Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 56
24 27. júlí 2008 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is 12. umferðin hófst með fjörugum leik toppliðs Keflavíkur og Íslandsmeistara Vals. Leikurinn var hraður, skemmtanagildið mikið og bæði liðin sóttu til sigurs, en 1-1 jafntefli varð niðurstaðan. FH-ingar nýttu tækifærið til þess að brúa bilið í toppbaráttunni með 4-0 sigri gegn botnliði HK sem fór illa að ráði sínu í leiknum og misnotaði fjölda góðra marktækifæra. Botnbaráttulið ÍA lenti reyndar í talsvert verri málum og tapaði 6-1 gegn sprækum Blikum. Guðjón Þórðarson var rekinn í kjölfarið og Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir tóku við stjórnartaumnum upp á Skaga. Framarar virðast hafa gott tak á Fylkismönnum í sumar og unnu þá 3-0 á Laugardalsvelli en fyrri leikur liðanna fór einmitt 0-3 á Árbæjarvelli. Það var mikið fjör á Grafarvogsvelli þar sem Þróttur fór að lokum með 3-4 sigur af hólmi gegn Fjölni eftir að hafa lent tvisvar undir, í stöð- unni 2-1 og 3-2, þá einum leikmanni færri. Grindavík vann loksins sinn fyrsta heimasigur í sumar, 2-1, þegar KR kom í heimsókn en liðið hefur unnið fjóra útisigra. KR var að tapa sínum öðrum leik í röð. 12. UMFERÐ LANDSBANKADEILDAR KARLA: GUÐJÓN ÞÓRÐARSON REKINN FRÁ ÍA Bjarga tvíburarnir ÍA á nýjan leik? TÖLURNAR TALA Flest skot: 22, KR Flest skot á mark: 10, KR Fæst skot: 2, Fylkir Hæsta meðaleink.: 7,08 Breiðab. Lægsta meðaleink.: 2,92 ÍA Grófasta liðið: 20 brot, Keflavík Prúðasta liðið: 6 brot, HK Flestir áhorf.: Valur-Kefl., 1.353 Fæstir áhorf.: Fram-Fylkir, 512 Áhorfendur alls: 5.470 > Besti dómarinn: Jóhannes Valgeirsson fékk hæstu einkunn hjá Fréttablaðinu fyrir 12. umferð eða 8. En aðrir dómarar fengu 7 í einkunn fyrir leiki sína. Jóhannes dæmdi leik Breiðabliks og ÍA á Kópavogsvellinu. Zoran Stamenic Jóhann Berg Guð- mundsson (4) Hallgrímur Jónasson (2) Marel BaldvinssonTryggvi Guðmundsson (4) Paul McShane (2) Reynir Leósson Sigmundur Kristjánsson Scott Ramsay (6) Gunnar Sigurðsson Hólmar Örn Rúnarsson (5) >Atvik umferðarinnar Guðjón Þórðarson fékk að taka pokann sinn hjá ÍA eftir brösugt gengi Skagaliðsins í sumar. ÍA jafnaði félagsmet sitt yfir stærsta tap í efstu deild þegar liðið tapaði gegn Breiðabliki 6-1 á Kópavogsvelli. >Ummæli umferðarinnar „Ég var mjög heppinn í markinu því boltinn fór í varnarmann. Við vorum líka heppnir að fá þrjú stig en við erum mjög ánægðir með að fá loksins þrjú stig á heimavelli. Við þiggjum alltaf þrjú stig þótt við höfum ekki leikið sérstaklega vel,“ sagði hetja Grindvíkinga, Scott Ramsay. FÓTBOLTI Marel gekk ekki heill til skógar í upphafi móts þar sem hann átti við meiðsli að stríða á undirbúningstímabilinu en fram- herjinn er óðum að komast í sitt gamla form. Marel fór mikinn gegn ÍA í 12. umferð og lagði upp þrjú af sex mörkum Blikanna í leiknum. „ÍA er búið að vera að strögla en það var ekkert í spilunum sem benti til þess að við myndum rúlla þeim eitthvað upp, eins og raunin síðan varð. Ég neita því ekki að það var gaman að spila þennan leik, þar sem allt liðið átti góðan dag og við gáfum Skagamönnum ekki neitt í leiknum,“ segir Marel sem fagnar nýtilkomnum stöðug- leika í Blikaliðinu. „Við erum á góðu róli eins og er og virðumst vera komnir með smá stöðugleika í okkar leik og þetta lítur betur út