Fréttablaðið - 27.07.2008, Page 1

Fréttablaðið - 27.07.2008, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR MÓTORHJÓLASUMARIÐ MIKLA Ólíklegustu menn hafa komið út úr skápnum sem mótorhjólamenn. 27. júlí 2008 — 203. tölublað — 8. árgangur FÓLK „Við heyrðum allt í einu tíst undan veröndinni og héldum fyrst að þetta væri ísbjörn,“ segir Hjör- leifur Jóhannesson, flugstjóri hjá Icelandair. Hjörleifur, sem á sumarbústað í Húsafelli, var þar ásamt fjöl- skyldu sinni á dögunum. Undarleg hljóð bárust undan veröndinni sem reyndust á endanum vera þrír litlir munaðarlausir andarungar. „Minkurinn hefur líklegast étið mömmu þeirra,“ segir Hjörleifur en hann hefur oft rekist á mink í skóginum á Húsafelli. Fjölskyldan gaf ungunum bleytta brauðmylsnu og tíndi handa þeim flugur. Síðan var ekið með þá niður að á til þess að reyna að finna þeim aðra andamömmu. Ungarnir busluðu um sinn í ánni en þegar Hjörleifur og synir hans, þeir Þorsteinn Ingi og Stefán Haukur, gerðu sig líklega til þess að hverfa á braut, komu ungarnir í humátt á eftir þeim. Hjörleifur brá á það ráð að stilla heita pottinn á 37 gráðu hita og síðan brá fjölskyldan sér í pottinn með ungunum, en þeir hafa hlotið nöfnin Rip, Rap og Rup. „Fjöl- skyldan hefur aldrei sturtað sig jafnvandlega og eftir þetta,“ segir Hjörleifur og hlær. Bróðir Hjörleifs, Jóhannes Örn, sem einnig er flugstjóri hjá Ice- landair, kom ásamt dætrum sínum tveimur og sótti Rip, Rap og Rup og flutti þá til Reykjavíkur þar sem þeir dvelja nú í Húsdýragarð- inum. - shs/ sjá síðu 30 Andarungar fluttir með einkaflugi frá Húsafelli til Reykjavíkur: Fjölskylda fóstraði andarunga UNGAR Í HEITA POTTINUM Andarung- arnir kunnu vel við sig í heita pottinum í Húsafelli. SJÁVARÚTVEGUR Landssamband íslenskra útgerðarmanna (LÍÚ) er að láta kanna hvort hag- kvæmt geti verið fyrir íslensk fiskiskip að nota segl eða hálf- gerðan flugdreka til að draga úr eldsneytiskostnaði. Seglið er fest við skipsstafn og svífur í um 200 til 300 metra hæð og dregur skipið áfram og minnk- ar því álag á vélarnar. „Við höfum látið þýska fyrir- tækið SkySails gera úttekt á þessu fyrir okkur en þeir hanna þennan búnað,“ segir Friðrik Jón Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ. „Við höfum fengið bráðabirgðaniðurstöður og svo förum við betur yfir málin í næsta mánuði.“ Samkvæmt upplýsingum frá SkySails á búnaðurinn að geta sparað útgerðum eldsneytiskostn- að að jafnaði um tíu til 35 prósent. Við ákjósanlegustu skilyrði getur þessi sparnaður verið um fimm- tíu prósent. Guðfinnur G. Johnsen, tækni- fræðingur hjá LÍÚ, segir kostnað- inn við að koma þessum búnaði í um 1.300 brúttórúmlesta skip geta verið um 35 milljónir króna. „Við höfum mikinn áhuga á þessu og erum að skoða þetta af fullri alvöru en það ber þó að taka öllu svona með fyrirvara,“ segir hann. Hann segir enn fremur að hugs- anlega gæti þetta reynst vel á uppsjávarskipum sem eru lengi á út- og heimstími og nota mikið eldsneyti meðan á veiðum stend- ur. Friðrik segist vonast til að úr því fái skorist á næstu mánuðum hvort þetta gæti verið hagkvæmt fyrir íslensk fiskiskip. Stephan Wrage, framkvæmda- stjóri SkySails, segir að nú sé verið að prófa búnaðinn á tveim- ur skipum. „Ég veit að Íslendingar eru áhugasamir um þetta enda er búnaðurinn mjög hentugur fyrir fiskiskip á vindasömum slóðum,“ segir hann en upphaflega var búnaðurinn hugsaður fyrir lang- ferðaskip. „Skysails stefnir að því að selja þennan búnað í um það bil 1.500 skip fyrir árið 2015. En þetta er ekki aðeins spurning um hagkvæmni fyrir útgerðirnar heldur einnig fyrir umhverfið. Ef þessi búnaður væri notaður á heimsvísu væri mögulegt að minnka losun koltvísýrings um 146 milljón tonn á ári, eða sem nemur 15 prósentum af árlegri losun Þjóðverja.“ - jse Nota segl til að spara olíu Landssamband íslenskra útvegsmanna er að kanna hvort hagkvæmt sé að nota segl á íslensk fiskiskip til að draga úr eldsneytiskostnaði. Seglin geta minnkað olíukostnað útgerðarfyrirtækja um 10 til 35 prósent. FÓLK „Þetta er flateyskur skemmtidrykkur,“ segir Lísa Kristjánsdóttir, konan á bakvið hinn séríslenska Flajito, sem er geysivinsæll á Hótel Flatey þar sem Lísa starfar. Fyrr í sumar var Lísa spurð hvort hún kynni að gera mojito-kokkteil af ungum stúlkum sem voru gestir á barnum á Hótel Flatey. Lísa sagðist geta það en því miður ætti hún ekki myntulauf. Úr varð að Lísa gerði drykk þar sem hún notaði skessujurt og rabarbara í stað myntulaufa og hlaut drykkurinn nafnið Flajito. Drykkurinn seldist upp um síðustu helgi. - shs/ sjá síðu 30 Nýr kokkteill slær í gegn: Flajito skákar mojito í Flatey FLAJITO Nýtur vinsælda í Flatey. SVÍFUR SEGLI ÞÖNDU Kannski munu íslensk fiskiskip halda á miðin með hjálp segla í framtíðinni, rétt eins og á árum áður. MYND/COPYRIGHT SKYSAILS Íslensk umhyggja í Jemen Jóhanna Krist-jónsdóttir safnar fé til uppbyggingar kennslumiðstöðv- ar í Jemen. HELGARVIÐTAL 10 VEÐRIÐ Í DAG ÁFRAM HLÝTT Í dag verða austan 5-13 m/s sunnan til og austan, ann- ars hægari. Víða bjart með köflum, en þykknar upp sunnan til þegar líður á daginn og fer að rigna þar í kvöld. Hiti 12-22 stig. VEÐUR 4 17 20 20 1417 20 20 22 MÆRUDAGAR Á HÚSAVÍK Gleði og fjör var á fallegum Mærudegi á Húsavík í gær. Þar var dansleikur, fótboltaleikur, hrútasýning, spákona og allt sem hugurinn girnist. Mærudögum lýkur í dag með Mæruhlaupi. FRÉTTABLAÐIÐ/ÖRLYGUR Fjórða kjörtímabil forseta að hefjast FRÉTTABLAÐIÐ RIFJAR UPP UNDANFARIN FJÖGUR ÁR ÓLAFS RAGNARS Í EMBÆTTI 12 14

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.