Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 50
18 27. júlí 2008 SUNNUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Þá er loksins komið að því að drífa sig eitt- hvað almennilega út á land, en ekki bara í sumarbústað eða á tjaldsvæði í klukku- tíma fjarlægð frá borginni. Tjald, kæli- box og gönguskór hafa verið sett í bílinn, sem spænir upp peninga ferðafélaganna eins og hann fái hreinlega borgað fyrir það. En það skiptir ekki máli því góð ferð um landið hlýtur bara að vera alveg þess virði. Á yngri árum voru foreldrarnir ágætlega duglegir við að kynna náttúruperlur landsins fyrir okkur systkinunum, eins og margir fleiri íslenskir foreldrar. Flest barnanna eiga það þó líklega sameiginlegt að hafa einfaldlega verið of ung til þess að kunna að meta dýrðina sem í þessu landi okkar felst. Þar sem ég er svolítið nörd fannst mér samt yfirleitt gaman að læra hvað fjöllin og árnar sem keyrt var framhjá eða yfir hétu. En nú skal hins vegar bætt úr þessu ferðaleysi. Það á eiginlega að eyða íslenska sumrinu í íslenskri náttúru – það finnst mér allavega upplagt. Það er sniðugra að fara til heitari landa þegar kuldinn bítur á Íslandi. Byrjunin á ferðalögum komandi ára verður fimm daga ferð um landið. Svona rétt til að kynnast því upp á nýtt. Það verður byrjað á Akureyri, en það er skammarlega langt síðan ég hef farið þangað. Þaðan verður þvælst um Norðaust- urland áður en náttúrufegurð Borg- arfjarðar eystri verður könnuð. Svo verður bara haldið áfram sem leið liggur, eftir því hvar sólina verður að finna. Það kemur sér vel fyrir ferðafél- agana að hafa nörd með í ferð. Þau munu njóta góðs af geisladiskunum sem ég útbjó fyrir ferðalagið, og fróðleiknum sem ég mun lesa úr Vegahandbókinni, Þjóðsögum við þjóðveginn og fleiri góðum bókum. Svo er annað nörd sem sér um að reikna út bensínkostnað og mat svo ferðalagið kosti ekki morðfjár. Ég mæli sterklega með því að allir sem hyggja á ferðalög í nánustu framtíð fái nörd á þessum sviðum með sér í för. STUÐ MILLI STRÍÐA Ísland er land þitt ÞÓRUNN ELÍSABET BOGADÓTTIR ÆTLAR STUTTAN HRING UM LANDIÐ Ef þú mættir velja... Hvaða teikni- myndafígúra myndirðu vilja vera? Tja.. Ekki The Phantom! Hann er gagns- laus! Engir ofurkraftar, bara glataðar sokkabuxur! Að vera önd í matrósafötum nær ekki heldur inn á topp tíu! Eða Guffi! Hugs- aðu þér að vakna einn daginn og vera Guffi! En Batman er flottur! Ríkur og dularfullur! Ég vildi vera Batman! Þá vil ég vera Jókerinn! Verstur allra illmenna! Flott! Við erum erki- óvinir sem þolum ekki ásýnd hvors annars! Svona svipað og í raunveru- leikanum, ha? Já. Kannski mun eitthvert fíflið einhvern tíma gera teiknimynda- sögu um okkur? Vissirðu að Pierce getur sagt manni hvað maður borðaði í morgunmat bara með því að þefa af andardrættinum? Nú Kaffi, munn- vatn, Colgate með flúor, hálf brauð- bolla með sesamfræjum og apríkós- umarmelaði, einn banani og vatnssopi. Passar það? Ég held það... Takk fyrir. En margir fá sér það í morgun- mat. Þetta getur hafa verið góð ágiskun. Og fyrir tuttugu mínútum sleikt- irðu tíu króna frímerki. Ekki efast um mig, frú mín góð. Oooooo, ég elska þennan leik! Maður á að hunsa eiganda sinn og sjá hversu lengi maður getur sofið... Sögur af dýrahótelinu Ívar íkorni og bróðir hans Manneskjan sem velur mig verður kysst og sleikt eins og heimsendir sé í nánd! Manneskjan sem velur mig verður knúsuð og kysst alla nóttina! Manneskjan sem velur mig. Hvernig gengur? Við borðuðum allar múffurnar fyrir utan eina og hentum tómötum í krakka sem stríddi okkur. Nú Þetta gekk sem sagt eins og í sögu Megum við gera þetta aftur á morgun? Takk fyrir. Kisukenjar Tómatar krónum lagið Frá Fylltu á iPodinn · Farsímann · Tölvuna Fyll'ann takk! Á Tónlist.is getur þú nálgast yfir 50.000 lög og fyllt spilarann þinn af topptónlist. Allt efni á Tónlist.is er ólæst (DRM laust) og kostar frá 79 krónum lagið. Þannig getur þú fært tónlistina hindrunarlaust á milli tölvunnar, spilarans og farsímans. Nýtt á Tónlist.is - lögin beint inn í iTunes á tölvunni! Nú getur þú tengt Tónlist.is beint við iTunes eða Windows Media Player. Öll lög sem þú kaupir fara sjálfvirkt yfir í spilarann þinn. Vertu tilbúinn í sumarfríið! iP o d o g iTu n e s e ru vö ru m e rki í e ig u A p p le , In c.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.