núna en nokkurn tímann áður, alla vega síðan ég man eftir mér hjá Blikum. Það heldur vonandi áfram og ég trúi ekki að menn séu orðnir sáttir og vilji ekki meira, eftir að hafa unnið nokkra leiki í röð,“ segir Marel. Ekki spurt um aldur Marel tekur undir með blaða- manni um að þjálfarinn Ólafur H. Kristjánsson sé búinn að finna skemmtilega blöndu af eldri og yngri leikmönnum hjá Breiðabliki sem nái vel saman, en telur þó að aldurinn sé algjört aukaatriði í því samhengi. „Í fyrsta lagi er mikil fótbolta- leg geta til staðar hjá leikmönnum liðsins og hún er undirstaða þessa góða árangurs undanfarið. Þar er ekki spurt að aldri eða frá hvaða landi menn koma,“ segir Marel sem kvaðst þó vissulega vera ánægður með þá ungu leikmenn liðsins sem hafa virkilega stigið fram í sumar. „Það er náttúrulega frábært að sjá alla þessa ungu stráka stimpla sig inn í Blikaliðið og Landsbanka- deildina eins og þeir hafa gert og við eigum enn helling af ungum strákum á lager, sem hafa burði til þess að gera svipaða hluti. Það er nóg af efnivið og það er gaman að fylgjast með því,“ segir Marel sem er einn reyndasti leikmaður liðsins þrátt fyrir að vera tæplega 28 ára gamall. „Jú, ég er orðinn gamli karlinn í liðinu. En það hjálpar vissulega til að hafa einn töluvert eldri, einn eldgamlan,“ segir Marel og átti þar við reynsluboltann Arnar Grétarsson. Óli sáttur með mottuna „Það er frábær mórall í liðinu og leikmenn liðsins eru góðir félagar og ná vel saman og það hjálpar auðvitað til. Síðan hafa leikmenn og þjálfarar verið duglegir að heita á leiki liðsins,“ segir Marel. „Gott gengi undanfarið hefur haft það í för með sér að þjálfararn- ir hafa þurft að fara í sjósund í Nauthólsvík og Óli þjálfari er búinn að þurfa að safna í myndar- legt yfirvaraskegg. Það er bara verst hvað Óli er ánægður með mottuna og hann baðar sig í þessu alsæll og ég held að við þurfum að finna eitthvað nýtt fyrir hann.“ Blikar mæta næst Þrótti í deild- inni en liðið hefur nú unnið fimm leiki í röð í deild og bikar. Blikar gerðu 0-0 jafntefli við Þrótt í fyrri umferðinni og Þróttur er eina liðið í Landsbankadeild karla sem Blik- ar hafa ekki náð að skora hjá á þessu tímabili. omar@frettabladid.is Eigum helling af strákum á lager Breiðablik sýndi allar sínar bestu hliðar þegar liðið skellti ÍA, 6-1, á Kópavogsvelli í Landsbankadeildinni á dögunum. Blikinn Marel Baldvinsson stjórnaði sýningunni og er maður 12. umferðar hjá Fréttablaðinu. Á FLUGI Marel hefur leikið frábærlega fyrir Blikana upp á síðkastið og er óðum að nálgast sitt gamla form. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI FH-ingar sækja Skaga- menn heim í Landsbankadeild karla og geta með sigri náð toppsætinu af Keflavík, allavega tímabundið. „Það eru alltaf baráttuleikir á Skaganum og ég á ekki von á því að það verði einhver breyting á því. Þegar það er skipt um þjálfara þá hugsa menn með sér að það geti allir sannað sig fyrir nýjum þjálfara og þá kemur oft nýtt blóð í þetta. Þetta verður því erfiður leikur,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sem er í nokkuð sérstakri stöðu því þjálfarar andstæðinga liðsins í dag, ÍA, ættu að þekkja öll leyndarmálin eftir að hafa setið alla taktíkfundi liðsins í sumar. „Þeir vita alveg hvernig þetta er lagt upp en úrslitin hafa aldrei ráðist á töflum heldur á framlagi