Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 8
8 27. júlí 2008 SUNNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Ó skir um að Alþingi komi saman vegna efnahagsmála gefa tilefni til að velta upp tveimur spurningum til þess að sjá þau mál í hnotskurn. Annars vegar: Á hvaða svið- um geta stjórnvöld beitt sér? Og hins vegar: Um hvað er deilt? Úr sögunni eru þær aðstæður að unnt sé að grípa inn í rás atburða með aðgerðalista upp á margar blaðsíður frá verkalýðshreyfing- unni og atvinnurekendum. Nú er það fyrst og fremst heildarstefna á þremur sviðum sem máli skiptir. Það eru: Peningamál, orkunýt- ing og ríkisfjármál. Á sviði peningamála virðist vera breið samstaða allra flokka að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans með lántöku til þess að losa um lánsfjárkreppuna og auðvelda bönkunum að veita súrefni inn í atvinnulífið. Stjórnarandstaðan gagnrýnir á hinn bóginn stjórnina fyrir að hafa dregið að nýta heimildir sem hún hefur þegar fengið til frekari ráðstafana á því sviði. Segja má að gleggri skýringar á tímasetningu væru þarfar. Um aðferðafræði Seðlabankans hefur forsætisráðherra sagt að senn sé tímabært að endurskoða peningastefnuna í heild. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst afdráttarlausum skoð- unum um breytingar. Aðrir flokkar hafa lýst óánægju með háa vexti en ekki tekið af skarið um hvort breyta eigi aðferðafræðinni. Umræðan bendir því ekki til að djúpstæður ágreiningur sé um þetta viðfangsefni. En að því kemur að ríkisstjórnin þarf að svara hvenær endurskoðunin verður gerð. Meiri ágreiningur er um hvort styðjast eigi við krónu eða evru í framtíðinni. Stefna ríkisstjórnarinnar er að halda krónunni en stjórnarflokkarnir hafa þó hvor sína skoðun á málinu. Framsókn- arflokkurinn útilokar ekki evrulausn en VG er í mjög eindreginni andstöðu. Þetta þýðir að krónan verður framtíðarlausnin nema Evrópuumræðan innan Sjálfstæðisflokksins leiði til annarrar nið- urstöðu. Máli skiptir í því sambandi að Sjálfstæðisflokkurinn hefur rofið ársgamla bókun um samstöðu með VG í Evrópumálunum. Átök eru um hvort ríkið á að beita sér fyrir markvissri orku- nýtingu til þess að styrkja gjaldmiðilinn. Á Alþingi er sú stefna studd af Sjálfstæðisflokknum, meirihluta Samfylkingarinnar og Framsóknarflokknum. VG er í harðri andstöðu. Í borgarstjórn sem ræður stærsta orkufyrirtæki landsins heldur VG bæði Sjálf- stæðisflokknum og Samfylkingunni í gíslingu á þessu sviði. Þar er Framsóknarflokkurinn eini orkunýtingarflokkurinn. Þessi pólit- íska staða í borgarstjórn og að hluta innan annars stjórnarflokksins hefur verulega veikt orkunýtingarstefnu ríkisstjórnarinnar. Loks munu ríkisfjármálin skipta sköpum um árangur í barátt- unni fyrir efnahagslegu jafnvægi. Harkalegt aðhald á því sviði er nauðsynlegt eigi að ná niður vöxtum og mynda svigrúm fyrir aukna verðmætasköpun. Hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstað- an hafa sýnt á þau spil. Eins og sakir standa er því erfitt að dæma um hvort stjórnin er þar á réttri leið eða hvort stjórnarandstaðan kynnir önnur markmið. Niðurstaðan er þessi: Óraunhæft er að menn sjái þýðingarmestu ráðstafanir stjórnarinnar fyrr en fjárlagafrumvarpið verður birt. Að því er varðar bráðaaðgerðir í peningamálum er fremur deilt um tímasetningar en aðferðafræði. Þó að orkunýtingarstefn- an þyrfti að vera skarpari er hugsanlegt að hún dugi þrátt fyrir Reykjavíkurvandann. Framtíðarstefnan í peningamálum er svo enn óskrifað blað. Á hvaða sviðum getur stjórnin beitt sér? Um hvað er deilt? ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR UMRÆÐAN Guðni Ágústsson svarar Einari K. Guðfinnssyni Það er eflaust erfitt að tilheyra daufri ríkisstjórn. Öðruvísi er ekki hægt að útskýra viðbrögð Einars K. Guðfinnssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í Fréttablaðinu fyrir helgi þar sem hann rembist við að rægja Framsóknarflokkinn af fádæma yfirlæti. Tilgangur Einars er náttúrlega sá að drekkja umræðunni um dugleysi hans og allrar ríkisstjórnarinnar í brýnustu málum þjóðarinnar. Ef til vill er ekki við öðru að búast þegar menn eru málefnalega gjaldþrota og líður illa á sálinni. Þótt Einar K. upplifi málefnalegar tillögur okkar framsóknarmanna, til aðstoðar vandræða-ríkis- stjórninni eins og margir eru farnir að nefna hana, sem neikvæðni þá er það nú svo að þær hafa samhljóm þjóðfélagsins, atvinnulífsins og fyrir- tækja. Þær eru jákvæðar fyrir fólkið í landinu og munu skila hér mýkri lendingu en ella. Þetta vita ábyrgu tvíburarnir í Sjálfstæðisflokknum, Illugi og Bjarni, sem taka nú undir þessar tillögur og rassskella forystu sína fyrir framan alþjóð. Það veldur eflaust reiði í flokknum, sérstaklega meðal þeirra sem hafa þjónað sérhagsmun- um auðmanna. Ráðherra er því nær að líta í eigin barm. Hann tók 20 milljarða út úr sjávarútvegin- um í mesta niðurskurði allra tíma, hann kokgleypti svokallaðar mótvægisaðgerðir sem gagnast ekki sjómönnunum, verkafólk- inu né útgerðum. Sjávarútvegsráðherra er enginn aufúsugestur í sjávarbyggðunum um þessar mundir. Fólkið spyr eftir aðgerðum. Vandi framsóknarmanna er þó ekki meiri en svo að sjálfstæðismenn hafa samband við okkur um allt land til sjávar og sveita og segjast ekki þekkja flokkinn sinn. Sjálfstæðisflokkurinn á eftir að fá þann skell sem hann á skilið fyrir aumt samstarf við Samfylkinguna, sem virkar eins og marglytta á Sjálfstæðisflokkinn og dregur úr honum allt afl. Það er engin kjölfesta í samstarfinu. Ráðning forsætisráðherra á Tryggva Þór Her- bertssyni hefur orkað tvímælis, ekki bara hjá okkur framsóknarmönnum heldur vítt og breitt í samfé- laginu. Tryggvi er eflaust ágætis piltur en aðeins einn af tugum hagfræðinga sem forsætisráðherra hefur aðgang að og ráðning hans því sjónarspil. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Fílabeinsturn ráðherrans GUÐNI ÁGÚSTSSON Nikulás Sarkozy var að koma aftur úr hinni umdeildu ferð sinni um Austurlönd nær og sest- ur upp í flugvélina á flugvellin- um í Beirút í Líbanon með fríðu föruneyti. Með honum voru for- sprakkar allra „alvöru“ stjórn- málaflokka í Frakklandi, það er að segja þeirra flokka sem eiga sæti á þingi; hafði forsetinn boðið þeim að koma með í ferðina. Samræð- urnar voru fjörugar eins og vænta mátti, en ekki leið á löngu áður en í ljós kom að í flugvélinni var einnig laumufarþegi sem enginn hafði búist við. Reyndar var hann ekki staddur þar í sinni efnislegu tilveru, en í andanum var nærvera hans þeim mun sterkari, og þegar silfurfleyið