Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 12
12 24. júlí 2008 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Líkt og síðustu vikur tók Fréttablaðið saman það helsta sem um er að vera á landsbyggð- inni um helgina. Í Reykholti fer fram Reykholtshátíðin Sam- hljómur. Hátíðin er klassísk tónlistarhátíð sem hófst í gær og lýkur á sunnudag. Á sunnanverðum Vestfjörðum verður göngu- og menningarhátíðin Svartfuglinn haldin um helgina. Gönguferðir og ýmsar uppákomur verða frá því í dag og fram á sunnudag. Boðið er upp á tvenns konar mis- erfiðar göngur. Fyrir þá sem ekki treysta sér í göngur á Vestfjörðum er bæjarhátíðin Tálkna- fjör á Tálknafirði einnig um helgina. Útimark- aðir, tónleikar og grillveisla eru á meðal þess sem boðið verður upp á. Landsmót skáta fer fram á Hömrum við Akureyri um helgina. Þar eru um 2.000 skátar á öllum aldri samankomnir. Mærudagar eru haldnir á Húsavík um helg- ina. Á Mærudögum er boðið upp á ýmiss konar námskeið, þá verður fjölskyldudansleik- ur á föstudag og markaður, knattspyrnuleikir og tveir dansleikir á laugardagskvöld. Á Borgarfirði eystri verður tónlistarhátíðin Bræðslan á laugardagskvöld. Þar koma fram Damien Rice, Bryndís Jakobsdóttir, Eivör Páls- dóttir og Magni Ásgeirsson. Vopnafjarðardagar verða um helgina. Þar verður grillveisla og brekkusöngur annað kvöld, og á laugardag verða fjölskyldu- skemmtanir og stórdansleikur á laugardags- kvöld. Á Fáskrúðsfirði verða Franskir dagar haldnir hátíðlegir. Á Hvammstanga fer fram unglistarhátíð- in Eldur í Húnaþingi. Hátíðin er skipulögð af ungu fólki á svæðinu og er meðal ann- ars rekin sérstök útvarpsstöð fyrir hátíðina. Hljómsveitin Dalton mun leika fyrir dansi á laugardagskvöldið, en ýmis námskeið og óvæntar uppákomur munu eiga sér stað. Um helgina er gert ráð fyrir að hiti verði á bilinu 12 til 22 stig og hlýjast á Norðurlandi. HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA? Gott veður á tónlistar- og bæjarhátíðum um allt land MÆRUDAGAR Á HÚSAVÍK Mærudagar fara fram um helgina á Húsavík. Gert er ráð fyrir að veður verði best á Norður- og Norðausturlandi. Þjóðhátíð í Grímsey „En ég er að vinna í því að fá lunda frá Grímsey. Það er því hugsanlegt að Grímseyingar bjargi Þjóðhátíðinni í ár.“ MAGNÚS BRAGASON, LUNDAVERK- ANDI Í VESTMANNAEYJUM, UM YFIRVOFANDI LUNDASKORT. 24 stundir, 23. júlí. Skortir hugkvæmni „Ég held að þeir sem setja lög og reglur um svona nokkuð hafi hreinlega ekki hugkvæmni til að láta sér detta í hug slíkur möguleiki.“ SIGURÐUR HELGASON HJÁ UM- FERÐARSTOFU UM JEPPABIFREIÐ MEÐ GÚMMÍTYPPI Á VÉLARHLÍF- INNI. Fréttablaðið, 23. júlí. T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA Landsmót skáta var sett að Hömrum við Akureyri á þriðjudag. Búist er við met- þátttöku í ár. Skátahöfðingi Íslands segir skátastarfið þróast með breyttum sam- félagsháttum. „Skátastarfið breytist og þróast með tímanum, jafnvel þótt grunn- gildin séu ávallt hin sömu,“ segir Margrét Tómasdóttir, skátahöfð- ingi Íslands. Landsmót skáta var sett að Hömrum við Akureyri á þriðjudag. Veðrið hefur leikið við mótsgesti og búast mótshaldarar fastlega við metþáttöku á lands- mótinu í ár. Margrét segir skátastarfið vel til þess fallið að teygja í hinar ýmsu áttir, allt eftir áhugasviði hvers og eins. „Grunngildi skátastarfsins, að þroska sjálfan sig, taka þátt í samfélaginu á heilbrigðan máta og hjálpa öðrum, skipa eðlilega afar stóran sess í öllu okkar starfi. Hins vegar lögum við okkur að breyti- legu samfélagi. Skátar geta verið mikið útivistarfólk, en þeir geta líka verið tækninördar,“ segir hún og hlær. „Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi í skátastarf- inu.