Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 24
24 24. júlí 2008 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... U m það bil sem veturinn gekk í garð árið 2001 komst þáverandi forsætisráðherra svo að orði um hlutverk Seðlabankans: „Og svo þarf hann að huga að því hvort mjög háir vextir séu örugglega til þess fallnir að lækka verðbólgu. Það mætti hugsa sér að mjög háir vextir geti haft þveröfug áhrif.“ Þessar efasemdir voru settar fram þegar ný stefna í peninga- málum hafði verið framkvæmd í nokkra mánuði. Síðan eru liðin sjö ár. Í Markaði Fréttablaðsins í gær komast stjórnarþingmenn- irnir Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson að þeirri niður- stöðu að reynslan kalli á endurmat peningamálastjórnarinnar. Þingmennirnir taka svo hraustlega til orða að hægt sé að stöðva verðbólgu með því að drepa hagkerfið með vöxtum. Að þeirra áliti er það hins vegar ekki ásættanleg niðurstaða. Þar af leiðir að þeir kalla eftir að vítahringur vaxta, gengis og krónubréfa verði rofinn og vilja að Seðlabankanum verði hjálpað til þess að búa til þær aðstæður að lækka megi vexti. Í raun réttri þýða þessi ummæli að ríkisstjórnin leggi Seðla- bankanum til hagfræðileg rök til þess að víkja frá þeim reiknifor- múlum sem gefa fyrirsjáanlega niðurstöðu um áframhald hávaxta. Það væri í góðu samræmi við yfirlýsingu forsætisráðherra á árs- fundi Seðlabankans í vor sem leið og rökrétt ályktun af efasemd- um fyrrverandi forsætisráðherra þegar fyrst reyndi á gildandi lög um sjálfstæði Seðlabankans. Sjálfsagt eru flestir sammála því að horfið verði frá frekari til- raunum til að halda uppi gengi krónunnar með erlendum vaxta- munarlántökum. En böggull fylgir skammrifi eins og jafnan. Eitt- hvað þarf að koma í staðinn sem gefur gjaldmiðlinum gildi. Þegar þar að kemur verða skoðanir skiptar. Aukinn hagvöxtur með sköpun nýrra verðmæta er í raun og sannleika eina leiðin til þess að skjóta stoðum undir gjaldmiðilinn. Þingmennirnir benda því eðlilega á að óhjákvæmilegt er að við nýtum okkur það forskot sem við höfum fram yfir margar aðrar þjóðir með því að beisla þá orku sem eðlilegt getur talist. Á móti eru svo þeir sem trúa að unnt sé að verja lífskjörin án aukins hag- vaxtar. Við þurfum einfaldlega meira af erlendu fjárfestingarfjár- magni en minna af erlendum lánum. Orkunýtingin er sá kostur sem nærtækastur er í þeim tilgangi. Þessa stefnu þarf hins vegar að framkvæma svo hiklaust og markvisst að erlendir fjárfestar og fjármálamarkaðir hafi trú á að hlutirnir séu gerðir af því afli og með þeim hraða sem þarf til að styrkja gjaldmiðilinn. Á tveimur árum á að vera unnt að vinna þjóðarbúskapinn upp úr lægðinni. Þegar þar að kemur vaknar spurningin hver framtíð- arstefnan í peningamálum á að vera. Þá vandast málið á ný. Sumir vilja treysta á krónuna þrátt fyrir bitra reynslu af veikleikum hennar. Það kostar harðar ríkisfjármálaaðgerðir. Aðrir vilja taka upp evru með inngöngu í Evrópska myntbanda- lagið og væntanlega einnig Evrópusambandið. Það kallar á erfiðar aðgerðir í ríkisfjármálum í samræmi við þær kröfur sem til aðild- arþjóðanna eru gerðar þar að lútandi. Fyrstu