Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 64
44 24. júlí 2008 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is 1. deildarlið Hauka hefur skapað sér ágætis nafn sem bikarlið á síðustu árum en liðið lagði sem kunnugt er Landsbankadeildarlið HK að velli í 16-liða úrslitum VISA-bikarsins á dögunum og er því komið í 8-liða úrslit keppninnar, annað árið í röð. Í fyrra léku Haukar í 2. deild og unnu þá 1. deildarliðin Víking frá Ólafsvík og Leikni frá Reykjavík og Landsbankadeildarliðið Fram á leið sinni í 8-liða úrslitin. Bikarrefurinn Þórhallur Dan Jóhannsson, fyrirliði Hafnarfjarðarliðsins, hlakkar mjög til að mæta Fylki í 8-liða úrslitum VISA-bikarsins á Ásvöllum í kvöld kl. 19.15. „Það verður mjög gaman að fá Fylki á teppið í Hafnarfirðinum og algjör bónus fyrir okkur að vera komnir aftur svona langt í þessari keppni. Við erum klárlega litla liðið í leiknum en förum að sjálfsögðu í alla þessa bikarleiki til þess að vinna þá og við ætlum ekkert að láta rassskella okkur,“ sagði Þórhallur Dan sem lék áður með Fylki og vann meðal annars bikarinn tvö ár í röð með Árbæjarliðinu á sínum tíma. „Það var náttúrulega ólýsanleg tilfinning þegar við unnum bikarinn í fyrsta sinn árið 2001 og ég man að stemningin í Árbænum bæði fyrir leik og eftir leik var alveg stórkost- leg. Það var vissulega líka gaman að ná að verja bikarinn árið eftir en það var þó allt öðruvísi tilfinning og jafnaðist ekkert á við fyrsta skiptið,“ sagði Þórhallur Dan en þetta var í síðasta skipti sem liði tókst að verja bikarmeistaratitilinn. Þórhallur Dan telur að leikurinn gegn Fylki í kvöld sé ákveðinn prófsteinn fyrir lið Hauka. „Það er náttúrulega engin pressa á okkur og við ætlum að reyna að skemmta okkur og öðrum sem mæta á völlinn. En aftur á móti þá kemur það líka í ljós í leikjum sem þess- um úr hverju menn eru gerðir og hvort þeir séu menn eða mýs. Þegar maður spilar leiki gegn liðum í efstu deild, þar sem hraðinn í leikjunum er meiri, verða menn að stíga upp og vonandi gerum við það í þessum leik,“ sagði Þórhallur Dan vongóður að lokum. ÞÓRHALLUR DAN JÓHANNSSON, HAUKUM: MÆTIR SÍNUM GÖMLU FÉLÖGUM Í FYLKI Í VISA-BIKARNUM Í KVÖLD Við ætlum ekkert að láta rassskella okkur > 8-liða úrslit VISA-bikars karla Fjórir leikir fara fram í 8-liða úrslitum VISA-bikars karla í fótbolta í kvöld. KR og Grindavík mætast á KR-vellinum og gefst Vesturbæingum þar með tækifæri til þess að hefna ófaranna í síðustu umferð Landsbankadeildarinnar þar sem Grindvíkingar unnu viðureign liðanna, 2-1, á Grindavíkurvelli. Breiðablik tekur á móti bikarmeistara- bönunum í Keflavík á Kópavogsvelli en bæði liðin hafa verið á mikilli siglingu í Landsbanka- deildinni. Fjölnismenn, bikarspútn- iklið síðasta sumars, taka á móti 1. deildarliði Víkings frá Reykjavík á Fjölnisvelli og Fylkismenn heim- sækja 1. deildarlið Hauka á Ásvelli. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19.15. FÓTBOLTI Þjálfarar Vals, KR og FH myndu allir glaðir vilja hafa Bjarna Guðjónsson í sínu liði. Bjarni tók brottrekstur Guðjóns Þórðarsonar föður síns þungt til sín og íhugar nú hvort hann ætli að vera áfram hjá félaginu. Eðlilega er sú ákvörðun erfið fyrir Bjarna sem er uppalinn á Skaganum. „Þetta er ekkert auðvelt fyrir hann ef maður setur sig í hans stöðu. En hann er atvinnumaður og getur leitt þetta hjá sér. Það er ekkert úrslitaatriðið,“ sagði þjálfari Bjarna, Bjarki Gunnlaugsson um hvort brottrekstur föður hans ráði framtíð miðjumannsins. Bjarni mætti á æfingu ÍA í gær en hann fékk frí á mánudagsæfingunni. Bjarki segir að enn sé ekki ljóst hvort Bjarni verði áfram hjá félaginu. „Þetta er ákvörðun sem stjórn ÍA þarf líka að taka, fyrst þarf að koma viðunandi tilboð í hann, þangað til er hann leikmaður ÍA. Við viljum halda honum og við gerum ráð fyrir honum í leiknum gegn FH á sunnudaginn,“ sagði Bjarki og hélt áfram. „Hann á erfitt val fyrir höndum. Hann vill kannski ekki persónulega fara frá ÍA í rjúkandi rústum en hinu