Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 14
14 27. júlí 2008 SUNNUDAGUR B laðamenn Frétta- blaðsins ætla sér ekki þá dul að gera upp á milli vélfáka þó að í þessari sam- antekt sé Harley- Davidson í aðalhlutverki. Reynd- ar er Snigill númer 1, Hilmar Lúthersson, sem verður sjötugur í næsta mánuði og man tímana tvenna, ekki á því að Harley sé málið: „Ég er búinn að eiga um hundrað mótorhjól í gegnum tíð- ina og búinn að gera upp tugi,“ segir Hilmar. Hann segist hafa prófað vel flestar tegundir hjóla. „Ég er til dæmis búinn að prufa Harley, og það eru ekki mótor- hjól. Þau eru bara eitthvað sem þú átt að eiga inni í skúr. Öll hin hjólin eru mikið framar í hönnun og öllu,“ segir Hilmar en viður- kennir að Harley-hjólin hafi skánað eftir að „Kaninn hætti að vera með puttana í þessu öllu“ og framleiðsla hjólanna dreifðist um heiminn. „Þeir sem ekki hafa vit á mótorhjólum segja „vá!“ þegar þeir sjá Harley.“ Hilmar segir að það séu til tvær flokkar af mótorhjólamönn- um, þeir sem eru búnir að detta, og þeir sem eiga það eftir. Hann komst í seinni flokkinn árið 2004 þegar hross hljóp í veg fyrir hann og hann datt og brákaði nokkur rifbein. Harley er það heillin Hvað sem öðru líður hafa þeir ófáir mótorhjólamennirnir sem komið hafa við sögu í Fréttablað- inu á umliðnum mánuðum verið á Harley-Davidson. Og þar fer lík- lega fremstur í flokki sjálfur yfirlögregluþjónn höfuðborgar- svæðisins. Geir Jón Þórisson ætlar að láta gamlan draum ræt- ast og fara hina sögufrægðu leið Route 66 í haust. Með konu sína sem hnakkaskraut. Geir Jón keypti sér nýlega hjól af tegund- inni Honda VTX 1300 en er Har- ley-maður: „Við förum til Los Angeles og leigjum þar splunku- ný Harley-Davidson-mótorhjól.“ Ferðin tekur þrjár vikur segir Geir Jón sem gekk nýlega í mót- orhjólaklúbbinn Trúboðana, sam- tök kristinna bifhjólamanna, en Bandaríkjafararnir eru aðallega úr þeim félagsskap. Geir Jón nýtur fulls stuðnings konu sinn- ar, Guðrúnar Ingveldar Trausta- dóttur, í dellunni. „Hún hefur farið mikið með mér á hjólinu hérna heima og hefur voðalega gaman af. Hún fer með út og verður hnakkaskraut,“ segir Geir Jón sem ekki hefur sýnt því áhuga að kaupa Vespu þrátt fyrir vinsældir þeirrar tegundar: „Nei, maður verður að hafa kraftinn á milli fótanna, finnst mér, og kom- ast leiðar sinnar almennilega.“ Annar ekki síður flottur sem er á leið til Bandaríkjanna í píla- grímsför er ljósmyndarinn Spessi ofursvalur: Til Sturges á eitt- hvert frægasta mótorhjólamót sem um getur. Hann segir „raiser“ hjól adrenalín-græju en Harley endorfín. Fyrst keypti hann sér Dyna Lowrider og seinna Night Train. „Í lok sumars 2006 svínaði maður fyrir mig og ég inn í hliðina á honum,“ segir Spessi og vandar sofandi sauðum í umferðinni ekki kveðjurnar. Eftir tryggingastapp fékk hann peninga út úr slysinu, keypti nýja grind á hjólið og lét sérsmíða gaffla í Svíþjóð. Þá var hjólið orðið eins og Spessi vildi hafa það. Og meira Harley Þá hefur Mikael Torfason rithöf- undur sést leðurklæddur á mót- orhjóli þetta sumarið og gengst fúslega við því að vera kominn með snert af gráa fiðringnum. Mikael fékk sér Harley-David- son Sporster nýlega – Breiðholts- útgáfuna sem fer honum vel. Mikael hafnar því alfarið að þetta sé hans aðferð til að sporna gegn gróðurhúsaáhrifum: „Nei! Er Egill [Helgason] ekki búinn að afsanna allt þetta með gróður- húsaáhrifin? Þetta er mitt svar við háu bensínverði.“ Mikki seg- ist geta notað hjólið í útréttingar þegar hann er einn á ferð. Fjöl- skyldubíllinn er alltof stór í snatt. „Ég fyllti Sportsterinn um dag- inn. Og fer tíu sinnum lengra á honum en Dodge-inum,“ segir Mikael sem hefur verið óvirkur mótorhjólamaður í 16 ár. „Ég þarf ekkert að ganga í einhverja mótorhjólaklíku. Enda finnst mér það fara með frelsið og anarkis- mann.“ Darri Ingólfson, sem margir kannast við úr sjónvarpsþáttun- um Mannaveiðum, er svo annar riddari götunnar: „Við pabbi vorum búnir að stara of lengi á Harleyinn sem bróðir minn á inni í bílskúr og ákváðum að skella okkur saman í ökutíma. Í Manna- veiðum lék Darri morðingjann sem í lokaatriðinu flýr einmitt undan lögreglunni á mótorhjóli. „Ég fékk ekki að keyra sjálfur við tökurnar á Mannaveiðum þar sem ég var réttindalaus, en ég mætti það núna.