vísbendingar um hvert stefnir má sjá í fjárlagafrum- varpinu í haust. Verði fjárlög næstu ára í jafnvægi má túlka það sem tilraun til að viðhalda krónunni til lengri tíma. Fari hallinn ekki yfir þrjá af hundraði landsframleiðslu er möguleikanum á evru haldið opnum. Náist hvorugt markmiðið gætu frómar óskir um varanlegan stöðugleika í peningamálum orðið óvissu undir- orpnar enn um sinn. Gamlar og nýjar efasemdir um hávaxtastefnuna: Hollráð ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Lýðræði snýst ekki bara um kosningar og kjörseðla. Það sást í Bandaríkjunum fyrir átta árum, þegar hæstiréttur landsins dæmdi George W. Bush forsetaembættið með fimm atkvæðum gegn fjórum að loknum löngum skrípaleik í Flórída. Og það sást aftur í Simbabve um daginn, þegar útsend- urum Róberts Múgabe forseta tókst með ofbeldi að hræða sigurvegar- ann í fyrri umferð forsetakosning- anna, Morgan Tsvangíræ, frá þátttöku í síðari umferð, svo að Múgabe situr enn í embætti, umboðslaus. Hann hefur setið þar samfellt frá 1980, þegar landið hlaut sjálfstæði. Lýðræði er flókið gangverk. Það útheimtir bæði frjálsar kosningar og styrkar stofnanir til að veita kjörnum stjórnvöldum aðhald, svo að þau virði valdmörk sín; til þess þurfa þau mótvægi. Þær stofnanir, sem mestu skipta í þessu viðfangi, eru stjórnarandstaðan, stjórnar- skráin, óháðir dómstólar og frjálsir fjölmiðlar. Í hvaða hlutföllum? Ef land losnar undan einræði og þarf að byggja lýðræði frá grunni, hvaða stofnanir samfélagsins er þá vert að leggja mesta rækt við til að treysta valdmörkin og mótvægið og þá um leið lýðræðið í sessi? Þessari spurningu virtist lengi ógerningur að svara, þangað til svarið barst – frá Suður-Ameríku. Hér er sagan af því. Mikilvægasta mótvægið? Alberto Fujimori var landbúnaðar- háskólarektor í Perú, bauð sig fram til forseta 1990 gegn Mario Vargas Llosa, heimsþekktum rithöfundi, og hafði sigur. Fujimori forseti þótti fara vel af stað, en 1992 lýsti hann yfir neyðarástandi með fulltingi hersins, rak þingið heim, hóf ritskoðun, rifti stjórnar- skránni og lét handtaka nokkra andstæðinga sína. Hann náði einnig í krafti nýrra laga að góma Abimael Guzmán, leiðtoga maóíska hryðjuverkahópsins Sendero Luminoso (Skínandi stígur), sem hafði framið mörg voðaverk með miklu mannfalli. Fujimori hafði tekið við vondu búi. Verðbólgan var 7.500 prósent 1990. Hann brást við með því að ýta undir markaðsbúskap, einkavæða ríkisfyrirtæki og laða erlenda fjárfestingu að landinu. Umbæt- urnar báru árangur: verðbólgan hjaðnaði, efnahagurinn batnaði, og Fujimori náði endurkjöri 1995. Síðara kjörtímabil hans 1995-2000 leið líkt og hið fyrra. Forsetinn var vel þokkaður, einkum til sveita, meðal annars af því að honum hafði tekizt að brjóta hryðjuverka- hópana á bak aftur og hemja verðbólguna. Hægri hönd forsetans var Vladimiro Montesinos leynilög- reglustjóri. Hann nýtti sér lögin, sem sett voru til að hafa hendur í hári hryðjuverkamanna, til að klekkja á öðrum stjórnarandstæð- ingum og grafa undan lýðræðinu. Margir þóttust vita þetta, en staðfestingin fékkst ekki fyrr en undir lok síðara kjörtímabils Fujimoris. Þá