finnur Ólafsson 6 Goran Brajkovic 6 Rúnar M. Sigurjóns. 6 (67., Hörður Magn. 5) Aaron Palomares 5 (54., Hörður Már M. 7) Iddi Alkhag 6 *Maður leiksins FH 4–3–3 Gunnar Sigurðsson 8 Höskuldur Eiríksson 4 Ásgeir G. Ásgeirsson 6 Tommy Nielsen 5 Hjörtur L. Valgarðs. 7 Davíð Þ. Viðarsson 6 Arnar Gunnlaugs. 5 (62., Matthías Vilhj. 6) Dennis Siim 6 (71., Björn Sverris. -) Atli Guðnason 4 (55., Matthías Guð. 6) Atli Viðar Björnsson 6 *Tryggvi Guðm. 8 1-0 Tryggvi Guðmundsson (12.), 2-0 Tommy Nielsen (45.), 3-0 Tryggvi Guðmundsson (48.), 4-0 Atli Viðar Björnsson (74.). 4-0 Magnús Þórisson (7) Kópavogsvöllur, áhorf.: 1.002 Breiðablik ÍA TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 16-8 (9-4) Varin skot Casper 3 – Trausti 3 Horn 3-2 Aukaspyrnur fengnar 14-10 Rangstöður 2-1 ÍA 4–5–1 Trausti Sigurbjörns. 3 Heimir Einarsson 3 Árni Thor Guðmunds. 4 Dario Cingel 2 (46., Andri Júlíusson 3) Guðjón H. Sveinsson 3 (72., Þórður Guðjóns. -) Aron Ýmir Péturs. 2 Bjarni Guðjónsson 3 Jón Vilhelm Ákason 3 (79., Hlynur Hauks. -) Helgi Pétur Magnús. 2 Björn Bergmann 4 Vjekoslav Svadum. 3 *Maður leiksins BREIÐAB. 4–4–2 Casper Jacobsen 6 Arnór S. Aðalsteins. 6 Finnur Orri Margeirs. 7 Srdjan Gasic 6 Kristinn Jónsson 6 Nenad Petrovic 6 Guðmundur Kristjáns. 8 Arnar Grétarsson 8 Nenad Zivanovic 8 (68., Magnús Páll G. 8) Jóhann Berg Guðm. 8 (79., Olgeir Sigurg. -) *Marel Baldvins. 8 (74., Prince Rajcomar -) 1-0 Nenad Zivanovic (3.), 2-0 Jóhann B. Guðmundsson (21.), 3-0 Nenad Zivanovic (25.), 4-0 og 5-0 Magnús Páll Gunnarsson (68., 73.), 6-0 Prince Rajcomar, 6-1 Björn Berg- mann Sigurðarson (82.). 6-1 Jóhannes Valgeirs. (8) LANDSBANKADEILD KARLA 1. Keflavík 12 8 2 2 26-16 26 2. FH 12 8 1 3 26-12 25 3. Fjölnir 11 7 0 4 19-10 21 4. Breiðablik 12 6 3 3 25-17 21 5. Valur 12 6 2 4 19-15 20 6. KR 11 6 0 5 19-13 18 7. Fram 11 5 0 6 10-11 15 8. Grindavík 11 4 2 5 15-19 14 9. Þróttur R. 11 3 4 4 15-20 13 10. Fylkir 11 4 0 7 12-19 12 ------------------------------------------------------ 11. ÍA 12 1 4 7 9-13 7 12. HK 12 1 2 8 12-28 5 STAÐAN Kvennalandslið Íslands í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri fékk fremur óvænt boð á dögunum um þátttöku á lokakeppni HM vegna þess að landslið Úrúgvæ og Chile drógu sig úr keppni, en keppnin sem fram fer í Makedóníu hefst á morgun og stendur í tæpar tvær vikur. Landsliðsþjálfarinn Stefán Arnarsson kvað þetta frábært tækifæri fyrir íslenska liðið, þrátt fyrir að hann hefði gjarnan viljað hafa meiri tíma til undirbúnings fyrir mótið. Stefán var staddur í Leifsstöð þegar Fréttablaðið heyrði hljóð- ið í honum í gær en íslensku stelpurnar hefja leik í dag kl. 17. „Þetta kom náttúrlega fremur óvænt upp og und- irbúningur liðsins og skipulagning ferðarinnar er eftir því. Þetta er hins vegar frábært tækifæri fyrir þessar stelpur; að spila á lokakeppni á stór- móti. Júlí er frímánuður frá handboltanum hjá flestum þessum stelpum og sumar hverjar þurftu að breyta ferðaplönum sínum til þess að geta verið með og ég er viss um að þær munu leggja sig allar fram í mótinu. Ég ætla bara að vona að við náum fyrsta leik,“ sagði Stefán á léttum nótum en mótherjar Íslands í dag eru Ungverjar. „Ég er mjög ánægður með að við mætum Ungverjum í fyrsta leik þar sem við spiluðum gegn þeim í forkeppninni sem fram fór á Íslandi í mars síðastliðnum og þekkjum því vel til liðsins. Við töpuðum þeim leik reyndar en vorum inni í leiknum alveg þangað til á síðasta stundarfjórðung- um,“ sagði Stefán, sem er þokkalega bjartsýnn á gengi íslenska liðsins. „Á góðum degi getum við alveg unnið þessar þjóðir, þannig að ég er fullviss um að stelpurnar muni standa sig vel,“ sagði Stefán en íslenska liðið leikur í A-riðli með