“ Hjólið sem Darri ekur á er af gerðinni Har- ley-Davidson Nightrod Special edition og hann vísar til hás bens- ínverðs líkt og Mikael. „Í bensín- krísunni er þetta ágætur kostur, það kostar mig tvö þúsund krón- ur að fylla tankinn. Svo er þetta ágæt afsökun til að klæðast leðri,“ segir Darri. Rithöfundur, leikari og þá fót- boltahetja. Marel Baldvinsson er markaskorari og mótorhjólatöff- ari og þegar í hópinn bætast lík- amsræktarfrömuðurinn Björn Leifsson og athafnamaðurinn Bolli í 17 má sjá að mótorhjóla- mennirnir leynast víða. Vespufólkið Gunnar Hansson leikari hitti á gullæð þegar hann hóf að flytja inn Vespur. Nú þegar hafa fimm- tíu manns fest sér Vespu hjá þessum góðlátlega manni og má þar nefna menn allt frá Sigurði Eggertssyni handboltakappa til Sigurjóns M. Egilssonar ritstjóra svo handahófskennd dæmi séu nefnd. Gunnar tjáði Fréttablað- inu að nokkur dæmi væru um að kraftmestu Vespurnar færu til manna sem væru komnir yfir sjötugsaldurinn. Einn sá fyrsti til að skipta við Gunnar var Edda Björg Eyjólfsdóttir sem keypti Vespu fyrir mann sinn Stefán Má Magnússon gítarsnilling sem hefur verið aðdáandi slíkra hjóla um árabil. „Það kostar ekki nema þúsund kall að fylla hana og hún endist út vikuna,“ útskýrir Stef- án sem leitar ráða með að geta ferjað gítarinn milli staða á ves- punni. Frægasti og flottasti Vespueig- andinn hlýtur þó að teljast sjálf- ur Bó sem segir Vespuna tákn sjöunda áratugarins: „Kúltúrtákn og á heima í íkon-sögunni með Fendernum, Elvis og Coca-Cola flöskunni,“ segir Bó sem er búinn að fá sér hjól af Piaggio gerð og flottari týpuna – að sjálfsögðu. „Vespa GTV 250 og framleidd í tilefni af sextíu ára afmæli hjóls- ins. Með öllum aukabúnaði sem hægt er að hugsa sér,“ segir Björgvin Halldórsson. Einn sérstæðasti mótorhjóla- maðurinn hlýtur þó að teljast Logi Bergmann Eiðsson sem fer sinna ferða á Miele-hjóli sem flestir þekkja sem framleiðanda eldhústækja. „Þetta hjól er frá 1954. Og ég kemst alveg í svona 40 kílómetra hraða. Fimmtíu á góðum degi,“ segir Logi en Valur Hólm tengdafaðir hans gerði það upp fyrir Loga. „Þetta er mótor- reiðhjól og bara notað spari á góðviðrisdögum.“ Samantekt: Jakob Bjarnar Grétarsson Mótorhjólasumarið mikla Sumarið 2008 fer í sögubækurnar sem mótorhjólasumarið mikla. Ólíklegustu menn komu út úr skápnum sem mótorhjólamenn og stoltir sem slíkir. Því ræður einkum tvennt: Orkukreppan veldur því að ódýrara er að fara um á vélhjóli en bíl. Og svo hann Gunnar Hansson leikari sem hóf að flytja inn Vespur í stórum stíl til landsins og moka þeim út. GEIR JÓN ÞÓRISSON Yfirlögregluþjónninn ætlar að þeysast um Bandaríkin með kraftinn milli fóta og konuna sem hnakkaskraut. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SPESSI Er ofursvalur á sínum „Tjopper“ en hann er að fara til Bandaríkjanna á mótorhjólamót. MIKKI TORFA Rithöfundurinn er ekki á mótorhjóli til að leggja sitt af mörkum vegna gróðurhúsaáhrifanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI DARRI INGÓLFSSON Leikarinn segir mótorhjólið gott í bensínkreppu og ágæt afsökun til að klæðast leðri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MÓTORHJÓLAMENN AF ÝMSUM STÉTT- UM Marel markaskorari, Bjössi í World Class og Bolli í 17 eru allir mótorhjóla- töffarar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GUNNAR HANSSON Hitti á gullæð þegar hann tók að flytja inn Vespur og selur í stórum stíl. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR STEFÁN MÁR MAGNÚSSON Gítarsnilling- urinn leitar nú leiða til að ferja gítarinn um á Vespunni sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BÓ HLÝTUR AÐ TELJAST SÁ FLOTTASTI Björgvin Halldórsson fékk sér að sjálf- sögðu flottustu týpu hlaðna aukahlut- um. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SÉRSTÆÐASTI RIDDARI GÖTUNNAR Líklega verður Logi Bergmann að teljast frumleg- astur á sínu Miele-hjóli. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.