Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 30
[ ] Lítil eldhúsrými kalla á ákveð- in vandamál. Flest þeirra er þó hægt að leysa. Mikilvægast er að gefa vinnuferli í eldhúsnu góðan gaum. Eldhúsið er hjarta heimilisins. Þar að auki er það eitt aðalvinnu- svæði þess, svo mikilvægt er að vel takist til við hönnunina. En stundum bjóða aðstæður ekki upp á íburðarmiklar innréttingar og úrval eldhústækja, stundum er plássið einfaldlega ekki nóg. En lítil eldhús þurfa ekki að vera slæm eldhús, nema síður sé. „Fólki finnst oft afar flókið mál að hanna lítil eldhús og sér ekki hvernig það á að ganga upp að koma öllu fyrir í litlu rými,“ segir Sigurbjörg Pétursdóttir innan- hússarkitekt. „En það eru ýmsar lausnir á þessu vandamáli og fyrir innanhússarkitekt er það skemmtileg áskorun að hanna lítil eldhús.“ Sigurbjörg segir að það sem þurfi fyrst og fremst að hafa í huga við hönnun allra eldhúsa sé vinnuferlið innan eldhússins. „Atriði númer eitt, tvö og þrjú er að vinnutæki séu rétt staðsett, sérstaklega þegar lítil eldhús eru annars vegar,“ segir Sigurbjörg. „Það er ákveðin lógík á bak við staðsetninguna en hún miðast að því að gera vinnuna í eldhúsinu sem þægilegasta.“ Meðal atriða sem Sigurbjörg nefnir er að uppþvottavélin sé vinstra megin við eldhúsvaskinn, ofninn sé í góðri vinnuhæð og að háfar séu ekki of lágir. „Við reynum líka að hafa öll eldhústækin í eðlilegri stærð, þó svo að eldhúsið sé lítið,“ segir Sigurbjörg. „Annars er hægt að fá til dæmis mjög litlar upp- þvottavélar og ég hef stundum notast við þær.“ Ýmsar aðferðir eru einnig við að stækka lítil eldhúsrými. Sigur- björg leggur áherslu á að hafa innréttingar ljósar, að háeiningar þeki ekki alla veggi eldhússins og stuðst sé við grunna skápa sé þess þörf. „Það reynir vissulega á heilasellurnar að hanna lítil eld- hús en það gerir það líka að spenn- andi verkefni,“ segir Sigurbjörg. tryggvi@frettabladid.is Hönnun lítilla eldhúsa skemmtileg áskorun Þetta eldhús hannaði Sigurbjörg og þó svo að rýmið líti út fyrir að vera stórt er það ekki breiðara en 2,11 m og lengdin er aðeins 2,5 m. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Handbróderaðir púðar eru sýndir um þessar mundir í listmunahorni Árbæjarsafns í Reykjavík. Þórdís Jónsdóttir á Akureyri hefur á síðustu árum hannað og saumað púða með mislöngum sporum, kontórsting, flatsaum og fleiri gerðum útsaums. Nokkrir þeirra eru nú til sýnis í listmunahorni Árbæjarsafns. Þórdís kveðst hafa erft áhugann á hannyrðum frá báðum ömmum sínum en fer sínar leiðir í sauma- skapnum. Hún teiknar mynstrin sjálf og því er hver og einn púði einstakur. Þórdís er með heimasíðuna www.thordisjonsdottir.com en sýningin í Árbæjarsafni er opin frá 10 til 17 alla daga til 1. ágúst. - gun Útsaumaðir púðar Púðarnir eru saumaðir í vandað efni og engir tveir eru eins. Lýsir notagildinu sjálf með forminu ÞESSA SNOTRU SKÁL FYRIR TEPOKA FUNDUM VIÐ Á PÓSTVERSLUNINNI WWW.SYSTERLYCLIG.SE. Með forminu lýsir skálin tilgangi sínum sjálf og um notagildið þarf ekki að fjölyrða. Það sem ekki stendur utan á henni en lesa má um á síðunni er að hún er handmáluð með gulllit. Hönnuður er Lisbeth Dahl og listaverðið á skálinni er 45 krónur sænskar. - gun Skálin er gulllituð og handmáluð. Uppþvottavélar finnast á flestum heimilum. Þær eru þarfaþing inn á heimilin en passa þarf að skola áhöldin vel áður en þau eru sett í vélarnar. – ekki bara grill! Sölustaðir: Járn & Gler · Garðheimar · Húsasmiðjan Egg · Búsáhöld Kringlunni · Pottar og Prik Akureyri Gallerý kjöt og Fiskisaga · www.weber.isXEI N N J G E B G 5 x4 0 1 ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Nú fer hver að verða síðastur að ná sér í Blaðbera Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.