Fréttablaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 23
[ ] Diskóbandið The Hefners er einn af föstum liðum Mæru- daga á Húsavík. Bandið var stofnað sérstaklega fyrir hátíðina. Húsvíkingar fara sjaldnast troðnar slóðir. Þegar búa átti til hljómsveit sem spila átti á Mæru- dögum árið 2005 lá beinast við í augum heimamanna að safna mannskap í diskóband. Nafnið sem bandið hlaut var „The Hefners“, í höfuð diskó- dólgsins og ástmögursins Hughs Hefner. Auðvitað urðu meðlimir að klæða sig í glamúrgalla, setja á sig hárkollur og breyta litar- haftinu. Allt í nafni listarinnar. Rétt eins og Mærudagarnir sjálfir féll tónlist The Hefners heima- og aðkomumönnum vel í geð. „Þetta átti upphaflega bara að vera fyrir Mærudagana en svo ákváðum við að túra aðeins um landið, tókum verslunar- mannahelgar og svoleiðis,“ segir Gunnar Illugi Sigurðsson, trommuleikari sveitarinnar. „Við störfuðum í eitt og hálft ár en erum að koma núna saman aftur bara í tilefni Mærudaga.“ The Hefners spila á fjölskyldu- samkomu á Hafnarstéttinni laug- ardagskvöldið 26. júlí og á dans- leik á Gamla bauk síðar sama kvöld. Það ætti enginn, hvorki börn né fullorðnir, að vera svik- inn af sjónarspilinu sem fylgir því að sjá átta fullorðna karl- menn klæða sig í diskógalla, setja á sig afró-hárkollur og spila lög frá áttunda áratugnum. Full- orðnir ættu að geta gleymt sér í gömlum tímum og börn lært af mistökum fortíðar. „Það er einfaldasta leiðin að taka sig ekki alvarlega og það virðist hitta í mark, að minnsta kosti svona annað slagið,“ bætir Gunnar við og hlær. Mærudagar fara fram á Húsa- vík nú um helgina, 25. til 27. júlí. tryggvi@frettabladid.is Mærðir diskódólgar The Hefners koma til með að skemmta ungum sem öldnum á Mærudögum á Húsa- vík. Þeir spila diskótónlist og bara diskótónlist. Sokkar eru nauðsynlegir í göngur sem gaman getur verið að fara í um helgar. Sniðugt er að taka með sér tvö pör, bæði þykka og þunna og vera í þeim þynnri innanundir hinum. Pétur og úlfurinn í meðferð Brúðuleikhúss Bend Ogrod- nik verður í Byggðasafninu Hvoli á Dalvík klukkan 14 á morgun. Listamaðurinn Bernd Ogrod- nik er fyrir löngu orðinn þekkt- ur hér á landi fyrir sínar óvið- jafnanlegu handútskornu leikbrúður sem hann stjórnar af snilld. Bernd býr á Þverá í Svarfað- ardal og fá Svarfdælingar og gestir þeirra að njóta brúðu- sýninga hans af og til. Á morg- un, laugardaginn 26. júlí, ætlar hann að sýna Pétur og úlfinn á Byggðasafninu Hvoli á Dalvík sem byggð er á sögunni og tón- verkinu Pétur og úlfurinn eftir Sergei Prokofiev. Það frum- sýndi Bernd haustið 2006 og setti síðan upp í Þjóðleikhúsinu vorið 2007 við mjög góðar und- irtektir. Sýningin á Hvoli er liður í Listasumri á Akureyri 2008 og hún tekur um fjörutíu mínútur. - gun Brúðuleikhús Bernd Ogrodnik brúðugerðarmeistari með brúðurnar sem koma fram í leikverkinu Pétur og úlfurinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Lundinn er af svartfuglategund og nafn hátíðarinnar er fengið frá svartfuglinum í Látrabjargi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Ganga og skemmtun í nafni svartfuglsins Gönguhátíðin Svartfugl verður haldin nú um helgina í þriðja sinn. Hátíðin hófst í gær og stendur fram á sunnudag. Hátíðin er haldin á sunnanverð- um Vestfjörðum og markmið hennar er að vekja athygli á svæð- inu og þeim náttúruperlum sem þar eru. „Þetta er í rauninni frábært göngusvæði en hefur verið mjög mikið út undan undanfarin ár,“ segir Hjörtur Smárason, skipu- leggjandi hátíðarinnar. „Hátíðin er haldin til að vekja athygli á þeim möguleikum sem þarna eru í boði og þeirri menningu sem þarna er að finna. Þess vegna höfum við blandað inn í göngurn- ar ýmsum uppákomum.“ Nafn hátíðarinnar er tilvísun í svartfuglinn í Látrabjargi annars vegar, því þar er stærsta álku- byggð í heimi, og hins vegar til- vísun í skáldsögu Gunnars Gunn- arssonar, Svartfugl. Á hátíðinni eru göngur og uppákomur fyrir alla fjölskyld- una og Hjörtur bendir á að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Upplýsingar um dagskrá hátíð- arinnar má finna á www.svart- fuglinn.is. - mmf HPI Savage X 4,6 öfl ugur fjarstýrður bensín torfærutrukkur. Eigum til bíla á gamla verðinu Laugaveg 54, sími: 552 5201 • Kjólar • Peysur • Gallabuxur • Pils • Toppar og margt fl eira. Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.