Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 70
50 24. júlí 2008 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 GAMLA MYNDIN „Ég er þarna einhvers staðar úti á landi. Þetta þótti rosalega töff á þessum tíma, og hormottan var allsráðandi, en ég myndi nú varla klæða mig svona í dag, og hárið er fullsítt að mínu mati.“ Þórhallur Sigurðsson, Laddi. Myndin er tekin í ágúst 1974. LÁRÉTT 2. merki, 6. 999, 8. hrökk við, 9. væl, 11. stöðug hreyfing, 12. umstang, 14. miðja, 16. sjó, 17. frostskemmd, 18. veitt eftirför, 20. tveir eins, 21. skjóla. LÓÐRÉTT 1. reigingslegur gangur, 3. í röð, 4. þungt slípað gler, 5. hvíld, 7. andmæla, 10. þreyta, 13. stykki, 15. slæma, 16. gras, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. tákn, 6. im, 8. brá, 9. gól, 11. ið, 12. stúss, 14. mitti, 16. sæ, 17. kal, 18. elt, 20. ll, 21. fata. LÓÐRÉTT: 1. rigs, 3. áb, 4. kristal, 5. náð, 7. mótmæla, 10. lúi, 13. stk, 15. illa, 16. sef, 19. tt. „Við byrjuðum sumarið á því að brjóta mastrið á skútunni þannig að við erum í raun að byrja að sigla núna fyrst,“ segir Björn Jörundur Friðbjörnsson, tónlistarmaður með meiru. Það er ekki á margra vitorði en Björn Jörundur er mikill áhuga- maður um siglingar og hefur stund- að íþróttina síðan hann var níu ára gamall. Björn, ásamt sex félögum sínum, á forláta keppnisskútu sem ber nafnið Aquarius, en skútan er nefnd í höfuðið á orkudrykknum vinsæla og er þrjátíu og þriggja feta langur bátur. Þeir félagar ætla að keppa á Íslandsmótinu í sigling- um hinn 8. ágúst næstkomandi og stefna þeir að sjálfsögðu á sigur. „Ég hef keppt nokkrum sinnum áður og hefur það gengið upp og ofan, svona eins og gengur og ger- ist. Besti árangur okkar hingað til var þriðja sætið á Íslandsmótinu. En við vinnum í ár,“ segir söngvar- inn landskunni brattur að vanda. Dóttir Björns hefur verið dugleg að sigla með honum síðustu ár og segist Björn hafa reynt að kenna henni allt það sem hann kann. „Hún stendur sig mjög vel og er þræl dug- leg en nú er hún á þeim aldri þar sem hún hefur ekki tíma fyrir neitt annað en vini sína. Daníel Ágúst [félagi Björns í Ný dönsk] hefur líka komið nokkrum sinnum með mér að sigla, en hinir hljómsveitar- meðlimirnir eru held ég of vatns- hræddir til að þora með.“ Björn Jörundur er staddur í kóngsins Kaupmannahöfn þessa dagana þar sem hann og Daníel Ágúst vinna að nýrri plötu með hljómsveitinni Ný dönsk. „Við Daníel vorum að koma heim úr búð- inni rétt áðan þar sem við náðum að skrapa saman í jarðarber, skinku og íspinna. Við höfðum ekki efni á meiru því gengið er svo helvíti óhagstætt þessa dagana,“ segir söngvarinn, en von er á þeim félög- um heim bráðlega og ætla þeir að spila á Akureyri um verslunar- mannahelgina. „Þar munum við taka allt það besta með Ný dönsk,“ segir Björn. sara@frettabladid.is BJÖRN JÖRUNDUR: ÆTLAR AÐ VINNA ÍSLANDSMÓTIÐ Í SIGLINGUM Nýdanskur siglingagarpur BJÖRN JÖRUNDUR Hefur stundað siglingar frá því hann var lítill drengur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON OG SKÚTAN SKRÍÐUR Björn Jörundur er siglingakappi og stefnir á sigur í næsta Íslandsmóti í kappsiglingum. „Við erum að mótmæla háu bensínverði. Jú, hann vakti athygli og fólk benti á bílinn,“ segir Bergur Hjaltested eigandi einhvers þekktasta jeppa landsins. Frétt Fréttablaðsins í gær um hina hættulegu typpa-Toyotu sem lék lausum hala á götum Reykjavíkurborgar vakti nokkra athygli en þannig er að stór gúmmígöndull var boltaður á húdd vígalegrar Toyotu 4runner á 38 tommu dekkjum. Sigurður Helgason hjá Umferð- arstofu sagði að þeir sem settu lög um hvað mætti og hvað ekki í þeim efnum hefðu einfaldlega ekki haft hugkvæmni til að bregðast við slíku húdd-skrauti og engin lög næðu yfir slíkan gerning. Bergur og vinir hans tveir, Hallgrímur Hallgrímsson og Jóhann Helgi Ólafsson, sem eru tæplega tvítugir, eru talsvert í því að breyta bílum og því var þetta ekki mikið mál fyrir þá. „Við fundum þetta fyrir utan verkstæðið þar sem við fáum að vera. Settum þetta fyrst á bíl vinar míns án þess að hann vissi. Typpið fékk ekki að vera þar svo við settum það á þennan jeppa minn,“ segir Bergur og þvertekur ekki fyrir að þarna hafi ekki aðeins samfélagsleg meðvitund og mótmæli ráðið för heldur einnig fíflaskap- ur auk pirrings: „Ég er búinn að fjarlægja húddskrautið. Var smeykur um að löggan stoppaði mig.