“ Að sögn Margrétar dvelja yfir tvö þúsund þátttakendur, að for- ingjum meðtöldum, á mótssvæð- inu alla vikuna sem mótið stendur yfir. Eftir því sem líður á mótið bætist þó sífellt við hópinn. Á laugardaginn er búist við miklum fjölda fólks á svæðið, en þá er öllum sem vilja boðið í heimsókn. Margrét býst við að gestir verði fleiri nú í ár en á síðasta landsmóti á Úlfljótsvatni fyrir þremur árum. Þá komu átta þúsund manns. Um sjö hundruð erlendir þátttakendur eru staddir á mótinu, flestir frá Bretlandi og Skandinavíu. Skipulögð dagskrá mótsins er fjölbreytt. Má þar nefna göngu- ferðir, vatnasafarí og hinar ýmsu skátaþrautir. Einnig býður skáta- félagið Radíóskátar upp á kennslu í samsetningu rafeindatækja, og er búist við mikilli þátttöku í þeirri grein. Þema landsmótsins í ár er „Á víkingaslóð“. Margrét segir þátt- takendur hafa lagt töluvert á sig við undirbúning og lærdóm um víkingasið. „Hér eru margir hlaupandi um í víkingaskikkjum, með skildi, hjálma og allt tilheyr- andi.“ Áhugasömum er bent á beinar útsendingar frá mótinu og útvarpsstöð mótsins, Radíó Ragnarök, á vefslóðinni mms:// wms.vodafone.is/landsmot2008. kjartan@frettabladid.is Skátar geta verið tækninördar VIÐSKIPTI „Við erum nítján athafnakonur sem höfum sett saman sjóð og ætlum að fjárfesta saman á hluta- bréfamarkaði,“ segir Aðalheiður Karlsdóttir einn stofnenda eignarhaldsfélagsins Naskar sem stofnað var á dögunum. Hugmyndin vaknaði hjá alþjóðanefnd félags kvenna í atvinnurekstri og er byggð á þýskri fyrirmynd. „Þetta er tilraunaverkefni sem við höfum unnið í samstarfi við Háskólann í Reykjavík í tengslum við mannauðsverkefnið þar. Þetta snýst um það að nítján konur hafa stærra tengslanet en ein kona. Við leggjum áherslu á arðbærar fjárfestingar en reynum að forðast að fjárfesta í fyrirtækjum sem tengjast vopnaiðnaði eða klámi. Ennfremur skoðum við stjórnarskipan fyrirtækja og það er plús ef það eru margar konur í stjórn. Hópurinn er lokaður og mun væntanlega verða það áfram. Við völdum konurnar mjög vandlega og skilgreindum hvað væri styrkleiki fyrir hópinn. Við erum til dæmis með löggilda verðbréfamiðlara, lögfræðinga og endurskoðendur. Þetta eru konur með mjög víðtæka reynslu sem styrkja hópinn og sjálfar sig í leiðinni. En þær þurfa ekki bara að vera klárar heldur líka skemmtilegar.“ - ges Nítján konur setja saman sjóð og ætla að fjárfesta á hlutabréfamarkaði: Fjárfesta hvorki í vopnum né klámi AÐALHEIÐUR KARLSDÓTTIR Einn stofnenda hópsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK EFNIVIÐUR SÓTTUR Þessir skátar sóttu sér efnivið í trönur til þess að byggja sér hlið. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR KÓPAR Skátarnir í Kópum frá Kópavogi reistu þetta glæsilega hlið. Dagurinn í gær fór í mestu í hliðagerð og annan frágang í tjaldbúðum skátanna. FRÉTTABLAÐIÐ/HKVAM DANSKIR SKÁTAR Skátarnir á mótinu eru af mörgum þjóðernum. Þessir dönsku skátar fengu sér að borða eftir að hafa reist hlið við tjaldbúðir sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR „Mér er einhvern veginn sama um forsetann og hvað hann gerir,“ segir Elísabet Jökulsdóttir skáld um þá ákvörðun forsetans að fara á Ólympíuleikana í Kína í haust. „Auð- vitað fer hann til Kína og er ekkert að mótmæla neinu. Ég er eiginlega hætt að lesa nokkuð um hann, mér er ekkert illa við hann. Ég hef bara einhvern veginn misst áhugann á honum.“ „Ég er náttúrulega geðfötluð svo ég kemst ekki til Kína, svo það er kannski ágætt að forsetinn komi í minn stað,“ segir Elísabet. „Við höfum verið að reyna að hafa íþróttir sem eitthvað sem þjóðir heims geta sameinast um og lagt á hilluna alls konar ágreiningsatriði. Það hefur verið hin gullna regla íþróttanna frá upphafi að þetta er leikur og þegar leikurinn er búinn er hann búinn. Þetta hefur verið ákveðið sameiningartákn en Kín- verjarnir eru að brjóta þetta allt með þessum furðulegu reglum sínum. Hvernig á til dæmis að skilgreina geðfötlun? Má ekki gera ráð fyrir því að einhverjir íþróttamenn hafi glímt við þunglyndi eða kvíðaköst eins og fólk gerir? Þessi listi er einhvern veginn aftan úr öldum.“ Kínverjar brjóta reglur íþróttanna ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR Skáld SJÓNARHÓLL FORSETI ÍSLANDS FER Á ÓLYMPÍU- LEIKANA Í KÍNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.