Ungverjalandi, Slóveníu, Þýskalandi og Rúmeníu. Leikið verður nokkuð stíft en íslenska liðið leikur fjóra leiki á fimm dögum í riðlinum og eftir það verður svo spilað um sæti. STEFÁN ARNARSSON, ÞJÁLFARI U-20 ÁRA LANDSLIÐS KVENNA: FAGNAR ÓVÆNTU BOÐI UM ÞÁTTTÖKU Á HM Ætla bara að vona að við náum fyrsta leik > Grétar Hjartarson ekki með gegn KR Fjölnir mætir Þrótti og Fram og Fylkir eigast við kl. 19.15 og KR mætir Grindavík kl. 20.00 í Landsbankadeild karla í kvöld. Framherjinn Grétar Hjartarson er kominn með leikheimild með Grindavík en hann mun hins vegar ekki mæta fyrrverandi liðsfélögum sínum í KR vegna samninga sem félögin tvö gerðu sín á milli þegar félagaskiptin gengu í gegn. Grétar verður ekki heldur með Grindavík í viður- eign liðanna í átta liða úrslitum VISA-bikarsins á fimmtu- dag. Gabonski framherjinn Gilles Mbang Ondo gæti hins vegar leikið með Grindavík eftir að hafa fengið leikheimild. Framherjinn Jesper Sneholm er að sama skapi kominn með leikheimild með Þrótti. FÓTBOLTI Fyrir leik FH og HK í gær voru FH- ingar í 2. sætinu á meðan HK var á botninum. Það breyttist ekki í gær því FH vann með fjórum mörkum gegn engu og minnkaði því forskot Keflavíkur í eitt stig. Leikur HK lofar þó ágætu um framhaldið hjá þeim. Leikmenn HK mættu grimmir til leiks og ætluðu greinilega að láta fimleikastrákana hafa fyrir hlutunum. FH var þó meira með boltann og strax á 12. mínútu kom Tryggvi Guðmundsson þeim yfir með góðu skoti úr vítateignum. Eftir markið var eins og leikmenn FH slökuðu á því HK átti nokkrar álitlegar sóknir og fékk tækifæri til að jafna leikinn sem ekki nýttust því Gunnar Sigurðsson var þeim erfiður í markinu. Það var því gegn gangi leiksins þegar Tommy Nielsen kom FH í 2-0 á síðustu mínútu fyrri hálfleiks með skalla eftir sendingu Tryggva Guðmundssonar FH-ingar kláruðu svo leikinn strax í upphafi síðari hálfleiks en þá kom Tryggvi Guðmunds- son þeim í 3-0 eftir sendingu frá Atla Viðari Björnssyni. Leikmenn HK héldu þó áfram baráttu sinni og fengu færi til að minnka muninn en Gunnar sá við þeim í markinu sem fyrr. Þegar líða fór á leikinn náðu leikmenn FH betri tökum á leiknum og Atli Viðar Björnsson skoraði fjórða mark Hafnfirðinga á 74. mínútu og eftir það voru fimleikastrákarnir í hálfgerð- um reitabolta. 4-0 sigur FH staðreynd, heldur stórt miðað við gang leiksins, en það er alveg ljóst að til að vinna fótboltaleik þarf að nýta færin og það gerðu leikmenn HK ekki. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ánægður í leikslok. ,,Við vorum ekkert sérstakir í fyrri hálfleik og smiðurinn Gunnar Sigurðsson hélt okkur inni í leiknum. Í seinni hálfleik fannst mér við svo vera töluvert sterkari og kláruðum þetta. Við erum að spila okkar þriðja leik á átta dögum og kannski sat smá þreyta í okkur. En ég er ánægður með sigurinn og stigin þrjú skipta máli,“ sagði Heimir og varðandi framhaldið í deildinni bætti hann við: ,,Já það er ljóst að deildin er jöfn og það virðist vera þannig að ef hugarfar manna er ekki alveg rétt þá geta allir unnið alla. Við erum þarna í toppbaráttunni, bara stigi á eftir Keflavík þannig að það stefnir í jafna baráttu.“ Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari HK, var hins vegar svekktur í leikslok. ,,Við fengum fullt af færum og vorum að halda boltanum mjög vel og í raun langt frá því að vera lakari aðilinn þrátt fyrir að hafa tapað 4-0. Við gáfumst aldrei upp og sýndum að við getum sótt ágætlega. Aftur á móti náðum við ekki að skora sem er ekki jákvætt. Hins vegar var margt jákvætt í þessum leik og við ætlum okkur að taka það með okkur í næstu leiki,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari HK, að lokum. - sjj FH-ingar héldu pressunni á Keflvíkinga í