birti lítil kapalsjón- varpsstöð kvikmynd af Montesinosi að greiða stjórnarandstöðuþing- manni mútur. Bókhaldari (og ástkona) leynilögreglustjórans hafði lekið myndbandinu. Hann flúði til Panama. Sönnunargögnin gegn honum hlóðust upp, því að hann hélt bókhald yfir allar mútugreiðslur auk myndbanda í þúsundatali. Bókhaldið sýnir, að hann mútaði þingmönnum, dómurum, ritstjórum og eigendum og starfsmönnum útvarps- og sjónvarpsstöðva. Fjárhæðirnar afhjúpa, hvaða stofnanir Montesin- osi þótti brýnast að kaupa til fylgis við forsetann. Stjórnarandstöðu- þingmenn, blaðamenn, útvarps- menn og dómarar voru tiltölulega ódýrir í rekstri: 5-20 þúsund dollarar á mánuði dugðu handa hverjum þeirra. Sjónvarpsstöðv- arnar fengu meira. Þær voru tíu, og Montesinos greiddi níu þeirra næstum milljón dollara hverri á mánuði fyrir að fá að stýra fréttaútsendingum. Hann taldi ekki vert að múta minnstu stöðinni. Hún birti myndbandið, sem svipti hulunni af spillingarvefnum. Stíflan brast. Fujimori flúði land og sagði af sér embætti með faxi frá Japan og var síðan ákærður fyrir spillingu, eiturlyfjasmygl, morð og mannrán. Boðskapur sögunnar Vladimiro Montesinos vissi, hvað hann var að gera, þegar hann lagði undir sig sjónvarpsstöðvarnar níu. Tíunda stöðin varð honum og Fujimori forseta að falli. Í þessu ljósi verða upptök Baugsmálsins kannski skiljanleg. Málið hlýtur að snúast öðrum þræði um yfirráðin yfir Stöð 2 (og Fréttablaðinu, svo lengi sem það er borið út í hvert hús). Sjálfstæðisflokkurinn reyndi að loka báðum þessum miðlum með lögum 2004. Því áhlaupi var hrundið. Það er því ekki alveg óvænt að heyra suma sjálfstæðis- menn halda því fram nú, að Baugsmálið sé ekki búið, þótt dómur Hæstaréttar sé fallinn. Einn þeirra, hátt settur embættismaður, segist vita, að ný ákæra sé í aðsigi. Hvernig veit hann það? Valdmörk og mótvægi Í DAG | ÞORVALDUR GYLFASON Saga frá Suður- Ameríku UMRÆÐAN Guðni Ágústsson svarar Einari K. Guðfinnssyni Einar K. Guðfinnsson, ráðherra skrifar hér í Fréttablaðið í gær eina af þessum skondnu greinum sem einkennir málflutn- ing sjálfstæðismanna um þessar mundir. Grein sem á að breiða yfir vandræðagang- inn sem fylgir ríkisstjórninni en hún hefur engin tök á efnahagsstjórninni. Á sama tíma koma ábyrgu tvíburarnir í Sjálfstæðis- flokknum enn og aftur fram í opnuviðtali í Markaðn- um, þeir Illugi Gunnarsson og Bjarni Benediktsson. Þessir ungu þingmenn rassskella Sjálfstæðisflokkinn fram og til baka fyrir dáðleysi í hagstjórninni. Þetta gerðu þeir í Morgunblaðinu upp úr áramótum þegar þeir reyndu að vekja ríkisstjórnina. Þeir benda á margt ágætt, tala í lausnum og á svipuðum nótum og við framsóknarmenn höfum gert í heilt ár. Hér er óðaverðbólga á ný, gengi krónunnar er fallið um 40% frá áramótum. Skuldir íslenskra heimila hafa vaxið um eitt hundrað milljarða frá áramótum. Hér stýrir Seðlabanki í nafni ríkisstjórn- arinnar hæstu stýrivöxtum í heimi til að halda í jöklabréfatröllin sem eru erlendir og víðfrægir braskarar sem heimta vexti og engar refjar á peninga sína. Stýrivextirnir áttu að auki að halda verðbólgunni niðri sem mælist nú í 30% í júlí og 15% á