Fréttablaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 12
12 25. júlí 2008 FÖSTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Mér finnst mjög gott að fá Lista- háskólann á þetta svæði,“ segir Felix Bergsson, leikari og skemmtikraftur, um að Listaháskólinn muni rísa við Laugaveg. „Ég verð að viðurkenna að þegar maður horfir á teikninguna virkar hún mjög stór, þetta er mikil byggingarframkvæmd, en mér líst mjög vel á húsið. Manni bregður alltaf þegar maður sér svona stóran kassa koma á svæði sem er gamalt og gróið, en þetta er afskaplega stórt og fallegt rými og örugglega frábært fyrir ungt listafólk til að ná sér í þann innblástur sem það þarf og vinnuaðstöðu. Það er stóra málið sem menn gleyma oft við listamenn, þeir þurfa sína vinnuaðstöðu eins og aðrir. Síðan er óneitanlega gott að losna við Vegas,“ segir Felix hlæjandi. „Ég á eftir að kynna mér þetta mál aðeins betur en ég er viss um að menn geta fundið þeim sjón- armiðum sem eru í málinu góðan farveg og það sé hægt að vinna þetta saman, bæði hvað borgin vill, ríkið, arkitektarnir og síðan Lista- háskólinn. Það er aðallega bara frábært að fá skólann á þennan stað og á eftir að auka mikið lífið í miðborginni.“ SJÓNARHÓLL LISTAHÁSKÓLINN MUN RÍSA VIÐ LAUGAVEG „Heyrðu, það er bara allt frábært að frétta,“ segir Davíð Smári Harðarson, einkaþjálfari, söngvari og fyrrverandi Idol-stjarna við spurningu blaðamanns um hvað væri að frétta. „Núna er ég að spila með hljómsveitinni DressCode og er að fara að spila um versl- unarmannahelgina á 800 bar á Selfossi og við spiluðum á Players í síðustu viku.“ Hann segir hljómsveitina DressCode spila skemmtilegustu „cover“-lög samtímans og hljómsveitin geri það best allra. „Svo erum við að leggja lokahönd á ógeðslega gott lag sem kemur út í haust,“ segir Davíð. Það lag hefur hins vegar hvorki fengið nafn né vinnuheiti. Davíð starfar núna sem einka- þjálfari hjá þjalfun.is. „Það fyrir- tæki er í sífelldri framþróun,“ segir Davíð. Hann útskrifaðist núna síðast liðið vor sem einkaþjálfari frá Íþróttaaka- demíunni í Keflavík. „Nú má ég kalla mig einka- þjálfara. Þessi vinna er eins og hver önnur vinna nema miklu skemmtilegri,“ segir Davíð Smári sem eitt sinn átti sjálfur við mittisvandamál að stríða. „Ég var einu sinni ofboðslega feit- ur en er ekki lengur. Áhuginn á einkaþjálf- unarnámi kviknaði einmitt þegar ég var búinn að grennast og fékk upp í tuttugu símtöl á viku um hvernig best væri að gera þetta.“ Davíð Smári stefnir á frekara nám í heilsutengdum fögum á Íslandi. „Í haust er ég síðan að fara af stað með námskeið í Sporthúsinu fyrir fólk sem var einu sinni í sömu stöðu og ég. Allar viðvörunarbjöllur voru byrjaðar að klingja hjá mér þegar ég var sem feitastur,“ segir Davíð. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA: DAVÍÐ SMÁRI HARÐARSON, EINKAÞJÁLFARI OG SÖNGVARI Ætlar að gefa út ógeðslega gott lag Gott að losna við Vegas FELIX BERGSSON Þótt fólki fari fækkandi í Inndjúpi þá leggjast hefð- irnar ekki af sem hreiðruðu um sig þegar sveitin var í fullum blóma. Frá öðrum áratug síðustu aldar hefur alltaf verið haldinn dans- leikur í Ögri og verður engin breyting á í ár en hann verður haldinn næsta laugardag. Fjölskyldan í Ögri er nefnilega fastheldin á hefðirnar og því verður boðið upp á rabarbara- graut með rjóma að göml- um sið. Einnig hefur myndast sú hefð að menn mæti til dans- leiksins á bátum en lítil bryggja er skammt frá. „Meira að segja hafa ferðamenn á skútu undan- farin ár haft spurnir af ballinu og ekki látið undir höfuð leggjast að mæta á svæðið. Síðan koma aðrir á kajökum“ segir Leifur Halldórs- son sem er einn af umsjónar- mönnum skemmtunarinnar. En þó er annað sem breytist en sú var tíðin að Sigurjón Samúels- son frá Hrafnabjörgum sneri skífum á þessum samkomum en hann á eitt stærsta plötusafn landsins sem er í einkaeign. Á hann meðal annars nokkra Edison- hólka sem voru móðins áður en hljómplatan ruddi sér til rúms og að sjálfsögðu tæki til að spila þá. Leifur segir að Sigurjón mæti venjulega á þennan