Fréttablaðið - 24.07.2008, Page 38

Fréttablaðið - 24.07.2008, Page 38
● fréttablaðið ● útivist og ferðalög 24. JÚLÍ 2008 FIMMTUDAGUR6 Skemmtilegur gönguleikur hefur verið settur á laggirnar í Fljótsdalshéraði fyrir vana og óvana göngumenn. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs hefur valið átján fjallaperlur í hérað- inu, tvær í hverjum hinna gömlu hreppa fyrir nýjan og skemmtileg- an gönguleik. „Við leggjum áherslu á gömlu hreppana, sem sameinuð- ust í Fljótsdalshérað. Einnig vild- um við finna tvær gönguleiðir fyrir hverja perlu, eina stutta og létta ætluð allri fjölskyldunni og aðra lengri og þyngri,“ útskýrir Hjördís Hilmarsdóttir, forsvars- maður þessa verkefnis. Perlurnar átján eru í níu hrepp- um og uppi á þeim öllum er stauk- ur með stimpli, gestabók og upp- lýsingum um viðkomandi perlu. Leikurinn gengur út á að safna stimplum frá sem flestum perlum. Hægt er að kaupa sér stimpilkort í Upplýsingamiðstöð Egilsstaða og í gönguferðum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs. Þeir sem safna níu stimplum og skila inn stimpil- kortinu verða titlaðir göngugarp- ar Fljótsdalshéraðs á sérstöku við- urkenningarskjali og fá göngukort af svæðinu. Nöfn þeirra fara enn fremur í pott sem dregið verður úr á hinu árlega Ormsteiti. „Ormsteiti er héraðshátíð hér í Fljótsdalshéraði sem verður hald- in 17. ágúst. Aðalvinningurinn er gjafabréf hjá ÍT-ferðum upp á 60.000 krónur. Aðrir vinningar eru fríar sunnudagsgöngur hjá ferða- félaginu í heilt ár, gisting í skálum ferðafélagsins fyrir fjölskylduna, bækur og gjafabréf í útivistarbúð á svæðinu,“ segir Hjördís. Mikill áhugi hefur verið á þess- um leik, en ekki er vitað nákvæm- lega hversu margir hafa farið, þar sem hvorki þarf að skrá sig né fara með leiðsögumanni. „Við vitum þó til þess að stofnaðir hafa verið gönguhópar á vinnustöðum í kring- um þennan leik og að fólk hafi tekið börn sín með í léttari ferðirn- ar og erum mjög ánægð með það,“ segir Hjördís. Nánar á www.fljots- dalsherad.is/ferdafelag. - kka Merkt við á hverjum tindi Farin var ferð upp á Þerribjarg í vikunni og stimpilstauknum komið fyrir. MYND/ÚR SAFNI FERÐAFÉLAGS FLJÓTSDALSHÉRAÐS Hjördís Hilmarsdóttir, forsvarsmaður gönguleiksins, er ánægð með undir- tektirnar. Eyjan Vigur er ein þriggja eyja á Ísafjarðardjúpi. Þar er ýmislegt að skoða og ber helst að nefna fjölskrúðugt fuglalíf og ægifagra náttúru Djúpsins. Vindmylla frá árinu 1840 ber með sér anda lið- inna tíma, en hún er elsta byggingin í eyjunni. Einn elsta bát landsins er einn- ig að finna í eyjunni, Vigur Breiður, en hann var byggð- ur um aldamótin 1800. Hann var notaður til að flytja fólk og fé allt til ársins 2000. Sumir hafa orð á því að það sé engu líkara en að tím- inn standi í stað í Vigur og því um tilvalinn stað til af- slöppunar að ræða. Daglegar siglingar eru út í eyjuna og er hægt að nálgast nánari upplýsingar á www.vesturferdir.is. - tg Andi liðinna tíma Fjöruferðir bjóða upp á siglingu um Hornafjörð út á Suðurfjör- ur og þaðan fjórhjólaferð að Hvanney sem er við innsiglinguna um Hornafjarðarós. Þar er gengið um í 20 mínútur í ósnortinni náttúru auk þess sem skoðaðar eru rústir frá stríðsárunum að sögn Hauks Sveinbjörnssonar sem er í forsvari fyrir Fjöruferð- ir. Fuglalíf er fjölbreytt á svæðinu og oft fylgjast selir með ferðalöngum. Í góðu veðri er útsýnið líka tignar- legt upp til fjallanna og skriðjöklanna mörgu sem teygja loppur sínar frá Vatnajökli niður undir láglendið. -gun Fjör í fjöruferðum Ekið er um ströndina á fjórhjólum undir öruggri leiðsögn. MYND/BJARNI ÓLAFUR STEFÁNSSON Auðvelt er að komast út í Vigur og njóta náttúrunnar þar. FRÉTTABLAÐIÐ/INGI FREYR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.