Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 18
18 24. júlí 2008 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Kr ón ur 39 5 17 0 22 0 20 0 1999 2002 2005 2008 Útgjöldin > Verð á DV í lausasölu á þriggja ára fresti frá árinu 1999. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS. ■ Hanna Björg Jónsdóttir, starfsmaður hjá Sagafilm, kann að eyða vondri lykt. „Mér finnst gaffateip, grátt strigalímband, vera nauðsynlegt fyrir heimilið,“ segir Hanna Björg. „Þegar eitthvað bilar, brotnar eða lekur þá kemur gaffateipið til bjargar. Það heldur nánast öllu saman.“ Hanna Björg segist nýverið hafa uppgötvað Air Sponge Odor Absorber. „Svampurinn fæst á flestum bensínstöðvum og dregur í sig matarlykt, reykingalykt, fúkkalykt og hvaðeina.“ GÓÐ HÚSRÁÐ GAFFATEIP REDDAR ÖLLU „Verstu kaup sem ég hef gert voru skór sem ég keypti mér þegar ég útskrifaðist úr Leiklistarskólanum. Þeir voru svo óþægilegir að ég var farin úr þeim eftir tvo tíma,“ segir Elma Lísa. Skórnir góðu kostuðu um þrjátíu þúsund krónur en Elma segist aldrei hafa notað þá aftur. Eins og svo margir hefur Elma orðið tískunni að bráð. „Ég keypti mér rándýra Buff- alóskó þegar þeir voru í tísku.“ segir hún. „Þeir voru svartir, með þykk- ustu gerð af sólum og eiginlega stórhættuleg- ir. Ég hefði auðveldlega getað fótbrotnað.“ Elma bætir því við að henni hafi reyndar þótt gaman að því hve hávaxin hún varð í skónum en segir að þetta hafi verið í síðasta sinn sem hún hafi keypt sér eitthvað af því að það var í tísku. Elma sækir mikið af mörkuðum. „Ég keypti mér níðþunga styttu af Jesú á markaði í Barcelona sem ég er mjög ánægð með.“ Elma er dugleg við að halda markaði og sá um Sirkus-mark- aðinn. „Ég ætla að halda markað í FIL- húsinu um helgina,“ segir hún. „Með því að selja fötin mín á mörkuðum réttlæti ég það að kaupa mér þau og þá líður veskinu mínu mun betur. Ég mæli hiklaust með því að fólk sæki markaði og skoði sig um. Þar hef ég gert mín bestu kaup.“ NEYTANDINN: ELMA LÍSA GUNNARSDÓTTIR LEIKKONA Gerir bestu kaupin á mörkuðum Það er hægt að spara dágóðan skilding ef valin eru samheitalyf í stað frumlyfja þegar farið er í apótekið. Samheitalyf eru lyf sem hafa sama virka efni og frumlyf- in og eiga því að virka alveg eins. Í reglugerð um afgreiðslu lyfja segir: „Lyfjafræðingi er skylt að upp- lýsa sjúkling um val milli sam- svarandi samheitalyfja sé ávísað á slík lyf og verðmunur er meiri en fimm prósent frá verði ódýrustu samheitalyfja í viðmið- unarverðskrá.“ Magnús Stein- þórsson, framkvæmdastjóri Lyfjavers, segir að fólk velji oft frumlyf í stað samheitalyfja þrátt fyrir að þau síðarnefndu séu oft ódýrari. „Sumir vilja fylgja því sem læknirinn segir eða er einfald- lega íhaldssamt,“ segir Magnús. „Þetta virðist þó vera að ganga ágætlega, fólk er almennt hlynnt samheitalyfjunum og til eru dæmi þess að samheitalyf hafi tekið algerlega yfir markaðinn.“ Magnús segir þó að ódýrustu lyfj- unum sé ekki nærri alltaf ávísað. „Stundum reikna læknar með því að apótekin sjái um að upp- lýsa fólk um samheitalyf en svo vilja sjúklingar kannski ekki hvika frá tilvísun læknisins.“ - hþj Það getur munað dýrmætum krónum að velja samheitalyf Hafa sömu virkni og frumlyf MÖRG LYF EIGA SÉR SAMHEITALYF Oft treystir fólk eingöngu á lækna og kaupir mun dýrari lyf en nauðsynlegt er. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR Óánægður Akureyringur skrif- ar: Greifinn á Akureyri er merki- legt veitingahús sem allir sem koma til Akureyrar verða að koma við á. Það sem er aðallega merkilegt við þetta fornfræga veitingahús er þó verðlagið á matseðlinum. Jú jú, það kostar að fara út að borða og ég veit um staði slakari að gæðum sem rukka svipað mikið fyrir einn sveittan hammara en þegar veit- ingahús rukkar 110 kr. fyrir smá tómatsósudrull er mér nóg boðið. „Þetta hefur alltaf verið svona hjá okkur,“ segir Arin- björn Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Greifans. „Það fylgir samt kokkteil- sósa með öllum skömmtum af frönskum og ef fólk vill frekar tómatsósu þá er ekkert mál að skipta. Þessi verðlagning á því bara við ef fólk vill tómatsósu á pitsuna sína eða vill meira en þessa einu skál sem fylgir frönskunum.