megin fyrir hann sem knatt- spyrnumann eru spennandi félög á eftir honum. Maður getur skilið hans afstöðu að hausinn sé að hringsnúast þessa dagana. Það er eðlilegt að menn taki sér tíma til að hugsa um þetta,“ sagði Bjarki. Gísli Gíslason, formaður meistaraflokksráðs ÍA, sagði í gær að Bjarni hefði ekki fengið leyfi til að ræða við önnur félög. Hann vildi ekki staðfesta að tilboð hefðu borist í Bjarna eins og heimildir Fréttablaðsins herma. Gísli vildi enn fremur ekki staðfesta það hversu há upphæðin sem ÍA borgaði Guðjóni Þórðarsyni væri eftir að hann var rekinn. Hann segir þann orðróm að ÍA þurfi að selja Bjarna til að borga Guðjóni ekki á rökum reistur. „Við skuldum engum neitt. Þessi rekstur er erfiður eins og allir vita,“ sagði Gísli en talan sem ÍA þarf að borga Guðjóni er misjöfn eftir viðmælendum. Sumir halda því fram að hún sé 2,5 milljónir, annar fjórar og einn enn fimm milljónir. „Ég hef heyrt tíu milljónir,“ sagði Gísli þegar tölurnar voru bornar undir hann. „Þetta er ein af lífsins gátum, það er gamla passið á þessa spurningu,“ sagði Gísli. Ljóst er að ef Bjarni fer verður hann eftirsóttur. „Ég get ekki neitað því að ég hefði áhuga á því að fá Bjarna,“ segir Logi Ólafsson þjálfari KR. „Hann lék sinn fyrsta meistara- flokksleik undir minni stjórn sem og sinn fyrsta landsleik. Ég þekki hann af góðu einu. En þetta þarf ekkert að endurspegla vilja þjóðarinnar,“ sagði Logi kíminn að venju. „Þetta er ekkert sem er í mínum höndum,“ sagði Logi. „Ég væri ekkert á móti því að fá Bjarna til Vals, það er langur vegur frá,“ sagði Willum. „Það er alltaf pláss fyrir góða leikmenn í FH og Bjarni er góður leikmaður,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH. Þórður Guðjónsson, bróðir Bjarna, sagði við Fréttablaðið í gær að hann ætlaði sér að spila áfram með ÍA. „Ég er bara með eitt markmið og það er að snúa gengi okkar við,“ sagði Þórður. Sömu sögu er ekki að segja af Atla Guðjóns- syni, bróður Bjarna og Þórðar, sem fór fram á að vera leystur undan samningi í gær. Hann er á leið í nám um miðjan ágúst og sagði í gær að hann væri ekki að leita sér að nýju félagi. „Eitt- hvað leið honum illa yfir þessu [brottrekstri Guðjóns] og fyrst hann var að fara er allt í góðu lagi af okkar hálfu að rifta samningnum,“ sagði Gísli. Ekki náðist í Bjarna í gær þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir. - hþh Bjarni Guðjónsson liggur nú undir feldi og íhugar stöðu sína á Akranesi: Íhugar hvort hann geti verið áfram hjá ÍA FER HANN? Bjarni skoðar nú stöðu sína hjá ÍA. Hann á erfiða ákvörðun fyrir höndum hvort hann vinni undir stjórn þeirra sem ráku faðir hans í vikunni eða fari frá uppeldisfélagi sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Miðjumaðurinn Bjarnólf- ur Lárusson hefur ákveðið að snúa aftur til ÍBV og hjálpa liðinu í toppbaráttu 1. deildarinnar en gengið var frá félagaskiptum hans úr KR í gær. Bjarnólfur hafði verið í hvíld frá fótbolta síðan Logi Ólafsson, þjálfari KR, tilkynnti honum á undirbúnings- tímabilinu að hann væri ekki í framtíðarplönum KR-liðsins. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, er hæstánægður með liðsstyrkinn. „Bjarnólfur kemur inn í þetta hjá okkur með mikla reynslu og sterkan karakter og það er það sem ég var fyrst og fremst að sækjast eftir og hann á örugglega eftir að hjálpa okkar unga og efnilega liði. Við eigum marga góða Eyjamenn sem eru að leika í öðrum liðum og það er alltaf mjög ánægjulegt fyrir okkur þegar þessir strákar eru tilbúnir að koma aftur til okkar eins og Bjarnólfur gerir nú,“ sagði Heimir. - óþ Heimir Hallgrímsson, ÍBV: Alltaf gott að fá strákana heim KOMINN HEIM Bjarnólfur Lárusson hefur ákveðið að snúa aftur á fornar slóðir í ÍBV. