Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 56
36 24. júlí 2008 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Að minnsta kosti fjórar íslenskar myndir verða frumsýndar fyrir jól ef allt gengur samkvæmt áætlun. Fyrst á dagskrá er gamanmyndin Skrapp út eftir Sólveigu Anspach, sem endurtekur leikinn síðan í myndinni Stormy Weather og fær Diddu til að leika aðalhlutverkið í mynd sinni. Didda leikur skáldið og hasssalann Önnu sem ákveður að selja „reksturinn“, far- síma með nöfnum og símanúmerum kúnn- anna. Meðan á kostulegu söluferlinu stend- ur fyllist íbúðin hennar af kúnnum – fólki eins og Krumma, Óttarri Proppé og Frikka pönk sem bíða spenntir eftir næsta skammti. Sveitabrúðkaup, gamanmynd sem Val- dís Óskarsdóttir leikstýrir, verður frum- sýnd í lok sumars. Þetta er fyrsta myndin sem Valdís leikstýrir en hún hefur getið sér gott orð sem klippari síðustu árin. Par ákveður að giftast í kirkju úti á landi, en flest fer á annan veg en áætlað var. Gamanspennumyndin Reykjavík- Rotterdam verður frumsýnd 19. septemb- er. Þetta er fyrsta bíómynd Óskars Jónas- sonar síðan hann leikstýrði Perlum og svínum árið 1997, en hann hefur vitaskuld haldið sér við efnið í sjónvarpinu. Hann skrifaði handritið með Arnaldi Indriðasyni og Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sig- urðsson leika aðalhlutverkin. Fjórða íslenska myndin fyrir jól er svo Queen Raquela, mynd Ólafs Jóhannesson- ar um filippseyska kynskiptinginn Raqu- ela. Myndinni hefur gengið vel á kvik- myndahátíðum erlendis og vakið umtal. Ný hætta steðjar að Leðurblöku- manninum og heimaborg hans Got- ham þegar geðsjúkur stórglæpa- maður, sem kallaður er Jókerinn, er ráðinn af mafíunni til að drepa hann. Ringulreið færist smám saman yfir borgina þegar borgar- starfsmenn eru myrtir til að egna Batman úr felum, sem ógnar meðal annars lífi hins nýskipaða ríkis- saksóknara, Harvey Dent, sem Blaki vonast til að taki við honum sem löghlýðinn baráttumaður gegn glæpum. Með Batman Begins frá 2005 blés leikstjórinn Christopher Nolan sannarlega nýju lífi í víð- fræga persónu, sem hafði legið í dvala síðan 1997 í Joel Schuma- cher-stórslysinu Batman & Robin. Batman Begins tók fyrir uppruna hetjunnar á alvarlega, dökka vegu og ljóst að Nolan var að gera raun- særri nálgun á Leðurblökumann- inn en áður þekktist. Útkoman var frábær og bálkurinn var kominn á rétt skrið, en hápunkturinn hafði að sjálfsögðu verið Tim Burton- myndirnar tvær. Framhald Batman Begins er nú loks komið og óhætt er að segja að hennar hefur verið beðið með mik- illi eftirvæntingu. Fréttir í vetur af andláti Heaths Ledger, sem tekur við af Jack Nicholson sem Jókerinn brosmildi, juku enn á umtalið. Þetta er síðasta heild- stæða leikframmistaða hans og líklegt Óskarsverðlaunaefni. Það er sjaldgæft að myndir standist himinháar væntingar en The Dark Knight tekst það, og fer í raun gjörsamlega fram úr þeim. Myndin er mikil framför frá Batman Begins en nú þegar kynn- ingunni á upphafi Batmans er lokið, er hægt að einblína algjör- lega á baráttu hans við illþýði Got- ham-borgar. Christopher Nolan gerir ýmsar áherslubreytingar og þá helst með að stækka umsvif myndarinnar umtalsvert, svo úr verður helst til mikilfenglegt, epískt og drungalegt glæpadrama. Michael Mann-meistaraverkið Heat er mikill áhrifavaldur og sér- staklega í hasaratriðum myndar- innar, en Nolan hefur batnað mjög við gerð þeirra og er orðinn mjög öflugur. En myndin er ætíð upp á sitt besta þegar Ledger kemur á tjald- ið sem Jókerinn brosmildi. Ledger er hreint ótrúlegur í hlutverkinu, gefur því raunverulegri nálgun sem stangast á við ýkta útgáfu Nicholsons, og leikur mann sem er algjörlega siðblindur og snarbilað- ur. Persónan er einnig snilldarlega skrifuð, algjörlega óútreiknanleg- ur stjórnleysingi sem notfærir sér siðferði annarra. Þetta er eitt