Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 18
ÞAÐ HEITASTA Í ... HÓTELUM, VEITINGASTÖÐUM, GRÆJUM, BÚÐUM, MÖRKUÐUM OG FERÐANÝJUNGUMMIÐBAUGUR 2 FERÐALÖG Kastalagisting er spennandi kost- ur fyrir þá sem vilja ekki aðeins ferðast um ókunnar slóðir heldur ferðast svolítið aftur í tímann í leiðinni. Það kann að koma á óvart en fyrir gistingu í gömlum kastala þarf ekki endilega að borga fúlgur fjár. Oft er verðið sambærilegt við það sem gerist á hótelum og líkt og með þau þá eru kastalarnir eins misjafnir og þeir eru margir. Sumum hefur verið breytt í rándýr lúxushótel og verðið er eftir því meðan ann- ars staðar má hvíla lúin bein í gömlum kastala og borga fyrir það sömu upphæð og á farfugla- heimili. Framboðið er furðu mikið. Á Bretlandseyjum má panta sér gist- ingu í niðurníddum miðaldakastöl- GIST AÐ HÆTTI KONUNGA Hvern hefur ekki dreymt um að búa í kastala eða hreiðra um sig á herragarði með þjón á hverjum fi ngri. Þú þarft ekki að vera með blátt blóð í æðum til að komast í konunglega stemningu í sumar- fríinu því víða í Evrópu má panta sér gistingu í gömlum kastala eða jafnvel leigja einn slíkan. Ross kastalinn stendur við Lough Shelin stöðuvatnið á Írlandi og er dæmigerður 16. aldar kastali, reistur af Baróninum Richard Nugent árið 1533. Í kastalanum er gistipláss fyrir 19 manns og kostar nóttin í kringum 8.000 krónur á manninn með morgunmat. Kastalinn er í um 90 mínútna akstursfjarlægð frá Dublin. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Skammt frá bænum Cong á Vestur-Írlandi er hinn glæsilegi Ashford-kastali sem reistur var á 13. öld. Nú er rekið lúxushótel í höllinni og gistingin er síður en svo ókeypis. Ódýrustu tveggja manna herbergin kosta í kringum 30.000 krónur meðan þau dýrustu eru á 150 þúsund. Berlín kann að vera paradís fátæka listamannsins en fyrir þá sem sækjast í aðeins meiri lúxus i þessari spennandi borg er Hotel Q staðurinn til að gista á. Hótelið er sérlega nútímalegt „boutique“ hótel staðsett í Kurfurstendamm hverfinu, rétt hjá Savignyplatz torginu þar sem úir og grúir af veitingahúsum og skemmtistöð- um. Innandyra er mikið lagt upp úr hönnun og notast við stein, við og strútsskinn. Baðkarið er við hliðina á rúminu í hverju her- bergi en þar er einnig að finna flatskjái, minibar og internet. Q hotel býður upp á slökunarher- FRAMTÍÐIN Í BERLÍN ferðalög kemur út mánaðarlega með sunnudagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjóri Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is Útlit Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Forsíðumynd Lautarferð við Eiffelturninn í París.. Ljósmynd eftir Anton Brink Pennar Þórgunnur Oddsdóttir, Kolbrún Ólafsdóttir Ljósmyndir Fréttablaðið Auglýsingar Stefán P.Jones spj@365.is [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög ÁGÚST 2008 + GISTING Í FORNUM KASTÖLUM, BOUTIQUE-HÓTEL Í BERLÍN 48 TÍMAR Í SUMAR VIÐ SIGNUHEITUR ÁGÚSTMÁNUÐUR Í PARÍSARBORG EKKI BARA HALLIR OG SACHER-TERTUR Vínarborg er spennandi suðupunktur í Evrópu SÍÐASTI SÉNS Í SÓLINA Sniðugustu tilboðin í ágúst V ið höfum öll gert þetta. Keypt eitthvað bara til þess að hafa keypt eitthvað. Erum með ógeðslega ljótan leðurjakka frá fríinu á Kanarí í geymslunni frá sirka 1989, nokkra etníska bakpoka, marokkóskt pils og fáránlegan kúrekahatt sem manni þótti töff í síðasta fríi til Texas. Alveg sama hvert við Íslendingar ætlum að fara í frí þá finnst okkur við