sveif upp til hæða barst talið æ meir að honum; að lokum var eins og hann væri aðal- maðurinn um borð. Þessi laumufarþegi var „bréf- berinn“ Olivier Besancenot, sem svo er nefndur af því að hann hefur sitt lifibrauð af því að bera út póst en er þar fyrir utan helsti forsprakkinn í stjórnmálaflokkn- um „Byltingarsamtök kommún- ista“, skammstafað LCR á frönsku. Fyrir þá sem sjá hlutina í sögu- legri vídd má geta að þessi flokk- ur er sprottinn upp úr trotskíista- flokknum JCR sem tók mjög svo virkan þátt í „uppreisninni“ í maí ´68. Hann var þá undir forystu hins skelegga leiðtoga Alain Kri- vine og hafði einkum innan sinna vébanda ungt fólk sem íhalds- samir og staðnaðir forsprakkar franskra kommúnista höfðu hrak- ið burt úr flokki sínum. Krivine lét síðan mikið að sér kveða, hann bauð sig fram í forsetakosningum oftar en einu sinni og sat stund- um í fangelsi þess á milli, ásakað- ur fyrir „undirróðursstarfsemi“. Þessi flokkur stóð af sér allar sviptingar í frönskum stjórnmál- um, meðan flestir aðrir hópar rót- tæklinga lognuðust út af, og gekk svo í endurnýjun lífdaganna þegar „bréfberinn“ Besancenot var gerð- ur að toppmanni. Alain Krivine er enn einn af talsmönnum flokksins og brosir glaðhlakkalega á mynd- um en haslar sér ekki lengur völl í fremstu víglínu. Á fremur stuttum tíma hefur Olivier Besancenot orðið ein af stórstjörnunum í frönskum stjórn- málum. Það er að vísu nokkur dragbítur á honum, segja menn, að frá náttúrunnar hendi hefur hann höfuð og andlitssvip brjóst- mylkings; eiga sumir því erfitt með að taka orð hans alvarlega. En það mun vera til marks um aukin áhrif hans og meiri virðingu fyrir honum, að upptökumenn sjónvarps eru nú farnir að mynda hann frá hlið, og í prófíl er eins og orð hans fái sinn fulla slagkraft. Styrkur Besancenot er nú einkum fólginn í því að hann heldur sér ekki við þá línu sem rétttrúnað- ur samtímans útheimtar og flestir aðrir stjórnmálamenn temja sér, svo ekki sé minnst á þann frétta- flutning sem nú tíðkast í fjölmiðl- um. Hann lýsir því óhikað sem allur almenningur upplifir í sínu daglega lífi en nú er ekki til siðs að tala um, hann segir frá yfir- gangi auðhringa og atvinnurek- enda, versnandi þjónustu á öllum sviðum vegna sparnaðar og einka- væðingar, minnkandi atvinnuör- yggi, illri meðferð á vinnustöð- um og þar fram eftir götunum. Og hann bendir á að frjálshyggjan sé ekki vegurinn til framfara heldur liggi sú leið í hina áttina. Fréttaskýrendur segja að Bes- ancenot hafi aflað sér þessara vin- sælda í þremur áföngum. Hinn fyrsti þeirra var þjóðaratkvæða- greiðslan um „stjórnarskrá“ Evrópusambandsins í maí 2005, þegar hann var einn af þeim fáu flokksleiðtogum sem tóku ótvírætt afstöðu með „neii“ – það hefur hins vegar háð „græningjum“ alla tíð síðan að þeir skyldu reka áróður fyrir „jái“. Annar áfang- inn voru svo mótmælaaðgerðirnar gegn nýrri tegund af vinnusamn- ingum fyrir ungt fólk, hinum svo- kallaða „CPE“ vorið 2006, þegar hann var fremstur í flokki, og jók það hróður hans mjög að yfirvöld- in skyldu að lokum verða að falla frá þessum óvinsælu nýmælum. Þriðji áfanginn voru loks forseta- kosningarnar 2007. Ári síðar er svo komið, að samkvæmt skoðana- könnunum telur meirihluti manna hann fremstan meðal