magnaðasta illmenni í manna minnum og Ledger á vel mögu- leika á Óskari frænda. Christian Bale fer á ný með hlut- verk Batmans og gerir það frá- bærlega sem fyrr. Hetjan myrka þarf að takast á við öflugri illsku en hann er vanur og í leiðinni að endurskoða hlutverk sitt sem handbendi réttlætis og fyrirmynd í samfélaginu. Aaron Eckhart, úr Thank You For Smoking, leikur Harvey Dent og stelur oft senunni fyrir það hversu magnaður hann er; sá hinn sami verður á endanum illmennið Tvífés, með viðurstyggi- legum afleiðingum. Maggie Gyllenhaal tekur við af Katie Hol- mes sem Rachel Dawes, sem er í tygjum við bæði Bruce Wayne og Dent. Michael Caine og Morgan Freeman standa fyrir sínu sem reynsluboltarnir í hópnum. Annars er það um handrit þeirra Christophers og Jonathans Nolan, bróður hans, að segja að það er mjög viðamikið og kemur mörgum persónum fyrir á jafnan hátt. Það er sneisafullt af miklum drunga, erfiðum siðferðisspurningum og oft niðurdrepandi framvindu. Það gerir myndina oft mjög þunga sem gæti reynst helsti löstur myndar- innar fyrir suma. Tónlistin er ótrú- lega góð og sérstaklega þegar Jókerinn á í hlut. Wally Pfister á einnig hrós skilið fyrir kvikmynda- töku sína, útlitið er mjög bláleitt líkt og í Heat. The Dark Knight markar ákveð- in tímamót í ofurhetju- og mynda- sögumyndum en þær hafa ávallt haft ákveðin einfeldningsleg tak- mörk. Nú er komin mynd sem byggir á þess konar efni en stend- ur á eigin fótum hvað varðar til- þrif í kvikmyndagerð, og setur algjörlega nýtt fordæmi um hvað hægt er að gera ef metnaðurinn er fyrir hendi. Þetta er besta Batman- myndin, besta myndasögumyndin og jafnframt ein besta mynd árs- ins, og mun án efa opna margar dyr fyrir ofurhetjumyndir í fram- tíðinni. Loftur Ingi Bjarnason - Topp5.is Besta Batman-myndin KVIKMYNDIR The Dark Knight Leikstjóri: Christopher Nolan. Aðal hlutverk: Christian Bale, Heath Ledger, Aaron Eckhart, Maggie Gyllenhaal, Michael Caine, Morgan Freeman. ★★★★★ Mikil framför frá Batman Begins. Raunar besta Batman-myndin frá upphafi og ein af myndum ársins. MYRKA HETJAN Batman berst sem fyrr gegn glæpamönnum í Gotham-borg. BATMAN GEGN JÓKERNUM Batman fær verðugan andstæðing í Jókernum. Christian Bale leikur Batman öðru sinni og Heath Ledger þykir fara á kostum í hlutverki Jókersins. HASSSALINN ANNA MEÐ GÆS SEM ER MIKILL ÁHRIFAVALDUR Í SÖGUNNI Didda skreppur út og íbúðin hennar fyllist af hasshausum á meðan. Fjórar íslenskar myndir fyrir jól Í þessari viku koma tvær nýjar myndir í bíó, nýja Batman-myndin The Dark Knight og spennuhroll- vekjan The Strangers. Nýja Bat- man-myndin hefur fengið frábæra dóma og enn einn dómurinn bæt- ist í sarpinn hér við hliðina. Mynd- in þykir færa ofurhetjumyndirnar á nýtt plan. Hin myndin sem er frumsýnd í þessari viku er The Strangers, spennuhryllingsmynd sem gerist að mestu í einangruðum sumarbú- stað. Ungt par (leikið af Liv Tyler og Scott Speedman) fer í bústað og fyrr en varir verður það fyrir hatrömmum árásum dularfullra fyrirbæra sem virðast eiga eitt- hvað sökótt við þau. Leikstjóri og höfundur handrits er Bryan Bert- ino og er þetta hans fyrsta mynd. Hún hefur fengið frekar lélega dóma. Nýtt í bíó: Blaka og bústaðarógn DULARFULLIR ÁRÁSARMENN herja á parið í myndinni The Strangers. THE DARK KNIGHT Rotten Tomatoes: 95/100 Imdb: 9,5/10 Metacritic: 82/100 THE STRANGERS Rotten Tomatoes: 41/100 Imdb: 6,8/10 Metacritic: 47/100 > INGVAR ALLS STAÐAR Ingvar E. Sigurðsson þarf ekki að kvarta yfir aðgerðaleysi. Varla er gerð sú íslensk bíómynd að hann sé ekki í henni. Það sem eftir lifir árs á Ingvar eftir að sjást í að minnsta kosti þrem- ur myndum. Hann leik- ur prestinn í Sveitabrúð- kaupi, Steingrím í Skrapp út og fer með aðalhlut- verkið í Reykjavík-Rotter- dam ásamt Baltasar. Geri aðrir betur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.