Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 34
● fréttablaðið ● útivist og ferðalög 24. JÚLÍ 2008 FIMMTUDAGUR2 Unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands, UMFÍ, er nú orðið að árlegum viðburði og verður haldið í Þorlákshöfn um verslun- armannahelgina, en þetta er í ellefta sinn sem það verður haldið. Þetta er vímuefnalaus fjölskylduhátíð þar sem börn og unglingar á aldrinum ellefu til átján ára reyna fyrir sér í fjölmörgum íþrótta- greinum. Á mótinu verður keppt í frjálsum íþróttum, knattspyrnu, körfu- bolta, mótorkrossi, golfi, glímu, hestaíþróttum, sundi og skák svo dæmi séu tekin. Allir geta tekið þátt. Íþróttakeppnin hefst á föstu- dagsmorgni og lýkur á sunnudegi. Samhliða því er boðið upp á fjöl- breytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Unglingalandsmótin hafa hvarvetna vakið mikla athygli og þeir fjölmörgu sem þau hafa sótt hafa verið öðrum til fyrirmyndar með allri framkomu hvort sem er í keppni eða leik. Þau eru með stærri íþróttaviðburðum á Íslandi ár hvert og eru fastur liður hjá mörg- um fjölskyldum. Aðstaða í Þorlákshöfn þykir vera mjög góð og breytist bærinn í eins konar landsmótsbæ þar sem opnunartími verslana og þjónusta verða löguð að mótinu. - hs Fjölskyldan á landsmóti Unglingalandsmót UMFÍ eru ávallt vel sótt og kjörinn vettvangur fyrir hreyfingu og útivist. Þetta er vímuefnalaus hátíð þar sem öll fjölskyldan finnur eitthvað við sitt hæfi. MYND/SÍMON SVERRISSON Vegna mikillar eftirspurnar hefur Ferðafélag Íslands ákveðið að bæta einni Laugavegsferð við inn í sumardagskrána. Gengið verður frá Landmannalaugum yfir í Þórsmörk og hefst ferðalagið 28. júlí og lýkur 1. ágúst. Ólíkt hefðbundnum Lauga- vegsferðum félagsins verður gist í Landmannalaugum fyrstu nóttina svo göngugarpar fá tækifæri til að skoða svæðið og baða sig í laugunum. Ferðafélagið sér um allt: rútuferðir til og frá Reykjavík, svefn- pokapláss í skálum, mat í öll mál, flutning á farangri milli gisti- staða og fararstjórn. Dagsgöngurnar eru mislangar, sú stysta tekur þrjár klukku- stundir en sú lengsta níu stundir, og verður fólk að vera í góðu formi til að geta tekið þátt. Nánari upplýsingar á www.fi.is. - mþþ Aukaferð um Laugaveginn Á Íslandi leynast víða hinar fegurstu náttúru- perlur sem hættir til að gleymast vegna hraðrar yfirferðar ferðafólks eða af því að þær eru úr alfaraleið. Ísland er af mörgum talið eitt af fallegustu löndum veraldar. Ef einhver efasemdamaðurinn er á annarri skoðun þá er góð hugmynd að bregða undir sig betri fætinum, reima á sig gönguskóna og halda út í iðandi græna eða hrjóstruga náttúruna, sem umlykur hvern þann ferðamann sem leið á um landið. Þegar hratt er farið um landið gleymist oft að nema staðar og skoða sumar af helstu náttúruperlum landsins, jafnvel þótt þær séu oft steinsnar frá fjöl- förnum þjóðvegum. Þrátt fyrir að ferðamenn þurfi að staulast út úr bifreiðinni og skella sér í gönguskóna til þess að upp- lifa þessar einstöku perlur er það vel þess virði því landið er svo fjölbreytt og frábrugðið frá einum stað til annars. Á meðfylgjandi myndum sjást náttúruperlur sem falla í þennan flokk; litríkar, líflegar og margbreyti- legar á sinn hátt og vert að gaumgæfa betur. - mmf Leyndir fjársjóðir landsins Náttúran í kringum Stóru-Laxá í Gnúpverjahreppi er bæði margbrotin og mikilfengleg og finna flestir fyrir smæð sinni þegar staðið er á bökkum árinnar í gljúfrum hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Flatey á Skjálfanda lagðist í eyði árið 1967. Þar virðist tíminn standa í stað og er því vel þess virði að fara þangað og komast í burtu frá ysi og þysi hins daglega lífs. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á ferð um landið er sniðugt að koma við í Æðey í Ísafjarðardjúpi. Æðey státar af miklu fuglalífi og dúntekja er þar mjög mikil. Eyjan er láglend, holótt, þýfð og mýrlend. Þess vegna getur verið gaman að bregða sér til Æðeyjar og hoppa og skoppa um þúf- urnar innan um kvakandi fugla. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kvíármýrarkambur í Öræfum liggur nálægt þjóðveginum og auðvelt er að ganga þaðan. Þegar upp er komið sést Kvíárjök- ull og milli litríkra og fagurra fjalla. FRÉTTABLAÐIÐ/GUN Mikil eftirspurn er eftir Laugavegsgöngum og bætti Ferðafélag Íslands því einni ferð við í lok júlí. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Tjöld, svefnpokar og matur eru ekki það eina sem muna þarf eftir fyrir útlegur og önnur ferðalög. Hér er listi yfir nokkra nauðsynjahluti: ● Verkjatöflur er alltaf gott að hafa í farteskinu. Þeir sem ætla að taka krílin með ættu líka að hafa nokkra verkjastíla í öryggisskyni. ● Ekki er gaman að vera illa haldinn af frjókornaofnæmi í sveitinni á meðan allir hinir skemmta sér konunglega. Því er eins gott að gleyma ekki ofnæmistöflunum heima. ● Frunsumeðal er gott að hafa með í för, þar sem sumum hætt- ir til að fá frunsur í útilegum ýmist vegna svefnleysis, sólarljóss eða óreglulegs mataræðis. ● Sólarvörn og varasalva er líka ágætt að hafa til að koma í veg sprungnar varir, sólbruna og flagnaða húð. ● Plástur er klárlega á lista yfir nauðsynjahluti sem og neyðar- kassi ef út það er farið, brjóstsviðatöflur ef maginn er viðkvæm- ur og svo auðvitað verjur. ● Síðan má heldur alls ekki gleyma að hafa með þau lyf sem fólk tekur að staðaldri. - kka Við öllu búin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.