dansleik þótt yngri menn hafi tekið við skífu- þeytingum. En þó fámennt sé í sveitum Inn- djúpsins búa þar þó nokkrir sem eru landsmönnum kunnir. Má þar nefna Rögnu Aðalsteinsdóttur eða Rögnu á Laugabóli eins og flestir þekkja hana en Reynir Traustason blaðamaður ritaði sögu hennar og var hún gefin út fyrir tveimur árum. Séra Baldur Vilhelmsson, sem nýlega rifjaði upp ummæli sín í fjöl- miðlum um að honum þætti skemmtilegasta prestsverkið vera að jarða framsóknarmenn, er búsett- ur í Vatnsfirði í Inndjúpi. Einnig er þekkt sagan af honum þegar hann fann svín út í vegarkanti og tilkynnti það lögreglunni á Ísafirði. Þegar hrokafullur lögregluþjónninn spurði hvers vegna í ósköpunum hann væri að hringja í lögreglu út af þessu smáræði sagði séra Baldur: „Það er nú eini sinni venja okkar presta að láta aðstandendur vita þegar dauðs- föll verða.“ - jse Ball sem byggt er á hefðum FRÁ ÖGURBALLI Það er venjulega glatt á hjalla á Ögurböllum enda færist fjör í fólk eftir rabarbaragraut með rjóma. LEIFUR HALLDÓRSSON SÉRA BALDUR VILHELMSSON Presturinn fór illa með hrokafulla lögregluþjóninn á árum áður. SIGURJÓN SAMÚELSSON Hann á eitt stærsta plötusafn landsins í einkaeigu en nokkuð er síðan hann hætti að þeyta skífur á Ögurböllum. Vel skipulagt „Þetta var greinilega vel skipulagt hjá þeim og ekkert óðagot.“ HEIMIR HARÐARSON, MARKAÐS- STJÓRI NORÐUR-SIGLINGAR, UM HÁHYRNINGAVÖÐU SEM TÆTTI Í SIG HREFNU FYRIR AUGUM FERÐA- MANNA Í HVALASKOÐUN. Morgunblaðið, 24. júlí. Vænlegra til árangurs „Aðrar aðferðir, sem ein- kennast fremur af fjandskap og gagnrýni, skila ekki jafn miklum árangri eins og dæmin sanna.“ ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON UM ÁKVÖRÐUN SÍNA AÐ VERA VIÐ- STADDUR ÓLYMPÍULEIKANA Í KÍNA. Fréttablaðið, 24. júlí. „Ávextir á Íslandi eru mjög góðir en þeir eru svolítið dýrir. Auðvitað er það svo þegar svo mikið magn ávaxtanna er innflutt,“ segir Rachid sem er sérstaklega hrifinn af melónum. „Annars borða ég bara venjulegan íslenskan mat. Sérstaklega finnst mér íslenskt lamba- kjöt gott sem og íslenskur fiskur.“ Hann segir lítið um marokkóskan mat á Íslandi. „Það er einhver veitinga- staður í Reykjavík sem selur kebab og þess háttar mat sem er meira orðinn alþjóðlegur matur.“ Rachid Benguella: Íslenskt lambakjöt í uppáhaldi VIKA 25 DAGBÓK NÝRRA ÍSLENDINGA „Það er nokkuð margt hér á landi sem kemur móður minni spánskt fyrir sjónir enda er æði margt hér frá- brugðið því sem við eigum að venjast í Taílandi,“ segir Junphen. Móðir hennar er nú stödd hér á landi í stuttri heimsókn. „Ég er búin að sýna henni um í Reykjavík en einnig höfum við farið í nágrannasveitarfélögin. Það kom henni verulega á óvart hvernig grænmeti er ræktað hér á landi og svo á hún nokkuð erfitt með dagsbirtuna sem aldrei víkur. Ég á eftir að fara með hana á aðra vinsæla ferðamannastaði,“ segir Junphen sem nú er í fríi og hefur því nægan tíma til að sýna móður sinni um. Junphen Sriyoha: Mamman er hissa á mörgu ■ Kertagerð á sér sjálfstæðan upp- runa í mörgum menningarsamfélög- um. Talið er að Egyptar og Krítverjar hafi búið til kerti úr býflugnavaxi árið 3000 fyrir Krist. Lengst af var tólg þó algengasta hráefnið í kerta- gerð. Á 18. öld lærðu menn að búa til gæðakerti úr hvalspiki og var notast við það til ársins 1830, þegar vaxið sem við þekkjum í dag kom til sögunn- ar. Skömmu síðar var fótunum kippt undan kertagerð með tilkomu steinolíunnar og olíu- lampinn leysti kertin af hólmi. Síðan hafa kerti aðallega verið notuð sem skrautmunir og við helgihald. KERTI: LJÓS Í MYRKRINU Í FIMM ÞÚSUND ÁR Þau Algirdas Slapikas, Charlotte Ólöf Jónsdóttir Ferrier og Filipe Figueredo eru í sumarfríi en verða aftur á síðum blaðsins innan tíðar. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu er 50 ára Að því tilefni höldum viðhátíð að Krika við Elliðavatnsveg laugardaginn 26. júlí kl. 14.00 Bátadagur, pylsur, hoppukastali, andlitsmálun og ýmis skemmtiatriði. Geir Ólafsson syngur fyrir gesti. Allir velkomnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.