Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.07.2008, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 24.07.2008, Qupperneq 38
● fréttablaðið ● útivist og ferðalög 24. JÚLÍ 2008 FIMMTUDAGUR6 Skemmtilegur gönguleikur hefur verið settur á laggirnar í Fljótsdalshéraði fyrir vana og óvana göngumenn. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs hefur valið átján fjallaperlur í hérað- inu, tvær í hverjum hinna gömlu hreppa fyrir nýjan og skemmtileg- an gönguleik. „Við leggjum áherslu á gömlu hreppana, sem sameinuð- ust í Fljótsdalshérað. Einnig vild- um við finna tvær gönguleiðir fyrir hverja perlu, eina stutta og létta ætluð allri fjölskyldunni og aðra lengri og þyngri,“ útskýrir Hjördís Hilmarsdóttir, forsvars- maður þessa verkefnis. Perlurnar átján eru í níu hrepp- um og uppi á þeim öllum er stauk- ur með stimpli, gestabók og upp- lýsingum um viðkomandi perlu. Leikurinn gengur út á að safna stimplum frá sem flestum perlum. Hægt er að kaupa sér stimpilkort í Upplýsingamiðstöð Egilsstaða og í gönguferðum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs. Þeir sem safna níu stimplum og skila inn stimpil- kortinu verða titlaðir göngugarp- ar Fljótsdalshéraðs á sérstöku við- urkenningarskjali og fá göngukort af svæðinu. Nöfn þeirra fara enn fremur í pott sem dregið verður úr á hinu árlega Ormsteiti. „Ormsteiti er héraðshátíð hér í Fljótsdalshéraði sem verður hald- in 17. ágúst. Aðalvinningurinn er gjafabréf hjá ÍT-ferðum upp á 60.000 krónur. Aðrir vinningar eru fríar sunnudagsgöngur hjá ferða- félaginu í heilt ár, gisting í skálum ferðafélagsins fyrir fjölskylduna, bækur og gjafabréf í útivistarbúð á svæðinu,“ segir Hjördís. Mikill áhugi hefur verið á þess- um leik, en ekki er vitað nákvæm- lega hversu margir hafa farið, þar sem hvorki þarf að skrá sig né fara með leiðsögumanni. „Við vitum þó til þess að stofnaðir hafa verið gönguhópar á vinnustöðum í kring- um þennan leik og að fólk hafi tekið börn sín með í léttari ferðirn- ar og erum mjög ánægð með það,“ segir Hjördís. Nánar á www.fljots- dalsherad.is/ferdafelag. - kka Merkt við á hverjum tindi Farin var ferð upp á Þerribjarg í vikunni og stimpilstauknum komið fyrir. MYND/ÚR SAFNI FERÐAFÉLAGS FLJÓTSDALSHÉRAÐS Hjördís Hilmarsdóttir, forsvarsmaður gönguleiksins, er ánægð með undir- tektirnar. Eyjan Vigur er ein þriggja eyja á Ísafjarðardjúpi. Þar er ýmislegt að skoða og ber helst að nefna fjölskrúðugt fuglalíf og ægifagra náttúru Djúpsins. Vindmylla frá árinu 1840 ber með sér anda lið- inna tíma, en hún er elsta byggingin í eyjunni. Einn elsta bát landsins er einn- ig að finna í eyjunni, Vigur Breiður, en hann var byggð- ur um aldamótin 1800. Hann var notaður til að flytja fólk og fé allt til ársins 2000. Sumir hafa orð á því að það sé engu líkara en að tím- inn standi í stað í Vigur og því um tilvalinn stað til af- slöppunar að ræða. Daglegar siglingar eru út í eyjuna og er hægt að nálgast nánari upplýsingar á www.vesturferdir.is. - tg Andi liðinna tíma Fjöruferðir bjóða upp á siglingu um Hornafjörð út á Suðurfjör- ur og þaðan fjórhjólaferð að Hvanney sem er við innsiglinguna um Hornafjarðarós. Þar er gengið um í 20 mínútur í ósnortinni náttúru auk þess sem skoðaðar eru rústir frá stríðsárunum að sögn Hauks Sveinbjörnssonar sem er í forsvari fyrir Fjöruferð- ir. Fuglalíf er fjölbreytt á svæðinu og oft fylgjast selir með ferðalöngum. Í góðu veðri er útsýnið líka tignar- legt upp til fjallanna og skriðjöklanna mörgu sem teygja loppur sínar frá Vatnajökli niður undir láglendið. -gun Fjör í fjöruferðum Ekið er um ströndina á fjórhjólum undir öruggri leiðsögn. MYND/BJARNI ÓLAFUR STEFÁNSSON Auðvelt er að komast út í Vigur og njóta náttúrunnar þar. FRÉTTABLAÐIÐ/INGI FREYR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.