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI FH-ingurinn Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö mörk í 4-0 sigri FH á HK í Landsbanka- deild karla á sunnudagskvöldið. Þetta er í átjánda sinn sem Tryggvi skorar tvö mörk eða fleiri í einum leik í efstu deild en jafnframt í fyrsta sinn sem hann skorar tvö mörk með hægri fæti í einum og sama leiknum. Tryggvi hefur tíu sinnum skorað tvö mörk eða fleiri með vinstri í sama leik og einu sinni tvö skallamörk. Tryggvi viðhélt enn fremur frábærri tölfræði sinni gegn HK í efstu deild en hann hefur nú skorað 7 mörk og átt 4 stoðsend- ingar í fjórum leikjum sínum gegn HK í úrvalsdeild karla. - óój Tryggvi Guðmundsson: Fyrsta tvennan með hægri EKKI EINFÆTTUR Tryggvi Guðmundsson hefur skorað 21 af 94 mörkum sínum í efstu deild með hægri fæti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Valsmenn eru úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar eftir 0-1 tap fyrir hvít-rússneska liðinu Bate Borisov í fyrsta evr- ópuleik sínum á Hlíðarenda en leikurinn fór fram á Vodafone- vellinum í gær. Hvít-rússneska liðið hefur þar með slegið íslensku meistarana út úr Meistaradeild- inni tvö ár í röð. Valsmenn töpuðu fyrri leiknum 0-2 í Hvíta-Rússlandi og urðu því að skora þrjú mörk til þess að komast áfram í næstu umferð. Það tók hins vegar ekki Hvít-Rússana langan tíma að gera út um leikinn því þeir skoruðu úr sinni fyrstu sókn eftir aðeins 49 sekúndna leik. Valsmenn þurftu þá fjögur mörk og veika vonin fyrir leikinn dó þar með nánast áður en leikurinn var byrjaður. Markið kom eftir sókn upp hægri vænginn þar sem Vitali Rodionov átti háa og öðruvísi sendingu sem datt niður á fjær- stöng þar sem Igor Stasevich stóð einn og yfirgefinn og lagði boltann í netið. 1-0 eftir 49 sekúndur og það þurfti varla að spila hinar 89 mínúturnar. „Það er erfitt að segja hvað ger- ist í markinu en það getur vel verið að Rússarnir hafi verið búnir að æfa þetta. Þeir gerðu þetta vel en það breytir því ekki að við eigum að geta verið á tánum á fyrstu mínútu leiksins,“ sagði Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliði Vals, eftir leik. Hafi stemningin verið dauf fyrir á vellinum og meðal þeirra 477 áhorfenda sem mættu þá dó hún algjörlega eftir fyrstu sókn leiksins. Bate-liðið átti reyndar nokkra stuðningsmenn á vellinum sem áttu stúkuna það sem eftir var leiks. Leikurinn var eins og létt æfing fyrir Hvít-Rússana sem sýndu þó oft á tíðum ágæt tilþrif enda marg- ir hverjir fljótir og leiknir með boltann. Valsmenn voru aftur á móti hálf ráðalausir og bitlitlir í þessum leik en fengu þó nokkur hálffæri sem hefðu getað skilað mörkum. Atla Sveini fannst Valsliðið hafa haldið lífi í þessu þrátt fyrir áfall- ið í byrjun. „Við gáfumst ekki upp og áttum í fullu tré við þá eftir markið. Það eru samt allir fót- boltaleikir erfiðir þegar þú færð á þig mark á fyrstu mínútu og þá er sama á móti hverjum þú ert að spila. Við vissum að við áttum möguleika fyrir leikinn og þótt þetta hafi orðið erfiðara eftir þessa byrjun þá var alltaf mögu- leiki á meðan leikurinn lifði. Mér fannst að við hefðum getað komið inn einu marki,“ sagði Atli eftir leikinn. Valsmenn eru nú úr leik í bæði bikar- og Evrópukeppni en hafa nálgast toppbaráttuna í deildinni. „Við erum á lífi í deildinni, ætl- uðum okkur lengra í þessarri keppni en svona fór þetta og nú er það bara deildin. Nú er bara næsti leikur á móti Grindavík og við þurfum að ná niður púlsinum því þetta voru mjög erfiðar 90 mínút- ur. Ég veit ekki hvort fólk sá það upp í stúku en leikmenn gáfu allt í þetta. Þeir eru flinkari í að halda boltunum heldur en íslensku liðin og það fór meiri orka í það að elta boltann. Í næsta leik þurfum við bara að halda þessum dugnaði sem var í kvöld,“ sagði Atli að lokum. ooj@frettabladid.is Vonin dó eftir aðeins 49 sekúndur Hvít-rússneska liðið Bate Borisov má með réttu nefna Íslandsbana eftir að hafa slegið íslensku meistarana út úr meistaradeildinni annað árið í röð. Bate vann 1-0 að Hlíðarenda og þar með 3-0 samanlagt. AÐEINS OF SEINN Einar Marteinsson sést hér bjóða Hvít-Rúss- anum Vitali Rodionov upp í dans. F R ÉT TA B LA Ð IÐ /A U Ð U N N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.