Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 29
[ ] Friðsæl vera í náttúrunni KAJAKFERÐIR EHF. BJÓÐA UPP Á NÝSTÁRLEGAN MÖGULEIKA TIL NÁTTÚRUSKOÐUNAR. Tilvalið er á sumrin að fara á kajak og skoða náttúruna frá öðru sjónarhorni. Kajakferðir ehf. bjóða upp á skemmtilegar ferðir sem vert er að skoða. Róið er á kajökum um hin sérkennilegu lón einnar fallegustu fjöru sem er á Íslandi og vatna- svæðið vestan byggðarinnar á Stokkseyri. Kajaksiglingar eru sérstaklega friðsæl afþreying, reynsla sem ekki mun gleymast. Mikil áhersla er lögð á öryggisþáttinn og nota Kajakferðir ehf. „Sit-on-top“ kajaka, sem eru öruggustu kajakarnir sem völ er á. Allar nánari upplýsingar fást á heimasíðunni www.kajak.is -stp Kajakferðir ættu allir að leyfa sér að prófa. MYND/VILHELM Regnhlífar eru nauðsynlegar á sumrin þótt stundum geti vindurinn strítt þeim lítið eitt. Það er þó gaman að reyna að berjast í íslensku rigningunni og rokinu við að bera flotta regnhlíf. Í næstu fimmtudagsgöngu þjóðgarðsins á Þingvöllum ætlar Árni Björnsson að leiða gesti um gamla aftökustaði. Í göngunni ætlar Árni Björnsson þjóðháttafræðingur að fjalla um refsingar og aftökur á hinum forna þingstað. Árni mun leiða gesti um gamla aftökustaði eins og Högg- stokkseyri, Brennugjá og Gálga. Gangan hefst í Fræðslumiðstöð- inni á Hakinu klukkan átta að kvöldi og tekur hún ríflega tvær klukkustundir. - hs Boðið er upp á fimmtudagsgöngur á Þingvöllum í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Almenningi gefst kostur á að skoða menjar sem fundist hafa í Vatnsfirði við Djúp laugar- daginn næstkomandi. Opinn dagur verður haldinn í Vatns- firði við Djúp laugardaginn næst- komandi, hinn 26. júlí. Þar býðst gestum að skoða minjastaðinn undir leiðsögn fornleifafræðinga. Minjastaðurinn er merkilegur fyrir margra sakir. Frá 10. öld fram yfir siðaskipti var Vatnsfjörður við Ísafjarðardjúp stórbýli og höfð- ingjasetur. Á söguöld bjuggu fræg- ir höfðingjar á bænum og á sturl- ungaöld var hann valdamiðstöð Vatnsfirðinga, einnar voldugustu ættar landsins á þeim tíma. Fornleifarannsóknir hafa staðið yfir í Vatnsfirði síðastliðin fimm ár, bæði uppgröftur og fornleifaskrán- ing. Í ljós hafa komið mannvistar- leifar allt frá landnámstíma, til dæmis hafa skáli, smiðja og önnur smáhýsi frá víkingatíma verið graf- in upp. Enn fremur er hafin rann- sókn á yngstu minjum staðarins, fornleifum frá 20. öld. Á opna deginum á laugardaginn eru allir velkomnir og aðgangur ókeypis. - mþþ Fornleifar til sýnis Námsmenn frá Háskólanum í Manitoba sem dvöldu við Háskólasetur Vestfjarða fræddust um fornleifarannsóknirnar í Vatnsfirði á dögunum. MYND/INGI BJÖRN GUÐNASON Á aftökuslóðum Skeifunni 11 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 • Fax: 517-6465 www.belladonna.is 30-50% afsláttur Tilboðsslár 990 kr. 1990 kr. 2990 kr. Meðan útsalan er verður einnig 20% afsláttur af; stígvélum, skóm, undirfatnaði, sundfatnaði, slæðum og skarti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.