“ GREIFINN Á AKUREYRI Tómatsósan á 110 kall. Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@frettabladid.is Glænýr viltur lax Úrval fi skrétta á grillið Óbreytt fi skverð frá áramótum Þegar farið er í ferðalag um verslunarmannahelgina eru ekki allir í þeim hug- leiðingum að fara í kostn- aðarsamt ferðalag með tjaldvagn, ferðaklósett og gasgrill í eftirdragi. Sumir vilja aðeins taka með sér ítrustu nauðsynjar eins og svefnpoka og tjald til þess að geta hallað höfði yfir blánóttina. Fréttablaðið skoðaði verðið á hóflegum útilegubúnaði á nokkrum sölustöðum. Í Intersport er hægt að fá bæði svefnpoka og tjöld. Þar kosta góðir heilsárspokar 19.900 en einnig er hægt að fá skálapoka á 23.990. Ódýrustu pokarnir í sumar kosta aðeins 6.990 og eru, að sögn starfs- manns Intersports, „fínustu sum- arpokar“. Tjöldin í versluninni eru á verð- inu 9.990 til 29.990 en að auki er veittur 40 prósenta afsláttur. Tjöld- in eru af mismunandi stærðum og gerðum en í þeim stærstu getur fólk staðið upprétt. Útilegupakk- inn hjá Intersport kostar frá tæpum tíu þúsund krónum upp í rúmlega fimmtíu þúsund krónur. Rúmfatalagerinn býður upp á úrval tjalda á lágu verði, allt niður í 1.490 krónur. Eigi tjaldið að vera með himni kostar það þó í besta falli 2.990 krónur. Dýrustu tjöldin fara upp í 30 þúsund krónur. Svefn- pokarnir kosta frá 990 krónum upp í fimm þúsund krónur. Nauðsyn- legur útilegubúnaður frá Rúmfata- lagernum þarf því ekki að kosta meira en tvö þúsund og fimm hundruð krónur en verðið getur þó farið allt að 40 þúsundum. Í Byko stendur yfir útsala en þar kosta ódýrustu tjöldin 1.690 krónur en þau dýrustu eru á 9.990 krónur. Verðinu á svefnpokum er sömu- leiðis stillt í hóf. Þeir kosta frá 1.724 krónum upp í 2.990 krónur. Heildarverðið hjá Byko fer því ekki undir þrjú þúsund krónur og ekki yfir fimmtán þúsund krónur. Hjá Húsasmiðjunni er verðlagið aðeins dreifðara. Þar má fá tjöld frá 3.990 krónum og upp í 49.990 krónur. Þau minnstu eru þriggja manna en þau stærstu sex manna með rúmu fortjaldi. Svefnpokar kosta í kringum 3.500 krónur. Úti- legupakki frá Húsasmiðjunni getur því kostað frá tæplega tíu þúsund- um og yfir fimmtíu þúsund krón- ur. Ljóst er að Rúmfatalagerinn býður bestu kjörin af verslununum fjórum. Engu að síður fær Rúm- fatalagerinn ágæta samkeppni frá hinum verslununum. Ef litlu sem engu á að eyða eru þeir þó fremstir í flokki. helgath@frettabladid.is Að tjalda til einnar næt- ur þarf ekki að vera dýrt TJALDAÐ Í GÓÐVIÐRI Það er mun ódýrara að kaupa sér tjald og tilheyrandi búnað en stóran tjaldvagn eða fellihýsi. Að sofa í tjaldi er kostur sem margir kjósa enn þá. Í dag hefst samstarf Nóatúns og garðyrkjubænda sem nefnist Beint frá bónda. Tilgangur þess er að koma vöru bændanna fyrr í verslanir og gera neytendum þannig kleift að njóta þeirra fyrr. Bændurnir keyra vöruna í flestum tilfellum í verslanir daginn eftir að varan hefur verið tekin upp. Þeir bændur sem urðu fyrir valinu hafa verið í fararbroddi íslenskra grænmetisbænda undan- farin ár. ■ Verslun Grænmeti og ávextir koma fyrr í verslanir Reglur sem Neytendastofa setti nýverið um verðmerkingar og aðrar verðupplýsingar hafa tekið gildi. Þá falla úr gildi eldri reglur. Nýju reglurnar fela ekki í sér miklar breytingar heldur voru eldri reglur sameinaðar og einfaldaðar. Með þeim vill Neytendastofa „auka skýrleika og aðgengi að reglum um verðmerkingar óháð starfsgreinum“. Neytendastofa er eina stofnunin sem tengist neytendamálum sem hefur heimild til þess að sekta þau fyrirtæki sem ekki fara að settum reglum. Reglurnar eru auðlesnar og má nálgast á heimasíðunni Neytendastofa.is. ■ Neytendaréttur Ný reglugerð um verðmerkingar tekur gildi Veitingastaðurinn Greifinn á Akureyri: Tómatsósan seld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.