toppbaráttunni með stórsigri gegn HK sem vermir botnsætið áfram: Stórsigur FH-inga gegn lánlausu liði HK ÖFLUGUR Tryggvi Guðmundsson átti góðan leik gegn HK og skoraði tvo af mörkum FH í gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Breiðablik gjörsigraði ÍA, 6-1, í 12. umferð Landsbanka- deildar karla í fótbolta í gærkvöld á heimavelli sínum í Kópavogi. Breiðablik hóf leikinn af mikl- um krafti og náði forystunni strax á 3. mínútu leiksins með marki Nenad Zivanovic. Fátt markvert gerðist þar til Jóhann Berg Guðmundsson skor- aði annað mark Breiðabliks á 21. mínútu. Fjórum mínútum síðar skoraði Zivanoic sitt annað mark og áttunda mark á tímabilinu. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik en Blikar hófu markaveisluna á ný eftir að Ólaf- ur Kristjánsson, þjálfari liðsins, fór að hleypa varamönnum sínum inn á. Magnús Páll Gunnarsson skoraði á 68. mínútu eftir að hafa verið þrjár mínútur inni á vellin- um og bætti öðru marki við fimm mínútum síðar. Prince Rajcomar skoraði sjötta mark Breiðabliks á 77. mínútu en hann hafði þá verið þrjár mínútur á vellinum líkt og Magnús þegar hann skoraði fyrra mark sitt. Skagamenn mölduðu í móinn með marki á 82. mínútu þegar Þórður Guðjónsson lagði upp mark fyrir bróður sinn Björn Bergmann Sigurðarson. Eins og lokatölurnar gefa til kynna voru yfirburðir heima- manna miklir í leiknum. Blikar voru betri á öllum sviðum fótbolt- ans og þarf Guðjón Þórðarson að kafa djúpt í reynslubankann til að berja sjálfstrausti í sína menn en ekkert í leiknum bendir til þess að ÍA geti haldið sæti sínu í deild- inni. Sigur Breiðabliks er sá stærsti í sögu félagsins í efstu deild og bætti liðið met sitt frá árinu 1981 þegar liðið lagði Val, 5-1. Marel Baldvinsson var einn af mörgum leikmönnum Breiðabliks sem fór mikinn í leiknum en Marel lagði upp þrjú mörk liðsins og átti einkar auðvelt með að vinna sér svæði í framlínunni. „Þeir buðu okkur í veislu. Það er ekki hægt að segja annað. Við bjuggumst við erfiðum leik þar sem þeir eru að berjast fyrir sæti sínu í deildinni. Við bjuggumst við þeim mikið sterkari.“ „Við vorum tilbúnir í leikinn frá fyrstu mínútu og gerðum þeim erfitt fyrir. Þeir eru ekki með mikið sjálfstraust og hafa verið í erfiðu prógrammi, í útileik í Evr- ópukeppni. Því var mikilvægt að skora snemma eins og við gerum og þeir hálfpartinn brotna við það og við göngum á lagið. Lykilatriði var að skora snemma. Við töluðum um það fyrir leik að mæta grimmir til leiks til að skora snemma til að gera þetta auðveldara fyrir okkur og það tókst.“ Blikar hafa nú sigrað fjóra leiki í röð, þrjá þeirra í deildinni og einn í bikar og eru komnir í fjórða sæti deildarinnar. „Við erum á góðu skriði eftir gott gengi og það er mikið sjálfstraust í liðinu. Það er gaman að spila þegar þetta er þannig.“ „Það er ekki hægt að neita því að það er stutt í toppinn en við erum ekki að spá í því núna. Ef við höldum áfram að taka stig þá verð- um við í toppbaráttunni en við þurfum að halda áfram að sýna stöðugleika til að það sé raunhæft að spá í því,“ sagði Marel sem virðist óðfluga vera að nálgast sitt besta form. -gmi Skagamenn niðurlægðir af Blikum Breiðablik vann stærsta sigur sinn í efstu deild karla frá upphafi þegar liðið valtaði yfir ÍA. Þetta var jafn- framt stærst tap Skagamanna í efstu deild síðan árið 1976 en þá tapaði liðið einnig 6-1, fyrir Valsmönnum. SÝNING Hinn ungi og efnilegi Jóhann Berg Guðmundsson fór á kostum í liði Breiða- bliks í gær, ásamt reyndar öllum sóknarmönnum liðsins. Þetta var stærsti sigur í sögu Breiðabliks í efstu deild. Skagamenn hafa að sama skapi ekki tapað svona stórt í efstu deild síðan árið 1976. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.