alltaf þurfa að eyða þreföldum mánaðar- launum á Visa-kortið þegar út er komið. Ég á ekki við það að það sé óeðlilegt að kaupa sér eitthvað fallegt í París eða New York. En þegar haldið er í sólarlanda- ferð til dæmis þá er klárt mál að Algarve er ekki miðpunktur tískuheimsins, að Zara er alltaf bara Zara og að háglansandi rauður leðurjakki var bara smart þegar maður var þunnur með ofskynjanir í 35 stiga hita. Til hvers að vera að skella sér í ódýra sólarferð og eyða svo aleigunni á krepputímum í drasl þegar út er komið? Ég hef velt fyrir mér ástæðum þess að fólki finnist það þurfa að kaupa svona mikið erlendis. Burtséð frá því augljósa – að monta sig yfir utanlands- ferðinni þegar heim er komið ásamt dökkbrúnu „tani“ – þá held ég að okkur líði öllum eins og við séum önnur manneskja þegar við erum komin í annað land. Maður getur til dæmis verið meiri heimsborgari … eða jafnvel breyst í hippa á nokkrum dögum. Þetta er jú auðvitað ástæða þess að flestir hafa gaman af því að ferðast – til að öðlast nýja sýn á hlutina og sjá heiminn með víðari linsu en við erum vön. Og í þessu „stundar- brjálæði“ finnst okkur bráðnauðsynlegt að kaupa hluti eða fatnað sem hæfa þessum nýja persónuleika. En oftast er það þannig að þessi nýja manneskja hverfur um leið og við drepum aftur niður fæti á heimaslóðum og þessi veraldarvana New York-gella eða Kanaríeyja- hippi var skilinn eftir í rykmekki einhvers staðar á leiðinni. Sem betur fer lærir maður af reynslunni og ég hef sjálf takmarkað slíkt verslunaræði niður í tvær vel valdar flíkur. Og í síðustu Ítalíuferð þegar einhver innri Donatella Versace hvíslaði að mér að ég bara yrði að eignast gylltu Dolce&Gabbana gallabuxurnar þá brosti ég bara að hugmyndinni um hversu sárt þær myndu stinga augun í þvögunni á Kaffibarnum. Anna Margrét Björnsson skrifar BÖLVUN VERSLUN- ARFERÐARINNAR um Írlands og Skotlands eða á róm- antísku átjándu aldrar sveitasetri í anda sagna Jane Austin. Sveitasetr- in í Frakklandi eru ekki síðri og í hinum ævintýralega Rínardal í Þýskalandi geta ferðalangar keypt sér gistingu í glitrandi höllum - eins og þeim sem gjarnan sjást myndir af á púsluspilum og póstkortum. Vilji maður staldra við í lengri tíma er víða í boði að leigja heilan kastala. Til dæmis stóra höll ef halda á brúðkaupsveislu eða lítinn kastala með rúmum fyrir 20 manns fyrir smærri ættarmót. Mikilvægast af öllu er að ímynd- unaraflið sé með í för því allt getur gerst þegar sofið er í kastala. Kannski fara draugar fortíðar á stjá og ef til vill má finna sofandi prins- essu í einum turninum. Góðar vefsíður: holiday-chateau. com rhinecastles.com celticcastles.com bergi þar sem gestir geta slappað af eftir morgunmat en þar er að finna sand á gólfinu, japönsk böð og finnska sánu. Veitingahús hót- elsins reiðir fram ljúffenga tæl- enska rétti og barinn - Hotel Q Bar- sem er með arineld og rauð- um veggjum þykir sérlega töff og er aðeins fyrir hótelgesti og með- limi. Það er hægt að leigja reiðhjól á hótelinu sem er upplagt til þess að fara og skoða Kurfurstendam eða Tiergarten garðinn sem er rétt hjá. - amb Nútímaleg hönnun Herbergin eru sögð taka innblástur af púpum fiðrilda ÍS L E N S K A SI A. IS FL U 42 03 6 04 .2 00 8 1 kr. aðra leiðina + 690 kr. (flugvallarskattur) Aðeins 1 króna fyrir börnin www.flugfelag.is | 570 3030 Gildir til 31. maí – bókaðu á www.flugfelag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.