leikmanna inni á vellinum,“ segir Heimir sem býst við breytingum hjá Skagamönnum frá því í síðustu leikjum. „Það verða örugglega áherslu- breytingar. Þeir eru búnir að boða sóknarbolta og við spilum sóknarbolta líka þannig að þetta getur ekki orðið annað en góður leikur,“ segir Heimir. - óój Heimir Guðjónsson hjá FH: Úrslitin ráðast ekki á töflum SÓKNARBOLTI Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-liðsins, býst við góðum leik á Skaganum í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Akurnesingar fjölmenna væntanlega á Jaðarsbakka í kvöld þegar Skagamenn taka á móti FH í Landsbankadeildinni. Tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru komnir heim og stjórna sínum fyrsta leik. Þeir fá verðugt verk- efni, að reyna að snúa við slæmu gengi Skagaliðsins. Skagamenn hafa tapað fjórum leikj- um í röð, hafa aðeins náð í þrjú stig og skorað fjögur mörk í síðustu sjö deildarleikjum og unnu síðast 20. maí eða fyrir rúmum tveimur mán- uðum. „Ég get ekki séð annað en að menn hlakki bara til,“ segir Arnar og segir að þeim bræðrum hafi tekist að rífa menn upp eftir stórtapið á móti Blikum. „Mér sýnist það að menn séu ekki að dvelja í fortíðinni. Þetta hefur verið fín vika, við höfum fengið fjórar æfingar og þær hafa farið í það að stilla ýmsa hluti. Það verða breytingar aðallega á leikstíl en við breytum eitthvað liðinu. Það er nátt- úrlega sami kjarni fyrir í liðinu og við ætlum ekki að skipta um allt liðið,“ segir Arnar. „Við ættum að þekkja FH manna best en þeir eru með hörku lið. Það eru ekki margir veikleikar í því liði. Svona gott lið eins og FH kann þetta bara, að aðlagast bara leiknum,“ segir Arnar aðsurður hvort hann og Bjarki þekki ekki leikstíl og áhersl- ur FH-liðsins út og inn. Allt í einu verða mikil fagnaðar- læti í kringum Arnar. „Ég er hérna uppi á Skaga og annar flokkurinn er að spila og þeir voru að skora. Þetta er allt á uppleið,“ segir Arnar í létt- um tón en þeir bræður hafa látið það koma vel fram að þeir ætli að gefa ungum strákum tækifæri. „Bæjarbúar og stemning í bænum er þannig að það kunna allir vel að meta að sjá ungu strákana spila,“ segir Arnar og bætir við: „Ég held að það verði vel mætt á leikinn því það er nú alltaf þannig að þegar nýir menn koma inn þá kemur auka bjartsýni með. Menn upplifa þetta aðeins eins og nýtt tímabil sé að byrja og þannig á þetta líka að vera,“ segir Arnar. „Við höfum oft séð þetta á okkar ferli að það taka nýir menn við og það kemur smá innspýting en það má ekki duga bara fyrstu fimm mín- úturnar í leiknum því það verður að duga allt tímabilið,“ segir Arnar. Hann segir að þá sé bara gott að fá svona sterkt lið í fyrsta leik. „Ég held að það sé bara betra að mæta FH í fyrsta leik í staðinn fyrir að mæta einhverju liði sem er ekki eins spennandi. Ef menn ná ekki að stemma sig upp fyrir svona leiki þá væri lítið sem við, Marcelo Lippi eða Alex Ferguson gætum gert,“ segir Arnar og það er greinilegt á öllu að hann og Bjarki ætla að nýta sér meðbyrinn frá fyrsta leik. Leikur ÍA og FH hefst klukkan 19.15 á Akranesvelli. - óój Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir stjórna sínum fyrsta leik í kvöld þegar ÍA mætir FH: Þetta er búin að vera fín vika HVAÐ EIGUM VIÐ AÐ GERA Arnar og Bjarki spá í spilin. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.