“ Þurfti ekki mikið til heldur var dúkahníf brugðið á gúmmíið. Jeppann keypti Bergur á föstudaginn, bráðvantaði þá bíl en fyrr um daginn velti hann rándýrri Subaru Inpreza STI uppi í Heiðmörk. „Mig bráðvantaði bíl. Þetta er níundi eða tíundi bíllinn sem ég á. Og þeir eru yfirleitt þannig að á þá er horft.“ - jbg Frumleg mótmæli við háu bensínverði TYPPA-TOYOTAN FRÆGA Þetta mega líklega heita frumlegustu mót- mæli við háu bensínverði sem um getur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Frá innganginum að barnum var mér sautján sinnum boðið eitur- lyf,“ segir Egill Einarsson, hljóm- borðsleikari Merzedes Club og vöðvafjall, sem er nú staddur í Albufeira í Portúgal. Þar átti hljómsveitin að spila á laugar- dagskvöldið á næturklúbb sem kallast Club Kiss. „Ég kom hérna 1999 og þá var Kiss aðalstaðurinn en nú er allt á kafi í eiturlyfjum þarna. Ég settist niður og fékk mér ískaldan bjór. Tíu sekúndum seinna kemur blökkumaður og „meisar“ alla inni á staðnum,“ segir Egill sem gengur undir nafn- inu Stóri alla jafna. Stóri kippti sér þó ekki mikið upp við meisið. „Það er nú bara þannig að meis bítur ekki á Stóra. Það hlupu allir út af staðnum en ég sat áfram og kláraði bjórinn minn. Reyndar tók ég eina ferð út með tvær dömur á öxlunum því þær voru að missa meðvitund af meis- inu,“ segir Egill sem setti niður fótinn og neitaði að spila á staðn- um. „Þetta er mér ekki samboðið í dag. Ég er ekki í vinsælustu hljóm- sveit í heimi til að spila á ógeðs- legum stað fljótandi í eiturlyfj- um,“ segir Egill sem hefur þá reglu að spila ekki á stöðum þar sem eiturlyf eru höfð um hönd. „Bono [söngvari U2] hætti einu sinni við að spila á Írlandi því honum leist ekki á staðinn. Við erum nokkrir tónlistarmennirnir sem höfum lent í þessu.“ Stefnt var að því að tónleikarnir færu fram í gærkvöldi á nýjum stað. Egill segist hafa fundið til með Valla Sport, umboðsmanni sínum, að svona hafi farið fyrir tónleikunum á Club Kiss. „Kall- greyið var alveg miður sín og já, ég vorkenndi honum.“ Hljómsveit- in kemur heim á morgun en Stóri og Partí-Hanz munu verða í viku í viðbót í sólinni. - shs Club Kiss fullur af dópi MERZEDES CLUB Hættu við að spila á Club Kiss en klúbburinn var fullur af eiturlyfjum að sögn Stóra. Sigurður Kári Kristjánsson gekk í það heilaga með Birnu Bragadóttur á laugardaginn eins og greint var frá í Fréttablaðinu. Athöfnin þótti afburða falleg og lagavalið einkar gott. Þó fengu kirkjugestir ekki að heyra öll lögin sem áttu að vera á dagskrá því eftir að brúðhjónin voru gefin saman átti Magnús Þór Sigmundsson að syngja lagið Ást. Organistinn í kirkjunni virðist þó eitthvað hafa farið línuvillt í dagskránni því hann byrjaði að spila útgöngulag- ið áður en Magnús komst til að syngja ljóð Sigurðar Nordal. Magnús bætti þó fyrir mistök organistans með því að syngja lagið í veislunni af sinni alkunnu snilld. Ný heimasíða Gylfa Ægissonar hefur heldur betur hlotið góðar viðtökur eftir að fjallað var um hana í Fréttablaðinu. Gylfa hefur borist tölvupóstur alls staðar að. Meira að segja frá Færeyjum. Sala á verkum Gylfa hefur einnig tekið góðan kipp og því ljóst að „sölusíðan“ ber tilskilinn árangur hjá fjöllistamanninum Gylfa. Meðan héraðsdómur kvað upp úr um það að Sigurður G. Guðjóns- son lögmaður fengi ekki að verja Jón Ólafsson athafnamann í máli skattayfirvalda á hendur honum var Jón í góðu yfirlæti við laxveiðar í Hítará og lét sér hvergi bregða. Enda í góðum félagsskap. Með honum þar voru meðal annarra Kevin Reynolds fjárfestir og svo Timur Bekmambetov, rússneski kvikmyndaleikstjórinn sem meðal annars stýrði myndinni Wanted, þar sem í aðalhlutverki voru Morgan Freeman og Angelina Jolie. -shs/jbg FRÉTTIR AF FÓLKI með ánægju Vodafonehöllinni í kvöld Miðasala á midi.is Sumartónleikar ársins í boði Iceland Express Buena Vista Social Club
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.