andstæðinga Sarkozys, og hann er þriðji á list- anum yfir þá menn sem Frakk- ar vildu að fengju meiri áhrif í stjórnmálum. Þegar flugvél Frakklandsfor- seta tók stefnuna vestur yfir Mið- jarðarhafið, var það Francois Hollande, formaður sósíalista- flokksins, sem fyrstur vakti máls á Besancenot og gat ekki leynt áhyggjum sínum, hann óttaðist að bréfberinn kynni að nappa spón úr aski sósíalista, einkum ef Sarkozy slysaðist til að taka upp hlutfalls- kosningar sem aldrei mætti verða. En það hlakkaði í forsetanum, því nú hugði hann gott til glóðarinn- ar að láta Besancenot og flokk hans leika sama hlutverk á vinstri vængnum og Le Pen lék árum saman á hægri kantinum: draga til sín atkvæði frá „stóra“ flokkn- um sín megin og vera honum fjötur um fót. Francois Hollande hafði að sjálfsögðu fulla ástæðu til að vera órólegur: fyrir utan allt annað þrífst Besancenot vitan- lega á niðurlægingu sósíalista sem hafa ekki lengur neina sjálfstæða vinstri stefnu og sóa kröftunum í látlaust smákóngastríð. En ekki er víst að forsetinn hafi mikla ástæðu til að gleðjast. Hann sér yfirleitt ekki mikið lengur en nef hans nær og það er til þess að gera frem- ur stutt; hætt er við að nýr tónn í frönskum stjórnmálum verði mis- hljómur í hans symfóníu. Laumufarþeginn Franska þjóðarskútan EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Tilgangurinn helgar meðalið Baggalútsbræður fá kaldar kveðjur frá Hjálmari Sigmarssyni, ráðskonu karla- hóps femínista, sem segir þá hvetja til nauðgana í nýjasta lagi sínu, Þjóðhátíð ´93. Baggalútur sendi frá sér tilkynn- ingu þar sem segir að hvergi sé hvatt til nauðgana í textanum. Í raun þykir þeim árásir hans á tónlist Baggalúts ósmekkleg aðferð til að vekja athygli á góðum mál- stað. Rætt var við Guðmund Pálsson Bagga- lút og Hjálmar í þætti Simma og Jóa á Bylgjunni í gærmorgun. Guðmundur sagði þá sjálfa best fallna til að segja um hvað textinn fjallar og hann væri ekki um nauðganir. En Hjálmar vildi halda umræðunni áfram. Er þar kannski komin staðfesting á orðum Baggalútsmanna, að gagnrýninni sé ætlað að vekja athygli á málstaðnum. Transfitusýrubann Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kaliforníu, setti nýverið lög sem banna notkun transfitusýra á veitingastöðum í ríkinu. Leggst hann þar með á sveif með þeim sem vilja losa neytend- ur við transfitusýrur sem þeir telja helstu ástæður fyrir offitu Bandaríkjamanna. Ákvörðunin hefur þegar mætt gagnrýni þar sem Bandaríkjamenn eru jú þekktir fyrir að mótmæla hvers konar forsjárhyggju. Umræða um transfitusýrur skýtur reglulega upp kollinum á Íslandi og nú er spurning hvort Íslendingar megi vænta sambærilegra laga? Nóg að vera bara Mel Mel Gibson, sá heimskunni leikari, hefur heiðrað Íslendinga með nærveru sinni undanfarna daga. Sagt hefur verið frá kaffiþambi leikarans og því bætt við að hann sé bara hinn viðkunnanlegasti, heilsi fólki og sé kurteis. Ísland er því, enn um sinn, meðal þeirra landa þar sem stórstjörnur komast í fréttirnar fyrir kurteisi og góða framkomu. Það er því ekki ólíklegt að fljótlega fari stjörnurnar að flykkjast til landsins til þess að þurfa ekki að taka upp á einhverj- um óskunda svo þær komist í fréttirnar. olav@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.