árinu, stýrivextirnir áttu að halda genginu uppi, það er kolfallið. Lífskjör almennings eru að rýrna undir handarjaðri þessarar ríkisstjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn situr með hendur í skauti og aðhefst ekkert. Samfylkingin stingur hausnum í sandinn og vonar að enginn sjái sig eða muni eftir sér þegar efnahagsvandræðin eru á dagskrá. Steingrímur Hermannsson er hjarta okkar framsóknarmanna nærri og gott að Einar nefnir nafn hans. Hann þyrfti ekki einn hagfræðing í viðbót við þessar aðstæður, gamli „big red“ hefði brett upp ermarnar og tekist á við vandann og skapað þjóðarsátt um varnaraðgerðir. Það sem ég sagði á Bylgjunni í fyrradag um Tryggva Þór Herbertsson, nýjan ráðgjafa ríkisstjórnarinnar, var þetta: Það þarf ekki einn svona mann í viðbót, það eru 40 hagfræðingar í Seðlabankanum sem heyra undir forsætisráðherra og að auki eru í forsætis-, fjármála-, og viðskiptaráðuneytum mikið af sérfræð- ingum. Nú þarf alþýðumanninn eða barnið til að segja keisaranum eða forsætisráðherranum að hann sé nakinn og ráðalaus, hann eigi fyrst og fremst að höggva á hnútinn, málin eru oft einfaldari en sérfræðingar vilja vera láta. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Vandræði í boði ríkisstjórnarinnar GUÐNI ÁGÚSTSSON Lokuð sund Eigandi Hótels Adam við Skólavörðu- stíg er reiður borgaryfirvöldum fyrir að skrúfa fyrir vatnið hjá honum í fyrradag vegna framkvæmda í götunni. Í samtali við Vísi segist hann hafa hringt í Jakob Frímann Magn- ússon, framkvæmdastjóra miðborg- arinnar, sem hafi stungið upp á að sturtulausir hótelgestirnir fengju frítt í Sundhöllina í sárabætur. Þetta var fallega boðið hjá Jakobi en hefði líklega bætt gráu ofan á svart, því eins og lesa má á heimasíðu Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavík- ur er Sundhöllin lokuð frá 21. til 25. júlí. En hvernig hefði framkvæmdastjóri miðborgarinnar svo sem átt að vita það? Sigríður og Sigríður Tilkynnt var í gær að Sigríður Ind- riðadóttir hefði verið ráðin í nýtt starf mannauðsstjóra Mosfellsbæjar. Sigríður er fædd árið 1972 og er þriggja barna móðir. Í síðustu viku var Sigríður Dögg Auðunsdóttir ráðin upplýsingafulltrúi Mosfellsbæjar. Hún er líka fædd 1972 og er þriggja barna móðir. Það skyldi þó ekki vera ný stefna hjá Mosfellsbæ að ráða aðeins til starfa 36 ára, þriggja barna mæður að nafni Sig- ríður? Hlustar Geir í þetta sinn? Vefþjóðviljinn rifjar upp að Tryggvi Þór Herbertsson, nýráðinn efnahags- ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, hafi áður reynt að ráða stjórnvöldum heilt en með litlum árangri. Í Fréttablaðinu árið 2003 hafi hann til dæmis mælt með niðurskurði á ríkisútgjöldum, frestun framkvæmda og sparnað í rekstri hins opinbera, sem og upp- stokkun í landbúnaðar- og heilbrigð- iskerfinu. „Ef allir leggjast á eitt mun góðærið skila sér til almennings en ef menn fara út af sporinu verða timburmennirnir miklir. Verðbólga, samdráttur og sársauki. Þá fyrst brotlendum við,“ sagði Tryggvi þá og vonar Vefþjóðviljinn að Geir H. Haarde taki meira mark á honum nú en vorið 2003. bergsteinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.